Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 Bikarmót í hestaíþróttum: USVH í efsta sæti _________Hestar____________ Sigurður Sigmundsson BIKARMÓT Norðurlands, hið sjötta í röðinni, fór fram á Krók- staðamelum í Miðfirði dagana 24. og 25. ágúst. Það var íþrótta- deild innan hestamannafélags- ins Þyts í Vestur-Húnavatns- sýslu sem sá um framkvæmd mótsins. Var mál nianna að vel hafi verið staðið að allri fram- kvæmd og aðstæður til að halda siikt mót þarna á melunum eru orðnar góðar. Öllum keppend- um og gestum var boðið til mik- illar grillveislu í nýja veitinga- skálum á laugardagskvöldið en húsið er um 60 fermetrar að flatarmáli og var byggt nú fyrir mótið. í mótinu tóku þátt sveitir frá sex íþrótta- eða ungmennasam- böndum á Norðurlandi. Keppt var í öllum hefðbundnum hestaíþrótta- greinum nema 150 m skeiði en ekki var talinn tími til þess þar sem þessir tveir dagar voru með mjög ásetta dagskrá frá morgni til kvölds. Svo fóru leikar að Ung- mennasamband Vestur-Húnvetrt- inga sigraði og varð bikarmeistari Norðurlands í hestaíþróttum 1991 og hlaut alls 1.078 stig og hinn eftirsótta og glæsilega farandbikar sem Dagur á Akureyri gaf á sínum tíma. í öðru sæti varð íþrótta- bandalag Akureyrar með 1.057,1 stig. Ungmennasamband Skaga- fjarðar varð í þriðja sæti með 977,2 stig. Ungmennasamband Eyja- fjarðar hlaut 656,3 stig, Héraðs- samband Þingeyinga 641,3 stig og Ungmennasamband Austur-Hún- vetninga 637,1 stig. Eins og sjá má börðust tvö efstu liðin um sig- urinn enda mjótt á mununum. Akureyringarnir hafa alltaf farið með sigur af hólmi í bikarkeppn- inni til þessa en nú urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir vestur-hún- vetneskum hestamönnum sem mættu vel ríðandi til leiks. Það varð að vonum mikil stemmning hjá félögum í íþróttadeild Þyts þegar sigurinn var í höfn og ein- valdurinn sem valdi sveitina, Sverrir Sigurðsson sem reyndar er burtfluttur Hunvetningur, hyllt- ur mjög. Sem fyrr sagði var ekki útséð um hvort efstu liðanna færi með sigur af hólmi fyrr en eftir síðustu greinina sem var gæðinga- skeið. Þar tókst þeirri kunnu hesta- konu Herdísi Einarsdóttur að sigra á þeim snjalla og kunna gæðingi Neista frá Gröf sem margir hesta- menn munu minnast frá landsmót- inu 1986. Þórir ísólfsson á Lækja- móti varð hlutskarpastur í fjór- gangi á ungum en efnilegum hesti, Skrúði frá Lækjamóti. Jóhann Skúlason á Sauðárkróki varð í efsta sætinu í fimmgangi á fögrum gæðingi, Prins frá Flugumýri', en Birgir Árnason á Akureyri bar sig- urorð af keppendum í töltinu á hryssunni Skottu. Þór Jósteinsson á Akureyri halaði inn mörg stig fyrir ÍBA þegar hann náði efsta sæti í tölti og fjórgangi unglinga á hryssunni Kviku. Veglegir verð- launabikarar voru veittir sem