Morgunblaðið - 31.08.1991, Side 18

Morgunblaðið - 31.08.1991, Side 18
»r ieei TRúoÁ .u: auoAOíiADUAj QictAjaviuÐíiOM 18— MÖRGUNBLÁÐIÐ LÁUGARDÁGUR 31. ÁGÚST 1991 Kristín Einarsdóttir kosin formaður Sam- * stöðu um óháð Island - samtökin vilja þjóðaratkvæða- greiðslu um afstöðuna til EES og EB STOFNFÚNDUR samtakanna Samstaða um óháð íslands var hald- inn á Hótel Borg fimmtudaginn sl. Á stofnfundinum var kosin 15 manna stjórn sem skipti með sér verkum strax að loknum fundin- um. Kristín Einarsdóttir er formaður, Jóhannes R. Snorrason varaformaður, Helgi S. Guðmundsson gjaldkeri og Auður Sveins- dóttir ritari. I fréttatilkynningu frá samtökun- um segir að „Samtökin vilji stuðla að víðtækari fríverslun milli landa og góðum samskiptum íslendinga við Evrópubandalagið svo og aðrar þjóðir og heimshluta. Um leið vilja þau tryggja að íslendingar verði hér eftir sem hingað til óháðir við- skiptabandalögum og þjóðin haldi óskertu fullveldi. Samstaða vill að kjósendur eigi kost á að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ríkisstjóm og Alþingi taka af- stöðu til aðildar að evrópsku efna- hagssvæði (EES) eða EB“. Annar fundur stjómarinnar var haldinn föstudag og segir í til- kynningunni að þar hafi starfíð framundan verið skipulagt. Ákveðið hefði verið að gefa út fréttabréf með ýmsu fræðsluefni, stuðla að stofnun kjördæmafélaga, halda fundi viða um land og em fyrstu fundirnir á ísafírði á sunnu- dagskvöld og Patreksfirði á mánu- dagskvöld nk. A undirbúningsfundinum sem haldinn var í Norræna húsinu 3. júlí var ákveðið að gangast fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á ríkisstjómina að hætta samningum um Evrópskt efna- hagssvæði og efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu ef gengið yrði til samninga. Söfnun undirskrifta er enn í fullum gangi. Fimmvörðuskáli verður vígður í dag Lagning bundms slitlags á Hvammstanga. Hvammstangi; Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Höfuðáhersla á sfatnafferð Hvammstanga. NÚ í sumar leggur Hvamms- tangahreppur höfuðáherslu á gatnagerð og er stefnt að full- um frágangi gatnakerfisins á næsta ári. Bæði er nú unnið að jarðvegsskiptingu og iagningu bundins slitlags. Starfsmenn hreppsins svo og verktakar hafa unnið að jarðvegs- skiptum og endumýjun lagna í götum. Einnig er að komast í gagn nýtt byggingarhverfi með tilheyrandi gatna- og veitukerfí í Túnahverfi. Þessa daga er Króksverk hf. að leggja bundið slitlag á götur sunnan ár, um 6 þús. fermetra, einnig er lagt á svæði hjá höfn- inni, um 2 þús. fermetra, og fyrir aðra aðila 3-4 þús. fermetra. Loft- orka hf. er undirverktaki hjá Króksverki hf. Næsta vor á að ljúka lagningu slitlags á götur á staðnum, um 12 þúsund fermetra, og er þá langþráðum áfanga náð. - Karl ENDURBYGGINGU Fimmvörðuskála á Fimmvörðuhálsi er nú lok- ið. Skálinn verður vígður og formlega tekinn í notkun laugardag- inn 31. ágúst 1991. I 1100 m hæð yfir sjávarmáli milli Eyjafjalla- jökuls og Mýrdalsjökuls er Fimmvörðuháls. Þar um er fjölfam- asta gönguleið á Islandi. Meira en 2000 manns fara þar um á hverju sumri á leið sinni milli Skóga og Þórsmerkur. Versnandi íslenskukunnátta stúdenta: Mínnkandi bóklestur unglinga áhyggjuefni - segir Þóra K. Jónsdóttir fagstjóri í íslensku „ÉG tel það iryög alvarlegt mál ef stúdentspróf í íslensku er orðið svo lítils virði að það þurfi að byrja á að kenna stúdentum íslensku í há- skóla og mér finnst stórfurðulegt að háskólakennarar skuli taka það í mál að taka slíka kennslu að sér. Að mínu mati á að sjá til þess að ekki sé þörf fyrir slíka kennslu á háskólastigi," sagði Þóra Kristín Jónsdótt- ir fagsljóri í íslensku við Hagaskóla, þegar hún var innt álits á þeim áhyggjum háskólakennara um að íslenskukunnátta stúdenta fari versn- andi. Dagskrá vígslunnar hefst kl.' 14.30. Útivist býður upp á ýmis tilbrigði við ferðir frá Reykjavík á Fimmvörðuháls. Dagsferð verður frá Reykjavík á Fimmvörðuháls kl. 9.30. Komið er aftur í bæinn kl. 19.00. Helgarferð verður í Bása í Þórsmörk kl. 20.00 á föstudags- kvöldið. Farþegar í Þórsmörk geta á laugardagsmorgun valið um gönguferð á Fimmvörðuháls undir stjóm fararstjóra eða farið með rútu. Útivist býður einnig upp á gönguferð af Fimmvörðuhálsi og rútuferð í Bása. Þeir sem vilja geta komið á eigin bílum að Skóg- um og fengið þaðan rútuferð upp á Fimmvörðuháls. