Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 29

Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ’ FIMMTUDAGUR -12. SEPTEMBERU991- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 2$ Útgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. l’ lausasölu 100 kr. eintakið. Skógræktarátakið er góður vegvísir Um ein milljón tijáplantna voru gróðursettar í land- græðsluátaki á síðastliðnu ári. Ein af hveijum tíu plöntum, sem gróðursettar voru, eða um níu hundruð þúsund, lifðu af fyrsta árið, að því er fram kom í máli Ásu Aradóttur, vistfræð- ings, á aðalfundi Skógræktar- félags íslands. Þetta er veru- lega betri árangur en búizt var við. Algengt er að afföll séu allt að fjórðungur fyrstu árin. Vistfræðingarnir Ása Ara- dóttir og Sigurður Magnússon unnu að úttekt á árangri af Landgræðsluátaki 1990 í maí- og júnímánuði síðastliðnum. Fyrirfram voru menn nokkuð uggandi um árangurinn vegna þess að svæðin, sem gróðursett var í, voru misvel fallin til skóg- ræktar, sumarið var víða þurrt framan af og vetur snjóléttur. Engu að síður var árangurinn með ágætum. Af þeirri milljón plantna sem gróðursettar voru í átakinu var um 75% birki, 7% lerki en minna af öðrum teg- undum. Morgunblaðið hefur eftir Ásu Aradóttur, vistfræðingi, sl. þriðjudag: „Ég held að þessi aðferð að gróðursetja tré til landgræðslu sé komin til að vera og að henni verði beitt áfram í framtíðinni. Vandamálið við svona gróður- setningar er hins vegar að þær kosta mikið, bæði vinnu og fjár- magn, og því er eiginlega ekki gerlegt að ætla að klæða auðn- imar með gróðursetningu ein- göngu, þó svo að hún geti hent- að mjög vel til að klæða lönd umhverfis þéttbýliskjarna og önnur útivistarsvæði. Þar sem landrými er meira og þar sem ekki liggur eins mikið á að ná skóginum upp getum við látið náttúruna vinna með okkur ... Birkið okkar er til dæmis afar duglegt að sá sér, eins og mörg dæmi eru til um. Þess vegna er hægt að gróðursetja aðeins hluta af svæði sem græða á upp, til dæmis nokkra lundi, sem síðan framleiða fræ og verða fræuppsprettur fyrir sjálfgræðslu. Skyld leið er að . friða land kringum gamlar skógarleifar og skógræktar- J girðingar." Skógræktarátak 1990 og sá ! árangur sem fyrir liggur lofar góðu, bæði varðandi land- græðslu og viðvarandi baráttu landsmanna gegn gróðureyð- ingu, sem hefur verið hrikaleg síðan land var numið, og er enn mjög mikil. Ástæður gróður- eyðingar á genginni tíð eru ýmsar: kólnandi tíðarfar, eld- virkni, eyðing skóga (kolagerð) og síðast en ekki sízt uppblást- ur og ofbeit. Hraðfara gróður- eyðing, eins og hér var á fyrri hluta aldarinnnar, er naumast til staðar nú, en gróðurlendið skreppur hins vegar enn víða saman, einkum á hálendinu. Viðkvæmum hálendisgróðri stendur ógn af beitarálagi og vaxandi ógætilegri umferð, innlendra og erlendra ferða- manna, sem njóta vilja fegurð: ar og tignar íslenzkra öræfa. í þeim efnum þarf að koma við eðlilegum vörnum; nauðsynleg- um umgengnisreglum við nátt- úru landsins. Skógrækt er ein mikilvæg- asta leiðin til að endurheimta þau landgæði, sem glatast hafa frá upphafi búsetu í landinu, og til að gera það umhverfi, sem er ramminn um mannlífið, betra og fegurra. Þar kemur margt til. I fyrsta lagi er íslenzki birkiskógurinn ein sterkasta vörn jarðvegs gegn rofi. í