Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 8
8G MORGUNÓlÍAÐÍfr' DAGBOK StÍNNUDAGtÍR 's. skmÍMB'rÍR 1991 A 1"T¥ \ er sunnudagur, 8. september, 15. sd. eftiri mJ±WX Trínitatis. Árdegisflóð íReykjavík kl. 6.08 og síðdegisflóð kl. 18.25. Fjarakl. 12.11. Sólaruppráskl. 6.29 og sólarlag kl. 20.21. Myrkur kl. 21.27. Sólin er í hádeg- isstað í Rvík kl. 13.26 og tunglið er í suðri kl. 13.24 (Alman- ak Háskóla íslands). Leggið nú af lýgina og talið sannleika hver við sinn nánunga, því að vér erum hvers annars limir. (Efes. 4, 25.) ÁRNAÐ HEILLA Q fTára afmæli. í dag, 8. Xj fj september, er 95 ára Jóhanna Sæberg, Sólvangi í Hafnarfirði. Hún er ekkja B.M. Sæbergs bílstöðvaeig- anda í Hafnarfirði. Q fTára afmæli. Á morg- í/1) un, 9. september, er 95 ára Guðbjörg Jónsdóttir, Dalbraut 27, Rvík. Á afmæl- isdaginn tekur hún á móti gestum í safnaðarheimili Bú- staðakirkju kl. 17—20. Skipin REYK JA VÍKURHÖFN: Á föstudagskvöld fór togar- inn Snorri Sturluson til veiða. í gær kom Urriðafoss að utan og togarinn Viðey hélt til veiða. í dag fer togar- inn Ásgeir til veiða og á morgun er Brúarfoss vænt- anlegur að utan. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í dag er togarinn Venus væntanlegur inn af veiðum og á mánudag togar- inn Sjóli. 10. þ.m., er sjötug Vigdís Einarsdóttir, Fornastekk 11, Rvík. Eiginmaður hennar er Hjörtur F. Jónsson. Þau taka á móU gestum á afmæl- isdaginn í Ársal, Hótel Sögu, kl. 18-20. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 25 ÁRUM í gærkvöldi tóku borg arbúar eftir því að mikill eldur var úti í Engey. Var margoft hringt til blaðs- ins, og spurst fyrir um eldinn, því ekki var al- staðar jafn auðvelt að átta sig á því hvar eldur- inn var og héldu sumir að hann væri laus í hús- um uppi á Kjalamesi. En það voru gömul húsin í Engey sem stóðu í björtu báli. Nokkrum mánuðum áður höfðu samtök í Rvík tekið að sér og klárað að mála húsin, þó svo að þau væru að hruni komin. Var sú ákvörðun tekin fyrir skömmu að brenna húsin. Það hafði líka flýtt fyrir þeirri ákvörðun að umgengni gesta í eynni um húsin var afar slæm. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 heila, 5 dap- urt, 8 dimmviðrið, 9 manna, 11 heiðurinn, 14 skán, 15 kænu, 16 karlmannsnafn, 17 nefnd, 19 nákomið, 21 óvild- ar, 22 líffærunum, 25 spils, 26 púka, 27 sár. LÓÐRÉTT: — 2 lamdi, 3 auðug, 4 fyrirhöfn, 5 truflun- in, 6 óhreinindi, 7 málmur, 9 heimskan, 10 kvæðinu, 12 nýfætt lamb, 13 þátttakand- ann, 18 fyrr, 20 fersk, 21 kvað, 23 slá, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 hlass, 5 skömm, 8 ókáta, 9 hrópa, 11 áfast, 14 pól, 15 æruna, 16 iðaði, 17 Rán, 19 sæla, 21 meti, 22 ergileg, 25 agg, 26 éti, 27 tin. LÓÐRETT: - 2 lár, 3 sóp, 4 skapar, 5 stálin, 6 kaf, 7 mús, 9 hræðsla, 10 óguðleg, 12 agalegt, 13 teinninn, 18 álit, 20 ar, 21 me,..23 gé, 24 LI. Þeir sem gjörst fylgjast með skipakomum til Reykjavíkurhafnar segja að skemmtiferðaskipið Seabourn Spirit, sem þessi mynd er af, sé án efa eitt ailra glæsUegasta skip sem komið hefur. Björn Knútsson hjá Samskip, en það annaðist alla fyrirgreiðslu við skipið meðan það var hér við land, sagði skipinu fylUlega hægt að jafna við fimm stjörnu hótel. Það er einfaldlega fljótandi 5 stjörnu hótel. Þegar það kom í höfn hér í Reykjavík og lagðist að Holtabakka, athafnasvæði Samskipa, kom það frá Vestmannaeyjum. Hafði Björn Knútsson siglt með skipinu þaðan og skoðað allt hátt og lágt. Hann taldi það ekki ofsagt að farkosturinn og viðurværi farþeganna væri sem á mestu lúxus hótelum. Með skipinu voru 200 farþegar. Til þess að tryggja að þeim liði vel og hefðu allt til alls er alls 140 manna áhöfn. Farþegamir eru ekki neinir láglaunasvæðis þegnar. Þessi ferð hingað norður og síðan vestur um haf til St. John á Nyfundnalandi, alls 16 daga sjóferð, kostaði hvern hinna 200 farþega, sem allt munu hafa verið Bandarikjamenn, 12.000 bandaríkjadali, eða um 733 þúsund krónur. Það er norskt skipafélag sem á þetta skip og systurskip þess. Þetta skip sem er um 10.000 tonn er rúmlega 130 m langt og var byggt árið 1989. Það