Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991
24
Minning:
Sigrún Aðalheið■
ur Kærnested
Fædd 2. nóvember 1910
Dáin 1. september 1991
í dag, föstudaginn 13. septem-
ber, verður til moldar borin föður-
systir mín, Sigrún Aðalheiður
Kæmested.
Rúna frænka, eins og ég kýs að
kalla hana hér í þessum fátæklegu
orðum, var fædd í Viðey 2. nóvem-
ber 1910, dóttir hjónanna Óla Óla-
sonar Kæmested, f. 11. mars 1881,
d. 28. febrúar 1944, og Gróu Jóns-
dóttur Kærnested, f. 10. janúar
1878, d. 27. desember 1963.
Bræður Rúnu voru Gísli Friðrik,
f. 30. júní 1906, d. 28. október
1913. Aðalsteinn, f. 16. júlí 1908,
d. 14. október 1923. Gísli Friðrik,
f. 13. október 1914, d. 28. apríí
1957. Hermann Viggó, f. 17. nóv-
ember 1916, d. 8. júní 1922.
Að ofanskráðu má glöggt sjá að
líf afa og ömmu hefur oft á tíðum
verið erfitt, og nærri geta hversu
erfitt hefur verið að horfa á bak
sona sinna þriggja barnungra og
þess fjórða á besta aldri.
Rúna giftist Ámunda Geirssyni
verslunarmanni í Reykjavík, en þau
slitu samvistum, þeirra sonur er
Ámundi, f. 9. júní 1937, blikksmíða-
meistari í Reykjavík, kvæntur Her-
dísi Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi
og á hann fimm börn.
Rúna giftist Þórði Oddssyni
lækni 7. febrúar 1942, en Þórður
er fæddur 23. september 1910.
Synir Rúnu og Þórðar eru: Óli Hörð-
ur, f. 5. febrúar 1943, framkvæmd-
astjóri Umferðarráðs, kvæntur Þu-
ríði Steingrímsdóttur, og eiga þau
fjögur börn; Oddur, f. 27. október
1944, rannsóknarmaður hjá Rann-
sóknastofnun byggingaiðnaðarins,
kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og á
hann fímm böm; og Jón, f. 2. des-
ember 1946, húsasmíðameistari í
Akarp í Svíþjóð, kvæntur Guðríði
Theodórsdóttur og á hann fjögur
börn.
Rúna lærði hattasaum — kven-
hattagerð hjá frú Önnu Ásmunds-
dóttur og fékk meistarabréf í iðn
sinni 15. janúar 1941. Þau Rúna
og Þórður fluttu norður á Þórshöfn
á Langanesi árið 1942, er Þórður
gerðist héraðslæknir þar, og voru
á Þórshöfn til ársins 1950 er þau
fluttu að Kleppjámsreykjum í Borg-
arfirði, en þar voru þau til 1964,
en þá lá leiðin í Borgarnes, og þar
voru þau til 1969, og síðan á Akra-
nesi til 1975, og að lokum í Reykja-
vík á Háaleitisbraut 23, en þar
hafði Þórður einnig læknastofu.
Á Kleppjárnsreykjaárunum hóf-
ust raunveruleg kynni mín af
frænku minni, og er á engan hallað
er ég segi að fáa hef ég metið meir
á lífsleiðinni en þau Rúnu og Þórð,
enda hafa þau alla tíð reynst móður
minni og okkur systkinunum sannir
vinir í raun, og ógleymanleg verður
aðstoð þeirra við móður mína og
okkur krakkana er faðir okkar féll
frá langt um aldur fram árið 1957.
Heimilislífið á Kleppjárnsreykj-
um var um margt sérstætt, að
sumrinu var mikill gestagangur,
glaumur og gleði, en að vetrinum
varð heimilisfólkið meira og minna
að sjá sér sjálft fyrir dægrastytt-
ingu, og er mér kunnugt um, að
þá reyndist amma Gróa stundum á
síðkvöldum betri en enginn, en hún
dvaldist hjá þeim Rúnu og Þórði frá
1944 tii dánardags 1963.
Ég minnist frænku minnar sem
rausnarlegrar og ákveðinnar konu,
sem þurfti ekki að hafa hátt til að
ná sínu fram, og oft hef ég hugsað
til þeirra hjóna og allra þeirra heim-
sókna og langdvala hjá þeim sem
við nutum hér á árum áður og aldr-
ei fann maður annað en við værum
velkomin jafnt á fyrsta degi sem
þeim síðasta í hverri heimsókn,
enda bundust á þessum árum trygg
vinabönd við strákana þeirra, þó
með árunum hafi verið lengra milli
heimsókna en kannski ætti að vera,
en hver kannast ekki við slíkt í sinni
fjölskyldu.
Rúna hélt fast utan um sína nán-
ustu fjölskyldu og öll áttu þau ör-
uggt skjól hjá henni ef eitthvað
bjátaði á í lífsbaráttunni og var
aðdáunarvert að sjá hversu náið
samband var milli hennar og
tengdadætra hennar og bamabama
enda var heimili hennar miðpunktur
í lífí fjölskyldunnar og samhugur
með eindæmum góður.
