Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 26
26
MóMúHSQÖöör FiMMtúDÁGt/R Yá?1 sÉWfeMSÉk' i éö i
Sænsku kosningarnar
Olof Johansson, formaður sænska Miðflokksins:
Kosningabaráttan
einkennist af óör-
yggi, ekki lognmollu
Stokkhólmi. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
„YKKUR finnst kosningabaráttan kannski einkennast af lognmollu.
Eg myndi frekar segja að hún einkenndist af óöryggi,“ sagði Olof
Johansson, formaður sænska Miðflokksins, á fundi með blaðamönnum
í gær.
Johansson segir flokk sinn stefna
að því að ná 10-15% atkvæða í kosn-
ingunum en hann mælist nú með tæp
9% í skoðanakönnunum. Náist þetta
markmið sé tryggt að ekki verði
hægt að líta framhjá Miðflokknum
þegar kemur að myndun ríkisstjórnar
eftir kosningar. Meginmarkmiðið sé
að koma á borgaralegri ríkisstjórn
eftir kosningar og að flokkur hans
eigi aðild að henni.
Johansson segir helstu verkefni
næstu ríkisstjómar vera að ná betra
jafnvægi í efnahagsmálum. Það þarf
líka að lækka skatta. Að mati Mið-
flokksins fyrst og fremst á nauð-
synjavörum, mat, húsnæði og ferðum
til og frá vinnustað.
Það sem greinir Miðflokkinn öðru
fremur frá hinum borgaralegu flokk-
unum segir hann vera hve mikla
áherslu hann leggur á umhverfís-
mál. „Við höfum verið „grænn“
flokkur mjög lengi. Við byijuðum að
leggja áherslu á umhverfismál þegar
á sjöunda áratugnum." í stefnuskrá
í umhverfísmálum, sem kynnt var í
fyrradag, segir hann vera að finna
mörg atriði sem vanti í sameiginlega
stefnu Hægriflokksins og Miðflokks-
ins, „Nýtt upphaf fyrir Svíþjóð", en
þar er aðaláherslan lögð á efnahags-
mál. „Víð teljum þetta vera mjög
nauðsynlega viðbót við þá stefnu,“
bætir hann við.
Miðflokksmenn leggja áfram
áherslu á að hætt verði að notd kjam-
orku í Svíþjóð. Þessu eru hinir borg-
aralegu flokkarnir ekki sammála en
Johansson segist viss um að hægt
sé að finna lausn hvað það mál varð-
ar. Það gæti hins vegar reynst erfið-
ara varðandi íyrirhugaða brú yfir
Eyrarsund. „Það verður að fara fram
mjög ítarleg könnun á umhverfís-
áhrifum áður en byrjað verður að
smíða brúna. Það er krafa Miðflokks-
ins að menn útiloki ekki þann mögu-
leika að hætta við byggingu brúar-
innar gefi sú könnun tilefni til þess,“
segir formaður Miðflokksins. Carl
Bildt, formaður Hægriflokksins, hef-
ur vísað þessari kröfu á bug.
„Sænska þingið hefur tekið ákvörð-
un. Henni verður ekki rift. Við höfum
gert samning við Dani. Honum verð-
ur ekki breytt. Það eru lög í þessu
landi. Þeim verður að fylgja," sagði
Bildt á kosningafundi í Suður-Sví-
þjóð.
Almennt leggur Johansson mikla
áherslu á mikilvægi Miðflokksins
sem einhvers konar sáttasemjara
milli hinna stríðandi afla í stjómmál-
um Svíþjóðar, en á blaðamannafund-
inum forðaðist hann að taka ein-
dregna afstöðu í flestum málum.
Leiðtogar þriggja stærstu sænsku flokkanna (f.v.) Ingvar Carlsson forsætisráðherra, Carl Bildt, leið-
togi Hægriflokksins, og Bengt Westerberg, formaður Þjóðarflokksins.
Bildt segir jafnaðar-
menn hrædda við Evrópu
Stokkhólmi. Frá Steingrími Sigurgeirssyni,
CARL Bildt, formaður Hægri-
flokksins, segir að Evrópumálin
verði eitt af allra mikilvægustu
viðfangsefnum næstu ríkis-
stjórnar í Svíþjóð. Hann harmi
því að ekki sé meira rætt um
afleiðingar aðildarumsóknar
Svía í Evrópubandalagið (EB) í
kosningabaráttunni. Sú vinna
sem framundan sé varðandi EB
, blaðamanni Morgunblaðsins.
verði að hefjast strax eftir kosn-
ingarnar en ekki einhvern tím-
ann í framtíðinni. Það hefur
vakið athygli að þrátt fyrir að
Svíar séu á leið inn í Evrópu-
bandalagið virðast EB-málin
einungis fyrirfinnast sem slag-
orð í kosningabæklingum eða á
veggspjöldum stjórnmálaflokk-
anna í kosningarbaráttunni.