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Útivistar Árið 1941 byggði félagsskapur er nefndist Fjallamenn skála á Fimmvörðuhálsi. Fjallamenn voru meðal frumheijanna í skipulögðum fjallaferðum hér á landi og meðal þeirra voru menn eins og Guð- mundur Einarsson listamaður, kenndur við Miðdal, Guðmundur Hlíðdal, þáv. póst- og símamála- stjóri, Ólafur Þorsteinsson for- stjóri, Karl T. Sæmundsson bygg- ingameistari og fleiri. Árið 1980 báðu eftirlifandi Fjall- amenn Útivistarmenn að taka að sér skálann og endurbyggja hann en hann var þá orðinn ansi hrörleg- ur. Sumarið 1990 hóf Útivist endurbyggingu skálans og er henni nú lokið. Félagsmenn í Útivist hafa í sjálfboðavinnu staðið að endur- byggingunni og hafa þeir lagt um 505 vinnudaga í hana. Efniskostn- aður við Fimmvörðuskála nemur um 1,8 milljónum króna. Útivistarmenn hafa notið að- stoðar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, hjálparsveita skáta í Kópavogi, Flúðum og Hafnarfirði og Slysavamadeildarinnar í Hafn- arfírði við efnis- og fólksflutninga iipp á Fimmvörðuháls. Vígslugestir eru beðnir um að koma vel klæddir, góður skó- fatnaður er nauðsynlegur og alltaf má búast við rigningu og því er regngallinn nauðsynlegur. (Fréttatilkynning) Þóra Kristín sagði að ekki væri hægt að svara því í einu vetfangi hvort íslenskukunnáttu hefði almennt hrakað meðal unglinga á síðustu árum. „Það er þó ljóst að málum- hverfið breytist stöðugt og mér fínnst að orðaforði unglinga hafí breyst mikið að undanförnu. Það er eins og þeir eigi erfíðara með að skilja orð úr daglegu lífí sem allur þorri ungl- inga hafði á takteinum fyrir einum eða tveimur áratugum. Eg er ansi hrædd um að þessa þróun megi rekja til þess að það hefur dregið úr bók- lestri bama og ungmenna en lestur teiknimyndasagna, myndbandagláp og iðkun tölvuleikja hefur aukist að sama skapi. Af og til spyr ég nem- endur mína hvaða bækur þeir hafí lesið síðasta mánuðinn og sorglega oft kemst ég að því að enginn í bekknum hefur lesið heila bók á því tímabili. Þá á ég ekki við námsbæk- ur eða teiknimyndasögur." Þóra Kristín er mjög ósátt við þá breytingu sem gerð var fyrir nokkr- um árum í grunnskólum en þá var kennslustundum á hvern nemanda fækkað og það bitnaði meðal annars á íslenskunni. „Ég held að þessi ákvörðun sé nú þegar farin að koma niður á íslenskukunnáttu ungmenna. Hins vegar eigum við ekki að sætta okkur við orðinn hlut heldur snúa vöm í sókn. Það þarf að veita auknu fé til skólanna svo þeir geti betur sinnt hlutverki sínu en ekki má gleyma því að ábyrgðin liggur ekki síst hjá foreldrum. Þeir verða að taka hlutverk sitt alvarlega og temja börn- um sínum gott málfar frá fyrétu tíð. Ég mæli með því að þeir lesi sögur á góðri íslensku fyrir börn sín meðan þau eru enn ómálga og ólæs. Sé slíkt gert jafnt og þétt, öðlast þau tilfinn- ingu fyrir málinu og í mínum huga er ekki vafamál að þau muni búa að því alla æfi,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir að lokum. GABRIELE SKÓLARITVÉLIN MEÐ ALLA KOSTI FRÁBÆRRAR VINKONU I^Létt ^traust eldsnögg iXþægileg og étur villurnar umyrðalaust ofan í sig. P.S. Verðið er aðeins 18.300,- kr. stgr. ef keypt er fyrir 1. nóvember EINAR j.SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.