Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 16
1MÖRÖ0NB1L1D1Ð SONNUmGURIS; 9EITEMBER 19.91 Tll6 NÝR FLOKKUR VELDUR ÓVISSU í KOSNING UNUM EFTIR VIKU eftir Guðm. Halldórsson MARGT bendir til þess að þrátefli geti orðið eftir kosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi. Jafnaðar- menn kunna að tapa fylgi og óvíst er að þeir geti myndað nýja stjórn eftir kosningarnar. Líkur á að borgaraflokkarnir myndi samsteypustjórn hafa stöðugt aukizt, en ef þeir fá ekki hreinan meirhluta getur reynzt erfitt að mynda stjórn vegna óánægjuframboðsins Nýttlýðræði, sem reynir að komast í stjórn en aðr- ir flokkar segjast ekki vilja starfa með. Skoðunakönnunum ber ekki saman, en sam- kvæmt könnun Temos- stofnunarinnar eru gömlu borgaraflokk- amir á góðri leið með að sigra í kosningunum. Könnunin bendir til þess að 49,5% kjósenda styðji þá — þar af 22% Hægri flokkinn (Moderatena), 9% Þjóðarflokkinn (ftjálslynda) 8,5% Miðflokkinn og 10% Kristilega flokkinn. Jafnaðarmenn og Vinstri flokk- urinn fá 38,5% ef marka má þessa könnun, en Nýtt lýðræði 8,5%. Þar með mundi fylgi jafnaðarmanna einna minnka um 10%. miðað við síðustu kosningar í september 1988 þegar þeir fengu 43,2% atkvæða. Samkvæmt annarri skoðana- könnun frá Sifo-stofnuninni fengju jafnaðarmenn 37%, en fjórflokkam- ir 48,3% og Nýtt lýðræði 6%, Fjór- flokkarnir fengju þrjá þingmenn umfram jafnaðarmenn og Vinstri flokkinn, sem hefur varið stjórn þeirra falli, og 22 þingmenn, sem Nýtt lýðræði mundi fá, gætu ráðið úrslitum í þinginu. Rúmlega 15% kjósenda gáfu ekki upp hvaða flokk þeir mundu kjósa. Jafnaðarmenn hafa verið við völd í tæp 60 ár að stjórnarárum borg- araflokkanna 1976-1982 undan- skildum. Síðan 1932 hafa jafnaðar- menn alltaf fengið yfir 40% at- kvæða í kosningum, en í vor var fylgi þeirra komið niður í 30% sam- m Befria i Sverige. ■ / Iswlwilsre w&tw i Hv ot SvetigGt tw I Befria Sverige. n f réti ftykttn$haf tutim. „Frelsio Svi- þjóð“: Kosninga- spjöld frá Þjóð- arflokknum. eister; s‘- hann í °ddaað stoðu? kvæmt skoðana- könnunum. í kosn- ingunum 1988 fengu jafnaðar- menn og kommún- istar 49% at- kvæða, en sam- kvæmt síðustu skoðanakönnun Sifo styðja 42,1% jafnaðar- menn og Vinstri flokk- inn. í kosninga- baráttunni hafa jafnaðarmenn var- að kjósendur við því að borgara- flokkarnir kunni að leggja velferð- arkerfið í rúst og grafa undan rétt- indum launþega. Andstæðingar jafnaðarmanna hafa sagt að „þriðja leið“ þeirra milli kommúnisma og kapitalisma hafi beðið skipbrot — efnahagslegt, pólitískt og siðferði- legt — og þeim hafí ekki tekizt að móta nýja stefnu. Á síðasta áratug reyndu jafnað- armenn að auka umsvif í atvinnu- lífi og sparnað á fjárlögum um leið, en dæmið gekk ekki upp. Gengið var lækkað um 16% 1982 og reynt var að komast hjá niðurskurði á framlögum til velferðarmála og skerða ekki réttindi, sem launþegar höfðu tryggt sér. Verkalýðshreyf- ingin sætti sig við ráðstafanirnar, þótt hún væri treg til þess og hefði ákveðið að berjast fyrir því að kom- ið yrði á fót launþegasjóði, sem virt- ist eiga að taka við stjórn atvinn- ulífsins. Jafnaðarmenn