Morgunblaðið - 08.09.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIB SUNNUDAGUR S. SBPTEMBIiR 1991
18
SIGURÐUR KONRÁÐSSON, ÍSLEHSKUKENNflRI VIÐ KENNflRflHflSKOLfl ÍSLflNDS
íslenskukunnáttan tilfínningamál
„ÍSLENSKA er ekki nógu stór hluti af kennaranámi og við þurf-
um meiri tíma til að leggja fræðilegan grunn. Við bundum mikl-
ar vonir við að með lengingu kennaranámsins í fjögur ár ykist
þáttur móðurmálsins en sú ósk er að engu orðin, í vetur að minnsta
kosti,“ segir Sigurður Konráðsson, íslenskukennari við Kennara-
háskóla íslands.
Kennaranám er nú 90 einingar,
þar af er skylda að taka 3
einingar í íslensku. Sé hún
valfag er hún tekin til 15 ein-
inga.„Við teljum okkur þurfa
meiri tíma til að kenna tilvonandi
kennurum íslensku. Þetta er ein-
göngu byggt á okkar mati, því
engar rannsóknir eru til á því
hvernig nýju kennararnir standa
sig í starfi.“
Sigurður segir það skipta mjög
miklu máli að kennarar tali góða
íslensku, hvort sem þeir kenni
hana eður ei. „Mér finnst erfitt
að meta hversu vel okkar nemend-
ur eru máli farnir, sjálfir kvarta
margir þeirra yfir því að þegar út
í kennsluna sé komið hefðu þeir
viljað vera öruggari í móðurmál-
inu. Einnig má benda á að launa-
kjör kennara er bág og margir
kennarar hverfa til annarra starfa
þegar þeir loks hafa öðlast góða
reynslu."
Sigurður benti á að menn virt-
ust gjarnari á að meta íslensku-
kunnáttu út frá tilfinningum en
önnur fög og að íslenskunni hefði
ævinlega þótt fara hrakandi.
Kennarar í öðrum fræðigreinum
gætu ekki leyft sér sleggjudóma
af þessu tagi en hvað varðaði
móðurmálið virtust margir telja
sig vera þess umkomna að setja
fram órökstuddar fullyrðingar.
„Málbreytingar og málvillur hafa
alltaf þótt af hinu illa þó sumar
verði viðteknar með tímanum. ís-
lenskukennarar verða auðvitað að
vera íhaldssamir, þeir geta ekki
boðað málbreytingar.“
Sigurður segir að með auknum
fjölda nemenda sem útskrifist úr
framhaldsskólum sé óneitanlega
misjafn sauður í mörgu fé. „Það
sem aðallega hefur breyst er að
breiddin er orðin miklu meiri.
Hluti þeirra sem útskrifast úr
framhaldsskólunum á því erfitt
með að nota íslenskt mál, bæði í
töluðu og rituðu máli, þó að mál-
notkunin hafi þvert á móti batnað
á mörgum sviðum hjá meirihlut-
anum, hvað varðar t.d. ritgerða-
smíð og hversu vellesnir þeir
eru.“
Ástandið
verra en við
erlenda
haskola
„VIÐ SEM höfum áhuga á ís-
lensku tökum eftir að kunn-
átta og leikni í meðferð móð-
urmálsins virðist ekki næg
þegar menn eru að tjá sig í
ræðu eða riti um ýmis efni
teng námi sínu hér i skólan-
um,“ segir Þorsteinn Vil-
hjálmsson formaður kennslu-
málanefndar Háskóla íslands.
„Við teljum að ástandið í þess-
um efnum sé verra hér en við
erlenda skóla þar sem við
þekkjum til. Við erum ekki
aðeins að deila á framhalds-
skólana hvað þetta snertir,
mjög mörg atriði í uppeldi
fólks hafa áhrif á málnám
þess. Ég tek undir orð Heimis
Pálssonar - Menn læra um
íslensku í kennslutímum en
læra að beita málinu annars
staðar í lífinu. - Það þarf að
breyta hugarfari og áherslum
þjá almenningi en einkum þó
í skólum.