Bildt segir ástæðuna fyrir því
að ekki sé meira rætt um Evrópu-
málin en raun ber vitni vera af-
stöðu Jafnaðarmannaflokksins.
„Ég er hissa á því að þeir vilja
ekki ræða Evrópumál. Þeir virðast
vera hræddir við Evrópu,“ segir
Bildt. Samkomulag um Evrópskt
efnahagssvæði (EES) yrði að mati
Bildts til að Svíar gætu haldið þá
Sænskum jafnaðarmönnum mis-
tekst að skapa sér spennandi ímynd
Stokkhólmi. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
SÆNSKI Jafnaðarmannaflokkurinn á óneitanlega undir högg að
sækja þessa dagana. Allar skoðanakannanir undanfarna mánuði
benda til að hann muni tapa verulegu fylgi í kosningunum á sunnu-
dag og það hefur dregið úr baráttuvilja flokksforystunnar. Svo
virðist jafnvel sem Ingvar Carlsson, formaður flokksins og forsætis-
ráðherra, trúi því ekki sjálfur að flokkurinn eigi einhveija mögu-
leika á að snúa dæminu við. Opinberlega er farið að ræða um að
Iokasprettur kosningabaráttu jafnaðarmanna einkennist af því að
menn hafi gefist upp; varla hleypir það miklum krafti í kosninga-
starfsmenn flokksins víðs vegar um landið.
Það fer ekki á milli mála að Odd
Engström varaforsætisráðherra er
þreyttur þegar hann ræðir við blað-
amenn, nýkominn úr margra daga
kosningaferðalagi um Svíþjóð
þvera og endilanga. „Þið verðið að
afsaka ef ég missi þráðinn, ég hef
ferðast tíu þúsund kílómetra á síð-
ustu dögum,“ segir Engström og
brosir þreytulega. Það sem hann
hefur séð á þessari ferð virðist
ekki hafa vakið með honum allt
of mikla bjartsýni. Að minnsta
kosti kemur ekki fram í máli hans
að á kílómetrunum tíu þúsund hafí
hann orðið var við neitt sem benti
til þess að dæmið sé að snúast
við. Maður hefur stundum jafnvel
á tilfinningunni að hann gangi út
frá því sem gefnum hlut að eftir
kosningar taki við (jnnur stjórn.
Það athyglisverðasta sem ég
varð var við, segir Engström, var
að um allt landið er tekist á um
tvo 'mjög skýra og afmarkaða
kosti. „Þetta er hugmyndafræðileg
kosningabarátta. Kostimir tveir
eru annars vegar sú stefna sem
byggist á hinni hefðbundnu sam-
stöðu jafnaðarmanna. í henni felst
líka skýr yfírlýsing um að menn
vilji halda áfram að borga háa
skatta. Hinn kosturinn er „Nýtt
upphaf fyrir Svíþjóð". Líka mjög
skýr kostur,“ segir Engström og
bætir við að hann kunni mjög vel
við hversu skýrir kostirnir séu.
Síðar segir hann kosningamar á
sunnudag snúast um það hvort
menn séu reiðubúnir að halda
áfram að borga háa skatta eða
. ekki. Er nema von að kjósendur
hugsi sig tvisvar um?
Talið berst að sænska kerfinu
og framtíð þess. Varaforsætisráð-
herrann segist ekki telja að það sé
í hættu ef borgaralegu flokkarnir
komist til valda. Hugsanlega ef
Hægriflokkurinn einn fengi að
ráða en ekki ef Miðflokkurinn og
ÞjóðarflÖkkurinn eru rrféð í dæm-
inu. Þetta sé einungis spurning um
stigsmun ekki eðlismun. Sænska
kerfið með sínum háu sköttum
segir hann eiga framtíð fyrir sér
ef hægt sé að viðhalda samkeppn-
isfærni Svía á alþjóðamarkaði. Það
sé það sem málið snúist um. Um
framtíðarstefnu flokks síns segir
hann, að til næstu tíu ára litið
muni málin. ráðast af því hvernig
takist að þróa áfram þær stofnan-
ir sem settar voru á laggirnar á
sjöunda áratugnum. Engu þurfi að
breyta í gi’undvallaratriðum í
sænska kerfinu.