annan stað er notagildi skógarskjólbelta fyrir landbún- aðarhéruð óumdeilt, en þau stórauka verðmæti landsins. í þriðja lagi þykir sýnt að nytja- skógrækt getur orðið hagkvæm búgrein, þar sem skilyrði til skógræktar eru hvað bezt, en viður er verðmæt náttúruafurð. í ijórða lagi hefur hinn marg- víslegi tijágróður bæði nytja- (skjól) og fegurðargildi í um- hverfinu, meðal annars á úti- vistarsvæðum og í nánd við þéttbýli og sumarhús. Síðast - en máski ekki sízt - hefur skógrækt, með tilheyrandi úti- vist og hreyfingu, heilsubæt- andi og þroskandi áhrif á hvern þann, sem þar leggur hönd að verki. Landgræðsluátak liðins árs var gott og verðmætt innlegg í banka framtíðarinnar. Gróð- urvernd og landgræðsla, ekki sízt skógrækt, eru viðfangs- efni, sem leggja verður vaxandi rækt við. Þrátt fyrir „svart- nætti ríkisfjármála sem grúfir yfir okkur“ og nokkurn, og að hluta til heimatilbúinn, efna- hagsvanda, sem heftir fram- kvæmdagetu okkar næstu misserin á það að vera þjóðinni metnaðarmál, að vinna upp þá gróðureyðingu, sem fylgt hefur búsetu í landinu, sem og að bæta og fegra það umhverfi, sem er ramminn um mannlíf í landinu. John Galvin, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu: Grundvallarregla að herinn ráðskast ekki með ríkisstjómir Leggur áherslu á nauðsyn þess að halda í traust skipulag á óvissutímum og álítur hernaðarstöðu íslands breytast minna en annarra NATO-ríkja YFIRMAÐUR herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, bandaríski hershöfðinginn John Galvin, kom til .landsins í stutta heimsókn á þriðjudag og ræddi við íslenska ráðamenn auk þess sem hann litaðist um á Þingvöllum áður en hann hélt á brott síðdegis í gær. Síðast mun yfirmaður Evrópuheraflans hafa verið hér í heim- sókn fyrir fjórum áratugum er Dwight Eisenhower, siðar Bandaríkj- aforseti, gegndi þeirri stöðu. Herafli bandalagsins í Evrópu er und- ir yfirstjórn Galvins að undanskildu því liði sem bækistöðvar hefur í Portúgal, Bretlandi og á íslandi. Ennfremur taka Frakkar og Spánveijar ekki þátt í hernaðarsamvinnu bandalagsins. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Galvin í gær og spurði fyrst hvert yrði hernaðarlegt hlutverk íslands í heimi sem tekið hefur stakkaskiptum siðari árin og einkum síðustu vikurnar. Morgunblaðið/Kristján G. Amgrímsson John Galvin, yfirmaður alls herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. „Það er orð að sönnu, heimurinn er að breytast og Atlantshafsbanda- lagið verður að horfast í augu við þá staðreynd. Það gerði bandalagið í Lundúnayfirlýsingunni og mun einnig gera á væntanlegum leiðtoga- fundi í Róm í nóvember. Umræddar breytingar hafa áhrif á stöðu og stefnu bandalagsríkjanna með mis- munandi hætti. Heraflinn á meginl- andi Evrópu var búinn undir að veij- ast víðtækri árás austur yfir láglendi Norður-Þýskalands en nú eru að- stæður á þessum slóðum breyttar eftir upplausn Varsjárbandalagsins og önnur umskipti. Ný varnarstefna mun byggjast á fámennari fastaheij- um og þess vegna verða breytingarn- ar mun afdrifaríkari á meginlandinu þar sem fyrir var meginhluti herliðs- ins. En nýja stefnan mun einnig byggjast á því að hægt verði að auka við liðsaflann með skömmum fyrirvara og þess vegna mun varnar- stöðin á íslandi áfram gegna sínu upprunalega hlutverki