Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 42

Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 42
42 MQþGUNBLAjm FIMMTUD^GUR, 12.rSEFfrEMQKR ■ 159,1 Jóhannes Hjalta- son - Minning Fæddur 20. nóvember 1972 Dáinn 29. ágúst 1991 Oft finnst mér mega líkja mann- lífinu við veðrið. Það skiptast á skin og skúrir og öll fáum við okk- ar sólardaga jafnt og óveðursdaga. Veðrið getur að vísu verið misjafn- lega vont, oftast þó ekki verra en svo að okkur tekst að takast á við það. En stundum geysa slík óveður að mannskepnan fær við ekkert ráðið, sálartetrið nötrar og tré rifna upp með rótum. Nú hefur slíkt óveður gengið yfír og ungt tré rifn- að upp með rótum, þar að auki eitt ræktarlegasta tréð í garðinum, tré sem bundnar voru miklar vonir við. Hvernig getum við skilið og sætt okkur við slíkt? Ég hygg að enginn kunni svar við því, en spá- maðurinn Kahlil Gibran segir: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Ég sá Jóhannes fyrst fyrir þrem árum er hann kom nýnemi í Mennt- askólann í Kópavogi. Hann var nemandi minn tvö fyrstu árin, einn- ig hefur hann verið umsjónarnem- andi minn þessi þijú ár. Ég tel mig því hafa kynnst honum nokkuð vel, þótt staðreyndin sé hins vegar sú að öll höfum við innra með okk- ur ákveðin hólf sem fáir eða jafn- vei enginn hefur aðgang að. Það fyrsta sem mér datt í hug er ég sá Jóhannes var orðið „heiðríkja", en hann var ljóshærður, bláeygur og afskaplega svipfallegur piltur. Hann var mjög góður námsmaður og stundaði auk MK nám í Tónlist- arskóla FÍH og sótti einkatíma í söng. Hann stefndi að því að ljúka stúdentsprófi næsta vor og helga sig síðan tónlistarnáminu. Hann var kurteis og afar elskulegur nem- andi, en það sem mestu máli skipti: hann var drengur góður og bar það með sér að hafa búið við gott at- læti og notið ástúðar og umhyggju. Það er því afar sárt til þess að hugsa, að næsta vor þegar húfurn- ar verða settar upp, trén laufguð og garðurinn í blóma, skuli vanta eitt tré. Franskt orðatiltæki segir: „partir c’est mourir un peu“, sem má útleggja „að skilja er að deyja ofurlítið". Við kennarar finnum þetta sárlega og deyjum ofurlítið á hvetju vori, er við kveðjum nemend- ur okkar. Við huggum okkur hins vegar með því að við munum ein- hverntíma heilsast aftur á förnum vegi. Við höldum öll áfram á þroskabrautinni hvort heldur sem er í þessum heimi eða öðrum og ég hugga mig við og kýs að trúa því að ég eigi eftir að heilsa Jóhann- esi aftur á förnum vegi og þakka af alhug kynni mín við þennan góða pilt. Aðstandendum öllum votta ég einlæga samúð mína, einnig bið ég Guð að styrkja vini hans og skólafé- laga. Anna Sigríður Arnadóttir Elsku Jóhannes okkar er látinn og harmurinn er svo sár í hjörtum okkar. En við erum jafnframt þakk- lát fyrir 18 árin sem við fengum að eiga hann. Minningarnar getur enginn frá okkur tekið, minningar um góðan dreng sem hafði svo mikla ást til að gefa öllu sem lifir. Við biðjum Guð að geyma hann í faðmi sínum og hann megi taka á móti okkur þegar við kveðjum þetta líf. Góður Guð blessi okkur öll ást- vini hans og lini sorg okkar. Man ég svip og sögu sveinsins lokkabjarta. Brostið er í barmi bamsins góða hjarta. Leiftur góðra gáfna gneistuðu oft í svömm. Nú er þagnarþunga þrýst að köldum vöram. Fyrir þér lá fógur framtíð starfs og dáða. Lífi alls og allra æðri kraftar ráða. Er engill banableikur bijóst þitt nakið signdi, var sem heiður himinn heitum táram rigndi. Svo skein sól í austri, sveitin fylltist