Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEFfEMBER lðði Cliristmn Zimsen apótekari — Minning Fæddur 26. september 1910 Dáinn 7. september 1991 í dag kveðjum við hinstu kveðju heiðurs- og sómamanninn Christian Zimsen apótekara. Þeir hverfa nú óðum af sjónarsviðinu lyfjafræðing- arnir sem luku námi fyrir upphaf síðari heimsstyijaldarinnar, og komu heim tii þess að hefja upp merki íslenskrar lyfjafræðistéttar. Christian var einn þeirra og átti hann langan og farsælan starfsfer- il að baki, er hann vegna aldurs varð í árslok 1975 að hætta rekstri Laugarnesapóteks, sem hann stofn- setti árið 1964. Sem lyfjafræðingur gegndi Christian ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stétt sína. Hann átti sæti í skólanefnd Lyjafræðingaskóla ís- lands árin 1945-1947 og var jafn- framt stundakennari við þann skóla árin 1940-1948, eða allt til þess tíma er hann flutti til Stykkishólms og tók við rekstri Stykkishólms Apóteks, sem hann rak til ársins 1964. Sama ár og hann hóf rekstur Laugarnesapóteks var hannkjörinn í stjórn Apótekarafélags íslands, en hann sat í stjóm þess árin 1964- 1969 og 1970-1973. Hann átti enn- fremur sæti í stjórn Apótekarafé- lags Reykjavíkur árin 1969-1973 og var formaður þess félags 1972- 1973. Leiðir okkar Christians lágu fyrst að marki saman er ég réðst til starfa hjá Pharmaco hf. árið 1972, en Christian átti sæti í stjóm þess allt frá árinu 1965. Með okkur tókst strax gott samstarf, sem þróaðist upp í góða vináttu byggða á gagn- kvæmu trausti og virðingu. Ekki spillti það vinátturini er ég hlaut lyfsöluleyfið fyrir Ingólfs Apóteki en þar hafði Christian stigið sín fyrstu spor á vegum lyfjafræðinnar á árunum 1929-1932, er hann var nemi hjá P.L. Mogensen apótekara. Auk þess starfaði hann þar sem lyfjafræðingur á árunum 1937 til 1948, er hann hlaut lyfsöluleyfið fyrir Stykkishólms Apóteki. Christian Zimsen var heilsteypt- ur maður, laus við alla yfirborðs- mennsku og gekk heiil og óskiptur til allra verka. Þetta kom glöggt í ljós í starfi hans í stjórn Pharmaco hf. en þar starfaði ég með honum fyrst sem framkvæmdastjóri Pharmaco, en frá árinu 1981 sem stjórnarmaður. Vissulega hefur starfsemi Pharmaco hf. ekki alltaf verið dans á rósum. Fyrstu árin voru erfið en Christian hafði óbi- landi trú á fyrirtækinu og studdi það alla tíð með ráðum og dáð. Náttúran og allt lifandi voru áhugamál Christians, einkum þó tijárækt. Þau eru ófá trén sem til- veru sína eiga að þakka nærfærnum og vandvirkum höndum hins látna. í síðasta samtali okkar fyrir liðlega viku, en þá var hann orðinn fársjúk- ur, skýrði hann mér frá því að hann ætti hundruð aspargræðlinga, sem yrðu tilbúnir til gróðursetningar á næsta vori. Áhuginn á málefninu leyndi sér ekki því röddin styrktist og ekki laust við að tilhlökkunar gætti í henni. En því verkefni verða aðrir að ljúka. Fyrir hönd okkar samstarfs- manna í Pharmaeo flyt ég aðstand- endum og ættingjum öllum innileg- ar samúðarkveðjur vegna fráfalls Christians. En þrátt fyrir mikinn missi erum við sem eftir lifum rík, því við eigum minninguna um góðan dreng. Kærum