Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 Heiðarfiall á Langanesi; Landeigendur telja að jarð- veg’srannsókn sanni mengun Umhverfisráðuneytið segir rannsóknina ekki gefa rétta mynd LANDEIGENDUR á Eiði á Heiðarfjalli á Langanesi hafa birt niðurstöð- ur mengunarrannsókna, sem þeir létu vinna á jarðvegi á fjallinu, þar sem áður var bækistöð Bandaríkjahers. Þar kemur fram, að umtals- verð blýmengun fannst í jarðvegssýni af yfirborði. Þá segir í bréfi landeigenda til umhverfisráðuneytis, að niðurstöður olíurannsóknar gefi á sama hátt til kynna svo mikla mengun, að ekki verði við unað. í bréfi landeigenda er skorað á umhverfisráðherra að knýja utanrík- isráðuneytið og fulltrúa Bandaríkja- hers til samstarfs um lausn mengun- arvandans, enda liggi nú fyrir niður- staða jarðgasrannsóknar ráðuneytis- ins. Upplýst verði hvað fór í haugana á meðan stöðin var starfrækt þar og hvað var urðað eftir það. Gripið verði til viðeigandi fyrirbyggjandi aðgerða og landeigendum greiddar skaðabætur. Magnús Jóhannesson, aðstoðar- maður umhverfísráðherra, sagði að ráðuneytið teldi rannsóknina ekki gefa rétta mynd af hugsanlegri mengun á svæðinu. „Þama var tekið jarðvegssýni, sem sýndi hátt hlutfall af blýi í jarðveginum," sagði hann. „í sýninu reyndist vera brot úr raf- geymi, sem hlýtur að skekkja niður- stöðuna mjög. Það er því ekki hægt að fullyrða að niðurstöðumar gefí rétta mynd af jarðvegsmengun á fjallinu, ef svo ætti að vera þyrfti að sýna fram á að brot úr rafgeymum væm um allt svæðið." Jón Gunnar Ottósson, deildarstjóri í umhverfísráðuneytinu, sendi fjöl- miðlum opið bréf í gær þar sem seg- ir að sú afstaða ráðuneytisins, að rannsókn landeigenda sé ekki mark- tæk, byggist meðal annars á upplýs- ingum Henrýs Ásgrímssonar, for- manns heilbrigðisnefndar Þórshafnar og nágrennis. Henrý hafí verið við- staddur sýnatökuna sem óháður að- ili, að beiðni landeigenda. í skýrslu hans segir m.a.: „Eftir að þessum sýnum hafði verið safnað saman, fannst mér nóg komið af sýnatöku, þar sem mér fannst sem fulltrúa frá heilbrigðisnefnd þessi sýni ekki gefa raunhæfa mynd um mengun á svæð- inu. Mér fannst sem leikmanni að mengun hlyti að mælast úr sýnum sem koma beint úr olíutunnu, úr jarð- vegi, sem brotinn rafgeymir liggur á, sýnishom úr ruslatunnu, notaðri smurolíusíu, o.s.frv." Tveir sérfræðingar könnuðu fyrir nokkru hugsanlega mengun í jarð- vegi á fjallinu og skiluðu skýrslu til umhverfisráðuneytisins. í niðurstöð- um hennar fram, að ekkert væri hægt að fullyrða um mengunina án frekari rannsókna. Magnús Jóhann- esson sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort í frekari mengunarrannsóknir á Heiðaríjalli yrði ráðist á vegum ráðuneytisins. VEÐUR /ii° / / í DAG kl. 12.00 Heimlld: Veðurelola Islands f r (Bysgt 4 veSurepá W. 16.1SI gœr) VEÐURHORFUR ÍDAG, 13. SEPTEMBER YFIRLIT: Um 400 km suðaustur af Jan Mayen er 1.007 mb laegð sem hreyfist austur. Yfir norðanverðu Grænlandshafi 1.018 mb minnkandi hæð og frá henni liggur hæðarhryggur inn á Norðurland. Um 1.000 km suðvestur í hafi er víðáttumikil 985 mb lægð sem mjakast austur á bóginn. SPÁ: Austlæg eða norðaustlæg átt, víöast kaldi. Nokkuð bjart veöur vestanlands og líklega vestantil á Norðurlandi en á Austur- og Suðaust- urlandi má búast við rigningu, a.m.k. fram eftir degi. Sæmilega hlýtt um sunnanvert landið en svalara norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGAROAG: Norðaustanátt. Rigning um austanvert landið og víða noröanlands en þurrt suðvestanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg norðlæg eða norðaustlæg átt. Dálítil rigning á Norðausturlandi en líkiega bjart veður sunnanlands og vestan. Fremur svalt um norðanvert landið báða dagana en sæmilega hlýtt að deginum sunnanlands, þó hætt við næturfrosti. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él Þoka Þokumóða ’ Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Ó Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað f 1 ^ Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r ■# - * * * * * * Snjókoma * * * 10 V y oo 4 K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að íst. tíma hitl veftur Akureyri 6 skýjað Reykjavík 11 skýjað Bergen 10 skúr Heisinki 11 skýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Marssarssuaq 17 skýjað Nuuk 4 þokaigrennd Ósló 16 iéttskýjað Stokkhólmur 12 skúr Þórshöfn 10 skýjað Algarve 24 skýjað Amsterdam 16 skýjaft Barcelona 29 hálfskýjað Berlfn 17 léttskýjað Chicago 17 þrumuveður Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 19 léttskýjað Glasgow 14 léttskýjað Hamborg 17 hálfskýjað London 20 léttskýjað LosAngeles 17 skýjað Lúxemborg vantar Madrfd 24 skýjað Malaga 31 hálfskýjað Mallorca 30 hálfskýjað Montreal 7 lóttskýjað NewYork 15 skýjað Orlando 24 léttskýjað París 21 heiðskfrt Madeira 26 skýjað Róm 27 léttskýjað Vln 16 rigning Washington 