Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
206. tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Israelar láta arabíska fanga lausa:
Auknar líkur á að
gíslamálið leysist
Reuter
Einn af líbönsku föngunum, sem ísraelar létu lausa í gær, faðmar
móður sína er hann kom til Beirút eftir fimm ára fangelsisvist.
Rosh Hanikra, Marjayoun, Beirút. Reuter.
ÍSRAELAR létu í gær 51 arabískan fanga lausan og sögðust vona
að það auðveldaði Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna, að finna lausn á gíslamálinu. Hussein Musawi, hátt-
settur leiðtogi íslömsku samtakanna Hizbollah, sagði að hann bygg-
ist við að íslamskir heittrúarmenn, sem hafa vestræna gísia í
haldi, myndu bregðast við þessu með því að láta einhverja þeirra
lausa.
„Ég býst við að fleiri fangar | fanga sinna lausa þangað til allir
verði látnir lausir,“ sagði hann, væru fijálsir.
en kvaðst ekki vita hvenær, þótt Perez de Cuellar fagnaði þess-
líklegt væri að það yrði fljótlega. um tíðindum og sagði að samn-
Hann sagðist telja að aðilarnir ingaumleitunum yrði nú haldið
myndu skiptast á að láta hluta | áfram af enn meiri krafti en áður.
Gorbatsjov vill ílytj a sov-
éska hermenn frá Kúbu
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, sagði í gær að
Sovétmenn myndu bráðlega
hefja viðræður um brottflutn-
ing 11.000 sovéskra hermanna
frá Kúbu.
Forsetinn sagði þetta er hann
ræddi við James Baker, utanrikis-
ráðherra Bandaríkjanna, æðsta
bandaríska embættismanninn sem
hefur heimsótt Moskvu frá valda-
ránstilraun sovéskra harðlínu-
kommúnista í ágúst.
Þessi yfirlýsing er áfall fyrir
kommúnistastjórn Fídels Kastrós
á Kúbu. Sovétmenn hafa þegar
dregið úr efnahagsaðstoð sinni við
Kúbveija en hún hafði skipt þá
verulegu máli.
Viðræður Gorbatsjovs og Bak-
SAS:
Launalækkun
eða uppsagnir
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
frétlaritara Morgunblaðsins.
STJÓRNENDUR SAS-flugfé-
lagsins hafa gefið flugmönnum
félagsins kost á því að velja milli
22% launalækkunar eða fjölda-
uppsagna, því taki þeir ekki fyrri
kostinum neyðist félagið til að
leggja niður ferðir á ýmsum
áætlunarleiðum, að sögn Berl-
ingske Tidende.
Launalækkun flugmanna á að
spara SAS 310 milljónir danskra
króna, jafnvirði 2,8 milljarða ÍSK,
á ári. Fulltrúar flugmanna SAS
hafa verið boðaðir til fundar í
Stokkhóimi á mánudag þar sem
ætlunin er að kynna þeim kröfur
félagsins um launalækkun.
ers virtust hafa verið sérlega vin-
samlegar. Þeir skiptust á gjöfum
að þeim loknum og Sovétforsetinn
þakkaði Baker fyrir stuðning
Bandaríkjastjórnar við sig þá þijá
daga sem valdaránstilraunin stóð.
Bandaríski utanríkisráðherrann
þakkaði honum yfirlýsinguna um
Kúbu, enda hafði vera sovéskra
hermanna þar valdið úlfúð milli
Bandaríkjamanna og Sovétmanna
í þijá áratugi.
Baker ræddi við Gorbatsjov á
meðan hlé var gert á fundi Ráð-
stefnunnar um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu (RÓSE), þar sem
Sovétforsetinn notaði tækifærið til
að biðja um efnahagsaðstoð við
Sovétmenn. Bandaríkjastjórn hef-
ur sagt að af hennar hálfu sé efna-
hagsaðstoð meðal annars háð því
hvort Sovétmenn séu reiðubúnir
að ijúfa efnahags- og hernaðarleg
tengsl sín við Kúbu.
