Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991
Um peninga og vaxtamál
eftir Gunnar
Tómasson
Inngangsorð
Grein prófessors Ólafs Björnsson-
ar í Morgunblaðinu 28. ágúst sl. „Á
stjórn peningamála að byggjast á
markaði eða handafii?“ — er mikil-
vægt innlegg til faglegrar umijöll-
unar um viðfangsefni á sviði pen-
inga- og vaxtamála, sem hefur átt
við ramman reip að draga undanfar-
in misseri.
Daginn eftir birti hið virta enska
dagblað London Financial Times
forystugrein, þar sem viðbrögð
stjórnvalda við „byltingu" í fijáls-
ræðisátt á innlendum og erlendum
ijármagnsmörkuðum síðasta ára-
tuginn voru sögð hafa verið bæði
vanhugsuð og afdrifarík.
Financial Times vék aftur að við-
fangsefninu í forystugrein 31.
ágúst, þar sem fræðilegar forsendur
spásagna brezku þjóðhagsstofnun-
arinnar um framvindu efnahags-
mála á komandi tíð voru sagðar
vera „augljóst iugl“ — („clearly a
nonsense") — m.a. vegna vanmats
á áhrifum „byltingarinnar“.
í sama blaði taidi dálkahöfundur
Financial Times, Barry Riley að
nafni, milljarðaafglöp vestrænna
viðskiptabanka í lánamálum þriðja
heims jafnt sem heima fyrir síðustu
árin vekja spumignar um ástæður
þess, að virtir bankamenn hafi gerst
berir að svo risavöxnu dómgreindar-
leysi.
Orðrétt sagði hann það vera „for-
vitnilegt að íhuga, hvemig svo risa-
vaxinn dómgreindarbrestur hefur
mátt verða“ („worth pondering why
such an immense collective mis-
judgement should have been
made“). Gagnrýni undirritaðs á hlið-
^>Dale .
(Jarnegie
námskeiðið
Kynningarfundur
★ Meira hugrekki.
★ Stærri vinahópur
★ Minni áhyggjur.
STJÓRNUNARSKÓLINN
Sími 812411
Ný námskeið eru að hefjast
ERT ÞÚ AO FARA í FER
EOAiTUNGUUÁLANÁU
klSLENSKA. DANSKA, ENSKA,
■franska, ÞÝSKA, SPÆNSKA
ÍALLT Í SðMU TÖLVUNNL
YFIR 3000 ORO OG ORÐA-
SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX
TUNGUMÁLA SEM TÖLVAN BÝR Y
FÆST
UM LAND ALLT
stæðu dómgreindarleysi yfirstjórnar
íslenzkra peningamála hefur um
langt skeið verið vísað á bug með
tilvísun til þessara erlendu fyrir-
mynda!
Fremsti hagfræðingur aldarinn-
ar, John Maynard Keynes, sagðist
vera ósammála þeim, sem teldu
bankamenn skorta greind til þess
að skilja ýmis grundvallaratriði nú-
tíma bankas*tarfsemi — framvinda
mála innan lands og utan síðasta
áratug bendir til þess, að hér kunni
Keynes að hafa skjátlast.
Vextir og hagvöxtur
„Hóflegir vextir (eru) eitt af
grundvallarskilyrðum efnahags-
legra framfara," segir prófessor
Ólafur Björnsson í grein sinni. Um
árabil hefur yfirstjórn íslenzkra pen-
ingamála vegið og metið „hóflega"
hveija þá vexti, sem ríkt hafa á
innlendum ijármagnsmarkaði það
augnablikið.
Fyrir tveimur árum eða svo sagði
viðskiptaráðherra „hóflega“ vexti
augnabliksins vera á hraðleið í enn
„hóflegra" horf — þótt raunvextir
hafí síðan hækkað um helming, þá
boðaði leiðaraskrifari Morgunblaðs-
ins fyrir nokkrum dögum, að „hóf-
legir“ vextir væru enn á næsta leiti.
Hagvöxtur hefur verið nánast
enginn síðustu ijögur árin — með
öðrum orðum, þá hafa forsendur
„efnahagslegra framfara" ekki ver-
ið fyrir hendi, þótt yfirstjórn ís-
lenzkra peningamála hafi ætíð látið
sem bjartari tíð væri i sjónmáli sam-
tímis því, sem ísland hefur sokkið
æ lengra í fátæktarátt.
Og hvað eru „hóflegir" vextir?
Ef landsframleiðsla vex um 3% á
ári hveiju samtímis því sem verð-
mæti fjárfestingar í framleiðslu-
starfsemi vex um 1% þá eru „hófleg-
ir“ vextir af stærðargráðunni 2%
að gefinni hlutdeild vaxtatekna í
þjóðarframleiðslu.
