Morgunblaðið - 31.08.1991, Page 21

Morgunblaðið - 31.08.1991, Page 21
Sovétríkin MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 21 Pravda gef- in út á ný Moskvu. Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins í gegnum tíðina, mun koma út um helgina sem óháð dagblað, að sögn Gennadíjs Seleznevs, hins nýja ritsjóra blaðsins. Utgáfa blaðsins var bönnuð eftir að valdarnið fór út um þúfur í síð- ustu viku, þar sem það þótti draga taum valdaræningjanna í frétta- flutningi sínum. Frettastofan Tass hafði eftir Seleznev í gær að blaðið myndi ekki verða tengt pólitískum samtök- um á nokkurn hátt og hann bar til baka orðróm um að það myndi koma út undir öðru nafni. Hann sagði einnig að blaðamenn Prövdu myndu sjá um rekstur blaðsins. Þess má geta að rússneska orðið „Pravda" þýðir „sannleikur". ---------------------- ■ BONN - Saksóknaraemb- ættið í Þýskalandi grunar Alex- ander Schalk-Golodkowski, fyrr- um skrifstofustjóra í viðskiptaráð- uneyti Austur-Þýskalands og formánn KoKo-stofnunarinnar, sem velti milljörðum marka á ári í gegnum vafasöm viðskipti, um að hafa njósnað fyrir kommúníska húsbændur sína. í tilkynningu frá saksóknaraembættinu segir að nú fari fram rannsókn á því hvort Schalk-Golodkowski og tveir fyrr- um samstarfsmenn hans hafi veitt austur-þýsku öryggislögreglunni Stasi leynilegar upplýsingar. Þar kom einnig fram að ekki væru nægilegar upplýsingar fyrir hendi til að setja fram ákæru á hendur Schalk-Golodkowski, sem flúði til Vestur-Þýskalands 1989. Talið er að hann hafi verið ofursti í Stasi. Hin vafasömu viðskipti sem hann stóð fyrir eru talin hafa séð ríkinu fyrir gjaldeyri til að kaupa ýmsar vistir, sem voru af skornum skammti í Austur-Þýskalandi, frá Vesturlöndum. sagði að „tvímælalaust" mætti bú- ast við almennum kosningum á næstunni. T • i * r • J 1 neuier Leiðtogar a goðn stund Vel virðist fara á með þeim George Bush Bandaríkjaforseta og John Major, forsætisráðherra Bretlands, í heimsókn hins síðarnefnda til sumardvalarstaðar Bush í Kennenportbunk. Myndin er tekin þegar þeir voru viðstaddir útisamkomu við River Club-veitingastaðinn. Við hlið þeirra eru eiginkonurnar, þær Norma Major og Barbara Bush. Rússneski minnihlutinn í Moldóvu: Leiðtoginn hand- tekinn í Kænugarði Kisjiiyov. Reuter. LOGREGLA I Moldóvu handtók á fimmtudag Igor Smirnov, leiðtoga rússneska minnihlutans í lýðveldinu, þar sem hann var staddur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Fjórir óeinkennisklæddir lög- regluþjónar gripu Smirnov þegar hann gekk út úr hóteli sínu í Kænu- garði á fimmtudagsmorgun. Smirnov er nú í gæsluvarðhaldi í Kisjinjov, höfuðborg Moldóvu, og er búist við að hann verði ákærður fyrir að hafa stutt valdaránið í Moskvu í síðustu viku. Fréttum af handtöku Smirnovs var sjónvarpað um alla Moldóvu og var greint frá því að í Dnestr-hér- aði væri loft lævi blandið vegna þessa máls. Meirihluti íbúa Dnestr er rússneskur og hafa leiðtogar héraðsins hafnað sjálfstæðisyfirlýs- ingunni, sem þing Moldóvu gaf út á þriðjudag. Rúm milljón íbúa Moldóvu er af rússneskum eða úkr- aínskum uppruna. 4,5 milljónir manna búa í Moldóvu og er meiri- hlutinn af rúmensku bergi brotinn. Leiðtogar Dnestr kveðast vera full- trúar 700 þúsund manna, sem vilji ekki segja sig úr lögum við Sov- étríkin. ■ MANILA - George Bush Bandaríkjaforseta mistókst á fimmtudag að vinna hugmyndum sínum um herstöðvasamning á Filippseyjum fylgi á meðal filip- peyskra þingmanna. Þeir vísuðu samningsdrögum Bandaríkja- manna, þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að Filippseyingum verði hjálpað að greiða skuldir sínar og þeim séð fyrir vopnabúnaði, á bug á þeirri forsendu að tilboðið væri ekki nógu rausnarlegt og of óljóst. Ef þingið á Filippseyjum gerir ekki herstöðvasamning við Bandaríkja- menn verða þeir síðarnefndu að flytja þá 8.000 hermenn sem enn