í vörnum bandalagsins þ.e. að gæta siglinga- leiðanna yfir Átlantshafið. Keflavík- urstöðin er geysilega mikilvæg vegna áætlana um að senda aukinn liðstyrk frá Norður-Ameríku til Evr- ópu ef nauðsyn krefur. Annað hlut- verk íslendinga er að leggja land undir búnað og mannafla er heldur uppi eftirliti með hernaðarviðbúnaði á Norður-Atlantshafí. Að mínu áliti munu hernaðarlegt mikilvægi og aðstæður á íslandi ekki taka jafn miklum breytingum vegna umskip- tanna í austri og búast má við í öðrum aðildarríkjum bandalagsins. Hér verður fremur haldið í horfinu.“ - Sumir gera ráð fyrir að breytt Sovétríki eða arftaki þess, rússneskt stórveldi, muni innan nokkurra ára huga aðallega að hefðbundinni stöðu sinni sem meginlandsstórveldi. Er líklegt að þeir muni einfaldlega fleygja megninu af herskipaflotan- um, sem þegar er að verulegu leyti úreltur, á haugana og hvaða áhrif hefði það á varnarstefnu NATO? „Ef Rússland yrði stórveldi án hernaðartengsla við hin lýðveldin yrði það aðeins um fimmtungi minna en Sovétríkin gömlu. Ríkið myndi eftir sem áður ráða yfir mikilvæg- ustu flotahöfnunum, við Norður- Ishafið. Eg held þess vegna ekki að við munum verða vitni að svo miklum breytingum á þessu sviði. Geri að- stæður það kleift getur verið að Sovétmenn muni minnka flotaum- svifin en fram til þessa hefur reynd- in verið önnur, þeir eru enn að efla flotann. Þeir eru að smíða ný flugvél- amóðurskip og bæta tæknibúnaðinn með ýmsum hætti.“ Haldið verði í traust skipulag - Hefur NATO einhveija hugmynd um stefnu Borís Jeltsíns Rússlands- forseta í þessum efnum, hefur hann sagt eitthvað um flotastefnuna og herskipasmíðina? „Mér er ekki kunnugt um að hann hafi sagt neitt opinberlega um þessi mál. Hann og talsmenn fleiri lýð- velda hafa lýst skoðunum sínum á framtíð kjarnorkuherafla Sovétríkj- anna en Jeltsín hefur ekkert sagt um flotann. Sovétmenn þurfa nú að fást við gífurlegar breytingar, um- skipti á öllum sviðum. Vonandi verð- ur hægt að hraða þessum breyting- um eftir að valdaránið rann út í sandinn. En ástandið er afar ótryggt, erfitt að spá fyrir um framvinduna. Það er ákaflega margt sern getur skyndilega aukið spennu. Á tímum sem þessum tel ég brýnt fyrir okkur að halda í traust skipulag sem við höfum núna. Þetta er eitt af því sem gerir svo nauðsynlegt að NATO verði áfram við lýði.“ - Gerir núverandi varnarstefna NATO ekki ráð fyrir þeim möguleika að vígbúnaður á og í höfunum verði takmarkaður með samningum? „Þessi mál hafa verið til umræðu en ég hygg að megináherslan hafi verið lögð á fækkun í land- og flug- heijum auk takmörkunar á kjarn- orkuvígbúnaði. Það er ekki stefna í sjálfu sér að útiloka flotaumræðuna en áherslan hefur verið á öðru.“ Ný tækni - Hernaðarsérfræðingar telja að í framtíðinni muni ný tækni valda því að langtum minni liðsafla þurfi til að halda uppi nauðsynlegum vörn- um. Mannlaus flugskeyti t.d. muni stöðugt sveima yfir hættusvæðum, ósýnileg í ratsjá, og hægt verði að kæfa með þeim árásir í fæðingunni „Ég hygg að það verði ákaflega mikilvægt að ráða yfir nútímalegum heijum. Þetta varð öllum ljóst í Pers- aflóastríðinu, hvað tæknin er mikil- væg. Annað sem einnig er býsna mikilvægt er hæfnin til að samræma og stjórna öllum tæknibúnaðinum og eftir sem áður er bráðnauðsynlegt að stjórnendur og