lagði af stað til Nýfundnalands seint á föstudagskvöldið. Það mun vera látið ganga með 16-18 sjómílna hraða. Meðan skipið var hér hafði ferðaskrifstofan Atlantic veg og vanda af allri fyrirgreiðslu við farþega skipsins. í DAG er Maríumessa, hin síðari, segir Háskólaalmanak- ið. Maríurpessa hin fyrri var 15. ágúst, (himnaför Maríu) segir í Stjömufræði/Rím- fræði. Maríumessan í dag er fæðingardagur Maríu að kaþ- ólskri trú. Árlega em 7 Mar- íumessur, segir í sömu heim- ildum. Þennan dag árið 1208 var háður Víðibardagi. VIÐEY. Messað verður í Við- eyjarkirkju kl. 14 í dag, báts- ferð kl. 13.30. Staðarskoðun verður kl. 15.15. PRÓFESSORAR. í nýju Lögbirtingablaði er tilk. um skipan prófessora við Háskóla Islands. Þeir eru sem kunnugt er skipaðir af forsetanum. Hinir nýju prófessorar eru Guðmundur Pétursson for- stöðumaður, var í maí skipað- ur prófessor við læknadeild- ina. Dr. Ágúst Kvaran, skip- aður prófessor í eðlisefna- fræði við raunvísindadeild, frá 1. þ.m. Einnig, frá sama tíma er dr. Vésteinn Ólafs- son skipaður prófessor í fsl. bókmenntum, við heimspeki- deildina. Við þá sömu deild var Helga Kress skipuð próf- essor í marsmánuði síðastlið- inn. Í félagsvísindadeild hefur dr. Þorlákur Karlsson verið skipaður lektor í aðferðafræði í félagsvísindadeild frá í júlí- mánuði. Þá hefur Anna Kristjánsdóttir verið skipuð prófessor í kennslufræði stærðfræðinnar við Kennara- háskóla íslands frá 1. mars. BARNADEILD Heilsu- vemdarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg hefur opið hús á þriðjudaginn kemur kl. 15—16 fyrir foreldra ungra barna. Umræðuefnið verður að þessu sinni tannvernd. HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur ætlar að hefja vetrarstarfið á fundi sem FRÉTTIR/MANNAMÓT haldinn verður nk. þriðjudag í félagsheimilinu á Baldurs- götu 9 og verður þá opið hús þar kl. 13—17. EMBÆTTI sýslumannsins í Isafjarðarsýslu og bæjar- fógetans á ísafirði, hefur verið augl. laust til umsóknar í Lögbirtingi og setur dóms- og kirkjumálaráðuneytið um- sóknarfrestinn til 20. þ.m. fijáls spilamennska. Kaffítími kl. 15. KÓPAVOGUR. Kvenfélagið heldur vinnufund vegna bas- ars, mánudagskvöld kl. 20 í fundarherbergi félagsins. SÉRFRÆÐINGAR. í tilk. í Lögbirtingi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu segir að það hafí veitt Finni Snorrasyni lækni leyfí til starfa sem sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. Þá hefur Úlfi Agnarssyni lækni verið veitt sérfræðings- leyfí í meltingar- og næring- arsjúkdómum barna, sem undirgrein við almenna barnalækningar, sem hann hafði hlotið 1986. BISKUPSSKRIFSTOFA hefur auglýst 5 prestaköll laus til umsóknar með um- sóknarfresti til 12. þ.m. Er það fyrst talið upp Þingvalla- prestakall ásamt starfi þjóð- garðsvarðar. Stykkishólms- prestakall, Patreksfjarðar- prestakall, Hólmavíkur- og Raufarhafnarprestaköll. Þá er staða fræðslufulltrúa í biskupsstofu laus til umsókn- ar. Áskilin er reynsla af starfi með ungmennum, auk há- skólamenntunar. J.C.—Mosfellsbær. Mánu- dagskvöld kl. 20.30 verður fundur í Hlégarði. Gestur fundarins verður Ragnheið- ur Rikarðsdóttir, skólastjóri gagnfræðaskólans. LYFJAFRÆÐINGAR. Heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið tilk. í Lögbirtingi að þessum lyfjafræðingum hafí verið veitt_ starfsleyfi: Elínu Soffíu Ólafsdóttur, Kristján S. Guðmundssyni og Einari Má Sigurðssyni. GERÐUBERG, félags- og þjónustumiðstöð aldraðra. Mánudagsmorgun er fót- snyrting og hárgreiðsla. Há- degishressing. Síðdegis spilað og spjallað. Kaffitími kl. 15. HVASSALEITI 56-58, fé- lags- og þjónustumiðstöð. Mánudagsmorgun kl. 9 leik- fimi og siiki- og taumálun. Bridskennsla verður kl. 13 og Stúlkurnar á þessari mynd, Elísabet Ómarsdóttir, Karitas Sæmundsdóttir og Kristín Erla Þórisdóttir, söfnuðu 1.060 krónum og færðu Hjálparsjóði Rauða kross íslands. Þessir krakkar héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 1.350 krónum. Þau heita Sigurlaug Traustadóttir, Ólafur Traustason og Arnheiður Leifsdótt- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.