Morgunblaðið - 12.09.1991, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991
5 'sðknúm Imns1 rriikið. Hann ‘var ‘svo
Minning:
Steinar G. Magnús-
son skrifstofustjórí
Fæddur 27. apríl 1932
Dáinn 1. september 1991
í dag kveð ég Steinar Guðjón
Magnússon skrifstofustjóra, góðan
vin og samstarfsmann um hartnær
40 ára skeið, en hann lést í Landspít-
alanum 1. þessa mánaðar.
Kynni okkar Steinars hófust
stuttu eftir að hann réðst til starfa
hjá Sambandi íslenskra samvinnufé-
laga, að loknu prófi frá Samvinnu-
skólanum, árið 1952.
Á næstu árum áttum við saman
margar ánægjulegar stundir í ferða-
lögum um óbyggðir íslands sem
Steinar var mjög hrifinn af. Saman
fórum við ásamt sameiginlegum vini
okkar, Jóni Þór Jóhannssyni, í Evr-
ópureisu árið 1954, áður en slíkar
ferðir voru orðnarjafn hversdagsleg-
ar og þær eru í dag. Þetta var fyrsta
utanferð okkar félaganna og í alla
staði ógleymanleg ferð um sex Evr-
ópulönd.
Seinna þegar við Steinar vorum
orðnir fjölskyldumenn, urðu færri
stundir til ferðalaga en í staðin kom
spilamennskan, en Steinar var góður
bridsspilari og hafði mjög gaman
af því að spila. Þrátt fyrir fjarveru
Steinars erlendis vegna starfa sinna
þar í þágu Sambandsins, datt spila-
klúbburinn ekki uppfyrir og var tek-
ið til við spilin þegar Steinar fluttist
aftur heim til Islands. Síðustu árin
spiluðum við Steinar reglulega sam-
an, ásamt þeim Jóni Þór og Reimari
Charlessyni. Spilaklúbburinn verður
ekki samur eftir fráfall Steinars, og
leitun verður að jafn góðum reikn-
ingshaldara, en það var embætti sem
Steinar var ætíð sjálfkjörinn í.
I störfum sínum var Steinar ein-
staklega samviskusamur og vand-
virkur, eins og þeir þekkja sem með
honum unnu. Hann átti auðvelt með
að starfa með starfsfólki sínu og
samstarfsmönnum og var einstak-
lega vel látinn af öllum.
Þegar ég h't til baka, minnist ég
ennfremur margra ánægjulegra
stunda á heimili foreldra Steinars,
þeirra Magnúsar Á. Guðjónssonar
og Klöru Sigurðardóttur, á Skeggja-
götu 3, Reykjavík, en þau eru bæði
látin fyrir nokkrum árum.
Á Skeggjagötu 3 hófu Steinar og
eiginkona hans, Anna Þóra Baldurs-
dóttir, búskap sinn, en síðustu árin
áttu þau glæsilegt heimili í Akraseli
28, þar sem þau bjuggu ásamt börn-
um sínum,_þeim Baldri, Guðrúnu og
Magnúsi. Á heimili þeirra ólst enn-
fremur upp að hluta dóttir Önnu,
Hafdís Aradóttir. Á heimili þeirra
var ávallt gott að koma.
Steinar lést langt um aldur fram
og þrátt fyrir að hann þyrfti að
gangast undir erfiða skurðaðgerð á
Landspítalanum höfðum við vinir
hans og starfsfélagar vonað að sjá
hann aftur hressan eftir nokkra
mánuði. Forlögin höguðu því á ann-
an veg.
Við Elísabet vottum Önnu og fjöl-
skyldu hennar svo og öðrum skyld-
mennum einlæga samúð okkar og
vitum að minningin um góðan mann
mun milda söknuðinn er frá líður.
Arnór Valgeirsson
í dag fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík útför Steinars vinar míns
og tengdaföður Guðrúnar Kristínar
dóttur minnar.
