Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 40
varóa i Landsbanki Islands Banki allra landsmanna B3S FORGANGSPÓSTUR UPPL ÝSINGASÍMI 63 71 90 MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. L LIN: 400 milljón- ir í skólagjöld LÁNASJÓÐUR íslenskra náms- manna greiðir nú um 400 milljón- ir króna árlega í skólagjöld fyrir lánþega sjóðsins erlendis. Sam- kvæmt upplýsingum frá LIN eru nú 2.500 nemendur sem fá lán hjá sjóðnum en af þessum fjölda er tekið tillit til skólagjalda hjá 900 nemendum. Heildarútgjöld LÍN á síðasta ári námu um 4 milljörðum króna þannig að um 10% hafa farið til greiðslu á skólagjöldum. Hér innanlands var tekið tiHit til skólagjalda hjá 150 nemendum en þar var ekki um háar upphæðir að ræða, í heildina á bilinu 7,5-10 milljónir króna. Skólagjöld erlendis eru mjög mis- munandi eftir löndum en hæst munii þau vera í Bandaríkjunum eða allt frá rúmlega 200.000 krónum upp í um milljón krónur á ári. í Bretlandi hinsvegar greiða erlendir stúdentar í flestum tilfellum skólagjöld sem eru á bilinu 400-600.000 krónur. Sjá bls. 24 og 25. Flugleiðir: ~Verri sætanýt- ing en í fyrra SÆTANYTING Flugleiða í sumar hefur verið um 10% minni er í fyrra þrátt fyrir um 4% fjölgun farþega. Sætaframboð var aukið um 13% þar sem gert var ráð fyr- ir um 15% fjölgun farþega í sumar og um 9% fjölgun milli ára. Utlit var mjög gott á fyrsta ársfjórð- ungi og bókanir í apríl og maí fyrir sumarið voru mjög góðar. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali við Sigurð Helgason, for- stjóra Flugleiða, í Flugleiðafrétt- blaði starfsmanna Flugleiða. Ennfremur kemur fram að ákveð- ið hefur verið að hætta flugi til Frankfurtar og Parísar yfir vetrar- mánuðina og færa áhersluna á leiðir sem gefa meira af sér. Gert er ráð fyrir að fljúga 7-8 ferðum færra til viðkomustaða í Evrópu næsta sumar en nú. Það er einkum Evrópuflugið sem hefur brugðist í sumar, en N- Atlantshafsflugið hefur komið mun betur út og gert er ráð fyrir að fjölga um eina ferð til New York. Forsætisráðherra um vaxtahækkun bankanna til að bæta upp tap: Komast upp með hækkanir vegna skorts á samkeppni DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir í bréfi, sem hann sendi Seðlabankanum á föstudag, að í skjóli samkeppnisleysis geti bank- arnir komizt upp með að hækka vexti á einum tíma til að bæta upp tap á öðrum. I bréfinu segir for- sætisráðherra að Seðlabankanum beri að „stuðla að vaxtaþróun sem hann telur æskilega fyrir efna- hagslífið í víðara samhengi og freista þess að veita bönkunum það aðhald sem þá skortir vegna ófullkominna markaðsaðstæðna," eins og segir í bréfinu. „Þetta ber Seðlabankanum að gera með því að beita þeim tækjum sem hann hefur yfir að ráða og með for- tölum. í því efni er ekki verið að mæla með beinum fyrirmælum Heimssýningin á Spáni: TJtflutning-sráð samþykkir tíu daga Islandskynningu KNUD Kloster, eigandi víkingaskipsins Gaiu, hefur boðið íslending- um að nota skipið til kynningar á Islandi og íslenskum útflutningsvör- um á Heimssýningunni í Sevilla á Spáni á næsta ári. Stjórn Útflutn- ingsráðs hefur samþykkt að standa að þessari kynningu, sem mun líklega standa í 10 daga, ef áætlanir standast um að skipið verði -^nið til Spánar í ágúst. Ríkisstjórnin ákveður á þriðjudag hvort 'ikið tekur þátt í kostnaðinum. Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, segir að heildarkostnaður við kynn- inguna sé áætlaður 25-30 millj. kr. Ráðgert er að Gaia verði á um- hverfísráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Brasilíu í júní en þaðan verð- ur skipið sent til Sevilla. Ingjaldur sagði að einnig stæði til að fá að- stöðu á hafnarsvæðinu, sem væri innan heimssýningarsvæðisins, en beðið væri staðfestingar frá Spán- veijum. „Hugmyndin er að vera með kynningu á íslenskum matvælum á matsölustöðum, reyna að fá tón- leikahús þar sem íslenskir lista- menn kæmu fram og nota tækifær- ið til að kynna islenskar afurðir, Island sem ferðamannaland, hreint umhverfí íslands og íslenska menn- ingu,“ sagði Ingjaldur. Hann sagði að þessi kynning gæti vakið meiri athygli en ef byggður hefði verið íslandsskáli á heimssýningarsvæðinu eins og til stóð í vor en áætlun þá gerði ráð fyrir að hann myndi kosta 250-300 milljónir. „Með þessu móti yrði ís- Iand beinn þátttakandi í heimssýn- ingunni i stuttan tíma. Enn er þó ósvarað hvort tekst að koma skipinu til Spánar á réttum tíma og hvort við fáum viðunandi aðstöðu,“ sagði Ingjaldur. eða tilskipunum, heldur að við- fangsefnið verði náigast með svip- uðum hætti og í öðrum löndum og innan þeirra marka sem að- stæður hér leyfa.“ Bankarnir hækkuðu vexti á óverð- tryggðum útlánum um allt að 3% 1. ágúst síðastliðinn og voru þá gefn- ar þær skýringar af hálfu bankanna að meiri verðbólga á árinu, en gert var ráð fyrir, hefði orsakað misræmi vaxta óverðtryggðra og verð- tryggðra lána, sem bæta yrði upp. Forsætisráðherra gagnrýndi þá þessa ákvörðun bankanna og óskaði eftir skýringum Seðlabankans. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Seðlabankinn og forsætisráðu- neytið síðan skipzt á bréfum um vaxtamálin, og hefur meðal annars komið fram í greinargerðum bank- ans að þróun vaxta á verðtryggðum lánum sé leiðandi fyrir vaxtaþróun almennt. Þessir vextir hafi hækkað vegna mikils framboðs á húsbréfum og fjárlagahalla. Jafnframt kemur fram hjá Seðlabankanum að vaxta- breytingar bankanna til að bregðast við misræmi vaxta óverðtryggða og verðtryggðra lána komi oft of seint, meðal annars vegna stjórnmálalegra áhrifa bankaráðanna. í greinargerð bankans kemur einnig fram að ekki fari á milli mála að bankar hafí með vaxtahækkuninni 1. ágúst verið að reyna að bæta sér upp vaxtamun á bæði verðtryggðum og óverðtryggð- um lánum á fyrri hluta ársins. Ein- stakir bankar á stórum og virkum markaði gætu ekki aukið vaxtamun með þessum hætti. Á slíkum mark- aði myndi banki, sem hefði verðlagt þjónustu sína lægra en efni stóðu til, verða að taka á sig tekjutapið. Seðlabankinn mælir gegn því að reynt sé að veita bönkunum aðhald með beinum fyrirmælum, en nefnir sem möguleika til að ýta við bönkun- um að ríkisvaldið taki upp viðræður um tengsl banka við verðbréfafyrir- tækin, og að stuðlað verði að starf- semi erlendra bankaútibúa hér á landi. í bréfí forsætisráðherra frá því á föstudag er m.a. tekið undir þær skýringar Seðlabankans' á háu vaxtastigi að almennir lántakendur eigi erfítt með að fara út á erlendan lánamarkað, og innlendar lánastofn- anir fái því ekki aðhald af erlendri samkeppni. Minna af útistandandi lánsfé komi til endurútlána á ári hveiju og minna bætist við með nýjum sparnaði. Stórum hluta af lánsfé sé beint með sérstökum ráð- stöfunum til forgangsútlána, til dæmis með skyldulánum lífeyris- sjóða til húsakaupenda og hefðarlán- um á vildarkjörum til sjóðfélaga. Þá sé almenn lánsfjáreftirspurn meiri en sparnaður stendur undir. „Kjarni málsins er sá ... að íslenzkir bankar búa ekki við virka samkeppni. í skjóli þess geta þeir hækkað vexti á einum tíma til að bæta upp tap á öðrum. Á virkum markaði gæti þetta ekki gerzt, held- ur yrðu bankarnir að byggja ákvarð- anir sínar á hveijum tíma á efna- hagsleguin forsendum við markaðs- aðstæður," segir í bréfi forsætisráð- herra. Morgunblaöið/RAX Hnullungakast í Rauðhólum Þeir létu ekki ljósmyndara Morgunblaðsins trufla sig þessir strákar sem æfðu hnullungakast í Rauðhólunum á dögunum. Af einbeittum svip þeirra mætti jafnvel ráða að þar væru á ferðinni upprennandi kúluvarparar eða kringlukastarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.