Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 29
um, Gunnari Einarssyni og Guð-
rúnu Kristjánsdóttur, nokkrum
árum áður, fyrst reyndar í félagi
við Dagbjart tvíburabróður sinn.
Þau Elke og Guttormur eignuðust
fyrst fimm dætur og svo soninn
Gunnar sem situr á stól á móti
okkur í eldhúsinu. Hann er nú orð-
inn bóndi í Marteinstungu og ferst
það vel úr hendi, enda vel menntað-
ur fyrir það starf, búfræðingur frá
Hvanneyri og vélvirki að auki.
„Af hverju var félagsheimilið í
Sléttalandi svona lítið notað,“ spyr
ég þegar hlé verður á umræðunum
um gamla sveitunga og horfum á
heyfeng fyrir þá 65 nautgripi, 100
kindur og 35 hross sem er bústofn-
inn í Marteinstungu. Við spurningu
mína slær þögn á fólkið í eldhús-
inu. „Það blessaðist ekki að halda
þar skemmtanir," svarar Guttormur
loks. „Af hveiju ekki, var kannski
reimt þar?“ spyr ég þrákelknislega.
Fólkið lítur hvað á annað og vill
greinilega ekki segja blaðamanni
of mikið. Hjónin hafa þó vafalaust
sótt eitthvað af þeim skemmtunum
sem „blessuðust ekki“. Þegar hvor-
ugt þeirra gerir sig líklegt til að
svara segir Gunnar loks: „Ég hef
heyrt að það hafi verið talið reimt
í þessu húsi. En ég veit ekkert um
það, þú skalt spyija Sigurð á Her-
ríðarhóli um þetta mál. Hann hefur
orðið var við ýmislegt undarlegt i
Sléttalandi. Það var víst föðurbróð-
ir hans sem reisti þetta hús úr göml-
um efnivið frá hernum á Keflavíkur-
flugvelli. Við héma í Marteinstungu
getum bara sagt þér reimleikasögur
af Puluheiði."
Pula er írskt orð og merkir tjöm.
Þegar við Helga stöndum skömmu
síðar á Puluheiði og virðum fyrir
okkur tjömina sem geymir að sögn
æfagamlar grafir og minjar um
mannabyggð klingja enn fyrir eyr-
um mér sögur af dularfullum reim-
hrunið yfir það í landskjáifta mikl-
um og það látið þar allt saman líf
sitt. Við þetta eyddist Pula að fólki
en reimleikar urðu eftir það svo
miklir á þessari fornu kirkjujörð að
engum varð þar vært. Sögur herma
að seinna hafi, að tilhlutan Marteins
biskups Einarssonar, kirkjan verið
færð að þeim bæ sem toi’veldast
var að komast að henni fyrir dýjum
og mýrarforaði. Sá bær var Sóttar-
tunga eða Tunga eins og bærinn
hét fyrst. Það fylgdi sögunni að
bærinn hafi eftir það verið kenndur
við Martein biskup. En þetta er
talin ótrúleg saga því kirkju er get-
ið í rituðu máli í Tungu á þrettándu
öld og byggðar í Pulu á þeirri fjór-
tándu. Líklegara er taiið að bærinn
sé kenndur við heilagan Martein
sem var verndardýrlingur kirkjunn-
ar í kaþólskum sið.
Maðurinn sem gróf eftir hellis-
munnanum fyrir nokkrum tugum
ára hafði ekki erindi sem erfiði.
Fyrir honum fór eins og mörgum
haugbrotsmönnum, honum sýndust
skyndilega bæir í kring standa í
björtu báli og hvarf frá uppgreftrin-
um við svo búið. Skelfing þessa
ágjarna manns sýnist harla óraun-
veruleg í sólskininu og þá er ekki
síður óraunverulegt að hugsa til
afturgenginna, sótthræddra mið-
aldamanna draga á eftir sér níð-
þungar vinnuvélar nútímans.
Lýsingarnar hér á undan eru þó
ekkert óraunverulegri en sögurnar
sem við Helga nemum af vörum
Sigurðar Jónssonar vörubílstjóra á
Herríðarhóli. Sitjandi við gríðar-
stórt eldhúsborð segir hann okkur
frá yfirnáttúrulegri reynslu sinni.
Lóa systir hans, húsmóðirin á bæn-
um, kinkar kolli á áhrifamiklum
stöðum í frásögninni. Við Helga
eigum Lóu gott að gjalda, hún
reyndist okkur bjargvættur þegar
hundarnir á bænum, fjórir að tölu,
Jfe
» v'
Heimilisfólkið í Marteinstungu og tvö sumardvalarbörn.
leikum sem þar bar á í tengslum
við vegarlagningu á Puluheiði fyrir
nokkrum árum. Maður í stórri
vinnuvél hálfsturlaðist af hræðslu
þegar vélin var dregin aftur á bak,
þrátt fyrir að hún væri í fyrsta gír.