vini og samheija er þökkuð góð samfylgd. Werner Rasmusson Knud Due Christian Zimsen, sundfélagi okkar, lést 7. september sl. eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem ennþá er oftlega oljarl lækna og lyfja. Hann vissi að hveiju dró en hélt ró sinni og andlegum kröft- um til hinsta dags. Það er skarð fyrir skildi í okkar hópi, þegar slíkur mannkostamaður og góður félagi kveður. Christian fæddist 26. september 1910 í Reykjavík, sonur Christens, skipamiðlara og konsúls, Zimsen og konu hans, Johanne Henriette, f. Hartmann. Hann sleit bamsskón- um í Tjarnargötunni í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá MR 1929 og lauk námi í lyfjafræði í Kaup- mannahöfn 1937. Hann starfaði erlendis um skeið, síðan í Ingólfsap- óteki þar til að honum var veitt lyfsöluleyfi í Stykkishólmi 1948. Þar starfaði hann þar til honum var veitt leyfi til að stofna Laug- arnesapótek 1964, sem hann byggði og starfrækti þar til hann varð að láta af störfum vegna aldurs í árs- lok 1985. Christian kvæntist Grethe Zim- sen, lyfjafræðingi, 1938 ogeignuð- ust þau 4 börn: Else, fædd 28. nóvember 1939, lyfjatæknir, gift Guðmundi Gústafssyni; Kristinn, fæddur 15. janúar 1942, viðskipta- fræðingur, kvæntur Heigu Helga- dóttur; Nils Hafstein, fæddur_24. júlí 1945, kennari, kvæntur Ástu Sylvíu Rönning og Jón, fæddur 1. veikindi. Fyrir hjónabandið eignað- ist Gunnbjöm soninn Steinar og skulu honum færðar þakkir fyrir þá ljúfmennsku og höfðingsskap sem hann sýndi Elínborgu að Gunn- bimi látnum. Elínborg var alla tíð eljusöm dugnaðarkona og annaðist húsmóð- urstarf með miklum myndarbrag. Á heimili hennar var jafnan gest- kvæmt og ekkert sparað til að gest- um liði sem best, hvort sem um var að ræða stutta heimsókn eða lengri dvöl. Að auki vann hún mikið utan heimilis, oftast við framleiðslu- eða þjónustustörf. Eins og áður sagði kvæntist und- irritaður Helgu dóttur Elínborgar og stjúpdóttur Gunnbjörns árið 1962. Fyrstu kynni mín af þeim sæmdarhjónum og ættmennum þeirra eru mér ógleymanleg. Þau fóru fram í veiðiferð við Vesturhóp og Víðidalsá og síðan hefur aldrei fallið skuggi á þá góðu vináttu sem stofnað var til í þeirri ferð. Við hjónin eigum Gunnbimi og Dúllu svo margt gott að þakka að því verða ekki gerð skil í stuttri minningargrein. Samt vil ég að leið- arlokum þakka tengdamóður minni fyrir órofa vináttu, takmarkalítið örlæti í gjöfum og alla þá um- hyggju sem hún sýndi mér og minni fjölskyldu. Megi algóður Guð blessa minn- ingu Elínborgar Guðjónsdóttur. Kristján Hafliðason febrúar 1947, lyijafræðingur, kvæntur Jóhönnu H. Sigurðardótt- ur. Grethe Zimsen lést í árslok 1973. Vinkona Christians hin síðari ár var Guðrún Laxdal, einnig sundfélagi okkar. Christian Zimsen var um margt ógleymanlegur maður. Athyglis- gáfa hans var einstök og hann var manna skarpskyggnastur á að draga rökréttar ályktanir af því sem fyrir augu hans hafði borið á langri ævi. Árum saman gengum við frá útiskýlinu í Sundlaugunum, þar sem við þurrkuðum okkur félagamir, inn í búningsklefana, hvernig sem viðr- aði. Zimsen var ávallt okkar harð- stjóri