Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 f MOKGUNBLiA©IÐ J SUNN mMmgmpfm. ÍBRKB99HKIJDHO!/. a m * Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Fiskverkun og fiskskortur Þótt umræður um fiskveiðistefn- una hafi undanfama mánuði snuizt fyrst og fremst um það, hvort kvótakerfið í núverandi mynd ætti rétt á sér eða hvort gjaldtaka fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin sé sanngjöm gjósa við og við upp deilur um aðra þætti málsins, sem þó tengj- ast þessum grundvallarumræðum með einum eða öðmm hætti. Töluverður hópur manna stundar fiskverkun án þess að eiga fiskiskip og kvóta. Þessir fiskverkendur kaupa nánast allan sinn fisk á fiskmörkuðun- um. Eftir að markaðirnir tóku til starfa sprattu upp lítil fiskverkunarfyrirtæki hér og þar og var í upphafi litið svo á, að starfsemi þeirra væri til marks um jákvæð áhrif fiskmarkaðanna. Ein- staklingsframtakið blómstraði í sjáv- arútvegi, ekki sízt vegi;a starfsemi fiskmarkaðanna. En við og við brýzt fram mikil óánægja meðal þessara fiskverkenda, sem sameinaðir telja sig vera stærstu fiskkaupendur landsins og hafa nú við orð að efla samstöðu sín í milli. Óánægja þeirra stafar aðallega af tveimur ástæðum. Önnur er sú, að þeir fái engan físk keyptan á fískmörk- uðunum vegna þess, að þar sé engan fisk að fá, þótt ferskur fiskur sé flutt-' ur til útlanda í gámum til fískverk- enda þar. Síðustu vikur hefur verið mikill skortur á físki á fiskmörkuðun- um hér og hefur það leitt til uppsagna og atvinnuleysis hjá því fólki, sem starfar hjá þessum smærri, kvótalausu fiskverkendum. Þeir gera kröfu tii þess, að öllum físki verði landað hér heima og að útlendingar verði að koma hingað til þess að bjóða í fískinn á móti þeim. Hin ástæðan, sem veldur óánægju þessara smærri fiskverkenda er sú, að stóra fyrirtækin í útgerð og físk- vinnslu, sem hafa verið að myndast á undanförnum áram með sameiningu fyrirtækja í stærri heildir, yfirbjóði markaðinn og kaupi fisk á verði, sem eé svo hátt, að útilokað sé, að fisk- vinnslan standi undir því hráefnis- verði. Rök stóru fyrirtækjanna séu þau, að hér sé um jaðarkostnað að ræða í þeirra rekstri, sem skipti litlu máli, þar sem um h'tið magn sé að ræða í heildarrekstri þeirra en hins vegar mikilvægt að halda vinnslunni gangandi án stöðvunar vegna hráefn- isskorts. Hinir smærri fiskverkendur segja, að hinir stærri yfírbjóði jafnvel fisk á sama tíma og þeir sendi ferskan físk til útlanda til þess að koma til móts við kröfur sjómanna, m.a. um siglingar. Rök útgerðarfyrirtækjanna fyrir því að selja ferskan fisk til útlanda eru auðvitað þau á hveijum tíma, að þau þurfi að seija þar sem hæst verð fæst til þess að ná beztum árangri í rekstri. Þetta eru auðskiljanleg rök. Hins veg- ar hafa þau í sumum tilvikum leitt byggðarlög út í ógöngur, eins og t.d. Seyðisfjörð, þar sem helzti togari stað- arins seldi nánast allan sinn afla er- lendis um skeið a.m.k. með tiivísun til framangreindra röksemda en físk- vinnslufyrirtækin á staðnum fengu lítið sem ekkert hráefni til vinnslu. Þá var eðlilegt að fólkið á Seyðisfirði spyrði, hvort þetta væri réttlæti kvóta- kerfísins. Barátta stórra fyrirtækja og smárra um fiskinn, þar sem hinn stóri hefur óhjákvæmilega yfirburði, vekur líka