Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 43
43
Við fráfall Jóhannesar Hjalta-
sonar nemanda í Menntaskólanum
í Kópavogi langar kennara skólans
til að heiðra minningu hans með
nokkrum fátæklegum orðum. Jó-
hannes var mjög ljúfur og hæglátur
piltur. Hann var ákaflega dagfars-
prúður og öll hans hegðun og fram-
koma í alla staði til fyrirmyndar.
Þessi rólyndi, glæsilegi drengur
virtist hafa allt til að bera til að
farnast vel í lífinu. Hann var góðum
námsgáfum gæddur og hafði auk
þess yndi af tónlist og var í tónlist-
arnámi samhliða menntaskólanám-
inu. Hann var stundum dálítið ann-
ars hugar og eins og utan við sig
eins og títt er um þá sem eru dálít-
ið inn í sig og gefnir fyrir dag-
drauma. Það fór heldur ekki fram-
hjá glöggum kennaraaugum að
Jóhannes heitinn var að eðlisfari
fremur dulur og ómannblendinn.
Hann var ekki sú manngerð sem
bar tilfinningar sínar á torg. Frétt-
ir af skyndilegum dauða þessa
unga og efnilega manns í skólaferð-
alagi með bekkjarfélögum sínum
út í Portúgal komu eins og reiðar-
slag yfir okkur í upphafi skólaárs.
Skuggi dauðans hefur lagst yfir
skólann um sinn og minnt okkur
óþyrmilega á að lífið blaktir á skari.
Það er horfið á svipstundu þegar
sláttumaðurinn mikli sveiflar Iján-
um. Jón Helgason prófessor og
skáld minnir okkur á hversu
skammætt mannlegt líf er og lítils
megnugt andspænis dauðanum í
kvæði sínu „Það var eitt kvöld“:
Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfveg-
is barið,
ég hlustaði um stund og tók af kertinu
skarið,
ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér
svarið:
Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið.
Eftir lifir minning um góðan
dreng og þakklæti fyrir að hafa
mátt njóta samvistanna við hann í
þrjá vetur. Aðstandendum sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðjur
og biðjum algóðan Guð að styrkja
þá og blessa í óbærilegri sorg
þeirra.
Kennarar við Menntaskólann
í Kópavogi.
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrar vegir
villa sýn á borg og hóli.
Sé ég oft í óskahöllum,
ylman skógum betri landa
íjúfling minn sem ofar öllum
Islendingum kunni að standa.
Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustrengur
ég hef sæmt hann einni fýlgju:
óskum mínum hvar hann gengur.
(H.K. Laxness)
Með þessum ljóðlínum viljum við
kveðja skólafélaga okkar og vin
Jóhannes Geir Hjaltason. Það er
ekki margt sem hægt er að segja
á sorgarstundum sem þessum, eina
spurningin sem ásækir hug okkar
er hvers vegna?
’ Það er skrýtið þegar eitt af okk-
ur er kallað á braut. Það er ef til
vill fyrst núna að við skiljum að
við erum í blóma lífsins en þar sem
við leitum svara við ráðgátum lífs-
ins vitum við að Jóhannes er kom-
inn á betri stað, þar sem hæfileikar
hans og ljúft viðmót njóta sín enn
betur.
Það skilur eftir tómarúm í hjart-
anu að missa félaga sinn en í þetta
tómarúm munum við setja minn-
inguna um Jóhannes og hún mun
varðveitast með okkur um ókomin
ár.
Við skólafélagar hans sem eydd-
um síðustu dögunum með honum
í Portúgal vitum að Jóhannes átti
bjarta framtíð og hafði framtíðar-
áform sem sæmdu hæfileikum hans
vel.
Við viljum biðja algóðan Guð að
styrkja fjölskyldu hans og ástvini
í þessari miklu sorg.
Skólafélagar
MORGUNBLADIÐ FlMM'fUDAtÍUR Ílí: SÉPTÍÚMBKR; 1^91
Sólborg Gunnars-
dóttir - Minning
Fædd 4. desember 1910
Dáin 2. september 1991
Nú þegar amma, Sólborg Gunn-
arsdóttir, hefur skilið við þennan
heim, sækja að mér góðar minning-
ar um hana og afa, Þorkel Jóns-
son, frá heimsóknum mínum til
þeirra í Skeijafjörðinn, á Hörpu-
götu 39 (Síðar Einarsnes 29).