fyrir- tæki og sveitarfélög í Vestur Húnavatnssýslu gáfu til keppninn- ar svo að til mikils var að vinna. Ekki var margt um áhorfendur á þessu bikarmóti enda veðrið ekki upp á á það besta en á sunnudegin- um gekk á með hvössum skúrum. Úrslit mótsins: Fjórgangur unglinga: Þór Jósteinsson, Kviku, ÍBA........23,0 Eyþór Einarsson, Rauðskjóna, UMSS 26,0 Berglind R. Þorkelsd., Bakkusi, USVH ...................................55,0 . Isólfur Líndal Þórisson, Ljúf, USVH ..59,0 Helga S. Amardóttir, Þyt, HSÞ......62,0 Tölt unglinga: Þór Jósteinsson, Kviku, ÍBA........16,0 Helga S. Arnardóttir, Þyt, HSÞ.....26,0 Johannes Æ. Kristjánss., Rúbín, USVH ...................................42,0 Eyþór Einarsson, Rauðskjónu, UMSS47,0 ísólfur Líndal Þórisson, Ljúf, USVH ..50,0 Hlýðni B: Herdís Einarsdóttir, Jóker, USVH...35,5 Þórir ísólfsson, Skrúð, USVH.......34,0 Johann Skúlason, Þyt, UMSS.........32,5 Jarþrúður Þórarinsdóttir, Birtu, ÍBA.,31,5 Fimmgangur: Jóhann Skúlason, Prins, UMSS^......23,0 Erlingur Erlingsson, Stíganda, ÍBA ..51,0 Herdís Einarsdóttir, Nátthrafni, USVH ...................................69,0 Magnús Magnússon, Þrótti, UMSS ....75,0 Þórir ísólfsson, Pela, USVH........92,0 Fjórgangur: Þórir ísólfsson, Skrúð, USVH.......17,0 Herdís Einarsdóttir, Jóker, USVH....35,0 Birgir Ámason, Skottu, ÍBA.........55,0 Jarþrúður Þórarinsdóttir, Segul, ÍBA.57,0 Bergur Gunnarsson, Hausta, UMSS .61,0 Hindrunarstökk: Sigurður Líndal Þóriss., Brönu, USVH ................................. 53,3 Ejður Matthíasson, Galsa, ÍBA......42,7 Johannes Skúlason, Blossa, UMSS ....40,0 Jarþrúður Þórarinsdóttir, Varma, ÍBA ..................,.............. 34,7 Jón K. Sigmarsson, Ögra, USAH......30,7 Gæðingaskeið: 1. Herdís Einarsdóttir, Neista, USVH93,0 2. Johann R. Skúlason, Prins, UMSS.,89,5 3. Bjþm Þorsteinsson, Eitli, ÍBA.85,0 4. Holmgeir Jónsson, Draumi, ÍBA.,...80,5 5. Anna Valdimarsdóttir, Glóblesa, ÍBA 80,5 Bikarmeistarar Norðurlands i hestaíþróttum 1991. Morgunbiaðið/Sigurður Sigmundsson Herdís Einarsdóttir og Neisti frá Gröf gerðu það gott í gæðinga- skeiðinu og fóru með sigur af hólmi. Þessar blómarósir úr Miðfirði sáu um úthlutun veglegra verð- launa, f.v. Hólmfríður Björnsdóttir, Gréta Karlsdóttir og Ragn- hildur Benediktsdóttir. Kátir Akureyringar fagna velgengni sinna manna í keppninni. Iþróttamót hjá Dreyra: Guðni hlaut 4 gnll IÞROTTADEILD hestamannafélagsins Dreyra gekkst fyrir keppni á opnu móti í hestaíþróttum á hinum nýja hringvelli sem- þeir Dreyrafélagar byggðu í sumar við hesthúsahverfið á Æðar- odda. Þátttaka var fremur takmörk- uð, þetta 8-10 í hverri keppnis- grein fullorðinna en mun dræmari þátttaka var hjá börnum og ungl- ingum. Nokkrir þátttakendur komu frá Fáki og Faxa auk