Kynni okkar Steinars og Önnu
Þóru eiginkonu hans hófust fyrst
um þær mundir sem Baldur sonur
þeirra og Guðrún Kristín dóttir okk-
ar Þórdísar giftu sig, en það var
árið 1987.
Mér féll strax vel við þau hjónin
bæði. Steinar var einkar hlédrægur,
rólegur og háttvís maður og okkur
samdi prýðilega þótt ég eigi ekki
þessa eiginleika í jafn ríkum mæli
og hann. Þórdís kona mín og frú
Anna höfðu þekkst vel árum saman
og þær unnið saman við hjúkrunar-
störf á Landspitalanum um tíma.
Eftir að við tengdumst tókum við
að umgangast nokkuð. Við heimsótt-
um þau hjónin í fallega einbýlishúsið
þeirra í Akraseli þar sem Anna hafði
búið manni sínum indælt og notalegt
heimili og þau komu einnig í heim-
sóknir til okkar. Að sjálfsögðu kom-
um við öll saman öðru hvoru á heim-
ili okkar og barna okkar bæði Guð-
rúnar og Baldurs, Berglindar og
Þorsteins sonar okkar, og var þá oft
glatt á hjalla.
Alltaf var Steinar glaður og ræð-
inn. Ekki heyrði ég hann fjölyrða
um sín eigin vandamál eða hins
mikla fyrirtækis, sem hann vann
hjá, SÍS, þótt þau störf hafi orðið
mikil og erfið hin síðari ár.
Steinar Guðjón Magnússon, eins
og hann hét fullu nafni, fæddist í
Reykjavík þann 27. apríl 1932 og
var því aðeins rösklega 59 ára gam-
all er hann lést, ungur að aldri á
nútíma mælikvarða.
Foreldrar hans voru hjónin Magn-
ús Guðjónsson vélgæslumaður og
Klara Sigurðardóttir.
Steinar lauk prófi úr Samvinnu-
skólanum árið 1950, og úr fram-
haldsdeild þess skóla útskrifaðist
hann 1952. Hann starfaði um tíma
sem innanbúðarmaður hjá Kaupfé-
lagi Dýrfírðinga á árunum 1951-52,
en hóf störf í Iðnaðardeild Sam-
bandsins þann 1. maí 1952 og starf-
aði þar óslitið til ársins 1975. Hann
var skrifstofustjóri þeirrar deildar
síðari hluta þess tíma.
Hann var í sex mánaða starfs-
þjálfun árið 1958 hjá vestur-þýska
samvinnufélaginu GEG í Hamborg.
Síðan varð hann framkvæmdastjóri
Jötuns hf. frá ársbyijun 1976 og
fram til ársins 1981, en þá varð
hann framkvæmdastjóri SIS í Ham-
borg og gegndi því starfi til ársins
1985.
Aftur varð hann framkvæmda-
stjóri Jötuns hf. og allt fram til árs-
ins 1990, en eftir að þijár deildir
Sambandsins höfðu verið sameinað-
ar það ár varð hann skrifstofustjóri
þeirra.
Steinar hafði starfað samfellt hjá
Sambandinu í 39 ár við miklar vin-
sældir fyrir afburðadugnað, sam-
viskusemi og prúðmennsku.
Eftir því sem ég best veit var
hann yfirleitt heilsugóður þar til fyr-
ir einum fimm árum að hann fann
til óþæginda af óreglulegum hjart-
slætti. Læknisskoðun leiddi þó ekk-
ert sérstakt sjúklegt í ljós.
Fyrir einum og hálfum mánuði
veiktist hann af slæmu innflúensu-
kvefi með berkjubólgu. Röntgen-
myndataka sýndi mikla stækkun
hjartans og eftir nánari rannsóknir
var honum ráðlögð hjartaaðgerð,
sem framkvæmd var þann 28. ágúst
á Landspítalanum og gekk vel. En
tveim dögum síðar veiktist hann
hastarlega og að kveldi sunnudags-
ins 1. september lést hann þar.
