Morgunblaðið - 31.08.1991, Side 19

Morgunblaðið - 31.08.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 19 Samtök nemenda mótmæla hugmynd- um um skólagjöld STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands og stjórn Félags framhandsskóla- nema hafa samþykkt ályktanir þar sem harðlega er mótmælt hugmynd- um um álagningu skóiagjalda í Háskólanum og framhaldsskólum. Stúd- entaráð telur að með því sé verið að stíga stórt skref aftur á bak til þess tíma, þegar aðeins vel stæð ungmenni gátu farið i langskólanám. Morgunblaðið/Þorkell Unnið að vegagerð á Fljótsdalsheiði Undirbúningur framkvæmda vegna Fljótsdals- virkjunar hefur staðið yfir i sumar. Hefur þar með- al annars verið um hönnunar- og mælingavinnu að ræða, auk þess sem unnið hefur verið að vegagerð. Nú er á Fljótsdalsheiði vegavinnuflokkur frá verk- takafyrirtækinu Klæðningu hf., sem vinnur að lagn- ingu um 20 kílómetra langs vegarkafla milli Grenis- öldu og Laugarfells. Þar hafa stórvirkar vinnuvélar verið að verki í um það bil mánuð og að sögn Gísla Eysteinssonar verkstjóra (á innfelldu myndinni) hafa framkvæmdir gengið vel. Búast má við að meiri umsvif verði á Fljótsdalsheiði næsta vor, en þá er gert ráð fyrir að virkjunarframkvæmdir hefjist af fullum krafti, náist samningar um byggingu nýs álvers. Islendingar fá þrenn verðlaun á sænskri frímerkjasýningu Laugarhóli, Bjarnarfirði. ÞRIR UNGIR Islendingar unnu til verðlauna á landssýningu Svía sem haldin var í Montala í Svíþjóð helgina 23.-25. ágúst sl. Unnu þeir til verðlauna fyrir frímerkjasöfn sín sem eru gyllt silfur, silfur og silfrað brons. Að sögn Bjarna Ármannssonar, formanns menntamálanefndar Stúd- entaráðs, var ályktunin samþykkt Félagar VR sýna í Listasafni alþýðu í TILEFNI 100 ára afmælis Verslunarmannafélags Reykjavíkur verður opnuð myndverkasýning félags- manna VR í Listasafni alþýðu, Grensávegi 16A í dag, laugar- daginn 31. ágúst 1991, kl. 14.00. Félagsmenn VR sem sýna eru 30 talsins á aldrinum 24-79 ára. Sumir hveijir hafa aldrei fengið tilsögn við listsköpun sína, en aðrir hafa notið leiðsagnar ís- . lenskra og erlendra listamanna og kennara. Einn þátttakandinn sýnir einnig litskyggnur í skyggnuvél safnsins og ráðgert er að ýmsir listamenn bæði leik- ir og lærðir komi fram á meðan á sýningunni stendur, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 15. september nk. og verður opin mánudaga til föstudaga frá kl. 14.00-22.00 og um helgar frá kl. 10.00-22.00. Haukur Páll Haraldsson Söngkeppni í Dresden HAUKUR Páll Haraldsson bari- tonsöngvari hefur nýlega tekið þátt í Pavarotti-söngkeppninni sem haldin er annaðhvert ár. Undanúrslit keppninnar eru hald- in víða um heim. í Evrópu var forkeppnin haldin í borgunum Dresden í Þýskalandi og Budapest í Ungveijalandi. Haukur Páll Haraldsson, sem nýlega hefur skrifað undir tveggja ára samning við stúdíó Ríkisóperunnar í Múnc- hen, tók þátt í undanúrslitum í Dres- den og vann þar í sínum riðli og heldur því áfram í Evrópuúrslitin sem verða í borginni Modena á ít- alíu. Þeir sem komast áfram þar fara síðan í lokakeppnina í Philadelp- hia í Bandaríkjunum, en annar hluti verðlaunanna er að halda tónleika í óperunni í Dresden í vetur ásamt nokkrum þekktum þýskum