Þetta er aðeins eitt dæmið um furð-
ur þær sem urðu við lagningu veg-
ar þarna. Hvað eftir annað biluðu
og skemmdust þar vélar án sjáan-
legra orsaka og loks kvað svo
rammt að þessu að menn gáfust
upp við að grafa uppúr vegarstæð-
inu og báru bara ofan á móana og
prísuðu sig sæla að komast lifandi
frá þessu. Það hefur lengið legið
það orð á að ekki mætti hrófla við
steinum á þessu svæði, það gæti
orðið þeim hinum sama vís dauði.
Við Helga förum svo varlega
þarna að ekki haggast steinvala í
vegarkantinum þegar við göngum
áleiðis að dæld eftir mann sem
reyndi að grafa til hellismunna sem
sagnir voru um að hefði verið þarna.
í helli þennan áttu íbúar Pulu að
hafa borið öll sín verðmæti þegar
sótt mikil gekk yfir sveitina á fjór-
tándu öld. Fólkið lét og fyrirberast
í hellinum, en sagt er að hann hafi
sýndu okkur tennumar þegar við
stjákluðum áhyggjufullar heim að
reisulegu húsinu. Sigurður kannast
vel við reimleikana í Sléttalandi.
Dökkur á brún á brá og dulur til
augnanna segir hann okkur frá
konu með gleraugu og dökkt hár
niður í mitti sem hann og félagar
hans í vegavinnuflokki urðu varir
við þegar þeir borðuðu og lágu við
í Sléttalandi fyrir fjölmörgum árum.
„Þegar þetta hafði endurtekið sig
hvað eftir annað var haft samband
við Hafstein Björnsson miðil. Hann
kom á staðinn og gerði sínar athug-
anir og ræddi við okkur eftir það,“
segir Sigurður. „Hafið þið ekkert
orðið varir við ljóshærða stúlku, hún
er svo ansi myndarleg," sagði Haf-
steinn við okkur. Hann sá miklu
fieira fólk þama en við. Hann sagði
að þetta myndi dvína með tímanum.
En það var ekki farið til þess þegar
við yfirgáfum þetta hús. Meðan við
vorum þama heyrðum við iðulega
bekki hreyfða harkalega frammi í
salnum þó enginn sæist þar. Þó
Hafsteinn segði að þetta gerði eng-
um mein, þá var svo óþægilegt að
vera í húsinu að þar var ómögulegt
að vera nema rétt yfir hábjartan
daginn og þá með öðrum. Það var
reynt að halda böll í þessu húsi, en
það heppnaðist ekki. Það var eins
og allt doðnaði þar upp, enginn
kraftur kom nokkurn tíma í dansinn
eða músíkina. Það var eins og öllum
liðið illa þarna. Einhver togstreita
var um hvar þetta hús ætti að rísa
innan sveitarinnar, en leiðindin sem
spruttu af því hefðu ekki átt að
standa í vegi fyrir starfsemi í hús-
inu ef allt hefði verið með felldu.
Smám saman lagðist af öll starf-
semi í Sléttalandi og það stóð autt
svo skemmdarvargar brutu í því
allar.rúður. Seinna var það lagað
og húsið gert að geymsluhúsnæði
fyrir refabú eitt í sveitinni."
Sigurður segir okkur að hann
hafi alltaf verið næmur og lengi
fundist yfir sér vakað. „Mér hefur
oft verið gert viðvart þegar hætta
steðjar að mér. Það hefur komið
sér vel í akstrinum. Eitt sinn þegar
ég var á leið yfir Hellisheiði var
sagt við mig: „Gættu þín,“ ég hægði
ferðina og það var eins gott, rétt á
eftir hvellsprakk hjá mér. í annað
skipti var ég nærri sofnaður en það
var ýtt við mér rétt áður en ég
mætti litlum bíl, fullum af fólki.
Mig syfjaði ekki meira eftir það.
Végna meðfædds næmleika míns
veit ég oft hvaða hug fólk ber til
mín, þó það láti það lítt í ljós.
Ymsir einkennilegir atburðir hafa
fært mér heim sanninn um þetta.
