Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 15

Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 15
Tafla 1: Fjöldi kransæðadauðsfalla á íslandi 25-74 ára MORGSNBLAÐIÐ KIMM’TL’DAGUR 12.'SBRTEMBER 1991 15 Ár 1981 1988 1988 ef tíðnin hefði verið óbreytt Fækkun dauðsfalla/ár Karlar 184 143 194 51 Konur 48 44 60 16 Samtals 232 187 254 67 arhátta, forvarna, þar með talin lyfjameðferð, svo og framfara í læknismeðferð þessara sjúkdóma á sjúkrahúsum. Starfsemi Hjarta- verndar og Landssamtaka hjarta- sjúklinga hefur gegnt hér mikil- vægu hlutverki en forvarnir eru reyndar stundaðar víða í þjóðfélag- inu, bæði af heilsugæslustöðvum, af sérfræðingum, að ógleymdum þætti sjúkrahúsanna sem hafa tekið virkan þátt í því með fræðslustarf- semi og endurhæfingu hjartasjúkl- inga, göngudeildum o.fl. Þrátt fyrir að verulegur árangur hafi náðst í baráttunni gegn krans- æðasjúkdómum er þó vert að hafa í huga að þessir sjúkdómar eru enn algengir á íslandi og við erum nú á svipuðu stigi og um miðjan 7. áratuginn en eigum langt Mand með að ná því stigi sem var í kring- um 1950 eins og sést á mynd 1. Þó er verulega raunhæft að gera ráð fyrir að með áframhaldandi aðgerðum á mörgum sviðum megi draga úr tíðni kransæðasjúkdóma í yngri aldurshópum enn frekar en orðið er. Heimildir: 1. Nikulás Sigfússon, Helgi Sigvaldason, Lauf- ey Steingrímsdóttir, Inga Ingibjörg Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Þor- steinn Þorsteinsson, Gunnar Sigurðsson. Breytingar á tíðni kransæðastíflu og krans- æðadauðsfalla á íslandi; tengsl við áhættu- þætti og mataræði. Læknablaðið 1991; 77: 49-58. 2. Sigfusson N, Sigvaldason H, Steingrims- dóttir L, Guðmundsdottir II, Stefansdottir I, Thorsteinsson Th., Sigurdsson G. A recent decline in ischaemic heaVt disease in Iceland and change in risk factors. British Medical Journal 1991; 302: 1371-1375. Hagnýt greinaskrif Lærið að skrifa blaða- og tímaritsgreinar, fréttatilkynningar, minningargreinar o.fl. Á námskeiöinu veröur lögö áhersla á aö kenna fólki undir- stöðuatriöi greinaskrifa. Markmiöiö er aö gera þátttakendum fært aö tjá sig í fjölmiölum. Á námskeiöinu veröur stuðst viö nýútkomna bók um ritun eftir Ólaf M. Jóhannesson: Þaö er leikur aö skrifa. Nánari upplýsingar og skráning f.h. alla virka daga frá kl. 9-12 í síma 67 16 97. Höfundur eryfirlæknir Iyflækningudeildar Borgarspítala og dósent við læknadeild HI. Undirleik- urviðmorð í Alþýðu- leikhúsinu ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ frumsýnir laugardaginn 14. september kl. 20.30 leikritið Undirleikur við morð eftir Davis Pownall. Þetta er gamanleikrit með dram- atískum undirtón, þar sem segir frá ítalska tónskáldinu Carlo Gesualdo (1564-1612 og breska tónskáldinu Peter Warlock (1894-1930), lífí þeirra hvors um sig og tenglsum innbyrðis bæði í þessum heimi og öðrum. Höfundur veltir fyrir sér eilífðarspurningum á borð við hvar uppsprettu sköpunarkraftsins sé að finna, hveiju listamaðurinn eigi að fórna á altari listarinnar og hvort fórnirnar séu á endanum fyrirhafn- arinnar virði. Þá er hlutverki þeirra sem hafa lifibrauð sitt af umfjöllum um listirnar gerð gráglettin skil í verkinu. Leikendur í sýningunni eru Bryndís Petra Bragadóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Jórunn Sigurðardótt- ir, Viðar Eggertsson og Þorsteinn Backmann. Umsjón með tónlist eru í höndum Árna Ilarðarsonar, leikmynd gerir Elín Edda Árnadóttir, búninga hannar Alda Sigurðardóttir, lýsingu stjórnar Björn Bergsteinn Guð- mundsson og leikstjóri er Hávar Siguijónsson. (Fréttatilkynning) ....■■■■■♦ ♦ +--- ■ Á TVEIMUR VINUM fimmtu- dagskvöldið 12. september skemmt- ir ný og athyglisverð hljómsveit, Stallah-Hú. Hljómsveitin er brass- band og flytja þeir sveiflu, Dixie, ballöður og þekkt lög úr kvikmynd- um. Meðlimir sveitarinnar eru Ós- valdur F. Guðjónsson, trompet, Tómas Eggertsson, baritonhorn, Jón K. Snorrason, horn, Hall- varður Logason, básúna, Kristó- fer Ásmundsson, túpa og Sigfús Höskuldsson, trommur. Föstu- dags- og laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Busar úr Stykkis- hólmi. Þeir hafa spilað saman und- anfarin fjögur ár og síðustu tvö árin verið ein vinsælasta ballhljóm- sveit vestlendinga en eru nú komn- ir á mölina til náms og tóniðkana. Busana skipa: Ólafur Stefánsson, Siggeir Pétursson, Njáll Þórðar- son, Grétar E. Sveinsson og Aðal- steinn Þorvaldsson. Sunnudags- kvöld verða rokktónleikar í harðari kantinum. Þá koma fram hljóm- sveitirnar Rotþró frá Húsavík sem flytja jarðýtuþungt norðurhjara- rokk og fleiri sveitir í rokkkantin- um. (Frcttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.