spurningar um það, hver þróunin verði í sjávarútvegi okkar. A sama tíma og sameining fyrirtækja í útgerð og físk- vinnslu er nauðsynieg til þess að ná aukinni hagkvæmni má hún ekki þró- ast í þann farveg, að í krafti hennar verði smáatvinnurekendum í sjávarút- vegi útrýmt. Hér þarf hæfilegt jafn- vægi að skapast eins og á öðram svið- um þjóðlífsins. Það eru engar augljósar lausnir fyrir hendi í þessu máli, þótt sjálfsagt sé að ræða hugmyndir á borð við þær, að landa öllum físki hér heima, þannig að uppboð fari fram hér en ekki erlendis. Spuming er hins vegar, hvort menn sjá fyrir endann á því. Ef litli fískverkandinn á í erfíðleikum með að keppa við stóra fyrirtækin heima fyrir, hver verður vígstaða hans og stóra útgerðarfyrirtækjanna hér, ef margfalt öflugri fyrirtæki koma frá útlöndum og geta boðið í allan fisk, sem veiddur er á íslandsmiðum og landað er hér? Verður niðurstaðan sú, að enn meira af fiskinum verði flutt til útlanda til vinnslu þar? Hvað sem öðru líður er nauðsynlegt • að hlusta á sjónarmið litlu fiskverk- endanna, sem eiga allt sitt undir fisk- mörkuðunum, og leita leiða til þess að skapa eðlilegt jafnvægi á milli þeirra og annarra rekstraraðila í fisk- vinnslu og útgerð. Þar kemur m.a. til umfjöllunar, hvort stóru útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin kunni að fara með stærð sína í litlu samfélagi. 1 H A ÞEGAR X • »ég las grein um búlgarska útlagann Georgi Markov riijaðist upp fyrir mér dapurleg minning; heimsókn Todors Zhivkovs til ís- lands. Markov var búlgarskur rithöfundur, landflótta í Bretlandi þarsem glæpa- hyski úr búlgörsku öryggisþjónustunni myrti hann samkvæmt fyrirmælum frá Zihvkov sjálfum með ricin-eitri þegar regnhlíf var stungið í hægra læri hans, einsog fyrir tilviljun í mann- þröng úti á götu. Regnhlífarmorðið hefur það verið nefnt og er alkunnugt úr sögu kalda stríðsins. Markov hafði þekkt Zhivkov ein- ræðisherra en sá í gegnum glæpavef- inn og komst undan til Vesturlanda. Þar samdi hann endurminningar sínar og vann að öðrum ritstörfum auk þess sem hann afhjúpaði einræði kommún- ista í Búlgaríu í reglulegum þáttum í BBC og Utvarpi frjálsrar Evrópu. Zhivkov kom til Islands í september 1970 og má sjá frásögn okkar í Morg- unblaðinu daginn eftir. Við stóðum þarna fyrir framan þennan einræðis- segg í hópi margra fréttamanna og diplómata og hlustuðum á stalínistann hafna stalínismanum og lýsa því yfír að „Tékkóslóvakíumálið heyrir fortíð- inni til“(!) Lagði síðan áherzlu á alla helztu frasa kommúnismans á þessum áram og sagði innrásin í Tékkósló- vakíu hefði verið söguleg nauðsyn. Búlgarar hefðu staðið við skuldbind- ingar sínar gagnvart Tékkóslóvakíu með því að tryggja áframhaidandi sósíalíska stjórn í landinu(!) Meirihluti fólks þar í landi hefði viljað viðhalda sósíalísku þjóðfélagi. Ogþarmeðkomu þeir á skriðdrekum einsog frelsandi englar til að losa fólkið undan Dubcek og öðram trúvillingum. Þá fagnaði einvaldurinn þeim góðu viðtökum sem hann hafði fengið á íslandi og minnti á ummæli Sjáseskjús þegar hann sótti okkur heim. Þá hélt varla nokkur maður vatni fyrir þessum sjarmör. Og hann fékk orðu, held ég. HELGI spjall En Zhivkov var eng- inn sjarmör. Hann var heldur yggldur á brún og brá en brosti þó ein- sog