í að vaða berfættur í skaflinn og urðum við yngri mennimir að fylgja af skiljanlegum ástæðum. Á leiðinni sagði hann okkur sögur í rólegheitum til þess að við flýttum okkur ekki of mikið vegna skræfu- háttar. Til dæmis um það hver væri munur á brúnni fitu og gulri og hver áhrif tegundirnar hefðu á líkamsþrekið og viðnámsþrótt gegn kulda. Oftar en ekki kom okkar tali að skógrækt. Þar var Zimsen, eins og við kölluðum hann oftast, ofjarl flestra í lærdómi og reynslu. Hann vissi eiginlega allt sem lýtur að ræktun gróðurs, tijáa eða plantna. Faðir hans hafði keypt Elliðavatn ásamt fleimm af Einari Benedikts- syni og byggt sumarhús þar 1918. Uppi á Elliðavatni hóf Christian stórfelld ræktunarstörf fljótlega eftir að hann fluttist til Reykjavíkur frá Stykkishólmi 1963 og dvaldi þar síðan flest sumur. Elsta birkiskóg- inn mun hann þó hafa gróðursett laust eftir seinna stríð. Þar er nú ævintýralegt um að_litast þegar landið er þakið hávöxnum skógi. Það sýnir okkur hversu menn geta áorkað með elju og iðjusemi. Einn laugardag á hveiju sumri hafði hann þann háttinn á, að bjóða okkur sundfélögum til sín í morgun- kaffi á Elliðavatni. Þar tóku þau Guðrún Laxdal á móti okkur með ógleymanlegri rausn og hlýju hjarta. Þar var á borðum ijúkandi kaffi og margvíslegir bakningar og hver tróðst um annan þveran í geisl- andi gleði og hávaða. Á eftir var stöku sinnum dreypt á víninu, sem húsbóndinn gerði ár hvert úr mörg þúsund fíflakrónum en annars leyn- ilegri uppskrift. „Fivlevin“ kallaði foringinn, Björgvin sálugi úr Vað- nesi, þennan mjöð og máttu menn leggja þær merkingar í það sem þeir vildu í „tradisjón" pottflokks- ins. Fastur liður var skógarferð um landið hans, sem hann hafði fóstr- að. Þá var glampi í augum Christi- ans Zimsen, þegar hann leiddi fólk- ið í lundina og kraftbirtingarhljóm- ur guðdómsins vitraðist öllum við- stöddum. Máttur lífs og moldar og hveiju heill hugur og hönd geta órkað, snerti flestra taugar og hvatti til dáða. Margan stikling, tré og svepp þáðum við þarna til þess að fara með og útbreiða fagnaðar- erindi gróðurs, manns og moldar, hver í sinni heimabyggð. Faðir undirritaðs og Zimsen höfðu verið samstúdentar. Naut ég þess ríkulega í sérstakri athygli og auðsýndri vináttu við ýmis tæki- færi, enda báðir áhugasamir um náttúrufræði og skógrækt. Voru samræðurnar við hann sífelld upp- spretta nýrra viðhorfa og fróðleiks um margvísleg efni. Vildi ég gjarna nú, að þær hefðu orðið lengri. Þannig leið tíminn, sem við áttum saman. Eftir á að hyggja þá er það næsta furðulegt, hversu mikið mað- ur man af allri þeirri fræðslu sem Zimsen veitti manni í gegnum árin þó meira hafi sjálfsagt gleymst. Útgeislun mannsins sjálfs, þessi létta hlýja, þessi lifandi áhugi á öllu lífríki jarðar, þessi fágæta sam- ræðulist og þessi urmull af frásögn- um um menn fyrri tíðar og lífs- hætti, mun þó vara lengst í hugum okkar laugarfélaganna. Samt held ég að hann hafi alltaf komið sér hjá því að tala um póli- tík án þess að við tækjum eftir því. En það er samt sérgrein pott- flokksins að vita allt um það eins og sagt er. Hann