í hinum glæsilegu flokksskrif-
stofum Jafnaðarmannaflokksins
við Sveavágen situr Mona Sahlin,
vinnumálaráðherra, fyrir svörum
yfír kaffi og ijómatertum. „Ekki
mjög hollt fæði sem kratamir bjóða
upp á,“ segi ég við borðféíaga
minn. „Nei,“ svarar hann. „Svona
síðustu daga fyrir kosningar hljóta
þeir að vilja halda pressunni án-
ægðri.“ Veitingarnar virðast samt
sem áður ekki auka áhugann á
boðskap Sahlin hjá hinum fámenna
hópi sem mættur er að hlusta á
þann ráðherra sem ætti að vera
hvað mest í brennidepli í ljósi þess
að atvinnuleysi í Svíþjóð er nú
helmingi meira en fyrir ári og fer
vaxandi.
Sahlin virðist líka hafa lítið fram
að færa, hún talar um nauðsyn
þess að auka "fjárfestingaf og að
ríkið hafí afskipti af atvinnulífinu.
Atvinnutækifæri í iðnaði segir hún
hafa aukist þijár vikur í röð, í
fyrsta skipti í ár. „Það er þó enn
of snemmt að segja til um hvort
þetta sé stöðug þróun,“ segir vinn-
umálaráðherrann.
Aðspurð um kosningabaráttuna
segir hún það greinilegt að það
fari ein kosningabarátta fram í
fjölmiðlum og önnur meðal fólks-
ins. Það fólk sém hún hittir á göt-
unni hafí ekki spurt sömu spurn-
inga og ætla hefði mátt af hinni
opinberu umræðu. „Nú eru líka
farin að heyrast hróp um lygar og
svínarí. Ég vona að það heyri til
undantekninganna," segir hún að
lokum.
Flestir eru þrátt fyrir allt sam-
mála um að ríkisstjórn Ingvars
Carlssons hafí á margan hátt unn-
ið gott verk á síðustu árum, ekki
síst með skattkerfisbreytingunum
árið 1990. Flokkurinn virðist hins
vegar eiga í erfíðleikum með að
móta sér nýja ímynd í ljósi þeirra
gífurlegu breytinga sem orðið hafa
í Evrópu. í staðinn treystir hann
á allar gömlu lummurnar og bygg-
ir kosningabaráttuna á nauðsyn
þess að standa vörð um velferðar-
kerfið. Enginn trúir því hins vegar
að það sé í neinni hættu, og kjós-
endur svipast því í staðinn um eft-
ir valkostum sem hafa meiri fersk-
leikablæ.
tímaáætlun sem þeir hafa sett sér
varðandi aðild að EB. Með EES-
samningi væri þegar búið að vinna
stóran hluta af þeirri vinnu sem
aðildin krefðist. Ef EES strandi
sé hins vegar hætta á að fresta
þurfi aðild Svía að EB. Hann seg-
ir allri vinnu varðandi EES-samn-
inginn verði að ljúka fyrir miðjan
október annars verði enginn samn-
ingur gerður. Eftir þann tíma verði
EB upptekið af eigin málefnum.
„Afstaða norsku ríkisstjómarinnar
hvað varðar sjávarafurðir á eftir
að ráða úrslitum um EES-samn-
inginn,“ segir Bildt.
Jafnaðarmaðurinn Pierre Sc-
hori, sem er æðsti embættismaður
sænska utanríkisráðuneytisins,
var í umræðuþætti í sænska ríkis-
sjónvarpinu á þriðjudagskvöld
spurður hvað réði því að svo lítið
færi fyrir EB-umræðunni. Hann
sagði skýringuna vera að mjög
breið samstaða hefði náðst í
•sænska þinginu um aðildarum-
sóknina, 90% þingmanna hefðu
verið sammála um hvaða stefnu
bæri að taka. Það væri eðlilegt
að stjórnmálamenn reyndu frekar
að taka upp málefni í kosningabar-
áttunni sem menn væru ekki sam-
mála um. Hann spáði því hins
vegar að mikil umræða myndi fara
fram um þessi mál eftir þijú ár.
Þá yrði nefnilega að öllum líkind-
um samhliða þingkosningunum
haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um
aðild Sviþjóðar að EB.
Schori var spurður um þau
umæli Bildts að jafnaðarmenn
væru hræddir við að ræða Evrópu-
mál. „Það er hlægilegt að halda
þessu fram,“ svaraði hann. Hann
sagðist ekki telja hættu á því að
jafn harðvítugar deildur yrðu um
EB í Svíþjóð og Noregi. Þar væri
andstæðan stofnanakennd. Stórir
hópar, s.s. sjómenn og bændur,
væru hræddir við EB. Svipuð staða
myndi ekki koma upp í Svíþjóð
að hans mati.