Ekkja Steinars, frú Anna Þóra
Baldursdóttir, er hjúkrunarfræðing-
ur og starfar við Landspítalann. Þau
gengu í hjónaband árið 1964 og
hafa eignast þijú börn, Baldur Ár-
mann, Guðrúnu og Magnús Má.
Auk þess hafði Anna áður átt eina
dóttur, Hafdísi Sigrúnu, sem er
hjúkrunarfræðingur, gift Tómasi
Jónssyni lækni og eiga þau þijú
börn.
Elstur bama Önnu og Steinars
er Baldur tengdasonur minn. Hann
er rafvirki, býr og starfar hér í borg-
inni, dugnaðarmaður og drengur
góður eins og faðir hans. Guðrún
Kristín kona hans er nýútskrifuð úr
Kennaraháskólanum og hefur þegar
hafið hér kennarastarf. Þau búa í
nágrenni við okkur. Magnús Már er
nýlega útskrifaður rafvirki og vinnur
hjá Jötni hf.
Lát Steinars, manns á besta aldri,
kom öllum sem hann þekktu mjög
á óvart og var hreint reiðarslag. Að
sjálfsögðu var áfallið þyngst og sár-
ast fyrir konu hans, Dörn og nán-
ustu ættingja þeirra, en einnig við
tengdafólk hans og aðrir góðir vinir
þeirra hjóna erum mjög hrygg og
ljúfur maður og góður vinur vina
sinna. Hinir fjölmörgu samstarfs-
menn hans hjá SÍS munu einnig
syrgja hann mjög og sakna hans.
Við Þórdís, börn okkar og fjöl-
skyldur samhryggjumst innilega
Önnu ásamt börnum fjölskyldum og
ættingjum hennar og Steinars.
Guð blessi Steinar á þeim leiðum,
sem hann nú hefur lagt út á og bless-
uð veri minning hans.
Erlingur Þorsteinsson
Steinar Guðjón Magnússon var
fæddur í Reykjavík og voru foreldrar
hans Klara Sigurðardóttir og Magn-
ús A. Guðjónsson vélgæslumaður.
Steinar lauk prófi frá Samvinnu-
skólanum vorið 1950 og úr fram-
haldsdeild sama skóla tveim árum
síðar. Hann hóf störf hjá samvinnu-
félagi strax að loknu námi og átti
því nær 40 starfsár að baki þegar
fráfall hans bar við, vinum og vanda-
mönnum að óvörum — og langt um
aldur fram.
Steinar starfaði fyrst sem innan-
búðarmaður hjá þeim merka manni
Eiríki Þorsteinssyni kaupfélags-
stjóra á Þingeyri, en frá 1. maí 1952
og til ársloka 1975 starfaði hann
hjá Iðndeild Sambandsins við
ábyrgðar- og trúnaðarstörf. Eg man
fyrst eftir Steinari þar sem hann
starfaði í Iðnaðardeildinni með þeim
kunna sómamanni Harry Fredriksen
framkvæmdastjóra Iðnaðardeildar
um langt árabil. Samstarf þeirra var
einlægt og gott, enda byggt á gagn-
kvæmu trausti. Þar fóru saman
mannkostir, trúmennska og prúð-
mennska þannig að til sérstakrar
fyrirmyndar var.
Árið 1976 varð Steinar fram-
kvæmdastjóri Jötuns hf., dótturfyr-
irtækis Sambandsins sem þá versl-
aði með rafmagnsvörur, raftækja-
búnað og annaðist viðgerðir og verk-
efni tengd rafmagni. Síðan lá leiðin
til Hamborgar árin 1981-1985, en
þar var Steinar framkvæmastjóri
Hamborgarskrifstofu Sambandsins.