hermenn kunni sitt fag. Við sáum í Persaflóastríðinu hveiju hægt er að áorka- þegar liðs- aflinn er hæfur. í heimsstyijöldinni síðari var hægt að ná algerum yfirr- áðum í lofti með því að beita herflug- vél sem var heldur fullkomnari en vélar óvinarins. Nú á þetta ekki að- eins við um flugvélar. Ef vopn skrið- drekanna okkar eru langdrægari en andstæðinganna, nákvæmari og hægt að beita þeim með skemmri fyrirvara, þá er hægt að ná yfirhönd- inni í landbardögum. Við þurfum þess vegna að vera á varðbergi og fullvissa okkur um að tæknibúnaður okkar verði ekki úreltur. En á sparn- aðartímum getum við ekki skipt um búnað og fengið það allra nýjasta með nokkurra ára millibili. Við verð- um því að íhuga vandlega í hvert sinn hvað við þurfum nauðsýnlega að endurnýja og hvað er enn hægt að nýta. í Persaflóastríðinu notuðum við, auk Tomahawk-flauga og ann- ars hátæknibúnaðar, meira að segja F-4 könnunarflugvélar sem hannað- ar voru fyrir 30 árum.“ - Hefur verið tekin ákvörðun um að eyða skammdrægum kjarnavopnum NATO í Evrópu? „Nei en ég minni á að við höfum lýst yfir því að þegar samningur um fækkun í hefðbundnum heijum verði í höfn myndum við reyna að semja um skammdrægu vopnin. í Lund- únayfirlýsingunni segir að við séum reiðubúnir að eyða alveg stórskota- vopnum sem gerð eru fyrir kjama- hleðslur og vildum ræða um aðrar tegundir af skammdrægum kjama- vopnum við Sovétmenn. Ég styð ein- dregið þessa stefnu af því að ég er sannfærður um að við getum fækkað kjarnavopnunum vegna breyttra að- stæðna í heiminum. Ég álít að við- ræður um þessi mál muni hefjast mjög fljótlega og takast muni að semja um gagnkvæma fækkun. Við þurfum þó að ráða áfram yfir nokkr- um birgðum slíkra yopna af því að í varnarstefnu okkar er gert ráð fyr- ir að við getum gripið til þeirra í neyðartilvikum. Á leiðtogafundinum í Róm er ætlunin að ræða með hvaða hætti skuli bregðast við gerbreyttum aðstæðum í heiminum og þá hyggj- um við einnig gaumgæfílega að því hvernig við getum sýnt mesta ráð- deild, hvaða búnað og mannafla við getum látið nægja til að viðhalda traustum vörnum." Aðgerðir utan varnarsvæðisins - Gæti NATO fyrirvaralítið eða fyr- irvaralaust tekið að sér að vetja land- amæri nýfijálsra landa í Austur-Evr- ópu, t.d. Ungveijalands eða Eystra- saltsríkjanna? „Spurningin um varnir landa eða svæða sem eru utan skilgreinds varnarsvæðis NATO er ávallt að koma upp í umræðum bandalagsríkj- anna. Fram til þessa hefur bandalag- ið látið nægja að taka afstöðu til þessa vanda í hvert sinn sem það hefur reynst nauðsynlegt. Þá hefur verið ákveðið hvort aðgerðir yrðu í nafni NATO eða annars aðila. Það hefur enn ekki komið til þess að bandalagið sjálft hafi gripið til að- gerða utan varnarsvæðisins, það hefur látið eitt eða fleiri aðildarríki um að leysa málin með því að senda herlið á vettvang. Þetta gerðist í Persaflóastríðinu. Þetta er afskap- lega erfítt mál viðureignar, kannski finnst á því lausn en ég treysti mér ekki til að fullyrða neitt um það. Mér finnst líklegra að áfram verði látið nægja að taka afstöðu í hvert einstakt skipti sem rætt er um mögu- leika á slíkum aðgerðum.