Morgunblaðið - 31.08.1991, Page 15

Morgunblaðið - 31.08.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 nsi t?úo# :rjo;uT.vinAJ -uliiuluw 15 MH og „kerfið“ Undanfarin ár hafa nemendur og kennarar sem starfað hafa við Menntaskólans við Hamrahlíð þurft að horfa upp á áfangakerfí það, sem í upphafí opnaði nemend- um leið til að skipuleggja nám sitt sjálfír, týna eigin markmiðum. Kerfíð sigldi hægt og bítandi í sama far og forverar þess, uns svo var komið að val nemenda var orðið nær ekkert og kerfíð hafði misst alla sína eiginleika og sér- stöðu. Séð var að við svo búið mátti ekki sitja og ákveðið var að leita nýrra leiða. Eftir þrotlaust starf kennara skólans við lausn á þeim vandamálum sem horfðu við hinu gamla áfangakerfí, var loks séð til sólar og úrbætur lágu fyr- ir. Niðurstaðan var sú að ákveðið var að hrinda í framkvæmd nýju áfangakerfí sem byði í senn upp á fleiri og opnari möguleika en áður hafði tíðkast. Samþykki menntamálaráðherra var fengið og loks sáum við nemendur fram á bjartari tíð sem bauð upp á möguleika til að sveigja námið að framtíðaráformum okkar. Ekki virðast allir hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þeirra breyt- inga sem lágu fyrir. Leyfí það sem menntamálaráðuneytið hafði þeg- ar veitt til að hrinda þessu kerfi í framkvæmd hefur nú verið aftur- kallað af nýjum valdhöfum. Enn virðist gamli lagabókstafurinn og þröngsýnin ráða ríkjum hjá þeim sem völdin hafa. í stað þess að gefa Menntaskólanum við Hamra- hlíð tækifæri til að reyna nýtt áfangakerfí, sem leyst hefði af hólmi það gamla og marklausa setja þeir stein í götu framfara og víðsýni með því að halda fast í fyrra kerfi. Auk þess að ákvörðun ráðherra skuli vera svo illskiljanleg hlýtur tímasetning hennar einnig að telj- ast undarleg. Nú er ljóst að skóla- hald Menntaskólans við Hamrahlíð mun raskast verulega af þessum sökum og nýnemar hafa innritað sig í skólann á röngum forsendum. Einnig þurfa eldri nemendur að endurskipuleggja nám sitt, sem hefur í mörgum tilfellum í för með sér seinkun námsloka. Þessar ný- tilkomnu breytingar ráðherra kalla þar með á aukinn kostnað ríkisins á tímum niðurskurðar. Þau rök yfírboðara að stúdents- próf sem kæmu út úr hinu nýja kerfí myndu ekki uppfylla kröfur og inntökuskilyrði þau sem Há- skólinn setur eru í hæsta máta undarleg. Með þessu nýja kerfí hefði nemendum einmitt verið gef- inn kostur á því að leggja grunn- inn að námi sínu á þeim tíma sem þeir hefðu sjálfír kosið. Þannig hefðu þeir nemendur sem hyggja á ákveðið háskólanám getað undir- búið sig mun markvissar og þar af leiðandi komið betur undirbúnir til námsins. Þeim nemendum sem hins vegar hygðu ekki á háskóla- nám gæfíst þama kostur á að undirbúa sig mun betur fyrir hinar fjölbreyttu kröfur atvinnulífsins og átt betri kost á endurmenntun síðar. Til að tryggja að hagur nem- enda yrði sem mestur hefðu þeir notið aðstoðar námsráðgjafa sem verið hefði þeim innan handar. Af þessu hljótum við að ráða að ráðamenn treysti ekki nemend- um sem komnir era á framhalds- skólastig til að taka ákvarðanir varðandi sína eigin framtíð. í raun er þarna tekinn af nemendum sá möguleiki að búa eins vel í haginn fyrir framtíð sína og frekast er unnt. Það hlýtur að vekja ugg al- mennings að fullorðið fólk sem ekki getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir um eigin framtíð skuli þegar hafa hlotið kosningarétt. Fyrir hönd nemenda Mennta- skólans við Hamrahlíð. Nemendastjórn: Benedikt Hjartarson, Steingerður Ólafsdóttir, Sigurlaug Vilbergsdóttir, Andri Stefánsson, Þorbjörg María Ómars- dóttir, Magnús Orri Schram, Halldór Eiríksson. Félag íslenskra iðnrekenda: Hætta á að efnahags- legnr stöðugleiki bresti FÉLAG íslenskra iðnrekenda hefur endurskoðað þjóðhagsspá fyrir árin 1991 og 1992. Spáin gerir ráð fyrir því að verðbólga á mælikvarða framfærsluvísi- tölu verði í kringum 7 prósent á þessu ári, en hálfu prósenti lægri á næsta ári. í fréttatilkynningu frá FÍI kem- ur fram að endurskoðunin hafí einkum verið gerð í ljósi ákvarðana um leyfílegan hámarksafla á fisk- veiðiárinu 1991-1992. Jafnframt er í spánni gert ráð fyrir að samn- ingum um byggingu 200 þúsund tonna álvers verði lokið og að orkuframkvæmdir hefjist á næsta ári. Samkvæmt spánni munu þjóð- arútgjöld hækka um 2 til 2,5 pró- sent milli áranna 1990 og 1991, og um 1,5 prósent á milli áranna 1991 og 1992. Landsframleiðsla mun hins vegar einungis vaxa um 0,5 prósent á þessu ári samkvæmt spánni og á næsta ári er einnig gert ráð fyrir stöðnun. í fréttatilkynningunni segir að ein aðalástæða lítils hagvaxtar á árunum 1990 til 1992 sé samdrátt- ur í útflutningi, sem orsakist af aðhaldi við úthlutun aflakvóta. Samkvæmt spánni eru ákveðin teikn á lofti sem benda til þess að stöðugleiki í íslensku efnahags- lífí bresti. Til marks um það er hallarekstur ríkissjóðs bæði árin og vaxandi viðskiptahalli við út- lönd. Hallinn nemur 12 milljörð- um, eða 3,5 prósentum af lands- framleiðslu í ár og 20 milljörðum eða 5,5 prósentum á næsta ári. OPIÐ í dag frá kl. 10-16 Nýjar glæsilegar haustvörar. LOlVDOrVssr,4' ÞRIGGJA DAGA STANSLAUS NOTAÐIR BÍLAR Á VILDARKJÖRUM í DAG LAUGARDAG KL. 10-17 ■^■mTTRÚUEGTÚRVA^H^H ^lTj^vie^Sgbundn^koðu^ AFGREIDDIR MEÐ FULLAN BENSÍNTANK AFSLÁTTUR ALLT AÐ KR LAUGAVEGI 174 - SÍMI 695660

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.