Haustið 1985 flytur Steinar með fjöl-
skyldu sína til Islands og tekur á
ný við framkvæmdastjórn Jötuns hf.
og rekur það fyrirtæki í óbreyttri
mynd til ársloka 1989.
Um áramótin 1989-90 varð sú
breyting á starfsemi Sambandsins
að þijár rekstrareiningar voru sam-
einaðar í eina, fyrst sem deild í Sam-
bandinu og síðar sem hlutafélag sem
ber nafnið Jötunn hf. Steinar gegndi
störfum skrifstofustjóra þessarar
nýju einingar og rækti þau með
stakri samviskusemi og prýði eins
og reyndar öll sín störf.
Steinar var sannkallaður mann-
kostamaður sem gott var að þekkja
og starfa með. Hann var einkar ljúf-
ur í umgengni, samviskusamur, föls-
kvalaus og vildi öllum gott gera.
Við hjónin áttum þess kost að
heimsækja Steinar og fjölskyldu
hans þegar þau bjuggu í Hamborg.
Okkur er lengi minnisstæð sú gest-
risni og hlýja sem þar mætti okkur.
Eiginkona Steinars er Anna Þóra
Baldursdóttir hjúkrunarkona. Börn
þeirra eru þijú, Baldur Ármann raf-
virki, kvæntur Guðrúnu Erlingsdótt-
ur, Guðrún og Magnús, nemi í raf-
virkjun, sem bæði eru enn í foreldra-
húsum. Auk þess ólu þau hjón upp
að nokkru leyti dóttir Ónnu og stjúp-
dóttur Steinars, Hafdísi Aradóttur,
sem gift er Tómasi JÓnssyni lækni.
Fjölskyldan bjó sér fallegt heimili í
Reykjavík sem ber vott um vand-
virkni og smekkvísi þeirra hjóna
beggja.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég þakka Steinari heilladijúg störf
fyrir Sambandið og fyrirtæki á þess
vegum. Við hjónin vottum Önnu og
börnunum dýpstu samúð og biðjum
Guð að veita þeim styrk í sorg þeirra.
Minningin um góðan dreng mun
lengi lifa.
Guðjón B. Ólafsson
Mig langar í örfáum orðum að
minnast elskulegs tengdaföður míns,
Steinars G. Magnússonar, sem lést
á Landspítalanum þann 1. septem-
ber.
Ég hitti Steinar og Önnu Þóru
konu hans fyrst er þau komu heim
til íslands eftir 4 ára dvöl í Þýska-
landi, þar sem Steinar var við störf
á vegum SÍS. Það var mikil tilhlökk-
un Baldurs sonar þeirra að fá for-
eldrá sína og systkini, þau Guðrúnu
og Magnús, alkomin heim, þar sem
hann dvaldi mest heima á Islandi í
þeirra Ijarveru, sökum náms. Baldur
var í góðum höndum á meðan á
dvöl þeirra erlendis stóð, þar sem
hann bjó hjá foreldrum föður síns.
Við Baldur höfðum þekkst um
tveggja vikna skeið þegar foreldrar
hans fluttu heim. Síðan eru liðin sex
ár. Mig grunaði ekki þá að ég ætti
einungis eftir að fá að njóta nær-
veru Steinars, sem síðar varð tengd-
afaðir minn, í svo stuttan tíma.
Hann var einstaklega elskulegur og
hlýlegur maður sem var ætíð rólegur
og yfirvegaður. Hann bar tilfmning-
ar sínar ekki á torg. Hann hafði
góða kímnigáfu og stutt var í góðlát-
legt brosið. Ég man ekki eftir að
hafa séð tengdaföður minn skipta
skapi og ætla ég að mikið hafi til
þess þurft.
Þegar ég hugsa til baka, koma
minningarnar upp í huga mér hver
af annarri, en þó er mér einna minn-
isstæðast að ég sagði við Baldur
þegar við höfðum ákveðið að gifta
okkur að mér þætti yndislegt að
faðir minn lifði það að leiða mig upp
að altarinu en hann var allmörgum
árum eldri en Steinar. Sagt er að
maður viti ekki ævi sína fyrr en öll
er og á því leikur víst enginn vafi.