angan. í sænginni þinni svafstu með sigurbros um vangann. Hvíld er hveijum heitin hvað sem yfir dynur. Guð og góðir englar gæti þín, elsku vinur. (Davíð Stefánsson) Áróra amma og Jóhannes afi. Hann Jóhannes er dáinn. Er ég sest niður og skrifa þessi orð á ég enn erfitt með að trúa því og sætta mig við það. Svo margar minningar koma fram í hugann. Þessi myndar- legi vinur bróður míns sem hafði svo sérstakan persónuleika. Hann var hægur og rólegur, sjálfstæður í hugsun og virkilega duglegur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Ég minnist þess líka hvað hann var barngóður þegar ég bjó heima í Engihjalla með dóttur mína, en hún laðaðist mjög að honum. Undanfarið var hann í söngnámi hjá Keith mági mínum og talaði Keith oft um hvað hann væri sam- viskusamur og efnilegur nemandi. Einnig hafði hann staðist inntöku- próf í Söngskólann í Reykjavík. Upp úr þessu varð Jói ennþá meiri fjölskylduvinur en áður og þótti okkur öllum mjög vænt um hann. Mjög oft spurðum við Kristin bróð- ur hvar Jói væri og af hveiju hann færi ekki með, en hann vanrækti ekki skólann og áhugamálið. Keith og Jói voru orðnir góðir vinir og ég minnist þess hvað hann var hjálpsamur þegar fjölskyldan stóð í miklum flutningum og hjálpaði þeim bæði við að flytja og mála, jafnvel á laugardagskvöldi. Mér þótti líka vænt um að sjá hann í barnaafmæli Jóhanns litla frænda míns í miðjum próflestri. Já, það var auðvelt að þykja vænt um Jóa. Ég finn fyrir mikilli reiði og sorg þegar þessi ungi maður í blóma lífsins er tekinn frá okkur, en við huggum okkur við það að við hitt- um hann á ný, þegar okkar tími kemur. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt Jóa og ég bið Guð að gefa fjölskyjdu hans styrk til að takast á við þessa miklu sorg, en það verð- ur erfitt. Jói er okkur öllum svo mikill missir, en við varðveitum góðu minningarnar um yndislegan dreng. Við fjölskyldan sendum inni- legar samúðarkveðjur til allra að- standenda. Berglind A. Schram Það er erfitt að skilja lífið og tilveruna þegar ungt fólk sem á allt lífið framundan er fyrirvara- laust kallað burt úr þessum heimi. Þannig var mér innanbijósts þegar ég frétti lát Jóhannesar Hjaltason- ar sem ég og fjölskylda mín höfðum þekkt frá því hann var 7 ára gam- all, þá kom hann heim af fótbolta- æfingu með sonum mínum. Ég man vel eftir þeim degi, það var snemma sumars 1980, Jóhannes var glað- legur, ljóshærður strákur og átti oft eftir að koma á heimili okkar í Rauðahjallanum. Það var alltaf nóg að starfa hjá þessum kraft- mikla strák. Það var smíðavöllur í nágrenninu, þar var unnið við hús- byggingar frá morgni til kvölds og fótboltinn var stundaður af kappi, en stundum gafst líka tími fyrir önnur hugðarefni, bæði lestur, ferðir í sumarbústaðinn við Meðal- fellsvatn með ömmu og afa sem honum þótti svo vænt um og bama- pössun ef því var að skipta. Ég fylgdist með Jóhannesi breytast úr ærslafullum strák í myndarlegan ungan mann sem átti sér marga drauma, hann var að hefja nám í síðasta bekk Menntaskólans í Kópavogi og hefði orðið stúdent næsta vor, einnig var hann við nám í Söngskólanum í Reykjavík, en hann var mjög efnilegur söngvari. Það eru svo ótal margar minningar tengdar honum Jóhannesi en efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og fjölskyldu hans. Éggeymi minning- una um góðan dreng með ljósan koll og bjart bros. Það hlýtur að hafa verið þörf fyrir ungt fólk á öðru tilverustigi, það er tilgangur með öllu, bæði lífi og dauða. Um leið