söngvur- um. ítalski tenórsöngvarinn Pavarotti og óperan í Philadelphia standa að þessari söngkeppni. einróma á fundi Stúdentaráðs. Þar sé mótmælt harðlega hugmyndum menntamálaráðherra varðandi skólagjöld á háskóla- og framhalds- skólanema og sagt, að Stúdentaráð telji að hér sé um að ræða grundvall- arbreytingu á þeirri menntastefnu sem rekin hafi verið í landinu, því ef af yrði, ríkti ekki lengur jafnrétti til náms óháð efnahag. Bjarni sagði að í ályktuninni kæmi einnig fram, að álagning skólagjalda nú væri mikil afturför, þar sem þá væri verið að hverfa aftur til þess tíma, þegar aðeins vel stæð ung- menni áttu kost á langskólanámi. Með þessu drægi því úr aðsókn að langskólanámi. Hins vegar væri ljóst að hvorki Háskólinn né starfslið hans kæmu til með að njóta skóla- gjaldanna því beint framlag ríkisins til skólans myndu einfaldlega lækka sem þeim næmi. Að lokum sagði í ályktuninni: „Það er fáheyrt, að ríkisstjórnin skuli við lausn á fjárhagsvanda ríkissjóðs fyrst fara í vasa námsmanna, ekki síst í ljósi stórfellds niðurskurðar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna í vor. Það er von námsmanna, að ráða- menn sjái þá firru, sem þeir eru um það bil að framkvæma og áfram verði tryggður jafn réttur allra til náms.“ í ályktun stjórnar Félags fram- haldsskólanema segir: „Sú stefna ríkisstjómarinnar að leggja auknar byrgðar á herðar almennings í stað sparnaðar og raunveruleg samdrátt- ar ríkisútgjalda er háskabraut auk þess sem hún ber vott um uppgjöf og úrræðaleysi. Stjórn Félags fram- haldsskólanema minnir á að mennt- un er ein af meginstoðum þjóðfélags- ins. Með álagningu skólagjalda er hún gerð að skiptimynt í glímu stjómmálamanna við skammtíma- markmið og efnahagstölur. Því unir stjórn Félags framhaldsskólanema engan veginn.“ Björgvin Ingi Ólafsson sem fékk Verneil-verðlaun eða gyllt silfur fýrir safn sitt, Fuglar Evrópu. Eru það hæstu verðlaun sem íslenskur unglingur hefur fengið á erlendum vettvangi. Kári Sigurðsson fékk silfurverðlaun fýrir frímerkjasafn sitt, Merkir íslendingar. Loks fékk svo Ólafur Kjartansson silfrað brons fyrir safn sitt, Evrópsk blóm. Það var landssýning sænska unglingasambandsins sem er aðili að Landssambandi frímerkjasafn- ara í Svíþjóð sem hét „Frim-Ö-91“ sem var haldin þarna, hafði íslensk- um unglingum verið boðin þátttaka í henni. Unglingar þessir hafa á undan- fömum árum starfað í unglinga- deildum klúbbs Skandinavíusafnara og Félags frímerkjasafnara í Reykjavík. Hafa Jón Salevski og Guðni Gunnarsson starfað með þeim og fengið ýmsa aðstoðarmenn með sér. Telja ber þennan árangur frá- bæran og veitir hann öllum drengj- unum rétt til þátttöku í alþjóðlegum frímerkjasýningum. - S.H.Þ. REYKJAVÍK: SKÆÐI, Kringlunni 8-12 MÍLANÓ, Laugavegi 61 SKÓSALAN, Laugavegi 1 KÓPAVOGUR: SKÓVERSLUN KÓPAVOGS, Hamraborg SELTJARNARNES: SKÓSTOFAN, Eiðistorgi HAFNARFJÖRÐUR: SKÓHÖLLIN, Reykjavíkurvegi 50 GEIR JÓELSSON, Strandgötu 21 KEFLAVÍK: SKÓBÚÐIN KEFLAVÍK, Hafnargötu 35 AKRANES: NÍNA, Kirkjubraut 4 ÓLAFSVÍK: ROCKY, Ólafsbraut 24 AKUREYRI: SKÓTÍSKAN, Skipagötu 5 HÚSAVlK: SKÓBÚÐ HÚSAVÍKUR, Garðarsbraut SELFOSS: SKÓBÚÐ SELFOSS/SPORTBÆR VESTMANNAEYJAR: AXEL Ó LÁRUSSON, Vestmannabraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.