Lífið er óútreiknanlegt og eins og
það getur verið yndislegt getur það
verið miskunnarlaust og kaldhæðn-
islegt og við fáum engin svör við
þeim ótal spurningum sem hjá okkur
vakna. En það sem við getum lært
af þeirri lífsreynslu sem við öðlumst
er að reyna að njóta lífsins á meðan
við lifum og gera það besta úr hlut-
unum eftir því sem hægt er. Það er
að segja að vera góðar og heiðarleg-
ar manneskjur og hafa það fyrir lífs-
stefnu sem Jesús kenndi okkur og
stendur í Biblíunni: að „það sem þér
viljið að aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra“ og það
veit ég fyrir víst að eftir því breytti
Steinar, enda vinmargur.
Þetta eru aðeins nokkur orð um
elsku tengdaföður minn sem ég
þakka goðum guði fyrir að hafa
fengið að kynnast, því maður verður
því miður sjaldan þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast slíkum öðlingi
sem Steinar minn var. Hann var
mér einstaklega góður strax við
fyrstu kynni og vinátta okkar jókst
með hveijum deginum sem leið og
það sama er að segja um elskulega
tengdamóður mína sem hefur staðið
dyggilega við hlið manns síns ekki
hvað síst á meðan á veikindum hans
stóð.
Missir hennar og fjölskyldunnar
allrar er mikill, meiri en nokkur orð
fá lýst. Því bið ég góðan guð að
styrkja alla þá sem eftir standa í
sorg sinni.
Ég bið algóðan guð um að geyma
elsku tengdaföður minn. Ég efast
ekki um að hann sé í góðum höndum
þeirra sem á undan eru gengnir og
hlakka til endurfundanna þegar
minn tími kemur.
Blessuð veri minning hans.
Guðrún Kristín Erlingsdóttir
í dag er gerð útför æskuvinar
míns og félaga, Steinars G. Magnús-
sonar framkvæmdastjóra, Akraseli
28 í Reykjavík. Hann lést á Landspít-
alanum að kvöldi hins 1. september
eftir stutta sjúkdómslegu.
Foreldrar hans voru hjónin Magn-
ús Á. Guðjónsson togarasjómaður,
og síðar um iangt árabil starfsmaður
Slippfélagsins í Reykjavík, og Klara
Sigurðardóttir, trésmíðameistara
Skagíjörð. Þau eru bæði látin.
Magnús og Klara reistu sér hús á
Skeggjagötu 3 árið 1936 þegar
Norðurmýrin var að byggjast og
voru að ég hygg frumbyggjar við
þá’ götu. Þar bjuggu þau til dánar-
dags og þar ólst Steinar upp til full-
orðinsára.
Að loknu gagnfræðaprófi fór
Steinar í Samvinnuskólann og lauk
þar námi. Hann starfaði um eins árs
skeið við Kaupfélagið á Þingeyri en
réðst síðar til Sambands íslenskra
samvinnufélaga og starfaði á vegum
þess, innanlands og erlendis, til dán-
ardags. Mun störfum hans þar verða
gerð betri og nánari skil af sam-
starfsmönnum.
Steinar kvæntist 8. febrúar 1964
Önnu Þóru Baldursdóttur hjúkrunar-
fræðingi. Börn þeirra eru þijú: Bald-
ur Ármann, Guðrún og Magnús og
eru_ þau öll uppkomin.
Á öndverðu ári 1973 fluttist ég
með foreldrum mínum og bróður í
íbúð þeirra á Skeggjagötu 6 og frá
þeim tíma eru mínar fyrstu minning-
ar. Flestar eru þær bundnar Stein-
ari Magnússyni að einhveiju leyti,
enda urðum við strax leikfélagar og
vinir. Hélst sá náni félagsskapur
allt fram á fullorðinsár eða meðan
við bjuggum báðir við Skeggjagötu.