“ - Oft er rætt um að mesta hættan í öryggismálum Evrópu verði fram- vegis spennuástand innanlands í ákveðnum ríkjum, deilur þjóðabrota sem gætu breiðst út yfir landamær- in. Hvaða hlutverki gegnir bandalag- ið nú í sambandi við ástandið í Júgó- slavíu? „Stefnan varðandi Júgóslavíu hef- ur verið sú að láta Evrópubandalag- ið reyna að finna lausn á mesta vand- anum í Júgóslavíu. Enn sem komið er hefur árangurinn ekki verið mik- ill en þetta er sú leið sem var valin og við verðum að bíða og sjá hvað gerist.“ - Ymsir benda á hættuna á því að vegna upplausnar Sovétríkjanna gætu geðbilaðir harðstjórar í þriðja heiminum komist yfir kjarnavopn úr sovéska forðabúrinu. Treystir NATO því að hægt verði að hindra þróun af þessu tagi með alþjóðlegum að- gerðum? „Bandalagið verður að setja traust sitt á samninginn um bann við út- breiðslu kjarnavopna. Árangurinn af þeim samningi hefur verið tak- markaður en ég tel að reynt verði að bæta þar úr og sennilega verður lögð enn meiri áhersla á að fram- fylgja honum í framtíðinni og tak- marka útbreiðslu hættulegustu vopnanna.“ Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd - Umræða er aftur hafin um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Hvað viltu segja um þá hugmynd? „Atlantshafsbandalagið er and- vígt hugmyndinni vegna þess að með þessu yrði bandalaginu gert erfitt um vik við að framkvæma sam- þykkta stefnu þess í kjarnorkumál- um. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd myndu setja skorður við þeirri stefnu.“ - Norðursvæði bandalagsins er nú stjórnað frá Kolsaas í Noregi og nær yfir Noreg, Danmörku og Slésvík- Holtsetaland, yfirmaðurinn er Breti. Nú vilja Þjóðveijar breyta skipulag- inu, við lítinn fögnuð Norðmanna. Þjóðveijat' vilja að allt Þýskaland verði undir stjórn þýsks yfirmanns og stjórnsvæði hans nái e.t.v einnig yfir Danmörku. Hvað viltu segja um þessa málaleitan Þjóðveija? „Við erum sem stendur að ræða hvernig stjórnsvæðin skuli vera í framtíðinni eftir að aðstæður hafa breyst svo mjög. Herliðið verður fá- mennara, einnig yfirstjórnin, við munum byggja meira á hreyfanleika en við höfum gert áður. Það eru að sjálfsögðu mismunandi skoðanir á þessiim málum og finna þarf viðun- andi lausn. Ákvarðanir í NATO eru aldrei teknar með atkvæðagreiðslu heldur samkomulagi allra aðildar- ríkja. Þetta hefur tekist undanfarna fjóra áratugi þótt oft hafi það reynst erfitt, oft verið tekist á og svo mun verða áfram. En ég tel að þegar við komum saman í Róm í nóvember verði búið að finna lausn, komin fram tillaga að nýju skipulagi sem verði komið á, líklega á sjö árum.“ Sovéskir nemendur - Þú hyggst á næstunni flytja fyrir- lestur á fundi í Harvard-háskóla með nokkrum tugum háttsettra liðsfor- ingja frá sovéthemum en þeir vilja m.a. kynna sér hlutverk heija í lýð- ræðisríki. Hvað ætlarðu að segja við þá? „Það verður fjallað um fjölmargt en ef til vill verður mikilvægast að ég reyni að skýra þeim frá reynslu minni sem hermaður í lýðræðislönd- um. Mikilvægast er að ríkisvaldið ráði yfir her sem er nógu öflugur og hefur nægilega kunnáttu til að veija landið en er jafnframt undir fullkomnum aga og hlýðir undan- tekningalaust rétt kjörnum forystu- mönnum ríkisins. Skilyrði þessa er að samskiptin milli stjórnmálafor- ystunnar og yfirmanna hersins séu afar góð, þeim séu ávajlt haldið við og ræktuð dag hvern. Ég nefni sem dæmi að ég hef komið rúmlega þús- und ábendingum stjórnmálamanna á framfæri hjá