andlitið þiðnaði í hnúkaþey þegar hann lofsöng friðsamlega sambúð og ágæti hennar. Eg spurði hvernig hann gæti afneit- að stalínismanum þarsem hann boðaði sjálfur stalínisma og stjórnaði Búlg- aríu í anda hans. Þá var uppi fótur og fit á blaðamannafundinum, einvald- urinn ókyrrðist í sæti sínu, enda átti hann ekki slíkum dónaskap að venjast heima í Búlgaríu. Öryggislögreglu- menn gengu að mér og hrintu mér; ýttu mér svo aftar í hópinn. Zhivkov reyndi að brosa þegar hann náði áttum og sagði ég væri ungur maður og óreyndur og kynni ekki skil á kjama málsins. Sagan ætti eftir að færa mönnum heim sanninn um aðgerðirnar í Tékkóslóvakíu væra stórkostlegasta sporið sem stigið hefði verið í þá átt að koma í veg fyrir afnám sósíalis- mans í Tékkóslóvakíu. Síðan bætti hann við athugasemd sem vakti mikla athygli viðstaddra, Á Kúbu er sósíalísk stjórn, sagði hann, við leyfum aldrei að land sem hefur fengið sósíalíska stjórn snúi aftur og taki upp aðra stjórnarhætti. Kastró er augsýnilega sömu skoð- unar. 175.’ NU ER SVO KOM- dð að Zhivkov er fyrirlitið og afdankað þrælmenni austur í Blúg- aríu en ég bíð þess enn og rólegur að segja lesendum Morgunblaðsins af falli Kastrós þegar þarað kemur. Nán- ast enginn glæpur er svo svivirðilegur að Zhivkov sé ekki sakaður um að hafa framið hann á löngum valdaferli sínum. Búlgarar haida því jafnvel fram hann sé þjófur(!) En sakaskrá mín er víst boðleg hvarsem er, þótt maður hafí verið eltur uppi á sínum tíma vegna andstöðu við kommúnista. Sú barátta var ekki sízt herferð á vegum hugsjóna og samvizku einsog nú ligg- ur fyrir. Andstaðan við kommúnisma og krossferðir gegn honum hafa verið mikilvægasti þátturinn í þjóðfélags- gagnrýni Morgunblaðsins, enda var marxisminn í tízku þegar ég var ung- ur og átti síður en svo undir högg að sækja. Lýðræði og mannréttindi voru afturámóti í hættu einsog sótt var að frelsinu úr öllum áttum. Atlantshafs- bandalagið var eina nauðvörnin sem nýttist til sigurs. En vegna aðildar að því voram við úthrópaðir þjóðníðingar og borgaralegum höfundum ekki vandaðar kveðjurnar. Jafnvel reynt að refsa þeim með „andrúmi morðs- ins“ sem Búkovskí talaði um. Hinir hafnir til skýjanna, ekki sízt varkárir samfylgdarmenn sem skiptu litum einsog skógardýr. Eða eigum við að segja einsog Ustinov af öðru tilefni þeir hafi átt jafnnáðuga daga og flæmar á óhreinsuðum hundi. En nú er hin sögulega hundahreinsun hafin — og samfylgdinni er víst að ljúka. ■j Hf* MÉR ER NÆR AÐ JL I vl»halda fáir hafi lýst hver- fulleikanum betur en Þórbergur þegar hann er einn á ferð fyrir vestan og hugsanir sækja á hann hver af ann- arri. Af Bitruhálsi sér hann niður í dalinn þarsem bæjarrústirnar blasa við augum. „Og inn í mig flæddu þung- ar undiröldur frá hverfulleika lífsins ... Gömul tóttarbrot í þýfðu túni. Árniður í einmanalegri þögn. Hvar strita nú þær hnýttu hendur, sem stungu sniddu og bára gijót og hlóðu þessar tættur? Á hvað horfa nú þau augu, sem fengu glákom af að rýna eftir sauðkindum upp í þessa þoku- fullu kietta? Eftir hvetju hlera nú þær hlustir, sem heyrðu riðið heim að þess- um afskekkta bæ á rifahjami í tuiigls- Ijósi? .. . Fyrir hvaða hugsjón slær nú það hjarta, sem sá elskuna sína koma í rauðum morgunkjól heím móana neðan