Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 Sakadómur Garðabæjar: 1 Vi árs fangelsi fyr- ir að ráðast á konu sína með hamri SEXTIU og eins árs gamall maður hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist að ciginkonu sinni sofandi, barið hana í höfuðið með hamri og brugðið plastpoka yfir andlit hennar og troðið honum upp í munn hennar. Vegna eindreginnar neitunar var maðurinn sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps en hann var sakfelldur fyrir stórfellda og hættulega líkamsárás. Atburður þessi átti sér stað á heimili hjónanna í Garðabæ í júní í sumar. Fjölskylda mannsins taldi hann vera í Amsterdam en hann hafði keypt sér undir fölsku nafni flugfarmiða þaðan og út aftur. Kona hans vaknaði við það að hann veitt- ist að henni um miðja nótt með fyrr- greindum hætti. Hann hafði áður læst dyrum að svefnherbergisgangi hússins þar sem þijár dætur hjón- anna sváfu en þær vöknuðu við árás- ina, sem konunni tókst að veijast. Hún fékk kúlu og marblett á enni, vægan heilahristing og rispur og marbletti víða um líkamann. Við yfirheyrslur neitaði maðurinn að hafa ætlað að ráða henni bana. í niðurstöðum dómsins segir að ekki Um 7.000 ítrekanir frá sé ljóst hvaða hvatir hafi leitt hann til verknaðarins en hann kvaðst hafa tekið ákvörðun um árásina þegar hann hafi vaknað stuttu áður eftir að hafa lagt sig á dýnu í bílskúr við húsið. Þá segir að maðurinn hafí ekki getað gefíð neina haldbæra skýringu á verknaðinum né öðrum hlutum sem tengist honum svo sem ferðum sínum til og frá Amsterdam, farmiðakaupum undir fölsku nafni og fleiru. „Frásögn ákærða er um margt afar ótrúverðug og fjarstæðu- kennd. Aðferð ákærða og atlagan verður að teljast fólskuleg," segir í niðurstöðum dómarans, Höllu Bac- hmann Ólafsdóttur, héraðsdómara. Átján mánaða fangelsi var talið hæfileg refsing, en til frádráttar kemur 77 daga gæsluvarðhaid. Auk þess var manninum gert að greiða 150 þúsund króna saksóknarlaun í ríkissjóð og 200 þúsund króna máls- vamarlaun til Sveins Snorrasonar hrl., skipaðs veijanda síns. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hannibal Valdimarssonjarðsunginn Útför Hannibals Valdimarssonar, fyrrverandi ráð- herra, forseta Alþýðusambandsins og leiðtoga jafn- aðarmanna, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Sr. Heimir Steinsson jarðsöng. Við athöfnina voru m.a. fluttir sálmarnir Til hafs sól hraðar sér, Heyr himna srniður og Allt eins og blómstrið eina. Einnig var flutt Hugleiðing á föstu eftir Jónas Tóma- son yngri og íslandsljóð Einas Benediktssonar. Kistu Hannibals báru úr kirkju, talið frá vinstri á mynd- inni, þau Jón Baldvin, sonur Hannibals og formaður Alþýðuflokksins, Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður Alþýðuflokks- ins, Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, Snorri Jónsson fyrrverandi forseti ASÍ, Pétur Sigurðsson sjómaður, Einar Ögmundsson, fv. formaður Landssambands vörubifreiðastjóra og mið- stjórnarmaður í ASÍ, og Jón Þorsteinsson lögfræð- ingur og fv. alþingismaður. Útlit er fyrir að dilkakjötið hækki í verði um allt að 15% Auka þarf niðurgreiðslur um 200 milliónir, segir formaður Stéttarsambands bænda veðdeildinni UM 7 þúsund manns, sem eiga ógreidda gjalddaga húsnæðis- lána aftur til 1. maí, hafa undan- farið fengið bréf frá Veðdeild Landsbanka íslands þar sem veittur er 25 daga frestur til að gera skil að öðrum kosti verði uppboðsbeiðni send fóg- eta með verulegum aukakostn- aði. Að sögn Jens Sörensen hjá Veðdeild Landsbanka Islands er bréfið sent út