Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 28
.. - ' Pulutjörn eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Ofan frá þjóðveginum virðist gamla hvítleita húsið vera undarlega yfirgefið. „Hvaða hús er þetta,“ spyr ég samfylgdarkonu mína, Helgu Pétursdótt- ur, sem fædd er og uppalin í Holtum í Rangárvall- asýslu. Vegna uppruna síns tel ég víst að hún hafi svar við öllu sem mig fýsir að vita um bæi í Holtunum. Eg kem heldur ekki að tómum kofunum hjá Helgu: „Þetta er Sléttaland, gamalt félagsheimili sem reyndar var nú aldrei mikið notað,“ svarar hún. „Af hverju var það ekki notað?“ „Æ, það leið víst engum vel í því,“ j^varar Helga. Hvernig sem ég spyr hana vill hún ekki segja annað en þetta: „Ég var flutt úr sveitinni þegar þetta hús var byggt og veit því lítið um þetta mál. Ég drakk aðeins einu sinni í þessu húsi kaffi, um verslunarmannahelgi, og mér leið svo illa að ég ætlaði varla að koma kökunum nið- ur, þó þær væru góðar.“ Mér þykja þetta í meira lagi dular- fullar upplýsingar. Við erum á leið í kynnisferð að Marteinstungu, þar sem Helga fermdist í gamalli timburkirkju, sem reist var 1896 og stendur enn. Við ætlum að skoða kirkjuna. „í Marteinstungu var félagsheimiii. Það var reyndar kallað Þinghús, Jiar réttaði sýslumaður jafnan. Þar var líka bókasafn og símstöð, áður en sjálfvirka símstöðin kom. Eg var líka í skóla í Marteinstungu svo ég átti þangað mörg sporin,“ segir Helga þegar við nálgumst bæinn. „Það var þó talsvert langur gangur frá Skammbeinsstöðum, þar sem ég bjó, að Marteinstungu. En það vorkenndi enginn börnum að ganga í þá daga.“ Helga fær sér beiskan bijóstsykur að svo mæltu og bendir mér um leið á heimreiðina að bæn- um. í ljós kemur að verið er að gera við gömlu kirkjuna svo við Htum nægja að skoða hana að ut- an. Gamla félagsheimilið er búið að rífa og reisa viðbyggingu við íbúðarhúsið þar sem grunnur þess var. „Ég sá mest eftir bókasafninu þegar það var flutt út að Lauga- landi, eftir að nýtt félagsheimili var Sigurður á Herríðarhóli Helga við dældiua sem maðurinn gróf í leit að fjársjóðum. byggt þar,“ segir Guttormur Ár- mann Gunnarsson, gamli bóndinn í Marteinstungu, við okkur þegar við erum sestar við borðið í eldhús- inu, sem er í fyrrnefndri viðbygg- ingu íbúðarhússins. Við borðið situr líka Elke Gunnarsson sem fædd er og uppalin í Neustadt í Þýskaiandi. Hún kom hingað siglandi árið 1949 eftir að hafa svarað auglýsingu frá Guttormi þar sem hann auglýsti eftir ráðskonu þar ytra. Þá var Elke 18 ára en samt búin að reyna margt. Hún missti móður sína 5 ára gömul, var á barnaheimili til níu ára aldurs en var svo hjá fóstur- móður þar til hún fimmtán ára gömul fór að vinna fyrir sér. „Um annað var ekki að ræða í þeirri fátækt og ringulreið sem ríkti í Þýskalandi eftir stríð," segir hún. „Mér fannst dásamlegt að koma hingað, hér fékk ég nóg að borða og ullarföt til þess að halda frá mér kuldanum." En það voru ekki aðeins ullarföt- in sem hlýjuðu Elke á íslandi. Fyrr en varði var hún komin í hjóna- sængina með Guttormi, sem tekið hafði við búskap af foreldrum sín-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.