stóð einhvern veginn ofan við allt dægurþras og lagði ekki þeirra manna, sem hæst ber í umræðu hversdagsins. Enda snerist umræðan oft fljótlega í þá farvegi sem honum voru hugleikn- ari og ólíkt uppbyggilegri til lengri tíma. Meðan Zimsen var í Stykkishólmi var apótekarastarf ekki nóg til þess að lifa á. Það skyldu menn hafa hugfast þegar menn sjá ofsjónum yfir lyfsalagróðanum í Reykjavík- urapótekunum. Lyfsala var ákveðin þjónusta við almenning sem ekki er öðrúm en sérmenntuðum mönn- um til treystandi. Landlæknir þrá- bað hann að fara í þessa útlegð upp á eymdarkjör með von upp á betra brauð síðar. Zimsen lét megurð brauðsins ekki á sig fá heldur fór út í sauðfjár- rækt með apótekarastarfmu til þess að sjá fyrir sér og sínum. Mun hann þó fyrr á ævinni hafa haft áhuga á búfjárræktun og kynbótum þó ekki sé mér kunnugt um það frek- ar. En áhugasamur um kynbætur tijáa var hann síðar og gerði marg- ar tilraunir á því sviði. í Stykkishólmi náði hann miklum árangri í ræktun smábeinótts hold- mikils fjár. Fengu hrútar hans mörg verðlaun og hróður þeirra og af- kvæmi bárust víða. Svo gekk hann upp í þessu sem öðru, að sagt var að mynd af Köggli hans hefði trón- að innan um fermingarmyndir barn- anna í betri stofunni. Hann stundaði einnig dýralækn- ingar í viðlögum fyrir sveitunga sína þegar ekki náðist í dýralækni. Margar svaðilfarir fór hann á jepp- anum sínum í ferðalög tengdum starfinu en kom jafnan heill heim. Hann stóð fyrir ýmsum skógrækt- artilraunum í Stykkishólmi, sem skógfræðingar voru ekki alltof trú- aðir á, svo sem að rækta þar blá- greni. En flest tókst þetta hjá hon- um vonum framar. Christian las mikið, einkum um náttúrufræðileg efni, og átti tölu- vert bókasafn. Um tíma safnaði hann einnig frímerkjum og bar á þau fræði gott skynbragð. Hann var félagslyndur maður og þekkti urmul af fólki. Hann var í stjórn Sauðfjárraíktarfélags Stykkishólms og Helgafellssveitar, í stjórn Skóg- ræktarfélags Stykkishólms, í stjórnum Apótekarafélags íslands og Reykjavíkur, Félags íslenskra lyfjafræðinga og Pharmaco hf., svo eitthvað sé nefnt. Hann var ævifé- lagi í Náttúrufræðifélaginu íslenska og hinu danska, Ferðafélagi íslands og hann var síðasti lifandi ævifélagi Skógræktarfélags íslands. Christian Zimsen var fjölfræð- ingur í þess orð bestu merkingu. Hann var dæmi um það, hversu menn geta breytt miklu í kringum sig með alúð og hugsun auk þess að vera léttir á sér til starfa. Hann var fremur lágur vexti, holdskarpur og léttur á fæti, glaðlegur og fríður sýnum. Hann var valmenni og drengur góður. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir það, að hafa fengið að kynn- ast þessum góða manni. Það grænkaði sannarlega í sporum hans og birti í tilveru okkar þar sem hann kom. Eftirlifandi ástvinum hans send- um við hugheilar samúðarkveðjur. F.h. sundfélaga í Laugardal, Halldór Jónsson Elínborg Guðjóns- dóttir - Minning Fædd 31. júlí 1914 Dáin 6. september 1991 í dag verður jarðsett frá Bú- staðakirkju elskuleg frænka mín og góð vinkona, Elínborg Guðjóns- dóttir, eða Dúlla eins og hún var gjarnan nefnd af fjölskyldu