Eg held að það væri snjallt að
reyna að tengja saman
kennslu í íslensku og öðrum
greinum. T.d. að menn skrifi
ritgerðii' í sögu, raungreinum
o.s.frv. á íslensku, sem kennar-
ar, bæði í íslensku og öðrum
greinum, færu yfir. Þýðingar,
með íslenskumenn í ráðum,
gætu einnig verið árangursríkar.
Ennfremur þarf að leggja
áherslu á mikilvægi þess að geta
tjáð sig vel í ræðu og riti. Ég
vildi sjá tilraunir með slíkt í
framhaldsskólum - þær tilraun-
ir teldi ég skipta máli fyrir ein-
stakling sem umhverfi.
Þótt nýyrðasmíðin sé mikil-
væg þarf ekki síður að þjálfa
fólk í að nota íslenska setninga-
skipan og önnur djúpstæðari ein-
kenni íslenskunnar. Inntökupróf
eða könnunarpróf sem við hér
höfum séð við erlenda háskóla
reyna á móðurmálskunnáttu,
orðaforða, lestrarhæfni, skílning
á töluðu máli og rökhugsun í
máli. Vankunnátta í islensku
kemur fram í flestum greinum
sem kenndar eru við háskólann,
minna þó í raungreinum en
ýmsum öðrum. Prófessorar hafa
m.a. lýst töluverðum áhyggjum
vegna ónógrar íslenskukunnáttu
nemenda, I þeirrí grein sem
mörgum öðrum skiptir kunnátta
í móðurmálinu miklu. Það hefur
þýðingu að geta tjáð sig vel við
sjúkling og skilið hann vel. Góð
móðurmálskunnátta er mikilvæg
í sjúkdómsgreiningu og lækn-
ingum.
Loksins
geta allir eignast hlutabréf í elsta
útgerðarfyrirtæki landsins
Arið 1906 hóf Haraldur
Böðvarsson, þá 17 ára gamall, útgerð
fra Akranesi. Það markaði upphafið
að fyrirtækinu Haraldur Bóðvarsson
hf. sem varð til fyrr á þessu ári við
sameiningu þriggja rótgróinna
sjávarútvegsfyrirtækja á Akranesi,
Haraldar Böðvarssonar & Co,
Heimaskaga og Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðju Akraness.
Má því segja að Haraldur Böðvarsson hf. (HB) sé
í senn elsta og yngsta starfandi útgerðar-
fyrirtæki á landinu.
"Við sameininguna varð HB eitt
af fjórum stærstu útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækjum á Islandi.
Fyrirtækið gerir nú útfjóra togara og tvö
loðnuskip og hefur riir að ráða rúmlega
11.500 tonna botnfiskkvótaauk síldarkvóta
og 8,5% af úthlutuðum loðnukvóta.
XJndanfarin ár hefur mikil uppbygging átt sér
stað í frystihúsum HB og eru þau vel tækjum búin.
Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu afurða í 300-
400 gr. neytendapakkningar og er stærsti framleiðandi
slíkra afurða á íslimdi. Á árinu 1991 er stefnt að því að
vinna um 30-40% af þorsk-, karfa- og ufsaafurðum
frystihúsanna í slíkar pakkningar.
5. september 1991 hófst almennt
útboð hlutabréfa í Haraldi Böðv;ussyni
hf. Til sölu eru hlutabréf að nafnverði
rúmar 48 txfkr. og eru þau seld á
genginu 3,10. ítarlegt útboðsrit liggur
frammi í afgreiðslu \TB, Ármúla 13a,
og í útibúum Islandsbanka um allt
land.
1
rmúla 13a, sími
3 a^simL9.1^69.15
30
-----:—