18 skýjað Winnipeg 15 súld Reykjanes við Djúp; A ekki von á að þar verði heilsuhótel á næstunni - segir formaður skólanefndar héraðsskólans AGUST Gíslason, formaður skólanefndar héraðsskólans á Reykjanesi við ísafjarðardjúp, segir að ákvörðun menntamála- ráðherra um lokun skólans sé rothögg fyrir byggðina við inn- anvert Djúp. Hann segir að upp hafi komið hugmyndir um að nýta húsnæði skólans fyrir ein- hvers konar heilsuhótel eða hæli, en hann eigi ekki von á að úr því verði á næstunni. Áj^ist Gíslason segir, að eftir að Olafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, hafi opnað fyrir þann möguleika að endurskoða ákvörðun sína um lokun héraðs- skólans, hafi skólanefndarmenn ekki trúað öðru, en skólinn fengi heimild til að starfa áfram. Niður- staðan hafi hins vegar orðið önnur og það hafí valdið miklum von- brigðum, enda væri þetta eitt- hvert versta áfall sem byggðin við innanvert ísafjarðardjúp hefði orðið fyrir lengi. Ágúst segist ekki sjá, að ákvörðunin um Iokun skólans spari ríkinu mikið fé. Það væri í mesta lagi verið að spara ræstingu og eina til tvær kennarastöður. Önnur stöðugildi færðust frá hér- aðsskólanum yfír á grunnskólann á staðnum. Þannig næði ráðu- neytið aðeins fram smávægilegum sparnaði en áfallið fyrir byggðina væri mikið. Flugkennsla ekki 1 nógu föstum skorðum - segir formaður flugslysanefndar KARL Eiríksson, formaður flugslysanefndar, segir að flugslysanefnd hafi lengi haft áhyggjur af því að flugkennsla hér á landi sé ekki í nógu föstum skorðum. Hann segir að flugslysanefnd fagni því mjög að flugmálastjóri skuli nú taka fast á þessum málum. „Flugnámið þarf að vera skipulagt frá fyrstu flugferð og það þýðir ekki að um leið og menn hafa lokið sóló- prófí þá fljúgi þeir um loftin eftirlit- slitlir. Það er ekki síður þá sem kennslan byijar. Það er verið að koma á staðlaðri vinnu varðandi þessi mál í Evrópu, og við erum þegar að nokkru leyti orðnir aðilar að því sem kallast „Joint Aviation Authority", og ef við lögum okkur ekki að þeim stöðlum sem þar gilda, þá myndi aldrei vera tekinn gildur flugmaður frá okkur með þeirri að- stöðu sem við getum sýnt fram á í dag,“ sagði Karl í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagðist vera þeirrar skoðun- ar að taka þyrfti flugkennslumál hér á landi til endurskoðunar alveg frá grunni, og þá samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun sem væri nógu stöðluð til að samræmast því sem gerðist á þessu sviði í Evrópu og N-Ameríku. „Við þurfum að reyna að komast inn í þann staðal sem þessi lönd hafa sett sér, og það er það sem flugmálstjóri er að reyna að gera. Það þarf kannski meiri kennslu og aðhald á íslandi en í flestum öðrum löndum, en við fljúgum við einhver alverstu skilyrði sem nokkurt land hefur. Yfír okkur ganga vetrarveð- ur, og einhveijar dýpstu lægðir og hæstu vindar sem mælast á byggðu bóli, og ekki síðurþess vegna þurfum við að halda á öllu sem hægt er. Varðandi valið um hvaða flugskólar í Reykjavík gætu tekið kennsluna að sér, þá myndi ég segja að það væri Flugtak og Vesturflug sem ætti að skoða,“ sagði Karl. --------------- Slasaðist þeg- ar járn- tunna sprakk 25 ára gamall maður brenndist og brotnaði á höfði þegar jám- tunna, sem hann ætlaði að log- skera botninn úr, sprakk. Atvikið átti sér stað við bæinn Stóru Giljá í Austur-Húnavatnssýslu á mið- vikdag. Maðurinn ætlaði að brenna botn úr tunnu, sem hann hafði komið fyrir í ámokstursskóflu, en tunnan sprakk og hentist á manninn. Síðan fór hún á hús og endaði á þjóðvegin- um skammt frá. Maðurinn kastaðist inn í vélargeymslu en náði að kom- ast út og gera foreldrum sínum við- vart. Þeim tókst að slökkva eld sem komið hafði upp í vélargeymslunni. Maðurinn var fyrst fluttur á sjúkrahúsið á Blöndósi en þaðan var hann sendur á gjörgæsludeild í Reykjavík. Hann brotnaði á höfði og brenndist á handleggjum og höfði. Lárus framkvæmdasljóri LÍN LÁRUS Jónsson, viðskiptafræð- ingur, var i gær ráðinn fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs ís- lenskra náms- manna, en hann hefur gegnt emb- ætti formanns stjómar sjóðsins frá því í vor. Lár- us tekur við stöð- unni þann 15. september næst- komandi. Lárus Jónsson. Lárus fæddist í Ólafsfírði 1933, lauk stúdentsprófí frá MR 1954 og prófí í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1960. Hann var bæjargjald- keri í Ólafsfírði, starfsmaður Efna- hagsstofnunar á Akureyri, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, bæjarfulltrúi í Ólafs- fírði og síðar á Akureyri og alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra 1971- 1984. Hann var um skeið banka- stjóri Útvegsbanka Islands en er nú framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Lárus er kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur ög eiga þau fjögur börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.