Um tíu vestrænir gíslar eru nú
í Libanon, en fyrir um það bil
mánuði var tveimur sleppt, Breta
og Bandaríkjamanni. Þá kröfðust
mannræningjamir þess að ísraelar
tækju næsta skref og slepptu hluta
þeirra araba, sem eru í haldi í ísra-
el, en talið er að þeir séu enn yfir
300. ísraelar kröfðust þess á móti
að fá vitneskju um afdrif sjö ísra-
elskra hemianna, sem hurfu í
Líbanon, og í gær tilkynnti varnar-
málaráðuneyti ísraels að því hefðu
borist upplýsingar um tvo þeirra.
Sagt var að annar hefði fallið fyr-
ir fimm áram, en ráðuneytið vildi
ekki gefa upp hvort hinn væri lífs
eða liðinn. Talið er að a.m.k. einn
hinna fimm, sem saknað er, sé á
lífí.
Fimm konur voru á meðal fang-
anna sem látnir voru lausir í gær.
Farið var með þau til stöðva sviss-
neska Rauða krossins í Marjayoun,
sem er _ á svokölluðu „hlutlausu
svæði“ ísraela í Líbanon. Þaðan
fóra 29 í bílum Rauða krossins til
Líbanons, en hinir, sem eru búsett-
ir á hlutlausa svæðinu, sneru til
síns heima.
ísraelar afhentu einnig Rauða
krossinum lík níu líbanskra skæru-
liða, sem féllu í átökum við ísra-
elska herinn.
Endurminningar Raísu Gorbatsjovu:
Reykjavíkurfundurinn grund-
völlur að gagnkvæmum skilningi
Stokkhólmi. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, biaðamanni Morgunblaðsins.
RAÍSA Gorbatsjova, eiginkona Mikhaíls Gorbatsjovs, forseta Sov-
étríkjanna, segir í endurminningum sínum, sem komu út í Svíþjóð
fyrir skemmstu að ef leiðtogafundurinn í Reykjavík hefði ekki
verið haldinn hefði ekki heldur orðið af hinum leiðtogafundun-
um, sem síðar komu, og engir samningar hefðu verið gerðir um
eyðingu meðaldrægra kjarnorkueldflauga. í endurminningum
sínum, sein eru í samtalsformi og bera heitið „Ég vona“, segir
Raísa frá æskuárum sínum í Síberíu, námsárum og lífinu með
Míkhaíi Gorbatsjov í fjörutíu ár.
Fundirnir, sem urðu svo miklu
uppbyggilegri og árangursríkari
en sá í Genf, hefðu ekki verið
haldnir. Það hefði ekki verið gerð-
ur neinn samningur um eyðingu
meðaldrægra eldflauga. Og ekki
náðst sá sjaldgæfi, gagnkvæmi,
mannlegi skilningur og það
bræðralag milli sovésku og banda-
rísku þjóðanna sem sást svo
greinilega í desember 1987 í
Washington, í New York 1988 og
Washington, Minnesota, og San
Francisco 1990. Bræðralagí nafni
friðar og vináttu."
Gorbatsjova víkur einnig stutt-
Raísa Gorbatsjova segir að eft-
ir leiðtogafundinn í Genf í nóv-
ember 1985 hafi verið tekin upp
á ný vísindaleg, menningarleg og
efnahagsleg samskipti milli stór-
veldanna. „Síðan kom október
1986, ísland, Reykjavík. Hve mik-
ið er ekki búið að skrifa um þenn-
an sovésk-bandaríska leiðtoga-
fund og spennuna í kringum hann!
Já, við fengum svo sannarlega að
upplifa hana, en við minnumst og
gerum okkur grein fyrir mikilvægi
þess fundar — án hans hefðu
fundimir í Washington 1987 eða
Moskvu 1988 ekki komið tij.
Vinur Gorbatsjov-þjónanna, Júríj Andropov, tekur mynd af þeim
á ferðalagi.
lega að samskiptum sínum við
Nancy Reagan, eiginkonu Ron-
alds Reagans Bandaríkjaforseta,
sem misjafnar sögur fóru af. Seg-
ir hún skort á samræmingu nokk-
urra prótókollsreglna vera orsök
þeirra sögusagna sem mátti fínna
í bandarískum fjölmiðlum af
ágreiningi milli hennar og Nancy.
„Eg tók þessar vangaveltur ekki
alvarlega og geri það ekki heldur
núna,“ segir Raísa Gorbatsjova.