frá ánni á fögrum morgni, þeg- ar maðkaflugumar sungu sólaróð allífsins úti á hlaðinu? Spurðu krónik- urnar. Spurðu fílmu allífsins." M. (meira næsta sunnudag.) Margs konar spenna vegna fjárútláta op- inberra aðila til ýmissa þarfa, sem einkennt hefur um- ræður í fjölmiðlum seinni part sumars, er ekki einvörðungu vísbending um hve margt fer úrskeiðis í opinberri stjórnsýslu heldur líka til marks um ákveðnari tilraunir en áður til þess að ná tökum á óstjóminni. Sú ákvörðun Markúsar Arnar Antons- sonar, hins nýja borgarstjóra, að stöðva framkvæmdir við útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð fyrir nokkrum vikum vegna þess, að kostnaður hefði far- ið úr böndum vakti mikla athygli. Bæði vegna þess, að það var ekki á almanna vitorði, að kostnaður við þessar fram- kvæmdir hefði farið nokkur hundruð millj- ónir fram úr áætlun og vegna hins, að hér var um að ræða eina vinsælustu fram- kvæmd, sem forveri hans í embætti, Davíð Oddsson, núverandi forsætisráðherra, hafði beitt sér fyrir. Að vísu var fram- kvæmdin mjög umdeild framan af en hef- ur notið allt að því gífurlegra vinsælda síðustu mánuði, ef marka má aðsókn að húsinu og viðbrögð almennings. Auðvitað var þessi ákvörðun Markúsar Amar rétt og í viðtali við fréttastofu Stöðv- ar 2 í gærkvöldi, föstudagskvöld, lýsti Davíð Oddsson því yfír, að hann bæri fulla ábyrgð á þeirri ákvörðun, sem tekin var um að byggja þetta hús og jafnframt þeim umframkostnaði, sem orðið hefði við þessa framkvæmd. Að sjálfsögðu ber stjórnkerfi hitaveitunnar og Reykjavíkurborgar ábyrgð á þessum mikla umframkostnaði, sem hefur kannski vakið meiri athygli en ella vegna þess, að bæði hitaveitan og Reykjavíkurborg hafa um langt árabil ver- ið til fyrirmyndar um það, hvernig staðið hefur verið að opinberum framkvæmdum. Stjórnamefnd veitustofnana hefur sam- þykkt ályktun, þar sem þessi mikli um- framkostnaður er átalinn, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Hvem er stjómarnefndin að átelja? Sjálfa sig? Það hlýtur að vera vegna þess, að þessari nefnd er ætlað að bera ábyrgð á rekstri og framkvæmdum m.a. hitaveit- unnar. Þótt fyrrverandi borgarstjóri taki á sig pólitíska ábyrgð þessa máls er ekki við því að búast, að hann hafi persónulega fylgzt með kostnaði við framkvæmdina frá viku til viku heldur hefur það væntanlega verið verkefni stjómenda hitaveitunnar og stjórnarnefndar veitustofnana, sem hljóta að horfa í eigin barm, ekki síður en Davíð Oddsson. Kjami málsins er þó sá, hvemig það megi vera, að staðið sé að opinberum fram- kvæmdum og þar með meðferð almanna- fjár með þessum hætti. Hvað veldur því, að þessi mikli umframkostnaður verður við dýra framkvæmd án þess að eftir því sé tekið á fyrri stigum, að því er virðist, og ráðrúm gefist til þess að stöðva fram- kvæmdir mun fyrr? Fjölmennur hópur sér- fræðinga kemur að framkvæmd sem þess- ari m.a. vegna áætlunargerðar um kostn- að. Hvað veldur því, að þessi hópur manna, sem á að hafa menntun, þekkingu og í flestum tilvikum mikla reynslu, nær ekki betri árangri í áætlunargerð en svo, að munar mörg hundruð milljónum króna? Fyrir nokkrum árum urðu miklar deilur á opinberum vettvangi um kostnað við byggingu flugstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Þar