Amma hélt í hin góðu gömlu
gildi í lífí sínu. Nægjusemi, hjálp-
semi og ræktarsemi, sjálfstæði og
, staðfesta einkenndu hana. Hún var
mikið til sjálfbjarga með flest,
margt bjó hún til sjálf og var vand-
virk við allt sem hún tók sér fyrir
hendur, hvort sem það var ræktun
kartaflna eða annað.
Amma dvaldi fyrst 16 til 20 ára
hjá ættingjum okkar í Noregi og
þá siði og venjur sem hún lærði
þar tileinkaði hún sér síðar meir.
Einnig hélt hún ævinlega sam-
bandi við ættingja okkar þar og
víðar sérstaklega við frændfólkið á
Reyðarfirði og Eskifirði, þar sem
hún fæddist og ólst upp. Var hún
mjög ættrækin og var lengi virk í
Átthagafélagi Esk- og Reyðfirð-
inga.
Hún var dóttir Gunnars Bóas-
sonar, útvegsbónda frá Bakka-
gerði, Reyðarfirði, f. 11. mai 1884,
d. 28. júlí 1945, og Sigríðar Jóns-
dóttur, einnig frá Reyðarfirði, f.
11. júní 1884, d. 22. janúar 1922.
Gunnar átti 19 börn. 10 með Sig-
ríði og 9 með seinni konu sinni,
Margréti ■ Stefaníu Friðriksdóttur,
f. 7. júlí 1899, d. 4. maí 1975.
Sóla, eins og amm.a var gjarnan
kölluð, var fjórða í þessum stóra
systkinahópi.
Gunnar var sonur Bóasar Bóas-
sonar á Stuðlum í Reyðarfirði. Ætt
Bóasar frá Stuðlum er gjarnan
kölluð Stuðlaætt eða Bóasarætt.
Atnma Sólborg giftist 2. febrúar
1930 Erlendi Árnasyni, f. 15. sept-
ember 1907, d. 30. mars 1937,
skipstjóra, og bjuggu þau fyrst á
Eskifirði og síðar á Reyðarfirði.
Synir Sólborgar og Erlends eru
Ingi Sigurður, f. 24. febrúar 1931,
og Erlendur, f. 18. maí 1937.
Seinni maður hennar var Þorkell
Jónsson, f. 8. júní 1902, d. 25.
ágúst 1987, bifreiðastjóri hjá
Hreyfli. Sonur þeirra er Gunnar
Árni, f. 24. mars 1941.
Fyrri eiginmann sinn, Erlend,
missti hún 1937, þegar báturinn
Auðbergur fórst í brotsjó við mynni
Hornafjarðaróss. Þá var pabbi 6
ára og Erleridur ófæddur. Hún stóð
því ein uppi með tvö ung börn mjög
snemma. En með hjálpsemi ætt-
■ NÁMSKEIÐ í gagnrýninni og
skapandi hugsun heijast 16. sept-
ember á vegum Heimspekiskólans.
Á námskeiðunum verða notaðar
fimm skáldsögur eftir bandaríska
heímspekinginn Matthew Lipman
og kennt vet'ður í anda sígildrar sarri-
ræðuhefðar heimspekinnar. Eftirtal-
in námskeið eru í boði: Hugtaka-
tengsl f. 5-6 ára, Tengsl manna
og náttúru f. 7-8 ára, Mál og hugs-
un f. 9-10 ára, Ráðgátur og rök-
leikni f. 11-12 ára, Siðfræði f.
13-14 ára og Siðfræði f. 15-16
ára. Á námskeiðinu Hugtakatengsl
verður einkum fjallað um það sem
er líkt og ólíkt með hlutunum. Nem-
endur fá þjálfun í að greina hluti í
sundur og einnig í því að sjá tengsl
á milli hluta sem áður voru ótengdir
í huga þeirra. Námskeiðið Tengsl
manns og náttúru fjallar um hvernig
við öðlumst reynslu af heiminum og
hvernig við vinnum úr henni. Hugað
verður að tengslum við dýr og náttúr-
una almennt. Sköpunarverk mann-
anna, athafnir þeirra og orð fá sér-
staka athygli. Á námskeiðinu Mál
og hugsun verður sérstakur gaumur
gefinn að margræðni, líkingum og
rökvísinni sem felst í daglegu máli.