hafa deilt sín í milli um hvort fylgja skuli hefð- bundinni stefnu eða reyna nýjar leiðir, en síðan Kjell Olof-Feldt lét af starfi fjármálaráðherra 1990 hafa áhrif verkalýðssambandsins aukizt. Nú ríkir hálfgert kreppu- ástand í sænska velferðarþjóðfélag- inu og fátt bendir til að úr muni rætast í bráð. Ýmsir óttast að kreppan geti orð- ið langvarandi, en Állan Larsson núverandi ijármálaráðherra vill lítið gera úr erfiðleikunum og virðist telja að efnahagurinn sé á réttri leið. Hann sagði í viðtali nýlega að hann lofaði hvorki umbótum né skattalækkunum og lykillinn að hagvexti væri aukin framleiðni, en ekki skattalækkanir. Á einu ári hefur atvinnuleysi aukizt um helming í hinu sænska „fyrirmyndarríki" jafnaðarmanna, en þó er það minna en víða annars staðar. Jafnaðarmenn hafa ekki viljað ræða til hvaða aðgerða verði gripið gegn atvinnuleysinu fyrr en ástandið hafi verið athugað nánar. Laun hafa hækkað og gengið hefur erfiðlega að halda verðbólgunni í skeíjum. Um leið hefur greiðsluhalli aukizt og samkeppnisstaða Svía versnað. Fjárfestingar hafa staðið í stað og nú eru fjárfestingar sænskra fyrir- tækja erlendis tíu sinnum meiri en Ijárfestingar þeirra í Svíþjóð. Ríkis- útgjöld eru meiri en í nokkru öðru OECD-landi og sparnaður minni. Miðað við hin aðildarlöndin hefur hagvöxturinn í Svíþjóð verið í tæpu meðallagi í 15-20 ár. Jafnframt hefur hrun kommún- ismans í austri komið sér illa fyrir sænska jafnaðarmenn. Draumurinn um sæluríki sósíalismans er að engu orðinn og sænskir jafnaðarmenn geta ekki lengur talað um millileið milli kommúnisma og kapitalisma. Viðbrögð þeirra við hruni kommún- ismans hafa ekki alltaf verið í sam- ræmi við almenningsálitið í Svíþjóð. Sænska stjórnin þagði þegar Berlínarmúrinn hrundi og lýðræðis- stjórnir voru myndaðar í Austur- Evrópu síðla árs 1989. Sænska ut- anríkisráðuneytið lét ekki til sín heyra fyrr en í janúar 1990, þegar það gagnrýndi ástandið í Rúmeníu. Ekkert var minnzt á Tékkóslóvakíu eða Austur-Þýzkaland, en stefna Bandaríkjanna í Panama, Namibíu og á Filippseyjum var gagnrýnd í fréttatilkynningum. Afskipti Svía af sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltsþjóðanna hófust með því að Sten Andersson utanrík- isráðherra sagði að innlimun þeirra í Sovétríkin 1940 hefði ekki verið ólögleg. Ummæli hans vöktu reiði í Svíþjóð og síðan hefur allt önnur stefna verið tekin upp. Afstaða sænskra jafnaðarmanna til Evrópubandalagsins (EB) hefur gerbreytzt. í júlí var ákveðið að sækja um aðild, enda höfðu Hægri flokkurinn og Þjóðarflokkurinn sett það mál á oddinn þegar þeir lögðu fram drög að sameiginlegri stefnu- skrá í október í fyrra. Því er haldið fram að samkeppnisstaða Svía muni batna við aðildina og auðveld- ara verði að rökstyðja sparnaðar- ráðstafanir. Erfiðara verði fyrir Svía en áður að fara eigin leiðir í efnahagsmálum. Atburðirnar í austurhluta álfunn- ar kunna að hafa ýtt undir aukna andúð á kerfi því sem veldi sæn- skra jafnaðarmanna hefur byggzt á. „Straumar einstaklingshyggj- unnar hafa náð til Svíþjóðar á síð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.