voru álitamálin fleiri og línur ekki eins skýrar og nú en þó var efnt til sérstakrar ráðstefnu sérfræðinga um það, hvað farið hefði úrskeiðis við þá fram- kvæmd. Vinna sérfræðinga, sem gera áætlanir um byggingarkostnað af þessu tagi, er dýr og til þeirra er hægt að gera miklar kröfur. Áætlunin um lokákostnað við Öskjuhlíðarhúsið var gerð fýrir aðeins nokkrum mánuðum og þess vegna vekur enn meiri furðu, að slíkrar ónákvæmni gæti í henni. Þessar upplýsingar um umframkostnað hafa margvíslegar afleiðingar. Þær berast á sama tíma og ný ríkisstjórn stendur í Reykjanes- skólinn REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 7. september stórátökum við að ná stjórn á ríkisfjármál- um og hemja útgjöld hins opinbera. Stjórn- arflokkarnir verða að taka margar óvin- sælar ákvarðanir. Þeir sem verða fýrir niðurskurði, ekki sízt á landsbyggðinni, spyija hvers þeir eigi að gjalda úr því að hægt sé að veija slíkum íjárhaiðum í kostn- að umfram áætlanir við framkvæmd, sem gefí litlar tekjur af sér og standi aldrei undir ijárfestingarkostnaði. Hitaveita Reykjavíkur hefur ákveðið að fresta öðrum framkvæmdum um skeið og hefur neyðst til þess að taka stórt lán til að standa undir þessum kostnaði auk þess, sem skuldasöfnun hennar við Rafmagns- veitu Reykjavíkur hefur vakið eftirtekt, en lánið er að sjálfsögðu tekið til þess m.a. að greiða þá skuld. Þessar umræður eru af hinu góða. Þær sýna, að engin tilraun er gerð til þess að fela þennan vanda eins og stundum vill verða í opinberri stjórnsýslu. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, á að fýlgja upp- haflegri ákvörðun sinni um stöðvun fram- kvæmdanna eftir, með því að ganga hart fram í að tryggja betri áætlunargerð í framkvæmdum borgarinnar í framtíðinni. Aðrir opinberir aðilar eiga að draga sínar ályktanir af þessu máli. Meðferð á almannafé hefur lengi ein- kennzt af of miklu kæruleysi. Stjórnmála- menn, embættismenn, sérfræðingar, verk- takar og fleiri aðilar hljóta að komast að þeirri niðurstöðu í kjölfar þessara um- ræðna, að framvegis standi þeir frammi fyrir margfalt harðari kröfum, þegar um fjármuni skattgreiðenda er að tefla. Þess vegna eiga umræður um umframkostnað við Öskjuhlíðarhúsið vonandi eftir að leiða til sparnaðar fyrir almenning á öðrum sviðum i framtíðinni. ^•■■■■■■■■11 Annað mál, sem vakið hefur upp snarpar deilur á opinberum vett- vangi, ekki sízt á milli tveggja forystumanna Sjálfstæðis- flokksins, þeirra Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra og Matthíasar Bjamasonar, alþingismanns og fyrrum ráðherra, er spumingin um réttmæti þess, að loka Reykjanesskóla við Djúp. Mennta- málaráðherra tók ákvörðun um að loka skólanum, tilkynnti síðan, að hann væri tilbúinn til þess að endurskoða þá ákvörð- un, ef nemendafjöldi gæfí tilefni til en tók síðan endanlega ákvörðun um lokun skól- ans fýrir nokkram dögum. Matthías Bjarnason hefur gagnrýnt harðlega, hvernig að þessari ákvörðun hefur verið staðið og taldi, að ráðherrann hefði ekki haft undir höndum réttar upp- lýsingar, þegar hann tók upphaflega ákvörðun sína, eðlilegs samráðs við þing- menn kjördæmisins hefði ekki verið gætt og hefur þingmaðurinn lýst því yfir, að hann muni taka þetta mál upp á Alþingi í byijun þings í október. Líklegt má telja, að mörg mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp á næstu árum, ef stjómvöld halda fast við þann ásetning núverandi ríkisstjórnar að hemja útgjöld hins opinbera. Þess vegna m.a. er ekki úr vegi að fjalla um þetta mál frá ýmsum sjónarhornum. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráð- herra, ber ábyrgð gagnvart Alþingi á meðferð þeirra fjármuna, sem varið er til skólamála. Á undanförnum vikum hefur sú krafa verið gerð til hans, að leggja fram tillögur um veralegan sparnað í skólakerfí landsmanna. Þess vegna er eðlilegt, að hann velti fyrir sér lokun skóla, þar sem hann sér, að kostnaður við skólahaldið á hvern nemanda er margfaldur á við það, sem annars ^taðar er. Þess vegna þarf engum að koma á óvart, þótt menntamála- ráðherra beini athygli sinni m.a. að Reykja- nesskóla, sem augljósiega hefur átt erfítt með að laða til sin nemendur. Þetta mátti m.a. sjá á því, að skólinn auglýsti eftir nemendum hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum, sem vissulega er óvenju- legt en í sjálfu sér ekki gagnrýnisvert, að skóli veki athygli á starfsemi sinni með auglýsingu. Matthías Bjarnason er trúnaðarmaður Vestfirðinga á Alþingi. Skólahald í dreif- býli er í mörgum tilvikum miklum erfiðleik- um bundið. Ekki er nema aldarfjórðungur síðan flytja þurfti nemendur úr sveitunum við Djúp sjóleiðina í Reykjanesskóla vegna þess, að ekki var vegur allt í kringum Djúpið. Ungt fólk í dreifbýli á hins vegar sama rétt til skólagöngu og ungt fólk í þéttbýli og þjóðfélagið hlýtur að taka á sig nokkurn kostnað af þeim sökum. Þá er á það að líta, að menntastofnanir í dreif- býli skapa gjarnan annars konar og íjöl- breyttara andrúm í sínu umhverfi en ella væri og þess vegna m.a. era skólar eftir- sóknarverðir í dreifbýlinu. Af þessum ástæðum m.a. er ekkert óeðlilegt, að þing- maður Vestfírðinga taki upp harða vörn fyrir skólahald í sínu kjördæmi, þótt hann beri að sjálfsögðu ábyrgð á því eins og aðrir alþingismenn, að vel sé farið með almannafé og hljóti með sama hætti og menntamálaráðherra að horfast í augu við það, ef nemendum fækkar svo mjög í ein- um skóla, að kostnaður við skólahaldið á nemanda verði alltof hár. Menn skyldu varast, að gera lítið úr þessari baráttu Matthíasar Bjarnasonar og annarra dreif- býlisþingmanna. Hún á sér mikinn hljóm- grann á landsbyggðinni. Að mati Morgunblaðsins era ákvarðanir sem þessar, sem varða landsbyggðina, hins vegar í röngum farvegi. Það á ekki að leggja þá skyldu á herðar Ólafs G. Einars- sonar, menntamálaráðheVra, að taka ákvörðun um það, hvort tiltekinn skóli í Vestijarðakjördæmi á að starfa eða ekki. Það á ekki að búa til vandamál, sem eru fólgin í deilum þeirrar gerðar, sem nú eru í uppsiglingu milli menntamálaráðherra og Matthíasar Bjarnasonar. Það á ekki að leggja þær byrðar á stjórnkerfið í Reykjavík að taka ákvarðanir, sem þessar. Hér er á ferðinni miðstýring, sem tröllríður þessu þjóðfélagi. Miðstýring, sem er meira i ætt við stjórnkerfið, sem er að hrynja í Sovétríkjunum en þá stjórnar- hætti, sem a.m.k. