Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 12
m iMÖRQBMBffllííÐ SUNNl/ÖKQUR'á. ÉEM'EtaÉÉft'l^l A myndinni til vinstri er Sölvi Sveinsson en fremst á myndinni fyrir neðan eru f.v. Halldóra Guðný Jónsdóttir, Hjalti Arnason og Louisa Stefanía Djermoun. samræðum og í bókum, nema í fom- sögunum. Ég tel að íslenskan sé að breytast og að kennararnir verði að halda hinni gömlu íslensku við. Þó það sé jákvætt þá verður málið þó eigi að síður að fá að þróast.“ Meinið er minnkandi bóklestur Umsjón með íslenskukennslu í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hef- ur Sölvi Sveinsson aðstoðarskóla- meistari. Nýlega kom út eftir hann kennslubókin íslensk málsaga. í þeirri bók segir hann m.a.: „Yngsta kynslóðin er vaxin frá málinu ef þannig má komast að orði. Mörg orð í frásögnum úr daglegu lífi forfeðr- anna eru henni torskiljanleg, vegna þess að þjóðlífið hefur haft ham- skipti.“ Ennfremur segir Sölvi: „Er hugsanlegt, að nú þurfi að fylgja fordæmi Snorra Sturlusonar, er hann samdi Eddu sína til að samtímamenn hans og afkomendur þeirra gætu skilið skáldskap? ... Þurfum við að semja nýja Eddu, smíða brú frá nút- ímanum til bændasamfélagsins til að lýsa upp orðaforðann?" I samtali við blaðamann sagði Sölvi: „Meinið er minnkandi bóklest- ur, það er varla hægt að kenna því fólki málfræði að gagni, sem aldrei les bækur. Rösklega 80 af hundraði úr hverjum árgangi fer í framhalds- skóla og nærri 50 prósent hvers ár- gangs tekur stúdentspróf. Ekki eru allir þeirra jafnhæfir á bóklærdójn. Mér fínnst gagnrýni Háskóla ís- lands ekki reist á réttum forsendum. Vankunnátta í íslensku, ef fyrir hendi er, er þjóðfélagsvandi sem alJt skóla- kerfið verður að taka á. Það dugir ekki að eitt skólastig gagnrýni það næsta fyrir neðan. Það verður að taka á þessu máli með skipulegum hætti. Eg vil að móðurmálskennsla sé skipulögð alveg upp á nýtt. Hún er enn miðuð við að aðeins besti hluti árgangs fari í framhaldsnám og skip- ulagið miðast enn við iandsprófíð sem löngu er aflagt. Kennslan er líka enn miðuð við samfélag unglinga sem forða og og framburð leiddi í ljós að gerbylting hefur orðið á dönsku, sér- staklega síðan um aldamót. Ætla má að við breyttar þjóðfélagsaðstæð- ur hafí íslenskan líka breyst mikið á sama tíma þó rannsóknir vanti til þess að staðfesta það, eins og margt fleira í íslensku máli,“ segir Tryggvi. „Endurreisn íslenskrar tungu hófst með Fjölnismönnum og Rask. Málinu hefur hins vegar hnignað eftir mikið blómaskeið frá síðustu aldamótum. Hann benti ennfremur á að við yfír- ráð Noregs og síðar Danmerkur hafi íslenskan tekið miklum breyt- ingum. „í upphafí nítjándu aldar var málið bágborið og í dagblöð frá alda- mótum var ekki rismikið mál skrif- að. Málið á sér tvær myndir, talmál og ritmál, skólarnir leggja höfuðá- herslu á hið síðarnefnda. Fólk þarf hins vegar ekki að vera vel máli farið þó það kunni skólamálfræðina sína og sá sem er góður í stafsetn- ingu þarf ekki að vera góður ræðu- maður. Frægt dæmi um andstæður í þessum efnum er einhver kunnasti blaðamaður Brasilíu fyrir 20 árum, hann var bæði ólæs og óskrifandi aðeins höfðu bækur og leiki sér til dundurs. í dag höfum við sjónvarp og myndbönd þar sem mikið af efn- inu er með ensku tali. Ensk áhrif standa máli okk- ar. fyrir þrifum, en þetta höfum við kallað yfir okkur. Ekki má gleyma tísku- heimi ungling- anna, sem er þjóðlaus glans- iðnaður. Það er ekki við ungling- ana að sakast þó málinu hnigni heldur við um- hverfið sem þeim er búið og það uppeldi sem þeim er veitt. Öll kennsla byggist á endurtekn- ingu, en í málfræðikennslunni er of mikið af henni. Móðurmálskennslan þyrfti að vera samfelld frá 1. bekk í grunnskóla fram á 2. ár í framhalds- skóla. Sérstaklega fínnst mér brýnt að láta nemendur lesa meira en nú er gert. Mín reynsla er að þeir nem- endur sem mest hafa lesið skrifi rétt- ast og stíli best.