Um nokkurt árabil hefur lands-
framleiðsla og fjárfesting verið nán-
ast óbreytt samtímis því, að raun-
vextir hafa verið af stærðargráð-
unni 10-15% >— innan ramma „þjóð-
arsáttar" hefur launþegum verið
gert að una hækkun hlutfalls vaxta-
tekna í landsframleiðslu eða teljast
ódrengir ella.
Hlutfallið mun nú vera af stærð-
argráðunni 30% og mun vart hærra
í nokkru öðru landi. Ef svo fer, sem
Þráinn Eggertsson og Ólafur
Björnsson telja mögulegt, að ísland
kunni brátt að falla í hóp fátækustu
Evrópuþjóða, þá mun öreigalýður
álfunnar finnast á farsældar Fróni,
sem eitt sinn var.
Markaður og handafl
í Morgunblaðsgrein sinni bendir
prófessor Ólafur Björnsson réttilega
á það, að ágreiningur um ríkjandi
stefnu íslenzkra stjómvalda á vett-
yiutcisicv
Heilsuvörur
nútímafólks
¥
¥
¥
¥
¥
'¥
¥
/1 ■ ''i ■
■ IIB|I■ u
orfaw
¥ Símar 13303
¥
10245
Komið og njótið góðro veitinga í
( þægilegu og afsloppondi umhverfi. (
Munið sérstöðu okkor til að tako y
ó móti litlum hópum til hvers ^
konar fundarhalda.
Verið velkomin.
Starfsfólk Torfunnar.
¥¥¥¥¥¥¥¥
¥
¥
¥
***¥
¥¥
vangi peninga- og vaxtamála er
„angi af þeirri stóru spurningu (síð-
ustu tveggja alda) um það, hver sé
hin hagkvæmasta skipan efnahags-
mála“.
„Á að stjórna með handafli, þ.e.
opinberri miðstýringu, eða eiga
markaðsöflin að ráða?“ spyr Ólafur,
en lætur ógetið þriðja valkostsins,
sem er sjálfdæmi viðskiptabanka á
grundvelli vaxtaformúlu, sem yfir-
stjórn íslenzkra peningamála og ASÍ
samþykkti undir svonefndri „þjóðar-
sátt“.
„Hér verður þessi stóra spurning
þó ekki rædd á breiðari grundvelli,
heldur eingöngu peningamálin í ljósi
íslenzkra aðstæðna," heldur Ólafur
áfram — þær „aðstæður" eru óskild-
ar fijálsum markaði en endurspegla
þess í stað vaxtastjórn viðskipta-
banka með eigin hagsmuni að leið-
arljósi.
Landsbanki og íslandsbanki fjár-
magna stóran hluta útlána sinna
með erlendu lánsfé — bankarnir
borga lánsvexti erlendis, sem eru
kannski einn þriðju hluti útláns-
vaxta endurlána þeirra. Þótt yfir-
stjórn peningamála hafi látið það
ótátalið, þá er hér um að ræða
vaxtaokur í skjóli markaðsstöðu.
Vaxtaokur af þessu tagi hefði
ekki komið Adam Smith á óvart,
en hann sagði það vera aðal hags-v
munapotara af hverju tagi sem
væri, að þeir kæmu ekki svo sam-
an, jafnvel á hátíðum og tyllidögum,
að umræða þeirra snerist ekki í
ráðabrugg um samsæri gegn al-
mannahag.
M.a. með hliðsjón af þessri áráttu
Homo economicus var Adam Smith
lengi vel talsmaður þess, að vöxtum
yrði haldið niðri með handafli, eins
og sjálfskipaðir lærisveinar hans
kalla það — í nýlegu sjónvarpsvið-
tali lét Jónas H. Haralz undir höfuð
leggjast að geta þessarar „trúvillu“
hins ágæta Smith!
Sannleikurinn er nefnilega sá, að
allt vaxtaokur var fordæmt af þeim
örfáu hagfræðingum, sem lögðu
grunninn að peningahagfræði frá
tíð Adams Smiths fram til seinni
heimsstyijaldar, þótt dr. Benjamín
Jón Hafsteinn Eiríksson hafi gefið
annað í skyn í Morgunblaðsgrein í
síðasta mánuði.
Sjálfur lét Adam Smith um síðir
sannfærast af röksemdum Jeremy
Benthams, sem hann taldi vera „ein-
stakan afburðamann" („a very su-
perior man“)', að ríkisvaldið ætti
ekki að skipta sér af þeim vaxtakjör-
um, sem um semdist með aðilum á
sparifjármarkaði.
Sú er einnig skoðun prófessors
Ólafs Björnssonar — sjálfur hefur
undirritaður ætíð verið á sama máli,
þótt dr. Benjamín Jón Hafsteinn
Eiríksson og Bjarni Bragi Jónsson
hafi góðfúslega reynt að sannfæra
hann um þá sannfæringu hans!