bandalaginu undan- farna þijá mánuði og læt aldrei hjá líða að taka þær til umfjöllunar. Þetta er eitt af mikilvægustu atrið- unum í starfi NATO sem ég ætla að segja þeim frá. Ég ætla einnig að útskýra fyrir þeim hvernig ég vinn að því að koma sjónarmiðum mínum og annarra yfirmanna í heij- unum á framfæri við stjóriimála- mennina, hvernig ég fæst við út- gjöldin sem alltaf eru svo mikilvægt atriði og stundum erfitt. í stuttu máli, ég ætla að segja þeim frá sam- skiptum þar sem ein grundvallar- regla ríkir og hún er sú að hershöfð- ingjar ráðskast ekki með ríkisstjórn- ir. Hershöfðingjar annast ekki ör- yggismál ríkisins. Við framkvæmum aðeins stefnuna í öryggis- og varnar- málum, erum verkfæri stjórnmála- leiðtoganna í þeim efnum, en ábyrgð- in á öryggi ríkisins er, þegar öllu er á botninn hvolft, ávallt á herðum þeirra.“ - Er eitthvað sem Sovétmenn ættu að varast sérstaklega þegar þeir læra af lýðræðisríkjunum? Einn af forverum þínum í starfi hjá NATO, Eisenhower, ræddi um ægivald sam- eiginlegra hagsmuna yfirmanna hersins og vopnaframleiðenda .. _ „Ég tel að Eisenhower hafi bent á mjög mikilvægt mál með þessum orðum sínum. Hann lagði með þeim áherslu á að vamar- og öryggismál- in ættu að vera í höndum stjórnmála- leiðtoganna. I lýðræðislandi eru þeir kjörnir af þjóðinni. Þetta merkir að þjóðin, kjósendurnir eiga að taka sjálfir afstöðu til varnarmálanna en ekki bara láta yfirmenn hersins um allt sem þau snertir. Stjórnmála- mennirnir eru meðal annars kjömir til að fást við þessi mál og almenn- ingur vill vita hvernig stjórnmála- menn rækja þessi störf. Era öryggis- málin í lagi á þessum sviptingatím- um, getum við komist af með minna fé til þessara mála? Þessum spurn- ingum þarf að svara og ég hygg að Eisenhower hafi haft þessi atriði í huga. Er hann mælti þessi orð var heimsstyijöldinni síðari lokið fyrir nokkru, stríði sem kostaði okkur gíf- urlegt fé auk mannslífa. Eftir stríð var nauðsynlegt að fækka mjög í fastahernum, draga saman seglin. í rauninni var ástandið um miðbik sjötta áratugarins af svipuðum toga og það sem við munum standa and- spænis um miðjan þennan áratug gangi allt að óskum.“ Viðtal: Kristján Jónsson. Varnarmálaráðherra Noregs um Sovétríkin: Rússland mun sýna norðurhjaran- um meiri áhuga Kjarnavopnalaus Norðurlönd gætu komist aftur á dagskrá JOHAN Jorgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, segir að ástand- ið í varnar- og öryggismálum sé nú ótryggara en verið hafi fyrir einu eða tveim árum og ekki sé hægt að bollaleggja að svo stöddu um niðurskurð heraflans. Holst segir jafnframt að hugmyndin um kjarnavopnalaus Norðurlönd geti komist aftur á dagskrá þegar ljóst verði hvar kjarnavopn Sovétríkjanna gömlu verði í framtíðinni. „Við gætum t.d. hugsað okkur að Eystrasaltsríkin mynduðu slíkt svæði ásamt Norðurlöndunum. Svæðið gæti orðið þáttur í öryggis- neti umhverfis sjálfstæð Eystra- saltsríki. Þetta gæti orðið fordæmi fyrir svipað fyrirkomulag þar sem lýðveldi hafa lýst sig óháð,“ segir Holst í samtali við dagblaðið Aften- posten nýlega. ' Ráðherrann sagði að hvað sem liði óvissunni um framtíð Sovétríkj- anna væri ljóst að lýðveldið Rúss- land yrði áfram nágranni Noregs í austri og Rússland yrði voldugasta herveldi Evrópu. „Ég geri ekki ráð fyrir að stefna þeirra muni