til að koma til móts við kvartanir um að greið- endur séu ekki varaðir nægi- lega við áður en mál þeirra séu send í uppboðsmeðferð. Jens sagði þetta viðbótarítrekun en ekki liður í hertum innheimtu- aðgerðum. Ekki sé ráðist í upp- boðsmál fyrr en áður. Jens sagði þar sem með bréfínu væri krafíst greiðslu vegna maí- og ágústgjalddaga væri nóg að standa skil á maígreiðslunni til að afstýra uppboðsmáli. Hann sagði að alls hefði veð- deildin til innheimtu um 120 þús- und skuldabréf frá byggingasjóð- unum og væri frekar minna um vanskil nú en oft áður. MIKIL óvissa ríkir um það hver verðlagning dilkakjöts verður nú í haust, og eru verðlagsnefndir landbúnaðarins í biðstöðu á meðan svör hafa ekki borist frá ríkis- sljórninni um það hverjar niður- greiðslur endanlega verða. Að sögn Hauks Halldórssonar, for- manns Stéttarsambands bænda, hefur ríkisstjórnin gert ráð fyrir óbreyttum niðurgreiðslum í krón- um talið frá því sem nú er, en hann segir þær þurfa að vera um 200 milljónum hærri svo útsölu- verð hækki ekki umfram verðlags- hækkanir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stefnir að óbreyttu í um 15% hækkun á verði til neytenda. Haukur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að krafa bænda væri sú að að niðurgreiðslumar héldu sínu hlutfalli, og sér sýndist það kalla á um 200 milljónir til viðbótar því sem ríkisstjórnin hefði reiknað með. í fyrrahaust fengu bændur greiddar beint samtals um 100 millj- ónir, en þar var um frestun á launa- lið og lækkun á gæruverði að ræða, og sagði Haukur að það þyrfti að koma til viðbótar nú. „Þá var sett á 2,25% trygginga- gjald síðastliðinn vetur, sem kallar á að minnsta kosti 50 milljónir, en þegar það var sett á var gefín yfírlýs- ing um að það ætti ekki að leiða til hækkunar á búvöruverði, heldur yrði það greitt niður. Þá þarf að skila niðurgreiðslunum að minnsta kosti í sömu krónutölu og var fyrir tveimur árum síðan, eða 221 kr. á kíló, en nú virðist vera reiknað með 215 kr. á kfló. Það gerir um 50 milljónir til viðbótar," sagði Haukur. Grundvallarverð til bænda hefur ekki hækkað síðastliðin tvö ár, og samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins iiggur fyrir að framreiknaður þurfí verðlagsgrundvöllurinn að hækka um 15%. Haldi beinu greiðsl- urnar til bænda sér hins vegar frá því sem var í fyrra, og komi til niður- I ályktuninni segir skyggja á bjarta framtíðarsýn í viðskiptum með sjávarfang þegar uppbygging sama atvinnuvegar erlendis hafi, í skjóli verndartolla og ríkisstyrkja eigin ríkja, sérstaklega skipulagðan for- gang að íslensku sjávarfangi. Sér- staklega skipulagðan forgang með fulltingi Samtaka fískvinnslustöðv- anna, Verkamannasambandsins og stjórnvalda sem eigi að vera sverð og skjöldur fiskvinnslufyrirtækjanna og starfsfólks þess. I pallborðsumræðum á fundinum sagðist Halldór Ásgrímsson, alþing- ismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, ekki. hafa of mikla trú á fleiri boðum og bönnum. Fiskmark- aðirnir væru nýjung sem ættu að fá tíma til að þróast áfram. Bjarni Thors, framkvæmdastjóri Faxa- markaðar, sagði að mörkuðunum væri í sjálfu sér ekkert að vanbúnaði að selja meiri físk, en fólk yrði að átta sig á því að hér væri um skipu- lagsatriði að ræða sem þyrfti gífur- lega mikinn undirbúning. Eiríkur Tómasson, formaður Aflamiðlunar, benti á að minnkaðar veiðiheimildir hefðu haft þau áhrif að krafan um sölu á óunnum físki hér hefði orðið sterkari. Hann minnti á að tilkynnt væri um skip sem sigldu með afla erlendis og hægt væri að bjóða í afla þeirra. Fiskkaupendur hefðu greiðslu tryggingagjaldsins yrði hækkunin um um 10%. Þá er gert ráð fyrir því í nýja búvörusamningn- um að verðlagsgrundvöllurinn lækki um 2% í haust, þannig að útkoman yrði um 8% hækkun til bænda, sem er í samræmi við verðlagsbreytingar frá því í fyrrahaust. hins vegar lítið notfært sér þetta. Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, sagði að hug- myndinni um sölu óunnins fisks á innlendum uppboðum hefði aukist fylgi og einungis væri tímaspursmál hvenær þessi háttur yrði tekinn upp. Hættaá næturfrosti um allt land REIKNAÐ er með smáskúrum á norðan- og norðaustanverðu land- inu en léttskýjuðu veðri víða á suðvestan- og vestanverðu land- inu, föstudag og laugardag. Hætt er við næturfrosti um allt land. í dag verða smáskúrir norðanlands en þuirt og jafnvel bjart sunnan- lands. Á föstudag og laugardag verð- ur hæg norðlæg átt og smáskúrir á norðan- og norðaustanverðu landinu en víða léttskýjað á suðvestan- og vestanverðu landinu. Hiti verður 3-6 stig á Norðurlandi en 4-10 stig í öðrum landshlutum. Á sunnudaginn eru líkur á suðaustanátt með rign- ingu á landinu öllu. Félög sjómanna: Skerðing- sjómannaafsláttar jafngildir stríðsyfirlýsingn MEÐAL þeirra leiða sem stjórnvöld hafa í undirbúningi í fjár- málaaráðuneytinu til að bregðast við fyrirsjáanlegu tekjutapi ríkissjóðs á næsta ári, upp á um einn milljarð króna, er að draga úr sjómannaafslætti. Félög sjómanna hafa sent frá sér hörð mót- mæli við áformum um skerðingu sjómannafrádráttar og í ályktun stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands íslands sem fjármála- ráðherra var afhent í gær segir að ákvörðun um skerðingu jafn- gildi stríðsyfirlýsingu. Fulltrúar Sjómannasambandsins hafa ósk- að eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins á morgun. Samkvæmt álagningartölum svipaður. Árið 1980 var fjöldi sjó- skattyfírvalda nemur sjómannaaf- slátturinn einum og hálfum millj- arði króna á þessu ári eða um 140 þúsund krónum á hvem sjómann en afslátturinn miðast við fjölda lögskráðra daga. Upplýsingar skattframtala sýna að meðalfjöldi lögskráningardaga á hvern sjó- mann hefur aukist um 30 daga á síðustu tíu árum en fjöldi framtelj- enda sem telja fram laun af sjó- mennsku hefur hins vegar haldist manna 10.680 og fjöldi skráning- ardaga á hvern sjómann 188. Á síðasta ári var fjöldi sjómanna sk. skattframtölum 10.675 en meðal- fjöldi lögskráningardaga 220. Benedikt Valsson, fram- kvæmdastjóri FFSÍ, segir skýr- ingar á fjölgun skráningardaga felast í stækkun flotans og aukn- um starfstækifærum sjómanna. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, segir að- spurður af og frá að undirmenn á fískiskipaflotanum séu lög- skráðir á sjó þá daga sem þeir eru í landi. Samtök sjómanna hóta hörðum aðgerðum verði hreyft við sjó- mannaafslættinum. I ályktun Skipstjórafélags Norðlendinga segir að það sé siðlaust að ráðast að starfskjörum einnar starfs- stéttar í landinu með þessum hætti og muni sjómenn mæta þeim með hörðum aðgerðum. Benedikt Valsson segir að sjó- mannaafslátturinn sé hluti af kjörum sjómanna sem standi nú frammi fyrir því að þurfa að taka á sig 12% raunlækkun launa vegna aflasamdráttar. Sjá frétt á bls. 24. Félag kaupenda á fiskmörkuðum: Allur útfluttur ísfisk- ur fari um fiskmarkaði í SAMHLJÓÐA ályktun aðalfundar Félags kaupenda á fiskmörkuðum er gerð sú krafa til stjórnvalda að allur fiskur, sem sendur sé óunninn úr landi, verði fyrst seldur á innlendum uppboðsmörkuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.