Norðurmýrin var á þessum árum
í útjaðri bæjarins. Að ýmsu leyti var
þetta ákjósanlegur uppvaxtarstaður
tápmikilla drengja. Vestan hennar
var iðandi athafnasvæði borgarinn-
ar. Þar voru bækistöðvar Strætis-
vagna Reykjavíkur, þar voru bæjar-
hesthúsin og þar voru lengi höfuð-
stöðar Hitaveitu Reykjavíkur. Aust-
an Norðurmýrar tóku hins vegar við
græn tún býlanna Sunnuhvols, Há-
teigs, Klambra og Eskihlíðar. Maður
gat því á þessum slóðum kynnst
annars vegar athafnalífi borgarinnar
og hins vegar kyrrð sveitarinnar.
Með vaxandi aldri var gripið til reið-
hjóla á fögrum vordögum og bærinn
kannaður nánar. Ég minnist heim-
sókna til Guðrúnar, föðursystur
Steinars, sem var lengi afgreiðslu-
stúlka í stórverslun Marteins Einars-
sonar við Laugaveg. Einnig minnist
ég ferða á smíðaverkstæði Sigurðar,
afa Steinars, og Vilhelms, móður-
bróður hans, en verkstæði þeirra var
þá í Fjalakettinum við Aðalstræti.
Oft lá leiðin líka vestur í slipp til
Magnúsar, föður Steinars.
Steinar var tveimur árum eldri
en ég og hafði því oft frumkvæðið
að því er við tókum okkur fyrir hend-
ur. Þrátt fyrir athafnasemina var
Steinar mjög hæglátur, rólegur og
jafnvel hlédrægur að eðlisfari. Hann
var ákaflega geðprúður og minnist
ég þess ekki að okkur hafi orðið
alvarlega sundurorða öll okkar upp-
vaxtarár.
Á þessum árum var ég daglegur
heimagangur á hinu hlýlega og fág-
aða heimili Magnúsar og Klöru og
naut í ríkum mæli góðvildar þeirra
og ljúfmennsku. Óteljandi voru þau
tilvik þegar Magnús tók okkur strák-
ana með í bílferðir um nágrennið, í
betjamó á haustin, á kappreiðar
Fáks um hvítasunnuna eða aðrar
ámóta skemmtanir, sem vöktu gleði
okkar drengjanna.
Strax á unglingsárum vaknaði
áhugi Steinars á útivist og ferðalög-
um. Mjög oft fórum við þá saman
ýmist tveir eða með öðrum í slík
ferðalög. Minnisstæðar eru mér
gönguferðir á Esju, Ármannsfell og
einkum á Heklu, en þá var Stein-
grímur, bróðir minn, með okkur. Ég
á einnig ánægjulegar minningar um
vikudvöl okkar Steinars í Þórsmerk-
urskála Ferðafélagsins þegar Jó-
hannes skáld úr Kötlum réð þar ríkj-
um. Notuðum við tímann í göngu-
ferðir um Þórsmörk og hið friðsæla
nágrenni enda Mörkin þá ekki orðin
sá mikli ferðamannastaður sem nú
er. Þá er mér mjög hugstæð óbyggð-
aferð um Kjalveg með Tómasi Grét-
ari Ólasyni, vini okkar og félaga af
Skeggjagötu. Hann hafði þá yfir að
ráða gömlum Dodge Weapon herbíl
sem var kjörinn til slíkra óbyggða-
ferða.
Eins og verða vill slaknaði á
tengslum okkar Steinars þegar upp-
vaxtarárunum lauk. Kom þá m.a.
til áralöng búseta okkar beggja er-
lendis og síðar annríki og amstur
við dagleg störf. Þó kom það alltaf
öðru hvoru fyrir að við félagarnir