Rúna var alla tíð mjög heilsu-
hraust, allt þar til síðastliðinn vetur
er hún kenndi sér þess meins er
að lokum yfirbugaði hana en hún
lést sunnudagskvöldið 1. september
sl.
Nú að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd móður minnar og minnar fjöl-
skyldu færa þakkir Rúnu frænku
minni fyrir allt gott sem hún kom
til leiðar á langri ævi og um leið
og við, kæri Þórður og fjölskylda,
vottum ykkur okkar innilegustu
samúð vitum við að í minningu
ykkar geymist mynd af stórbrotinni
og góðri konu sem mat hag fjöl-
skyldunnar umfram allt, og gaf af
heilum hug.
Anton Orn Kærnested
Á kveðjustundu langar mig til
að fylgja Sigrúnu Kærnested úr
hlaði með nokkrum fátæklegum
orðum. Því miður get ég ekki verið
viðstödd útför hennar þar sem ég
verð erlendis.
Það er orðið býsna langt síðan
leiðir okkar Sigrúnar lágu fýrst
saman. Það var þegar Sigrún og
Þórður fluttu að Kleppjárnsreykjum
í lok fimmta áratugarins þar sem
Þórður gerðist héraðslæknir.
Nokkru fyrr höfðum við Magnús
hafið garðyrkjubúskap í Björk, á
næstu jörð við læknisbústaðinn.
Fljött skapaðist einiæg vinátta á
milli okkar hjónanna. Við áttum
saman margar yndislegar stundir
bæði á þeirra heimili og okkar, við
spil og aðra skemmtan og oft var
lífsgátan rædd og sýndist sitt hverj-
um. Þau vináttubönd sem voru
bundin Kleppjárnsreykjum hafa
haldist órofin allt til þessa dags.
Slík vinátta er dýrmæt og langar
mig sérstaklega til að þakka þá
tryggð sem Sigrún og Þórður sýndu
mér á erfiðum stundum. Það má
kannski til sanns vegar færa að
Sigrún Kæmested hafi ekki verið
allra, en það er víst að hún var
traustur vinur vina sinna. Ég tel
mig hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að geta talist einn þeirra.
Kæri Þórður. Ég og dæturnar
mínar sendum þér, sonum ykkar
og fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Góðar minn-
ingar em til að hlúa að þeim.
Boggý
Hvernig sest maður niður og set-
ur á blað í stuttri minningargrein
fátækleg orð um þá manneskju sem
hefur verið manni allt frá því minn-
ingar bytja að vakna í bijósti
manns.
Síðustu daga hennar á spítalan-
um þegar ég sat og hélt í höndina
á henni komu upp í hugann minn-
ingar um hana, um mig, um okkur
ömmu. Þessar minningar spegluð-
ust allar af ást, umhyggju, virðingu
og gleði. Hún tók á móti mér þegar
ég fæddist og síðan höfum við átt
hvor aðra. Við þurftum ekki alltaf
að segja hvor annarri hvernig okkur
leið. Við skynjuðum það og skildum
það. Því á ég í dag minningar, perl-
ur sem ég geymi sem fjársjóð í
huga mínum.
Hún amma var hafsjór af fróð-
leik og það sem hún mundi var
hreint ótrúlegt. Stundum keyrðum
við um gamla bæinn og þá sagði
hún mér frá húsunum, hver hafði
byggt hvert og búið í því, fólki sem
löngu var farið og einnig hvernig
allt hafði verið þá. Hún mátti líka
muna tímana tvenna og eitt sinn
er leið lá um austurhlutann í bænum
sagði hún: „Að hugsa sér hvað
maður er orðinn gamall, þegar ég
man fyrst eftir mér var þetta svæði
óbyggt og langt úti í sveit.“ Þessi
kynslóð sem hún tilheyrði gekk í
gegnum þær mestu breytingar sem
hugsast getur í þessu landi. En
vænst þótti henni um Viðey því þar
fæddist hún og ólst upp fyrstu árin.
Elsku hjartans afi minn. Við höf-
um öll misst svo mikið en þinn
TILBOÐ - ÚTBOÐ
Hafnarfjarðarbær
Útboð-jarðvinna
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í jarðvinnu
vegna 2. áfanga Setbergsskóla.
Helstu magntölur:
Girðing 246 m
Gröftur 8100 m3
Fylling 7500 m3
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 10.000
kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á
sama stað fimmtudaginn 19. september
kl. 11.00 að viðstöddum bjóðendum.
Bæjarverkfræðingur.
NA UÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum eignum fer fram í skrif-
stofu embættisins, Hörðuvöllum 1
Þriðjudaginn 17. sept. ’91 kl. 10.00:
Dynskógum 18, Hveragerði, talinn eigandi Quðmundur Sigurðsson.
Uppboðsbeiðandi er Byggingasjóður rikisins.