Athyglinni verður beint að hvers
konar samanburði eða afstæðum sem
finna má milli fyrirbæra heimsins
og í því sambandi verður sérstaklega
hugað að fjölskyldutengslum _og öðr-
um tengslum milli manna. Á nám-
skeiðinu Ráðgátur og rökleikni verð-
ur íjallað um undirstöðuatriði rök-
fræðinnar. Á siðfræðinámskeiðinu
verða m.a. hugmyndir okkar um hið
rétta, hið góða og hið sanngjarna
rökræddar þannig að siðferðileg
dómgreind nemenda eflist. Námsefni
Lipman á að baki 20 ára sögu og
hafa margar rannsóknir staðfest að
það er mjög vel til þess fallið að efla
gagnrýni, sjálfstæða og rökfasta
hugsun nemenda. Sýnir þetta sig t.d.
í meiri almennum námsframförum
hjá heimspekinemendum en hjá öðr-
um jafnöldrum þeirra. Reynslan hef-
ur líka sýnt að heimspeki höfðar til
langflestra nemenda, hvort heldur
þeir teljast slakir eða skarpir í al-
mennu námi. Sögur Lipman hafa
verið þýddar á fjölmörg tungumál.
Námskeiðin verða haldin í gamla
Verslunarskólanum við Grund-
arstíg. (Úr fréttatilkynningu)
ingja og vina komst hún einhvern
vegin í gegn um allt þetta og ævin-
lega fannst okkur barnabörnunum
amma vera mjög viljasterk og stað-
föst í því sem hún ætlaði sér.
Amma varð ljósmóðir 28 ára
þegar hún kom til Reykjavíkur
1938. Hún starfaði ekki mikið sem
ljósmóðir en líknaði þó mörgum.
Eru eflaust margir sem ekki eiga
þess kost að kveðja hana nú því
þeir eru rúmfastir á sjúkrahúsum.
Hún fór reglulega í vitjanir til
sjúkra og gilti einu hvort um ætt-
ingja eða óvenslað fólk var að ræða.
Eftirminnileg er ósérhlífni hennar
í langvarandi veikindum Þorkels
afa. Hjálpsemi hennar og ráðdeild
var mikil og það var ævinlega gott
að leita til hennar.
Amma hafði gott verklag og
stundaði vefnað sem sjálfstæða
starfsemi á 20 ára tímabili.
Hún var sjálfstæð sem um nú-
tímakonu væri að ræða og stund-
aði heilsurækt, hollt mataræði og
fór reglulega í sund.
Skyndilegt dauðsfall hennar,
kom okkur að óvörum, eins hress
og kraftmikil sem hún var stuttu
áður.
Ég vil að lokum þakka henni
ömmu minni góða samfylgd og leið-
sögn nú þegar leiðir skilja.
Guðmundur Ingason
Lækninga-
máttur
hugans
R
annsókn sem
birtist í lækna- MjKjrllK Mjhclh Vojí
timaritinu Psychosomatic Medicine
sýndi að þeir sem iðkuðu
INNHVERFA ÍHUGUN notuðu
læknisþjónustu um 50% minna
en aðrir. Einnig kom tram að
hjá iðkendunum voru:
Hjartasjúkdómar 87% fierri
Krabbameinstilfelli 55% fxrri
Smitsjúkdómar 30% fterri
Almenn kynningí kvöld,
fimmtudag, kL 20.30 á
I .mgnwgi 24 (4 Jiæð)
UppL í síma 91-16662
ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ
IJósheimar
íslenska heilunarfélagið
Vetrarnámskeiðið hefst 21. september.
Kennt verður í tveimur áföngum.
1. áfangi: Innri líkamar mannsins, áran og orku-
stöðvar. Hugleiðslutækni og sjálfsvernd.
2. áfangi: Andleg uppbygging og þróun
mannsins, karma og endurholdgun.
Hvíta bræðralagið, geislarnir, hinir 7 heimar,
vatnsberaöldin, tívar, geimverur o.fl.
Ennfremur hugleiðslu-, orku- og heilunaræfingar.
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn
12. september kl. 20 á Hverfisgötu 105, 2. hæð.
Innritun í símum 624464 og 674373.
HELDUR
BETUR!
Hýtt skrifstofntæknlnám
Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við
þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og
hagkvæman hátt.
Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al-
mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds,
verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga.
Innritun stendur yfir.
Hringið og fáið sendan ókeypis bækling.
Erum við tii kl. 22
Tölvuskóli Revkiavíkur
Borgartúni 28, sími 91-687590
..... ........... ' ..