Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 27
skiptir innbyrðis. Þar sem Tumi hélt til bjuggu eingöngu hvítir menn en litaðir bjuggu fjær, þeim var samviskusamlega keyrt heim um leið og vinnu var lokið. Það breytti engu þótt mikið af húsunum við vatnið stæðu auð. Félagsleg sam- skipti við þá lituðu voru engin að sögn Tuma nema þegar farið var í rannsóknartúra. Þá var oft gripið í spil á kvöldin en annars var heil gjá á milli þessara tveggja kyn- þátta. Það var til dæmis stórmál ef hvítur maður gekk inn um dyr sem ætlaðar voru svertingjum, jafn- vel þótt þær væru inn í sömu versl- unina. Hvítir menn fóru líka alitaf fremst í biðröð nema að þeir þijósk- uðust við líkt og Allyson sem ekki gat hugsað sér að nota sér þessi forréttindi. Þau Tumi og Allyson benda þó á að þetta hafi verið fyrir tólf árum og hlutirnir hafi breyst og þetta sé líka mismunandi eftir héruðum. Fullar ferðatöskur af grænmeti Árið 1981 fluttu þau Tumi og Allyson til Grahamstown, eftir þriggja ára hjónaband bjuggu þau loks á sama stað. Allyson kláraði doktorsritgerðina þetta ár og næstu tvö árin kenndi hún eðlisfræði við háskóla. Tumi hélt áfram að vinna úr gögnum sem hann hafði viðað að sér í vettvangsrannsóknum við vatnið og lauk doktorsprófi árið 1983. Tumi hefur alltaf verið mikið fyrir grænmetisrækt og skilyrði til ræktunar voru afar hagstæð við vatnið þar sem hann bjó í fyrstu; fijósamt landbúnaðarhérað og nóg af vatni. „Margt af því sem ég var að rækta þarna þekkti ég ekki,“ segir Tumi, „svo óx þetta svo gífur- lega í hitanum að eggaldin urðu að stórum runnum. Það endaði með að ég sá bændunum í nágrenninu fyrir grænmeti, þeir ræktuðu allir eitthvað sérhæft en ég var með allar tegundir. Þegar við fórum svo í heimsókn til tengdamömmu vorum við alltaf með fullar ferðatöskur af grænmeti!" Þrátt fyrir veðursæld fluttu þau hjón búferlum til íslands haustið 1983 og að sögn Tuma var það alltaf skilyrði að þau myndu búa einhvern tíma á Islandi. Leiðin lá norður í Skagafjörð þar sem verið var að setja á fót Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar á Hólum í Hjaltadal. Þau segjast vera sveita- fólk í sér þannig að það var ekkert vandamál að fara út á land en þau eru sammála að ekki hafi verið heppilegt að koma að hausti þegar svartasta skammdegið var fram- undan. „Maður getur verið einangraður hvar sem er í veröldinni, það fer bara eftir afstöðu hvers og eins,“ segir Tumi og neitar alfarið að fólk einangrist þótt það búi í sveit. Hann hefur haft ærinn starfa þessi ár sem þau hjónin hafa búið á Hólum. Það má í raun skipta vinnu hans í þrennt; að efla veiði í laxveiðiám á Norðurlandi, stuðla að aukinni nýt- ingu á silungsveiðivötnum og móta fiskeldiskennsluna í bændaskólan- um á Hólum. Tumi fékk Allyson í lið með sér þegar kom að mótun námsbrautarinnar þar sem hún hafði mikla reynslu af því að búa til námsskrár, kennslugögn o.fl. Hún reyndi einnig að leiðbeina Tuma við sjálfa kennsluna: „Ég blés bara á það sem hún sagði og mér fannst mér ganga mjög vel þar til ég hafði lokaprófið, þá uppgötv- aði ég að það var bara einn sem hafði skilið námsefnið. Þá fór ég og leitaði ráða hjá Allyson og síðan hefur hún verið sérlegur ráðgjafi minn í kennslumálum." Maðurinn sem talar ensku við hundinn sinn Á sumrin hefur Tumi verið eins ogþeytispjald út um allt Norðurland og rannsakað ár og vötn. Tíkin Tandy fékk yfirleitt að fljóta með í þessar ferðir og Tumi varð fljót- lega þekktur sem „maðurinn sem talarensku við hundinn sinn“. Þrátt reer íiHín/.Hrtiag .8 uaoAauHHua aiHAja/iuoíioM ~~MORGUNBLApIÐ~SrtNNtrDAGUR 8. SEPTEMBER~T99T 27 fyrir mikið annríki á stundum segir Tumi þetta vera mjög skemmtilega vinnu og segist hann ekki myndu þola níu til fimm vinnu. „Ég myndi þó gjarnan vilja að stofnunin hefði meira umleikis hérna en fjármálin sníða marini þröngan stakk.