Vandinn er hins vegar sá, að pró-
fessor Ólafur hefur augljóslega ekki
kynnt sér — eða farið í saumana á
— röksemdir Benthams í skrifum
hans til Adams Smiths, sem hurfu
sjónum hagfræðinga eftir fyrsta
áratug 19. aldar við „tröllreið" hag-
fræðihugmynda Davids Ricardos,
sem Keynes nefndi svo.
Hér stendur hnífurinn í kúnni —
nútíma peningahagfræði byggist á
hugmyndum Ricardos og fremsta
lærisveins hans á 19. öld, Karls
Marx, m.a. vegna þess, að útlegging
Benthams á því, sem hann sagði
vera hugmyndir Adams Smiths um
p.ningahagfræði, birtist ekki á
prenti fyrr en árið 1951.
Þau skrif undirritaðs um peninga-
mál, sem svo mjög hafa farið fyrir
bijóst íslenzkra peningahagfræð-
inga um árabil — þeirra dr. Benja-
míns Jóns Hafsteins Eiríkssonar,
Jónasar H. Haralz og Bjarna Braga
Jónssonar — eru í öllum meginatrið-
um í anda þeirra Adams Smiths og
Jeremys Benthams.
Keynes, sem hvatti til útgáfu
Hins brezka konunglega hagfræði-
félags á ritverkum Benthams, taldi
fæsta hagfræðinga vera svo í stakk
búna, að nýjar hugmyndir kæmust
inn í kolí þeirra eftir 30 ára aldur
— eins taldi Keynes hugmyndir Ric-
ardos hafa tafið framþróun hag-
fræði um heila öld.
Hér skal þess eins getið í þessu
sambandi, að þeir dr. Benjamín,
Jónas H. Haralz, og Bjarni Bragi
Jónsson voru allir sanntrúaðir marx-
istar á yngri árum — skrif þeirra
um peningahagfræði, grundvallaða
á hugmyndum Ricardos og Karls
Marx, sýna og sanna, að Keynes
hafði lög að mæla.
Allir hafa þessir ágætismenn ver-
ið sammála viðskiptaráðherra og
formanni bankastjórnar Seðlabanka
íslands, sem um langt árabil hafa
séð lækkandi raunvexti í næsta sjón-
máli — þegar reyndin hefur orðið
önnur, þá hafa þeir hinir sömu kennt
um öllu öðru en glámskyggnri hag-
fræðihugsun.
íslenzkir peningahagfræðingar
hafa hér fetað í fótspor marxista,
sem Jónas H. Haralz sagði í áður-
nefndu sjáonvarpsviðtali, að hefðu
einatt kennt hinum og þessum „mis-
tökum“ við framkvæmdina þær
hremmingar, sem aðrir töldu vera
skilgetið afkvæmi hinnar marxisku
kenningar sjálfrar.
Þótt mönnum sé í sjálfsvald sett
hverju þeir trúa á sviði þjóðmála
jafnt sem peningahagfræði, þá hef-
ur enginn siðferðilegan rétt ti! þess
að markaðssetja peningahugmyndir
Ricardos og Marx á vettvangi ís-
lenzkrar þjóðmálaumræðu undir
vörumerki stórmennis andans,
Adams Smiths.
Hugmyndir prófessors Ólafs
Minn ágæti og virti fyrsti lærifað-
ir í hagfræði, prófessor Ólafur
Björnsson, hefur frá unga aldri ver-
ið ónæmur fyrir marxísk-lenínískum
boðskap á sviði stjórnskipulags, þótt
afturbatapiltar þar í sveit myndu
væntanlega telja eftirfarandi um-
mæli hans vitna um hið gagnstæða:
„Þó að sá er þetta ritar“, segir í
grein hans, „hafí um langt skeið
talið sig markaðshyggjumann og
formælanda fijálsra viðskipta, þá
fer því þó fjarri, að það sé skoðun
mín, að beiting handafls, eins og
hún hefur verið skilgreind hér, eigi
aldrei rétt á sér og geti aldrei náð
tilgangi sínum.“
Prófessor Ólafur fer hér þann
gullna meðalveg, sem hagfræðingar
í fremstu röð fetuðu einatt fram til
seinni heimsstyijaldar. Hér kveður
við annan tón en hjá prófessor
Friedrich Hayek, sem m.a. tók John
Stuart Mill taki hérlendis fyrir rúm-
um áratug fyrir slíkt „miðjumoð",
sem hann nefndi svo.
I ritdómi um helzta fræðirit pró-
fessors Hayeks fyrir sextíu árum lét
John Maynard Keynes svo ummælt,
að þar hefði hann komist í kast við
hið „skelfilegasta moð“ — („the
most frightful muddle") — sem hann
hefði nokkru sinni augum barið.