og vin- um. Hún var fædd í Þykkvabænum 31. júlí 1914, dóttir hjónanna JÓnínu V. Sigurðardóttur og Guð- jóns Guðmundssonar. Föður sinn missti hún aðeins 4 ára gömul, en amma Jóna giftist seinna Friðriki Friðrikssyni frá Miðkoti og gekk hann Dúllu í föðurstað. Mínar fyrstu minningar af Dúllu og Gunnbirni eru þegar ég, lítil stelpa, kom suður til Reykjavíkur í heimsókn á Seljaveginn, en þar var allt svo spennandi. Meðal annars er mér mjög svo minnisstæð mín fyrsta ferð í Þjóðleikhúsið sem var í boði Dúllu. Þegar ég svo flyt til Reykjavík- ur, mörgum árum seinna, taka þau mig inn á heimili sitt, sem þá var í Akurgerði v/Nesveg og reyndust þau mér sem bestu foreldrar. Bæði voru þau höfðingjar heim að sækja og einstök snyrtimenni. Eigimann sinn, Gunnbjörn Gunn- arsson, missti Dúlla i október 1988, eftir löng og erfið veikindi hans. Það voru erfið ár fyrir þau bæði, en aldrei heyrðust æðruorð. Mjög kær og náin tengsl voru með Dullu og Helgu dóttur hennar, en sólargeislinn í lifi hennar var Elínborg, nafna hennar og dóttur- dóttir. Dúlla hafði yndi af fallegri tón- list og söng hún lengi í kór Slysa- varnafélagsins, einnig hafði hún gaman af að spila og þá sérstaklega brids. Fagurkeri var hún og mikil hann- yrðakona, enda heimili hennar og Gunnbjörns stórglæsilegt alla tíð, hvort heldur sem var í Akurgerð- inu, Sæviðarsundinu eða nú síðast á Skólabraut 5, en þangað flutti Dúlla fyrir tæpu ári. Undi hún hag sínum vel í góðu nábýli og félags- skap íbúanna þar. Dúlla frænka var glæsileg kona og í mínum augum varð hún aldrei gömul. Andlát hennar kom okkur öllum mjög á óvart, en hún varð bráðkvödd á heimili sínu föstudag- inn 6. september sl. Ég vil þakka fyrir öll árin sem við áttum saman og mun ég ávallt minnast hennar með hlýhug og virð- ingu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Elsku Helga, Kristján og Elín- borg, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Helga Jóna Elínborg heitin varð bráðkvödd á heimili sínu 6. september síðastlið- inn. Hún var fædd á Bala í Þykkvabæ, dóttir hjónanna Guðjóns Guðmundssonar og Jónínu Valgerð- ar Sigurðardóttur. Guðjón lést árið 1918 af völdum sjúkdóms sem kall- aður var spænska veikin. Árið 1920 giftist Jónína Friðrik Friðrikssyni kaupmanni í Miðkoti í Þykkvabæ. Hann reyndist Elín- borgu sem besti faðir og ólst hún upp á heimili þeirra í góðu yfír- læti, ásamt hálfsystkinum sínum Guðjónu og Hilmari. Síðar bættust í hópinn tvær uppeldissystur þær Ástríður og Ragnhildur. Hun átti einnig albróður, Sigurbjart, sem ólst upp hjá föðursystur hennar. Sérlega var kært með þeim systkin- um öllum. Elínborg hóf búskap með Karli Wium Vilhjálmssyni og árið 1938 fæddist þeim dóttirin Helga. Þau slitu samvistir, en Helga bjó hjá móður sinni og stjúpföður þar til hún giftist undirrituðum árið 1962. Elínborg, eða Dúlla eins og hún var oftast kölluð, giftist árið 1946 Gunnbirni Gunnarssyni bifreiða- stjóra og síðar eftirlitsmanni hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Hann lést árið 1988 eftir langvarandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.