Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991
9
SIEMENS
|í < i.SI j
1
UDPbvottavélar í miklu úrvalíl
SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar,
hljóðlátar og sparneytnar.
Breidd: 45 og 60 sm.
SMfTH & NORLAND
NÓATÚNI4 - SÍMI28300
111
Havel, forseti Tékkóslóvakíu, og Wörner, framkvæmda-
stjóri NATO.
Þjóðviljinn og Vaclav Ha-
vel forseti Tékkóslóvakíu
Þjóðviljinn hefur verið við sama hey-
garðshornið, bæði í forystugreinum og
öðrum stjórnmálaþönkum, síðustu miss-
eri, varðandi fyrrum draumalandið, Sov-
étríkin. [„Sovét-ísland, óskalandið, hve-
nær kemur þú?“] Um leið og blaðið leitar
dag hvern einhvers konarfjallabaksleiðar
fram hjá „sovét-fortíð“ sinni heldur það
áfram holróma hrópum um vestrænt
varnarsamstarf: „ísland úr NATO - her-
inn burt“! Það er fróðlegt að bera þessi
viðbrögð Þjóðviljans saman við afstöðu
Vaclav Havel, forseta Tékkóslóvakíu,
sem heimsótti aðalstöðvar Atlantshafs-
bandalagsins á næstliðnum vordögum.
Rauði fániim
ogNallinn
Stjórnmálaþankar
Þjóðviljans, Klippt og
skorið, fjalla nýverið um
forystugrein Morguii-
blaðsins, þar sem vikið
var að því að íslenzkir
sósíalistar hafi til
skamms tima fylkt liði
undir rauðum fánum,
með gömul siagorð
Leníns á vörunum, eins
og „Oreigar allra landa
sameinist", og kyijað
baráttusöngva eins og
„Fram þjáðb- menn í þús-
und löndum“. Og hver
man ekki ljóðlínu, sem
oft var vitnað til, „Sovét-
ísland, óskalandið, hve-
nær kemur þú?“
Nú er öldin önnur.
Skriffínnar Þjóðviljans
rembast eins og rjúpan
við staurinn, viku eftir
viku, við að skrifa sig frá
fortíðinni. I tilvitnuðum
klipptum og skornum
orðum blaðsins sagði
m.a.:
„Það er auðvitað rétt,
að fiokkurinn sovézki
reyndi sem bezt hann gat
að „beita kommúnistum
um allan heim fyrir vagn
sinn“. Hitt er svo annað
mál að þeir rákust misvel
(þeir sem öflugastir voru,
þeir kínversku, áttu oftar
en ekki í útistöðum við
sovézka flokkimi, svo
dæmi sé nefnt). En það
skiptir þó mestu, að ekki
eru þeir allir kommúnist-
ar í Moskvuskilningi sem
Morgunblaðið telur svo
vera“.
Síðar í þönkum þess-
um segir:
„Og vitanlega voru
þeir Lenín og hans menn
sem fundu upp á því að
hvelja verkafólk tii sam-
stöðu með herópinu „Ör-
eigar allra landa samein-
ist“, — þessi orð eru úr
stefnuskrárriti þeirra
Marx og Engels frá 1848.
Og baráttusöngurinn,
Fram þjáðir menn, Nall-
inn öðru nafni, hann varð
til í Frakkiandi, bæði
texti og lag, og var farið
að kyrja hann víða um
lönd á öilum hugsanleg-
um tungum upp úr
1890.“
Ekkert af þessum eða
öðrum hliðstæðum Þjóð-
viljaskrifum, sem eru
meira og minna út og
suður, snerta kjania
málsins. Kjami máisins
er sá, að Þjóðviljinn hef-
ur ekki á iireinskiptinn
máta gert upp við kom-
múniska fortíð sína.