Einu sinni var ég t.d. á ferð í bfln-
um mínum.og mætti þá öðrum bíl,
sem einnig var á fullri ferð. Kuldinn
sem stafaði til mín frá bílstjóranum
var slíkur að þó miðstöðin í bílnum
mínum væri á fullum styrk þá var
eins og ég færi inn í frystikistu
þegar bflarnir mættust. Seinna
komst ég að því að maður þessi bar
til mín haturshug.“
Að loknum þessum dulúðugu
samræðum við Sigurð á Herríðar-
hóli göngum við Helga út, framhjá
lúpulegum hundum, sem varla voga
sér að líta á okkur, þökk sé Lóu
sem veifar okkur frá bæjartröppun-
um ásamt Sigurði. Bróðir þeirra,
Ólafur Arnar, bóndinn á bænum,
er fjarverandi. Þegar við förum
framhjá Sléttalandi á heimleiðinni
stönsum við bílinn og göngum niður
að húsinu. Ég tylli mér á tá, legg
hendurnar þétt að gagnaugunum
og grúfi mig þannig að rúðunni í
einum glugganum. Inni fyrir sé ég
óljóst móta fyrir stórum slám sem
refaskinn hanga í á krókum og vísa
loðin skottin niður. í skjóli rökkurs-
ins inni er augljóslega tækifæri fyr-
ir framliðnar meyjar til að vefja sig
loðskinnum ef þeim býður svo við
að horfa. Það fer hrollur um mig
við þessa tilhugsun og ég stekk frá
glugganum, yfir á grænt grasið sem
leggst með æðruleysi undir gúmmí
sólana á strigaskónum mínum. I
þögn rís það upp upp á ný við
næsta fótmál mitt. „Kannski að
dauðinn sé eftir allt saman svona,
maður leggi sig um stund undir
skósóla almættisins en rísi síðan
tvíefldur upp aftur.“ Þannig hugsa
ég þegar við Helga röltum upp grasi
gróinn gangstíginn, að klunnalegu
tréhliði sem við bindum saman með
bláum kaðalbút. Við snúum okkur
að húsinu í kveðjuskyni. Einkenni-
leg er saga þessa bárujárnsklædda
félagsheimilis sem átti að hýsa alls
kyns mannfagnaði. Hverjum gat í
upphafi dottið í hug að þar inni
myndi permanettliðað hár umg-
meyjanna í sveitinni rísa á höfðum
þeirra af ónotum einum saman í
stað þess að hvirflast um höfuð
þeirra í ærslafullum dansi? Og
hvern gat grunað að þar myndu
ástríður ungu mannanna doðna upp
og vonarbrosin fölna þeim á vörum
við deyjandi tóna harmónikkunar?
Með spurn í huga hverfum við
Helga inn í bílinn. Hveijar skyldu
hinar kraftmiklu framliðnu konur
hafa verið? Var vera þeirra þama
tengd hinum gamla efnivið sem
húsið var reist úr? Skyldi liðinn
harmleikur tengja þær þessu húsi?
Síðast en ekki síst er það spurning-
in stóra: Eru reimleikar raunveru-
legir?
♦
EIGNAMIÐLUNIN hf
Sínii 67-90-90 ■ Síðunnila 21
ÞETTA GLÆSILEGA HÚS í
BANKASTRÆTI
ERTILSOLU
Húsið sem er steinsteypt er þrjár hæðir og kjallari sam-
tals 526 fm. Það hentar vel fyrir hvers kyns verslunar-,
skrifstofu- og þjónustustarfsemi. Falleg eign á góðum
stað. Laust nú þegar.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni.
-Ábyrjí þjónusta í áratugi. „j^.........
SÍIVII 67 90 90 SÍÐUMÚLA 21
Svorrir Kristinsson, siilustjóri • Þorleifur (iuðinundsson, soluni.
Þónilfur Hulldórsson, löfifr. • (iuilinunilur Sigurjónsson, löjífr.
Nsas,M0>ówSS£í5Síff
MIKAEL
NÁMSKEIÐ
Dr. José L. Stevens
sálfræðingurog Mikaelmiðill, höfundur Mikael
handbókarinnar, heldureftirtalin námskeið í
miðstöð Nýaldarsamtakanna á Laugavegi 66 dag-
ana 21. - 29. sept. næstkomandi.
1. Laugardag 21. sept. kl. 10.00 - 17.00/17.30: Líkaminn, líkamsgerð-
ir (tengsl við stjörnuspekina) og virkni þeirra, ónæmiskerfið, aldur og
öldrun, erfðir og ýmis erfð, hegðunar- og ættarmynstur o.fl.
2. Sunnudag 22. sept. kl. 10.00 - 17.00/17.30: Talnaspekin i kerfi
Mikaels, virkni sálnafjölskyldna, röðun (easting order), sálaraldur (skeið
og stig), samstarf og tengsl sálna, stuðningssálir, o.fl.
3. Þriðjudag 24. sept. kl. 20.00 - 22.00: Mikael talar. Miðlun beint
frá Mikael-aflinu m.a. um atburði líðandi stundar, tímabilsbreytingar
framundan (skipti frá tilfinningaskeiði yfir i vitsmunatengt skeið), o.fl.
Kynning á eðli og hlutverki Mikaels sem fræðara.
4. Fimmtudagur 26. sept. kl. 19.30 - 22.30: Fyrri líf. Fyrirlestur og
-æfingar, sem gera þátttakendum kleift að öðlast innsýn i sínar fyrri
jarðvistir.
5. Föstudagur 27. sept. kl. 19.30 - 22.00: Island séö gegnum Mika-
el: Saga, þjóð, samtíð og fortíð. Unnið hefur verið markvisst að öflun
upplýsinga frá Mikael um fjölmarga þætti, sem snerta Íslendinga og
búsetu hér. Fyrirlestur/fyrirspurnir/umræður o.fl.
Þátttaka í námskeiðunum tilkynnist til Nýaldarsamtakanna i símum
627700 og 627701 fyrir 18. sept. Skráning er bindandi.
Einkatímar: Nauðsynlegt er að staðfesta allar fyrri pantanir fyrir
16. sept. i síma Nýaldarsamtakanna.
Geymið auglýsinguna.
NÝALD ARSAMTÖKIN,
LAUGAVEGI 66 - SÍMI 627700