ógna okkur í fyrirsjáanlegri framtið. Við verðum á hinn bóginn að reyna að sjá lengra og hljótum að viðurkenna að fyrirsjáanleg framtíð er ekki langur tími sem stendur." Holst lagði áherslu á að Norð- menn yrðu að gæta þess að hafa náið samband við önnur Evrópuríki svo að samskipti þeirra við Rússa Johan Jorgen Holst. yrðu ekki eingöngu venjuleg tví- hliða samskipti tveggja ríkja. Hann sagði að langtímahagsmunir Rússa myndu enn verða bundnir norður- hjaranum og vopnum þeirra á þeim • slóðum. Sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna myndi enn styrkja áhuga Rússa á aðstöðu landsins á Kóla- skaga. Bandaríkin væra eina ríkið sem gæti haldið þessum aukna áhuga Rússa í skefjum og því væri afar mikilvægt fyrir Norðmenn að eiga áfram gott samstarf við Bandaríkjamenn. . Sovésku hersveitirnar í Eystrasaltsríkjunum: Brottflutningur bíði til ársins 1995 Riga. Reuter. TALAVS Jundzis, formaður varnarmálanefndar Iettneska þingsins, skýrði blaðamönnum í gær frá fundi sínum með Jevgeníj Shapos- hnikov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, í Moskvu í fyrradag þar sem ráðherrann hefði sagt að Sovétmenn væru ekki reiðubúnir til að hefja brottflutning Rauða hersins frá Eystrasaltsríkjunum fyrr en eftir árið 1994. Ivars Godmanis, forsætisráðherra Lettlands, sagðist hafa tjáð Shapos- hnikov að Rauða hernum bæri að koma sér á brott sem allra fyrst. „Hersveitir Sovétríkjanna eru okkur óviðkomandi, þetta er utanaðkom- andi her,“ sagði Godmanis. í landinu eru um 80.000 hermenn og sveitir Rauða hersins í Eistlandi og Litháen munu vera fjölmennari. Jundzis sagði að Shaposhnikov hefði sagt að ekki yrði hægt að kalla sveitirnar heim fyrr en lokið væri heimkvaðningu sovéskra sveita frá Mið-Evrópu, eða eftir 1994. Hefði hann borið því við að fyrr yrði ekki fyrir hendi húsnæði til að hýsa sveit- irnar. Sagt er að skortur á húsnæði fyrir hermenn sem kallaðir hafa ver- ið frá Varsjárbandalagsríkjunum fyrrverandi hafi valdið mikilli gremju innan hersins. Lettneskir embættismenn hafa sagt að ásættanlegt væri að brott- flutningur sovéskra hersveita frá Eystrasaltsríkjunum tæki ekki lengri tíma en 1-2 ár. Jundzis sagði að Shaposhnikov' hefði samþykkt að leysa eistneska, lettneska og litháíska hermenn und- an herþjónustu, að því tilskyldu að þeir væru af bergi upprunalegu þjóða Eystrasaltsríkjanna brotnir. Her- menn sem ættu rætur að rekja ann- að yrðu ekki leystir undan her- skyldu, t.d. ekki þeir sem teldust pólskir eða rússneskir að uppruna. Af 11.000 liðsmönnum Rauða hers- ins sem fæddir eru í Lettlandi eru aðeins 4.000 af lettnesku bergi brotnir. „Við gerum engan greinar- mun á þessum hermönnum. Þeir eru allir hugsanlegir þegnar í okkar landi,“ sagði Jundzis. Reuter Gorbatsjov hittir fulltrúa Norðurlanda Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti bauð í gær fulltrúa Norðurlanda, sem sitja mannréttindafund Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE) er nú stendur yfir í Moskvu, til fundar við sig í Kreml. Myndin var tekin við upphaf fundarins. Sovétforsetinn situr vinstra megin við borðið en lengst til hægri er Þröstur Ólafs- son, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem er fulltrúi Islands á mannréttindafundinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.