Fyrrnefndur bæklingur Hayeks sló
þó fyrra metið!
Með öðrum orðum, prófessor
Hayek hlýtur að teljast hafa verið
einn helzti hugmyndafræðingur
þeirrar nýaldarhugsunar í peninga-
hagfræði, sem viðskiptaráðherra
íslands, formaður bankastjórnar
Seðlabanka íslands, og fyrrverandi
bankastjóri Landsbanka íslands
hófu hér til vegs og virðingar.
Hinn síðastnefndi hefur gert sér
tíðrætt um Adam Smith í sambandi
við þá nýaldarhugsun, þótt hvergi
finnist stafkrókur þeirri túlkun til
réttlætingar í ritverkum Adams
Smiths. Prófessor Ólafur Björnsson
lætur þó að öðru liggja í grein sinni,
þar sem segir svo um íslenzkan
lánamarkað:
„Stóra spurningin er sú, hvers
eðlis sá markaður er, sem hér er
um að ræða, eða peninga- og lána-
markaðurinn. Er hann hliðstæður
markaðinum fyrir dreifingu olíu eða
markaðinum fyrir flutning milli
landa, sem nefndir voru hér að fram-
an sem dæmi um markaði þar sem
handaflsaðgerðir til þess að halda
verði í skefjum gátu verið réttmæt-
ar og náð tilgangi sínum, eða er'
þessi markaður sambærilegur við
húsaleigu- eða gjaldeyrismarkaðinn,
þar sem líklegast er, að slíkar að-
gerðir hafi alveg öfug áhrif við til-
Gunnar Tómasson
„Þótt mönnum sé í
sjálfsvald sett hverju
þeir trúa á sviði þjóð-
mála jafnt sem pen-
ingahagfræði, þá hefur
enginn siðferðilegan
rétt til þess að markaðs-
setja peningahugmynd-
ir Rieardos og Marx á
vettvangi íslenzkrar
þjóðmálaumræðu undir
vörumerki stórmennis
andans, Adams
Smiths.“
gang sinn?“
Svarið liggur í augum uppi: Eins
og prófessor Hayek undirstrikaði í
fyrrnefndum bæklingi sínum, þá er
því framboði peninga, sem verður
við nýsköpun þeirra í viðskiptabank-
akerfinu engin takmörk sett önnur
en þau sem ráðast af dómgreind eða
dómgreindarleysi viðeigandi banka-
stjórna.
Allt öðru máli gegnir varðandi
framboð sparifjár af tekjum líðandi
stundar, þar sem vaxtamyndun
ræðst af nákvæmlega sömu lögmál-
um og þeim, sem ráða verðmyndun
á húsaleigu-, olíu- og flutninga-
markaði — hér stendur hins vegar
hnífur dómgreindarleysis í kú nýald-
arhugsunar.
Marxísk nýaldarhagfræði
Nýaldarhugsun í peningahag-
fræði tekur mið af þeirri meginfor-
sendu Davids Ricardos í upphafi 19.
aldar, sem Karl Marx gerði að sinni,
og segir sparifé vera einu upp-
sprettu lánsíjármagns. Fyrir 50
árum enduivakti Paul Samuelson
þesa firru sem hornstein nútíma
peningateoríu.
Samstarfsmaður Samuelsons við
MIT-háskólann í Bandaríkjunum,
Nóbeslverðlaunahafmn Robert
Solow, svaraði gagnrýni undirritaðs
fyrir nokkrum árum með þeim orð-
um, /að þessi forsenda einfaldaði
málið og gerði mönnum kleift að
láta flókin vandamál liggja á milli
hluta.
Peningahagfræði er hins vegar
ekkert skemmtiskokk, þar sem
menn leggja af stað með og koma
í mark á undan alvöruhlaupurum,
sem kjósa að renna maraþonskeiðið
allt. prófessor James Tobin við Yale-
háskóla hefur um langt skeið verið
skarpastur slíkra skemmtiskokkara.
I tímamótagrein árið 1969 lét
Tobin þess getið, að bollaleggingar
hans og annarra skemmtiskokkara
um markaðssetningu íjármagns á
eignahlið („capital account") hag-
kerfísins láta gjörvalla tekjuhliðina
(„income account") liggja á milli
hluta skokkurum til hægðarauka.
Prófessor Tobin gekk hér í fót-
spor Pauls Samuelsons, sem setti
fram þá tilgátu í doktorsritgerð sinni
við Harvard-háskóla fyrir fímmtíu
árum, að slíkar bollaleggingar á
eignahlið („static analysis") væru
svo gott sem bollaleggingar um
tekjuhliðina („dynamic analysis").
Samuelson hlaut Nóbelsverðlaun
fyrir tilgátu þessa, sem hann nefndi
„Thé Correspondence Principle“ —
lærifaðir dr. Benjamíns að nafni