heimamanna. Einn aðkomu- manna, Guðni Jónsson úr Fáki, varð sigurvegari í fjórum grein- um. í fimmgangi hlaut hann 64,4 stig sem mun vera það hæsta sem náðst hefur í þessari grein á ár- inu. I gæðingaskeiðinu náði hann einnig frábærum árangri og hlaut 110 stig, þess ber að geta að gæðingur hans Skoli frá Búðar- hóli er aðeins 7 vetra. Hann stóð sig einnig mjög vel á Svarti frá Sólheimatungu í tölti og fjór- gangi. Þá var árangur Alexanders Hrafnkelssonar einnig góður í 150 m skeiðinu en hann náði 14,7 sek. á Tígli. Völlurinn nýi sannaði ágæti sitt á þessu móti en síðar á eftir að stækka hann og einnig að gera áhorfendasvæði. Dómarar voru úr Gusti í Kópavogi og eiga lof skilið fyrir jafnar og sann- gjarnar einkunnargjafir. Úrslit mótsins: Töltfullorðina: Stig 1. GuðniJónssonogSvartur 80,00 2. Olil Amble og Rósmunda 78,66 3. Alexander Hrafnkelss. og Krókur 77,33 4. BenediktÞorbjörnss. ogÞjálfi 75,46 5. Bjöm Einarsson og Þorri 70,40 Fjórgangur fullorðina: 1. GuðniJónssonogSvartur 49,29 2. Benedikt Þorbjörnsson og Þjálfi 44,70 3. Oiil Amble og Rósmunda 44,20 4. Alexander Hrafnkelsson og Krókur 40,29 5. BjömEinarssonogKrummi 38,16 Fimmgangur: 1. GuðniJónssonogSkalli 64,40 2. Benedikt Þorbjörnsson og Herdís 57,00 3. JónÁrnasonogRandver 54,40 4. Sigurður Halldórsson og Amadeus 51,00 5. Smári Njálsson og Flinkur 42,00 Gæðingaskeið: 1. GuðniJónssonogSkolli 110,00 2. SigurðurHalldórsson og Amadeus 66,00 3. JónÁmasonogRandver 55,50 Fimm efstu í fjórgangi á íþróttamóti Dreyra. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson lSOmskeið: Sek. 1. Alexand. Hrafnkelss.ogTígull 11 v. 14,7 2. Sigurður Halldórss. og Amadeus 7 v. 15,4 3. Páll Sigvaldason og Stakkur 8 v. 15,7 Tölt — börn: Stig 1. Benedikt Kristjánsson og Þokki 63,20 2. Lísbet Hjörleifsdóttir og Kristall 0 3. J óhanna Sigurðardóttir og Glæsir 0 Fjórgangur: 1. Lísbet Hjörleifsdóttir og Kristall 41,64 2. Benedikt Kristjánsson og Þokki 20,56 3. Berglind Sigurðardóttir og Dorri 19,38 4. Jóhanna Sigurðard. og Kátína 30,09 Unglingar: Tölt: 1. ÓlafurG. Sigurðai-sonogÁs 59,46 2. Gunnar Sigurðsson og Eldur 49,06 Fjórgangur: 1. ÓlafurG. Sigurðsson, ogBangsi 30,60 2. Gunnar Sigurðsson og Eldur 36,37 Stigahæsti knapi mótsins: Guðni Jónsson, 303,69 stig. Isl. tvíkeppni: Guðni Jónsson, 128,29 stig. Skeið — tvikeppni: Guðni Jónsson, 174,40 stig. Stigahæsti félagsmaður í Dreyra: Marteinn Njálsson, 170,46 stig. Efsti félagsmaðurinn í Fáki: Davíð Jónsson, 64,70 stig. Stigahæsta barnið: Benedikt Kristjánsson, 83,76 stig. ísl. tvíkeppni barna: Benedikt Kristjánssori, 83,76 stig. Stigahæsti unglingurinn: Ólafur G. Sigurðsson, 90,06 stig. Isl. tvíkeppni unglinga: Gunnar Sigurðarson, 86,43 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.