“ Allyson hefur ekki setið auðum höndum þessi ár og hún hefur ver- ið iðin við að finna sér verkefni þar sem menntun hennar og reynsla hafa nýst. Við bændaskólann hefur hún kennt námstækni og ensku og hún hefur verið kennsluráðgjafi fyrir fræðsluskrifstofu Norður- lands. Einn veturinn leiðbeindi hún í kennsluréttindanámi á Akureyri. Ekki fyrir löngu fékk hún svo styrk frá Vísindasjóði til þess að gera grein fyrir stöðu og framtíð nátt- úrufræðimenntunar á Islandi. Síð- ast en ekki síst hefur hún haldið áfram að vinna fyrir háskóla í Suð- ur-Afríku. Þar í landi er í gangi viðamikið verkefni um náttúrufræð- ikennslu fyrir unglinga. Skólar vítt og breitt um Suður-Afríku eru heimsóttir og náið fylgst með allri kennslu. Samtökin sem standa að þessu eru sjálfstæð og segir Allyson að oft hafi reynst erfítt að fá leyfi yfii’valda til þess að fá að starfa með svörtum kennurum. Kennslan í skólum svartra er að mati Allyson yfirleitt jafngóð ef ekki betri en kennsla í skólum sem ætlaðir eru fyrir hvíta. Það er ekki nóg að hafa góða aðstöðu segir Allyson ef kennslan er íhaldssöm og gamal- dags. Hlutverk Allyson var að safna saman matsskýrslum um þetta verkefni og athuga hvernig það hafi verið metið. Aftur til Afríku Enn á ný er komið að kaflaskipt- um í lífi þeirra hjóna Tuma og Ally- son enda hafa þau verið hér á landi í tvær laxakynslóðir sem var mark- miðið hjá Tuma. „í vetur fannst mér ég vera búinn að vera hér nógu lengi,“ segir hann, „ég fékk náms- leyfi og við fórum til Edinborgar. Svo var mér boðið að sækja um stöðu sem Þróunarsamvinnustofn- un íslands styrkir í Malawai." Starf Tuma felst í því að samræma menntun og þjálfun fólks í öllu því sem lýtur að físki í suðurhluta Afr- íku fyrir utan Suður-Afríkuríkið. Þetta er verkefni sem Norðurlöndin hafa öll styrkt og Tumi verður nokkurs konar tengiliður milli þeirra og Afríku. „Ég hefði aldrei tekið þetta verkefni að mér ef ég hefði ekki stólað á Allyson og þekk- ingu hennar," segir Tumi en vegna þess að Allyson er enn suður-afrísk- ur ríkisborgari má hún ekki taka þátt í verkefninu. Það eru Norðurl- öndin sem setja sig á móti því en Malawibúar hafa alltaf haldið tengslum við Suður-Afríku. Þau Tumi og Allyson segjast hlakka til að fara út. Eyðni er reyndar mjög útbreidd í Malawi og þeim hefur verið ráðlagt að taka með sér eigin sprautur og lyf. Ally- son segir að þau geti þó hæglega verið þarna án þess að hafa nokkur samskipti við Malawibúa, útlend- ingarnir sem taka þátt í verkefninu eru allir í sérbúðum og fá þar alla þjónustu og börnin ganga í sér- skóla. „Mér finnst hins vegar mjög leiðinlegt að vera búsett í einhveiju landi án þess að eiga nokkur sam- skipti við innfædda," segir Allyson. Hún segir Malawi vera um margt sérstætt land; íhaldssamt en frið- sælt. Tumi fer reyndar einn í fyrstu en Allyson og börnin, Marin, Ánna og Dam'el, fara út eftir áramót. Allyson segir það ágætt því þá fái stelpurnar tækifæri til þess að vinna upp íslenskuna eftir árið í Skot- landi. Þær tala annars alltaf ensku við móður sína en íslensku við föð- ur sinn. Tumi er ráðinn í þetta verk- efni til tveggja ára og hann ætlar að koma heim á sumrin til þess að halda lífinu í rannsóknum sínum hér heima á meðan hann er erlend- is, „ég er í leyfí en ekki á flótta,“ segir hann hlæjandi, „svo er aldrei að vita hvað tekur við.“ HIBYLAF NYTT NÁMSKEIÐ fyrir þá sem vilja fegra eigið umhverfi innanhúss. INNANHÚSSARKITEKTÚR NYTT NÁMSKEIÐ fyrir þá sem vilja undirbúa sig undir nám erlendis í faginu. - Auk þess: Undirstöðuteikning, Líkamsteikning, Litameðferð, Skrautskrift, Föndur og Teikning 1-4 fyrir börn, Garðgróðurhúsagerð, Bótasaumur og Hæfileikapróf. Símsvari allan sólarhringinn. HANDMENNTASKÓLI ISLANOS BOX1464 121 REYKJAVÍK SÍMÍ: 91/27644 ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT HMI MÉR AD KOSTNADARLAUSU NAFN VULKAN ÁS-TENGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál - í- stál, hafið eitthvað mjúkt á milli," ekki skekkju og titring milli tækja. iftyii11®(uig)(yiir cj)é[ni®§©[ni íkQ© Vesturgðtu 16 - Simar 14680-13280 / / ISLANDSMOTIÐ SAMSKIPADEILD KÓPAVOG$VÖLLUR - AÐALVÓLLUR Breiðablik - Valur ' 1 ld. 14 BYKO Mætum öll!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.