Hann hefur heidur ekki
hætt andófi sínu gegn
Atlantshafsbandalaginu,
sem Iýðræðissinnar í
Austur-Evrópu viður-
kenna, að hafi verið þeim
hvatning og styrkur í
sjálfstæðisbaráttunni.
Atlantshafsbandalagið
tryggði ekki einungis
frið í okkar heimshluta
frá lyktum síðari heims-
styijaldar. Það var sjálf-
stæðishreyfingum í
Austur-Evrópu hvati til
baráttu fyrir þeirri fram-
vindu mála, sem þar er
orðin.
Havel og Atl-
antshafs-
bandalagið
Vaclav Havel, forseti
Tékkóslóvakíu, heimsótti
aðalstöðvar Atlantshafs-
bandalagsins snemma
síðastliðið vor. Þar bar
hann fram formlega af-
sökun vegna lyga, sem
fyrri leiðtogar landsins
höfðu látið frá sér fara
um þetta varnarbanda-
lag Vesturlanda. Hann
staðhæfði að virðingin
fyrir frelsi einstaklings-
ins, sem vamarsamstarf
Vesturlanda væri gmnd-
vallað á, hafi gert Atl-
antshafsbandalagjnu
kleift að tryggja stöðug-
leika, frelsi og framfarir.
I frásögn Morgun-
biaðsins af þessum at-
burði segir:
„I ræðu sem Havel
flutti á fundi Atlantshafs-
ráðsins [í lok marzmán-
aðar sl.] lýsti hann
áhyggjum sinum vegna
ótryggs ástands í Sov-
étríkjunum og benti á,
að það sem væri ógn við
ríkin í Mið-Evrópu ógn-
aði á sama hátt öðmm
Evrópuríkjum. Fram-
tíðaröryggi yrði ekki
tryggt án þess að lýðræði
kæmist á að fullu innan
Sovétríkjanna. Haim
sagði, að Tékkum og
Slóvökum væri það ljóst,
að NATO væri heizti
homsteinn öryggis og
friðar í Evrópu. Hann
sagði að þeir skildu að
vegna margvíslegra
ástæðna væri aðild að
NATO ekki tímabær, en
hins vegar tryðu þeir því
að bandalag, sem sarnein-
ar þjóðir um hugsjónir
frelsis og lýðræðis, verði
ekki haldið lokuðu til
langframa gagnvart
þjóðum, sem deila með
aðildarríkjum þess sömu
hugsjónum. Hann sagði
að íbúum Tékkóslóvakíu
væri nauðsyn að kynnast
NATO og fylgjast með
starfsemi þess. Vel kæmi
til greina að opna upplýs-
ingaskrifstofur um
NATO í Prag og jafnvel
í Bratislava."
Það kveður við annan
tón í Þjóðviljanum þegar
hann fjallar um Atlants-
hafsbandalagið en hjá
Havel forseta Tékkóslóv-
akíu. Blaðið viðurkennir,
nú orðið, vemleikaim í
Sovétríkjunum, sem áður
hét „Moggalygi" þai- á
bæ, en það hangir enn í
fortíðarvanda sínum
hvað varðar Atlantshafs-
bandalagið. Og það hefur
emi ekki gert á trúverð-
ugan hátt upp við komm-
úníska fortíð sína.
Viltu
ríkistryggð
skuldabréf
með 8,6%
raunávöxtun?
Þá eru húsbréf svarið!
Húsbréf eru ríkistryggð og eignar-
skattsfrjáls. Við tökum húsbréf í
vörslu og fylgjumst með ársfjórðungs-
legum útdrætti. Leitaðu nánari
upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar.
Frá og með 16. september
er opnunartími Kaupþings
frá 9:00-17:00.
Gengi Einingábréfa 12. sept. 1991.
Einingabréf 1 5.916
Einingabréf 2 3.165
Einingabréf 3 3.881
Skammtímabréf 1,973
KAUPÞING HF
Löggitt verðbréfafyrirtœki
Kringluntti 5, sfmi 689080