Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 23 INNUA UGL YSINGAR Vaktmaður Vaktmanns- og eftirlitsstarf eða vaktavinna í iðnaðarfyrirtæki óskast. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: ____________„EK - 9530“.___________ Rafvirkjar Hitastýring hf. óskar eftir að ráða rafvirkja í viðhaldsvinnu og ýmis sérhæfð verkefni á vegum fyrirtækisins. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. september merktar: „R - 9601“. Farið verður með aliar umsóknir sém trúnaðarmál. Filmuskeytingar- maður Vantar starfsmann með góða reynslu í filmu- skeytingu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 622100 og á kvöldin í síma 39892. Prentsmiðjan RÚN hf. Lager - útkeyrsla Óskum eftir starfsmanni til lager- og út- keyrslustarfa, helst með lyftarapróf. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir nk. mánudagskvöld, merktum: „Oddi - 7915.“ ÝMISLEGT Söngfólk - kór Við Laugarneskirkju starfar 35-40 manna kór (stjórnandi: Ronald V. Turner) sem getur bætt við sig söngfólki nú í vetur. Við leitum að 2 tenórum og 2 bössum. Æskilegt er að umsækjendur hafi grunnþekkingu í nótna- lestri. Meðal verkefna vetrarins verða Requi- em eftir Gabriel Faureé, mótettur eftir Pa- lestrína, Byrd o.fl. Boðið verður uppá söngkennslu að kostnað- arlausu í einkatímum eða smáhópum. Æfing- ar eru á miðvikudagskvöldum. Inntökupróf fer fram í safnaðarheimili Laugar- neskirkju kl. 16.00-17.00 laugardaginn 14. september. Búnaðarbankinn minnirá: Hugmyndasamkeppni um útlit og skipulag afgreiðslusala í útibúum bankans Búnaðarbanki íslands efnir til hugmynda- samkeppni um útlit og skipulag afgreiðslu- sala í útibúum bankans í samvinnu við Arki- tektafélag íslands. Þar sem þróun í bankamálum hefur verið talsverð nú á síðastliðnum áratug hefur það leitt til þess, að afgreiðsluhættir breytast stöðugt. Á næstu árum er því fyrirsjáanlegt að endurnýja þarf afgreiðslusali bankans með tilliti til nýrra tíma. Viðfangsefni þessarar samkeppni er því að leita nýrra hugmynda að yfirbragði af- greiðslusala Búnaðarbankans, sem gæti endurspeglað þá reisn og það vandaða yfir- bragð, sem aðalbygging bankans í Austur- stræti 5 hefur. Heimild til þátttöku hafa félagar Arkitekta- félags íslands og félagar f Félagi hús- gagna- og innanhússarkitekta. Keppnislýs- ing liggur frammi hjá Arkitektafélagi Islands, Freyjugötu 41, en önnur keppnisgögn fást hjá trúnaðarmanni keppninnar, Guðlaugi Gauta Jónssyni, arkitekt, vs. 622324, hs. 20789, og skal skila tillögum til hans eigi síðar en 5. nóvember nk. ^PÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Konur - kvennakór Kvennakór verður stofnaður í Hafnarfirði. Allar konur eru velkomnar til raddprófunar í sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, miðviku- dagskvöldið 18. september, kl. 20.30. Upplýsingar eru veittar í síma 51543, (Brynhildur). FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Sjóefnavinnslan hf. Aðalfundur félagsins er boðaður í húsi Hita- veitu Suðurnesja, Brekkustíg 34-36, Njarð- vík, föstudaginn 27. september kl. 14.00. Á dagskrá eru aðalfundarmál samkvæmt 16. gr. samþ. fyrir félagið. Hafnahreppi, 4. september 1991. Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf. Tll SÖIU Vélsmíðatæki til sölu Eftirtaldir munir í eigu þrotabús Vélsmiðjunn- ar Stálvers hf. eru boðnir til sölu. Laugardaginn 14. september frá kl. 12-16 gefst mönnum kostur á að skoða tækin og gera tilboð í húsnæði Stálvers hf., Eirhöfða 16: 1. Rennibekkur teg; Frisell (gamall). Vinnslugeta er 60 cm þvermál og 200 cm lengd. 2. Fræsariteg; Wanderer/Munchen, 1958. 3. Plötuklippur teg; Siemens/Schucker. (gamlar). Vinnslugeta er 200 cm breidd- ir, 10 mm þykktir í járni og 6 mm í stáli. 4. Standborvél teg; IRUQ 35 mm ASA, 1961. 5. Gataplan, heimasmíðað. Þyngd; 3.476 kg., stærð 13x136x136 cm. 6. Bandsög teg; RIDGID m/hálsi. 7. Hjólsög teg; Brown Master. 8. Hjakksög K-Rex-ing. 9. Hjólsög (gömul). 10. Plötuvals. Vinnslugeta 150 cm x 4 mm. 11. Plötupressa teg; Götereds (gömul), þyngd 12 tonn. Vinnslugeta er 300 cm breidd og 6 mm þykkt. 12. „Lokkur", pressa fyrir girðingarstaura. 13. Rafsuðuvél teg; Hobart. Ástand: Gömul og með ónýtan spenni. 14. Tikksuða teg; Norweld. (Tic 180). Mats- verð: 15.000 kr. 15. Rafsuða teg; Unitor (AGA) (gömul). Stærð; 350 amp. 16. Standborvél, 1942. 17. Suðubekkur, 6 metrar. 18. Gastæki teg; AGA. 2 stk. brennarar og 1 stk. hitari. 19. Plastmaskurðarvél, teg; Plastma arc. 20. Rafsuðuspennar, 3 stk. (gamlir). 21. Tengibox, samanstendur af 2 þriggjafasa tengjum og 4 venjulegum. 22. Loftpressa teg; Einhell 11 bar, 270 lítr./mín. 23. Vökvapressa, heimasmíðuð. 24. Vinnuborð úr járni 170 cm x 250 cm, ásamt 8 skápum. 25. Blikkklippur á standi. 26. Rafsuða teg; Unitor 500 amp. (gömul). 27. Smergill, heimatilbúin með tveimur skífum. 28. Snittvél teg; RIDGID 535. Sveinn Andri Sveinsson, lögfr., bústjóri til bráðabirgða. Fló FEF! Fló FEF! Fló FEF! Á flóamarkaðnum í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laugardaginn 14. sept. frá kl. 14 e.h. verður að þessu sinni allt á börn og fyrir börn. Barnaflíkur frá sokkum til útifata. Barnaskór af ýmsum gerðum, barnaburðar- rúm, barnakerrur, leikföng, koppar, skipti- borð, leikgrindur o.fl. o.fl. Einnig: Bækur í tonnatali, peysur og buxur, svefnbekkir, skápar, skrifborð og tilboð dags- ins: Yfirhafnir á kr. 300 milli kl. 14 og 15. Leið 5 hefur endastöð við húsið. Mætið öll og gerið reyfarakaup. Félag einstæðra foreldra. KENNSLA j Þýskukennsla fyrir börn 7-13 ára verður í Hlíðaskóla í vetur. Innritun ferfram laugardaginn 14. september frá kl. 10-12. Germanía. Námskeið í gagnrýninni og skapandi hugsun hefjast 17. september. Kennt verður í sam- ræmi við sígilda samræðuhefð heimspekinn- ar. Kennt verður í húsnæði gamla Verslunar- skólans. Upplýsingar og innritun í síma 628083 kl. 10-19 alla daga. Þýskunámskeið Germaníu Námskeiðin fyrir byrjendur og lengra komna á öllum stigum eru að hefjast. Innritað verð- ur á kynningarfundi í Lögbergi, Háskóla ís- lands, stofu 102, fimmtudaginn 19. septem- ber kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 10705 kl. 10.30-12.30 eða kl. 17-19. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaníu. FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfirði Mánudagínn 16. september nk. kl. 20.30 eru allir, sem sitja í nefnd- um, ráðum og stjórnum á vegum flokksins, boðaðir til fundar í Sjálf- stæðishúsinu v/Strandgötu. A fundinn mæta bæjarfulltrúar til skrafs og ráðagerða um vetrarstarfið. Fundurinn er ætlaður jafnt aðal- sem varafulltrúum i nefndum/ráð- um/stjórnum. Þá eru fulltrúaráösmeðlimir velkomnir. Stjórn fulltrúaráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.