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað beijast fýrir. Það er í rauninni fáránlegt, að embættismenn og ráðherrar, sem sitja í Reykjavík, taki ákvarðanir, sem þessar. Auðvitað á það að vera mál Vest- fírðinga sjálfra hvar skólar eru reknir í kjördæminu. Alþingi á að veita ákveðna ijármuni til skólahalds í Vestfjarðakjör- dæmi en síðan á það að vera málefni Vest- firðinga sjálfra, hvar þeir skólar eru starf- ræktir og hvernig. Hið sama á að sjálf- sögðu við um aðra landshluta. Ef hveijum landshluta er úthlutað ákveðnum fjármunum, í þessu tilviki til skólahalds, á það að vera réttra aðila í viðkomandi kjördæmi að ráðstafa þeim ijármunum. Þá geta Vestfírðingar sjálfir rifizt um það, hvort Reykjanesskóli er starfræktur eða ekki! Þá er það þeirra mál og þeir komast ekki upp með kröfu- gerð á hendur öðrum. Kjósi þeir að starf- rækja skóla, sem kostar svo mikið á hvern nemanda, verða þeir að horfast í augu við, að sá kostnaðarauki kemur niður á skólahaldi annars staðar í kjördæminu. Þeirra er þá völin og kvölin. Það er búið að safna allt of miklu ákvörðunarvaldi í hendur fárra aðila hér í Reykjavík. Þetta á ekki einungis við um skólamál. Hið sama getur átt við um vega- mál, hafnarframkvæmdir, ljárfestingarlán og margt fleira. Ákvarðanir um þessi efni eiga að vera hjá heimamönnum á hveijum stað. Þeir eiga ekki að þurfa að vera á stöðugum ferðalögum til Reykjavíkur, gangandi á milli þingmanna, embættis- manna, sjóðaforstjóra, bankastofnana með betlistaf i hendi til þess að biðja um fáein- ar krónur hér og þar. Fjárveitingavaldið á að segja við landshlutana: Þið hafíð þessa ijármuni til ráðstöfunar í þessar þarfír á þessU tímabili. Það er ykkar að ákveða meðferð þess. í slíkri valddreifingu felast eðlilegir stjómarhættir. Í núverandi miðstýringu felast gersamlega óeðlilegir og óheilbrigðir stjórnarhættir. I stað þess að hefja deilur sín í milli á Alþingi í október um það, hvort Reykjanesskóli við Djúp skuli vera opinn eða lokaður eiga þeir Matthías Bjarnason og Ólafur G. Einarsson að taka höndum saman um þessa grandvallar- breytingu í stjórnkerfi okkar, breytingu, sem mun leiða til þess, að bæði lands- byggðarmenn og miðstýringaröflin í Reykjavík munu anda léttar. Þá eru ákvarðanir í höndum réttra aðila á réttum stað. Og landsbyggðin mun blómstra á ný. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast á það, að líklega er miðstýring innan Stjórnarráðs íslands orðin alltof mikil. Á undanförnum áratugum hefur fjármálaráðuneytið verið að eflast og vaxa að völdum og mannskap. Fjármálaráðu- neytið er að verða eins konar yfirráðu- neyti og Ijármálaráðherra að verða eins konar yfirráðherra, svo valdamikill, að tæpast eru aðrir ráðherrar valdameiri. Á sama tima eru önnur ráðuneyti máttlaus og í sumum tilvikum of fámenn. Er ekki tímabært að hugsa til valddreifíngar innan stjómkerfisins? Draga úr miðstýringu fjár- málaráðuneytis og flytja ákvarðanatöku innan þess til annarra ráðunneyta? ■■■■■■■ Fyrir skömmu var Blaðaútgáfa “^inn^he,* 1 vanda fengið greiðslu- stöðvun. Útgefend- ur blaðsins hafa upplýst, að til þess að tryggja útgáfu þess til einhverrar fram- búðar þurfi að tryggja því 2.000 nýja áskrifendur og stendur nú yfir átak til þess að ná því markmiði. Þótt minna hafi verið rætt um rekstrarvanda við útgáfu Tímans og Alþýðublaðsins má gera ráð fyrir, að hann sé einhver. Miklar breytingar hafa orðið í fjölmiðla- heiminum á undanförnum