“ Þess má geta að móðurmálskenn- arar áforma að halda ráðstefnu í október nk. þar sem fjallað verður um málfræðikennslu í grunnskólum og framhaldsskólum. Þar verður Sölvi Sveinsson með frjmsögu. íslenskan mikilvægust í þeirri miklu og þörfu umræðu um íslenska tungu, sem fram hefur farið undanfarið, í kjölfar" gagnrýni Háskóla íslands á íslenskukennslu, hafa margir fræðimenn og áhuga- menn um tunguna geyst fram á rit- völlinn. Sumir þeirra hafa beint spjót- um sínum að framhaldsskólunum en aðrir borið skjöld fyrir þá. Forráða- Breytt þjóðfélag, breytt mál Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri kveður merkjanlega mikla breytingu á málkunnáttu nemenda sl. 25 ár. „Breytt þjóðfélag hefur ávallt í för með sér breytingu á máli. Ný rannsókn á dönsku málsam- félagi sl. 150 ár hvað snertir orða- mönnum skólanna er málið skylt. Björn Teitsson skólameistari á ísafírði bendir á að sífellt stærri hluti hvers aldursárgangs fari nú í fram- haldsskóla, þangað fari líka þeir sem litla hvatningu hljóta heima hjá sér og komi úr umhverfí þar sem áhugi á menntun sé takmarkaður. „Undir- strika þarf með skýrum hætti, að íslenskan sé mikilvægasta náms- greinin í skólakerfinu. Tíma margra bama og unglinga er eytt fyrir fram- an sjónvarp, sé bók lesin, er hún á mjög einföldu máli. Bréf eru tæpast lengur skrifuð til kunningjanna, held- ur talað í síma. Með grunnskólalög- unum 1974 var miklum vanda velt yfir á framhaldsskólana. Þar sem nemendur geta ekki fallið í grunn- skóla, er stundum of lítið lært þar.“ ÞARF AD SEMJA NÝJA EDDU ? en hafði svo frábæra frásagngar- gáfu að það var skrifað eftir hon- um.“ Stílkennsla nauðsyn „Málið er tæki sem menn þurfa að læra að beita. Þess vegna er stíl- kennsla í málfræði alger nauðsyn. Það hafði slæm áhrif þegar menn fóru að taia um málfræðikennslu sem stagl. Allflestir verða að læra með endurtekningum. Einnig er mjög nauðsynlegt að auka orðaforða nem- enda, það á við í íslenskukennslu eins og í annarri tungumálakennslu," sagði Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Við náum ekki árangri nema að skilning- ur á byggingu málsins og orðaforði komi til. Þetta tvennt er forsenda fyrir skilningi á blæbrigðum máls- ins.“ Ennfremur minnti Guðni á að engin sía væri lengur fyrir hendi síð- an landsprófið var lagt af. „Skólarn- ir taka þá inn sem uppfylla lág- markskröfur, ég er hlynntur því að gefa öllum tækifæri, menn verða svo að sjá um að standa sig. Mín skoðun er sú að krakkarnir sem koma í skól- ann núna séu ekki lélegri í íslensku en þeir sem fyrr voru á ferðinni." Flestir sem vjtnað er til hér að ofan eru á því að íslenskan sé að breytast talsvert. Það skyldi engan undra þegar litið er til þeirra stór- stígu breytinga sem íslenskt þjóðfé- lag hefur gengið í gegnum á þessari öld í atvinnuháttum. Það er kannski ekki óeðlilegt að menn ryðgi í orðum og málsháttum sem eiga við um löngu horfín verkfæri og vinnubrögð. Þekking manna er líka alltaf að úr- eldast og þá líka þau orð sem gömlu hugmyndunum fylgdu. Það er kannski ekkert undarlegt þó fólk sé tregt til að leggja á sig að læra fjölda orða sem það þarf aldrei að nota. En sé það hins vegar ekki gert töpum við þræðinum sem liggur aftur til fortíðar. Sú jurt sem glatar rótfes- tunni er tortímingunni mörkuð, nema hún komist í annan jarðveg. Menn sem tapa fortíð sinni eru litlu betur í sveit settir. Ef sá auður sem geymd- ur er í menningararfi okkar glatast eða verður óaðgengilegur liggur ekk- ert annað fyrir en tortíming þjóðern- is okkar og síðan aðlögun að fram- andi menningu annarra þjóða. Ef menn gæta þess í tíma og spyma fótum við hættulegri þróun móður- málsins hvað þetta snertir, þarf von- andi ekki að semja nýja Eddu til þess að halda lifandi sambandi millí nútíðar og fortíðar hinnar íslensku þjóðar. HVER ER GRUNNUR ÍSLENSKUKENNSLUNNAR: Allir kennarar móðurmálskennarar eftir Urði Gunnarsdóttur GRUNNURINN að móðurmálskunnáttu íslensks æskufólks er Iagður á heimilum og í skólum; forskólum og grunnskólum. Það hefur hins vegar reynst erfitt að meta hversu góður sá grunnur er þar sem nánast enginn samanburður er fyrir hendi utan sam- ræmd próf. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að ákveðinn hluti nemenda hefði átt og ætti í erfiðleikum í námi og ekki síst íslensku. Sú breyting sem varð á lögum um fram- haldsskóla, og gerði nemendum mögulegt að halda áfram námi eftir grunnskóla þrátt fyrir að þeir hefðu ekki náð tilskildum prófum, hefði hins vegar orðið til þess að sá hópur skilaði sér í auknum mæli i framhaldsskólana og háskóla. Þar fyndu kennar- ar meiri mun á nemendum en í grunnskólanum, þar sem talið er að nemendur standi sig ekki verr en áður. að er ekki hægt að segja að íslenskukunnáttu grunnskól- anemenda hafí hrakað ef miðað er við einu raunhæfu mæl- inguna sem við höfum; samræmd próf í 10. bekk,“ segir Guðni 01- geirsson, námsstjóri_ í mennta- málaráðuneytinu. „Ástandið er ekki verra en það hefur verið síð- ustu 5-10 ár, hvað varðar þau atriði sem prófað er í, stafsetn- ingu, málfræði, ritfærni og bók- menntir. Stór hluti nemendanna stendur sig vel en um 20% eru undir lágmarkseinkunn og líklegt er að þeir nemendur eigi í miklum erfiðleikum með að hefja bóklegt framhaldsnám." Guðni segir þann nemendahóp sem eigi í erfíðleikum síst stærri er verið hefur. Það sem hafí breyst sé að fleiri úr hópnum fari í fram- haldsskóla og jafnvel í háskóla. „Hvað á svo að gera fyrir þessa nemendur? Nú þegar rennur um fjórðungur þess fjármagns í sér- kennslu sem ætlað er til grunn- skólans eða um einn milljarður. Sérfræðingar á þessu sviði segja það ekki nærri því nóg og það er spuming hvað á að gera mikið fyrir þennan hóp, hvort sumir ein- staklingar séu einfaldlega nógu þroskaðir til að takast á við nám í sínum aldurshóp. Þess ber þó að geta að sérkennsla í framhalds- skólunum hefur víða gefíð góða raun og mikilvægt er að öll börn fái gott máluppeldi á heimilinum, að foreldrar tali við bömin og lesi Úr samræmdu prófunum síðastliðið vor. fyrir þau.“ Hvað varðar málskilning yngstu grunnskólanemanna segir Guðni vanta formlegar mælingar til að styðjast við. Mikið sé rætt um að skilningur þeirra á algengu íslensku máli fari versnandi og meira sé um slettur en áður. Hann segir engin rök hníga að því að það leysi einhvem vanda að einbeita sér eingöngu að því að auka íslenskukennslu um einn eða tvo tíma, heldur þurfí kennar- ar í öllum fögum að vera á varð- bergi, m.a. gagnvart erlendum áhrifum og minnast þess að allir kennarar séu í raun móðurmáls- kennarar. Til að svo megi verða er mikilvægt að kennurum standi til boða endurmenntun og góð kennaramenntun. Eitt af meginverkefnum for- skólans er að kenna gott íslenskt mál og kemur það fram í uppeld- isáætlun fyrir leikskólana. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að hlusta og tjá sig, m.a. með lestri fyrir börnin. „Mér fínnst ég finna mun á þeim börnum sem hafa verið hjá okkur á leikskólanum og þeim sem koma ný inn, þegar þau eru orðin t.d. fimm ára göm- ul. Þau sem fyrir eru virðast hafa meiri orðaforða og málþroska, enda vinnum við mjög mikið með málið,“ segir Kristbjörg Lóa Árnadóttir, leikskólastjóri á Hlíðaborg. Hún segir börnin ákaf- lega móttækileg fyrir gömlum orðum og orðatiltækjum og til- einki sér þau fljótt. Hins vegar megi vel heyra, hvaða börn séu alin upp við myndbandagláp og að lítið sé talað við þau, þar sem þau séu á eftir í málþroska og „skreyti" mál sitt oft með útlensku- slettum. —Hefur málþroska og orða- forða íslenskra barna hrakað? „Það kæmi mér ekki á óvart ef svo væri, þó að ég hafi engar athuganir til að styðast við. Ég vil þó fullyrða að sé munur, þá er hann alls ekki sláandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.