Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 26
Þau hafa búið í tvær laxakynslóðir á íslandi og eru nú aftur ð leiðinni til Afríku; Tumi og Allyson með Daníel, Marin og Önnu.
Rœtt við hjónin Tuma Tómasson
og Allyson M acdonald
eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur
Þau hafa bæði lokið
doktorsnámi í sínum
fögum; hann í fiski-
fræði, hún í kennslu-
fræði raungreina. Hann
er fæddur og uppalinn
í Reykjavík, hún ólst
upp á litlum stað nálægt
Jóhannesarborg í Suð-
ur-Afríku. Þau hittust
þegar þau voru við
mastersnám í Banda-
ríkjunum og þau fóru í
brúðkaupsferðalag með
foreldrunum, það þótti
mikil nýlunda í Amer-
íku. Þau eiga þijú börn
og hund sem skilur bara
ensku. Næstu tvö árin
verður heimili þeirra í
vanþróuðu ríki í Afríku,
Malawi.
undu svo að draga úr öllu sem ég
segi,“ sagði Allyson við mig þegar
ég kvaddi þau hjónin eftir að hafa
spjallað við þau drykklanga stund.
Hún var treg til þess að lofa mér
að taka viðtal við sig því hún sagði
íslendinga svo viðkvæma fyrir öllu
sem útlendingar hefðu að segja um
landið. Sennilega er það rétt hjá
henni, við erum mjög gagnrýnin á
skoðanir útlendinga um þjóðina séu
þær ekki þeim mun jákvæðari.
„Árið 1976 var algjör vendi-
punktur í lífi mtnu,“ segir Tumi en
þá fór hann til Corvallis í Oregon
og hóf mastersnám í fiskifræði.
Hann kom til borgarinnar á föstu-
degi og á mánudegi mætti Allyson
frá Suður-Afríku. Þann dag fóru
þau bæði á kynningarnámskeið fyr-
ir útlendinga; „Ég sá strax að þarna
var ein manneskja sem átti kort og
vissi hvað ætti að gera. Þessi mann-
eskja var auðvitað Allyson. Hún
átti líka hjói og ég fór til hennar
og bauðst til að reiða hana niður í
bæ og hún gæti lesið á kortið á
meðan. Nú og svo leiddi þetta hvað
af öðru,“ segir Tumi glottuleitur.
Þau eru á einu máli um það að
tíminn í Corvallis hafi verið ánægju-
legur og þó að þau hafi ekkert ver-
ið neitt voðalega ákveðin í því að
rugla saman reytum sínum í fyrstu
fór nú svo að þau giftu sig vorið
1978. Hveitibrauðsdögunum eyddu
þau svo með foreldrunum í San
Francisco. Það tiltæki vakti mikla
furðu hjá kunningjunum, „ekki gát-
um við bara farið og skilið þau eft-
ir ein þegar þau voru búin að koma
alla þessa leið," segir Tumi og
bætir því við að þetta hafi verið
mjög vel heppnuð ferð.
Erfitt að reka ly ónaband
í tveimur heimsálfum
Fljótlega eftir brúðkaupið skildu
leiðir; Allyson fór til Suður-Afríku
til þess að safna gögnum í doktors-
ritgerð sína og Tumi fór til íslands
í vinnu hjá Veiðimálastofnun í Bor-
garnesi en þar var fyrsta lands-
byggðardeild stofnunarinnar opn-
uð. Þau komust þó fljótlega að því
að það er afar erfitt að reka hjóna-
band í tveimur heimsálfum og um
jól fór Tumi í heimsókn til Afríku.
Heimsóknin var árangursrík því
honum var óvænt boðin vinna þar
ytra. Tumi segir að þau Allyson
hafi í sakleysi sínu verið að skoða
stofnun þar sem „lifandi“ steingerv-
ingur var til sýnis. Þessi lifandi
steingervingur er frumstæð fiskteg-
und sem talin var löngu útdauð en
fannst fyrir tilviljun í kringum
1940. Forstöðukona stofnunarinnar
kom að máli við Tuma og forvitnað-
ist um hvaðan hann væri og við
hvað hann fengist og bauð honum
svo vinnu við verkefni á vegum
stofnunarinnar án frekari formála.
Verkefnið var að rannsaka stórt
uppistöðulón og meta hvernig fisk-
urinn í vatninu aðlagaði sig aðstæð-
um. Tumi hugsaði sig um og játaði
með því skilyrði að hann gæti notað
þetta verkefni í doktorsnám sitt.
Fjarlægðin milli þeirra hjóna
styttist nú verulega, þó voru enn
fimmhundruð kílómetrar á milli
þeirra en nú liðu ekki mánuðir á
milli þess sem þau hittust. Tumi
segir að það hafi komið sér á óvart
hvað vinnan I Afríku var lítið frá-
brugðin því sem hann hafði áður
gert. „Fiskur er bara fiskur og allar
þessar tegundir lúta meira og
minna sömu lögmálum og þessir
vatnakarpar sem ég var að rann-
saka voru mjög dæmigerðir fiskar.
Mér finnst þvf kyndugt hvað menn
vilja kalla sig sérfræðinga á þröng-
um sviðum, við höfum jafnvel ýsu-
sérfræðinga og þorsksérfræðinga."
Þótt fiskarnir hafi ekki komið
Tuma á óvart þá voru aðstæður f
Suður-Afríku talsvert öðruvísi en
hann átti að venjast. Apartheid
hefur verið mikið í fréttum undanf-
arin ár en suður-afrískt þjóðfélag
skiptist ekki eingöngu f litaða menn
og hvíta heldur eru hóparnir mjög