og ég og fjölskylda mín kveðj- um þennan unga vin okkar biðjum við Guð um að styrkja fjölskyldu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Dagbjört og fjölskylda. Enn hefur hinn slyngi sláttumað- ur verið á ferð, án þess að sjást fyrir. Elskulegur frændi, Jóhannes Hjaltason, er látinn. Mér er í minni nóvemberkvöld fyrir tæpum nítján árum að faðir hans hringdi til mín, svo glaður og stoltur, og sagði mér að þeim Sól- veigu hefði fæðst sonur. Sambúð foreldranna ungu varði skamma hríð en vináttan hélt. Jóhannes óx og dafnaði, fallegur krakki, ljúfur og greindur. Hann var orðinn glæsilegur ungur mað- ur, átti eftir ögn að þreknast og harðna, þegar svo skyndilega var klippt á lífsþráðinn. Víst þekkti ég Jóhannes ekki mikið, en í hvert sinn er ég hitti hann í fjölskyldu- boðum eða hversdags hjá föður hans, gladdist ég að sjá þennan bjarta, fallega og prúða frænda sem ævinlega heilsaði og kvaddi ömmusystur með kossi. Það er svo sárt að sjá á bak miklu mannsefni og góðum dreng að orða verður vant. Foreldrum, stjúpforeldrum og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð og bið þess að tíminn og fallegu minningarnar megi sefa sorgina. Sá sem eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn látni lifir i hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir era himnamir, honum yfír. (Hannes Pétursson) Fyrir hönd ömmusystra, Erna Hermannsdóttir Á þessum þungbúnu haustdög- um berst mér sú harmafregn að Jóhannes Hjaltason hafi látist í skólaferðalagi úti í Portúgal. Einu sinni enn verður oss dauðlegum mönnum sú vanmáttuga spurn á vörum hví forsjónin hrífi svo skyndilega brott ungan efnilegan mann í blóma lífsins frá ástvinum og ættingjum. Þegar slíkir sorgar- atburðir gerast verður mönnum orðs vant. Þijá undanfarna vetur var Jó- hannes við nám í Menntaskólanum í Kópavogi. Hann var einstaklega ljúflyndur og dagfarsgóður piltur, vinsæll af kennurum og skólafélög- um. Hann var greindur og góður námsmaður, athugull og elskur að tónlist og lagði stund á hana sam- hliða menntaskólanáminu. Hann var dulur og flíkaði lítt tilfinningum sínum. Jóhannes var íhugull og stundum hugsi þegar rætt var við hann eins og títt er um vel gefna menn. Það er skuggi yfir skólanum eft- ir þessi válegu tíðindi. Þar ríkir sorg o g söknuður eftir góðan dreng og geðþekkan. En þyngstur harmur er kveðinn að foreldrum hans, systkinum og öðnam nánum ætt- ingjum. Guð blessi þau og gefi þeim styrk í sorginni. Ingólfur A. Þorkelsson Þokán vefur mig votu fangi í ysi strætanna einn á gangi fer ég leið mína fram með klettum á höi-ðu gijóti og grónum blettum Og þokan lykur mig Ijósri kyrrð í vomætur dul er mín veröld byrgð hvert ævispor týnt hér fer ungur drengur Og þögnin er eins og þaninn strengur. (Snorri Hjartarson) Þeir hafa verið dimmir dagarnir síðan fréttin barst um að bróður- sonur okkar væri dáinn. Það er svo sárt að þurfa að sætta sig við að hittast aldrei aftur. Það er svo grimmt og óskiljanlegt þetta líf, sérstaklega á þeim stundum er maður stendur frammi fyrir svo helkaldri staðreynd að kornungur maður f blóma lífsins, góðum gáf- um gæddur og hæfileikum, glæsi- legur á velli ljúfur í framkomu já, „allt sem piýða má einn rnann" er skyndilega ekki meir. Hann Jó- hannes litli glókollurinn sem var orðinn svo stór. Hann lifði og hrærðist í tónlist og hún átti hug hans allan. Hann hafði stundað söngnám um nokk- urra ára skeið og hlakkaði til að takast á við þau verkefni sem fram- undan voru á þeim vettvangi. Hann fór utan í hópi bekkjar- systkina sinna, sem hann hefði út- skrifast með frá Menntaskólanum í Kópavogi á vori komanda, og var spenntur að ferðast um og sjá sem mest á þeim tíma sem gæfist. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Eg fann það um síðir að gæfan er gler, svo grátlega brothætt hún reyndist mér4 en æskan er léttstíg og leikur sér, að Ijómandi gullinu fríða. En glerið er brothætt og gijótið er viða. (Freysteinn Gunnarsson) Megi allar góðar vættir styðja fólkið hans elsku Jóhannesar í sorg þess. Lilja, Bergur og fjölskyldur. Jóhannes stóri bróðir minn er dáinn. Ég mun aldrei skilja hve hræðilega miskunnarlaus þessi heimut getur verið að taka Jóhann- es frá okkur, hann sem gerði aldrei neinum neitt og var öllum til ánægju. Jóhannes hafði mjög gaman af tónlist, bæði að hlusta á hana og einnig var hann sjálfur mjög mús- íkalskur. Hann var í söngnámi, var búinn að vera í því í þijú ár og var hann jafnvel að hugsa um að leggja það fyrir sig. Hann gat spilað lög eftir eyranu á t.d. gítar og píanó. Oftar en einu sinni sátum við og spiluðum saman, hann á gítar og ég á fiðlu. Ég þakka bara Guði fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með Jóhannesi. Og ég vona bara að honum líði vel núna hvar sem hann kann að vera. Margrét Ekkert okkar grunaði í vor þeg- ar skólanum lauk að við ættum ekki öll eftir að hittast aftur að hausti, seinasta árið okkar í skólan- um. Ekkert okkar sem urðum eftir heima þegar bekkjarfélagar okkar héldu af stað til Portúgals grunaði heldur að þau myndu ekki öll snúa til baka. Það varpar skugga á skólaárið þegar krakkarnir koma til baka úr 3. bekkjar ferðalaginu, verði sæti Jóhannesar ennþá autt. Hann var einn af okkur, okkur sem flest byijuðum menntaskólagöngu okk- ar fyrir þrem árum. Ennþá svo lít- il, en að okkar eigin áliti ákaflega fullorðin. Saman höfum við svo þroskast. Við höfum svipaða reynslu af menntaskólaárunum, og þegar við eldumst og lítum til baka munum við minnast hvert annars. Við munum jafnvel brosa að hugs- unum okkar og minningum um samskipti okkar við kennarana og hvert annað, við minnumst kennslustundanna, ballanna, við minnumst Jóhannesar. Það er óþægilegt til þess að hugsa að hann deili ekki síðasta árinu með okkur, að hann sitji ekki lengur í tímum með okkur. Jóhannes átti það til að koma með spurningar sem gátu leitt kennarana út af námsefninu og komið af stað um- ræðum í bekknum, það var tilbreyt- ing sem allir voru fegnir. Hann stundaði námið vel og var alltaf til í að taka þátt ef bekkurinn ætlaði að gera eitthvað saman. Hann átti til að hverfa inn í eig- in hugarheim, vakna svo allt í einu þegar hann var spurður um eitt- hvað og spurði undrandi hvort ein- hver hefði verið að tala við hann. Hann var einlægur og blátt áfram, og ákaflega gott að vinna með honum. Við vissum að tónlistin átti stór- an hlut í lífi hans og virtum hann fyrir það. Hvarf Jóhannesar úr hópnum hefur opnað augu okkar fyrir hlut- um sem við ekki áður sáum. Eins og hann lærði margt af okkur Iærð- um við margt af honum. Við mun- um minnast hans sem góðs bekkj- arfélaga og sendum aðstandendum hans samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar af náttúru- og eðlisfræðibraut. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn Iátni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argrqjnar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd ( dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.