áratugum. Sjón- varps- og útvarpsstöðvum hefur fjölgað. Þar sem áður voru einungis ríkisreknar stöðvar er nú víðast hvar búið að afnema þá einokun, þannig að samkeppni milli fjölmiðla hefur stóraukizt. í Bandaríkjun- um hefur þröunin um langt árabil verið sú, að dagblöðum hefur fækkað, þannig að í flestum helztu borgum Bandaríkjanna eru ýmist gefin út tvö dagblöð og í sumum tilvikum aðeins eitt. Þau dagblöð, sem hafa lifað af samkeppni við ljósvakamiðl- ana lifa hins vegar góðu lífi og yfirleitt eru þau útgáfufyrirtæki, sem að þeim standa, mjög öflug fjárhagslega. Framvinda mála í Ijölmiðlaheiminum í Evrópu hefur ekki verið eins ör og í Banda- ríkjunum enda tiltölulega stutt síðan einok- un ríkisins á útvarps- og sjónvarpsstarf- semi heyrði fortíðinni til. Þó berast nú fréttir af verulegum erfiðleikum í rekstri dagblaða í Svíþjóð vegna minnkandi aug- lýsinga í kjölfar þess, að nú er farið að sýna auglýsingar a.m.k. í einhveijum sjón- varpsstöðvum þar. Annars eru þau útgáfu- fyrirtæki, sem fást við dagblaðaútgáfu á Norðurlöndum, yfirleitt íjárhagslega öflug fyrirtæki. Á síðustu árum hefur orðið mikil breyt- ing í starfí fjölmiðla hér. Sjónvarpsstöðv- arnar eru nú tvær og útvarpsstöðvar nokkrar. Samkeppni i fréttamiðlun hefur stóraukizt og einnig samkeppni um auglýs- ingar. Þess vegna þarf út af fyrir sig eng- um að koma á óvart, þótt erfíðleikar hafi komið upp í dagblaðaútgáfu hér. Ólíklegt má telja, úr því sem komið er, að blöð á borð við Alþýðublaðið, Tímann og Þjóðvilj- ann hafi möguleika. á að hasla sér völl í samkeppni á fréttamarkaðnum, sem þó er forsenda lífvænlegrar blaðaútgáfu. Hins vegar gegna þessi blöð öll ákveðnu hlutverki, sem hvorki sjónvarpsstöð né útvarpsstöðvar eða önnur dagblöð geta frá þeim tekið; þau eru boðberar og málsvarar ákveðinna þjóðfélagsskoðana. Þótt Svavar Gestsson eigi greiðan aðgang að síðum Morgunblaðsins fyrir skoðanir sína og sjónarmið kemur það ekki í staðinn fyrir hlutverk Þjóðviljans að þessu leyti. Og þótt Þjóðviljinn standi að mati Morgun- blaðsins í miðjum rústum alls þess, sem blaðið hefur boðað og barizt fyrir í ára- tugi, breytir það engu um þá staðreynd, að Þjóðviljinn er rödd ákveðinna hópa í þessu þjóðfélagi, sem hafa haft og hafa sínar skoðanir, hvað svo sem öðrum finnst um þær skoðanir. Þess vegna yrðu skoðanaskipti í okkar fámenna samfélagi daufari og litlausari ef þessi blöð, eittt eða fleiri hyrfu af sjónar- sviðinu. Kannski er það óhjákvæmilegt í tímans rás en æskilegt er, að útgefendum þeirra takist að finna útgáfu þeirra grund- völl, sem eitthvert ijárhagslegt vit er í en tryggi, að raddir þeirra þagni ekki. „Ef hverjum landshluta er út- hlutað ákveðnum fjármunum, í þessu tilviki til skólahalds, á það að vera réttrá að- ila í viðkomandi kjördæmi að ráð- stafa þeim fjár- munum. Þá geta Vestfirðingar sjálfir rifizt um það, hvort Reykjanesskóli er starfræktur eða ekki! Þá er það þeirra mál og þeir komast ekki upp með kröfugerð á hendur öðrum. Kjósi þeir að starfrækja skóla, sem kostar svo mikið á hvern nemanda, verða þeir að horfast í augu við, að sá kostnaðarauki kemur niður á skólahaldi annars staðar í kjördæm- inu. Þeirra er þá völin og kvölin.“ t 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.