eru á eyjunum af landi brott, en bandarískar hersveitir hafa verið á eyjunum í nærri heila öld. Á þriðjudag gerðu löndin vináttu- samning um að Subic-flotastöðin verði starfrækt í tíu ár í viðbót, en Clark-flugstöðin verði lögð nið- ur þar sem hún skemmdist þegar Pinatubo-eldfjallið gaus fyrr í sumar. •Wex'ia LEÐUR SKÓR slœiöir 36^41. leöur / svart stœiöir 36-42. leöur/svarf stœiöir 40-46. antik leöur/svart Sendiherranum leist hins vegar ekki á það ef Sovétríkin liðuðust í sundur: „Það má með sanni segja að atburðirnir í Sovétríkjunum, valdaránið, hafi leitt til þess að lýð- veldin vilja fara hvert í sína átt og það var það sorglegasta, sem gat gerst.“ Hann vildi þó benda á að til stæði að skrifa undir nýjan sam- bandssáttmála eins og kom fram á fundi 23. ágúst með Gorbatsjov og leiðtogum 9 lýðvelda: „Það er nauð- synlegt að skrifa undir þennan samning. Lýðveldin geta ekki hald- ið velli ein og meirihlutinn hugsar svo. Þau, sem vilja njóta sjálfstæð- is, hafa sinn rétt og æðstu valda- stofnánir Sövétrtkjaiina munu fjalia um þeirra mál á grundvelli stjórnar- skrárinnar.“ Krasavín var spurður um þær yfirlýsingar blaðafulltrúa Borísar Jeltsíns að Rússar myndu gera landakröfur á hendur ríkjum, sem segðu sig úr lögum við Sovétríkin. Hann sagði að ekki þyrfti að óttast valdastefnu Rússlands. Hins vegar væri ljóst að Rússland yrði í mikil- vægu hlutverki meðal þeirra ríkja, sem vildu ganga inn í nýtt samband. Að síðustu var Krasavín .spurður hvemig væri að starfa á Islandi: „Mér hefur líkað mjög vel að starfa hér. Það er ekki aðeins vegna þess að ég fékk mína fyrstu sendiherra- stöðu á íslandi. Fyrir utan fallega og hreina náttúru, er mér efst í huga hvað hér býr gott fólk. Þegar ég var í Finnlandi þurfti ég að læra finnsku til að komast að fólki. Ég tala ekki íslensku, en það hefur ekki verið til fyrirstöðu og ég mun sakná margs héðan,“ sagið Krasa- vín að lokum. Bílalest sem var tryggilega gætt ók í gærmorgun upp að glæsihýsi í sunnanverðri Marseille-borg í Frakklandi og talið er fullvíst að hann hafi verið í einum bílnum. Fjölskylda AoUns hafði komið til hússins á fimmtudagskvöld. Húss- ins var gætt af 50 lögreglumönnum og umkringt af fréttamönnum sem biðu eftir komu Aouns. Flótti Aouns frá Líbanon var ævintýralegur og lygasögu líkastur. Michel Aoun kom- inn til Frakklands Marseille. Reuter. LIBANSKI herforinginn Michel Aoun, sem franska leyniþjónustan hjálpaði að flýja land á fimmtudag, kom til Frakklands í gær og hitti þar fjöldkyldu sína, að sögn utanríkisráðuneytis Frakklands. Fyrst var hann fluttur með bílalest til franskrar flotastöðvar, þá fór hann með hraðbáti til móts við kaf- bát sem lónaði við stöndina og síðan var farið í kaf. Ýmsar ráðstafanir voru gerðar til áð villa fyrir hugsan- legum tilræðismönnum, m.a. voru tvær aðrar bílalestir sendar frá sendiráðinu og flugvélar voru í við- bragðsstöðu á flugvöllum í Beirút og á Kýpur. ■ WASHINGTON - Banda- rísk stjórnvöld eru nú áhyggju- full vegna þess að írakar hafa sent sveitir til kúveisku eyjarinnar Bubiyan, en staðsetning hennar er hernaðarlega mikilvæg. Að sögn talsmanns bandaríska utanríkis- ráðuneytið, Cynthiu Whittlesey, eru bandarísk stjórnvöld að ræða við stjórnvöld í Kúveit og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna vegna þessa máls. Whittlesey sagði að fyrstu fregnir af atburðunum hermdu að Irakar, sem voru í litlum bátum við Bubiyan-eyjuna, hefðu skotið á kúveiska þyrlu sem var að fylgj- ast með þeim á miðvikudag. Talið er hugsaníegt að írákar séu að reyna að nálgast vopn sem þeir urðu að skilja eftir á eyjunni eftir ósigurinn gegn bandamönnum. ír- ösk stjórnvöld hafa neitað öllum ásökunum. LAUGAVEG 61-63 SÍM110655 KRtttQLUMNI B - «*, 009349 HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS kefur vimrngirm ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.