Fiskeldisstöð Bakka I, Ölfushr., þingl. eigandi Vatnarækt hf.
Uppboðsbeiðendur eru Jón Kr. Sólnes, hrl., Guðjón Ármann Jóns-
son, hdl., Gjaldheimtan i Reykjavík, Jón Magnússon, hrl. og Eggert
B. Ólafsson, hdl.
Kirkjuvegi 2, Stokkseyri, þingl. eigandi Július Geirsson.
Uppboðsbeiðandi er Byggingasjóður ríkisins.
Lyngheiði 4, Hveragerði, þingl. eigandi Jón K. Sigurðsson og Hlíf
S. Arndal.
Uppboðsbeiðendur eru Byggingasjóður ríkisins, Tryggingastofnun
ríkisins og Róbert Árni Hreiðarsson, hdl.
Oddabraut 24, n.h., Þorlákshöfn, þingl. eigandi Hjörtbr B. Jónsson.
Uppboðsbeiðandi er Byggingasjóður ríkisins.
Sambyggð 2,3b, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Guðrún Ósk Gisladóttir
og Jón V. Reynisson.
Uppboðsbeiðandi er Fjárheimtan hf.
Sólvöllum, Stokkseyri, þingl. eigandi Edda Hjörleifsdóttir.
Uppboðsbeiðandi er Jóhannes Ásgeirsson, hdl.
Miðvikud. 18. sept. ’91 kl. 10.00
Önnur og síðari sala
Birkilundi, Laugarvatni, þingl. eigandi Laugalax hf.
Uppboðsbeiðandi er Jón Kr. Sólnes, hrl.
Borgarheiði 11 h, Hveragerði, þingl. eigandi Jónas Ingi Ólafsson.
Uppboðsbeiðandi er Byggingasjóður ríkisins.
Fossheiði 50, n.h., Selfossi, þingl. eigandi Elín Arnoldsdóttir.
Uppboðsbeiðendur eru Jón Ólafsson, hrl. og Tryggingastofnun ríkis-
ins.
Reykjamörk 1 (íb.204), Hveragerði, þingl. eigandi Anna M. Sveins-
dóttir.
Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson, hdl.
Starengi 12, Selfossi, þingl. eigandi Þorsteinn Jóhannsson.
Uppboðsbeiðandi er Guðmundur Pétursson, hdl., Ásgeir Magnús-
son, hdl. og Jakob J. Havsteen, hdl.
Sýslumaðurinn i Árnessýslu.
Bæjarfógetinn á Selfossi.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, toil-
stjórans í Reykjavík, skiptaréttar Reykjavíkur,
Vöku hf., Bifreiðageymslunnar hf. og ýmissa
lögmanna, banka og stofnana, verður haldið
opinbert uppboð á bifreiðum, vinnuvélum
o.fl. á Smiðshöfða 1 (Vöku hf.), laugardaginn
14. september og hefst það kl. 13.30.
Seldar verða væntanlega eftirtaldar bifreiðar:
A-11175 GS-761 R-11428 R-71826
A-12075 GY-602 R-14347 R-72784
BF-496 HD-317 R-18827 R-78499
BR-469 HI-450 R-38133 R-79152
DV-113 HM-886 R-42649 R-79360
FI-583 IG-201 R-44221 R-79471
FM-983 IO-623 R-51099 U-665
FR-854 KD-032 R-54108 X-2811
FS-415 KE-349 R-55343 X-8222
FZ-471 MB-175 R-59942 Y-13487
G-4164 P-2625 R-62778 YD-135
G-26080 P-2992 R-67812 Þ-958
GM-892 R-2157 R-68104 Þ-2966
GP-557 R-4285 R-70818 Ö-6260
*
Auk þess verða væntanlega seldar margar
fleiri bifreiðar.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðala
nema með samþykki uppboðshaldara eða
gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík.
TILKYNNINGAR
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVlK
Vegna úthlutunar úr
Framkvæmdasjóði
fatlaðra 1992
Hlutverk sjóðsins er að fjármagna fram-
kvæmdir í þágu fatlaðra. Væntanlegir um-
sækjendur um fé úr sjóðnum árið 1992 þurfa
að skila eftirfarandi til Svæðisstjórnar:
1. Umsóknir er tilgreini upphæð.
2. Yfirliti yfir stöðu þeirra framkvæmda, í
Reykjavík, sem ólokið er og úthlutað hef-
ur verið til úr sjóðnum.
3. Sundurliðaðri framkvæmdaáætlun vegna
ólokinna verkefna í Reykjavík og áætlun
um fjármögnun þeirra. Sérstaklega skal
sundurliða hvern verkáfanga fyrir sig og
möguleika hvers framkvæmdaaðila að
fjármögnun til framkvæmdanna (þ.e. eigin
fjármögnun eða önnur sérstök framlög).
Nauðsynlegt er að ofangreindar upplýsingar
berist Svæðisstjórn eigi síðar en 23. sept-
ember næstkomandi.
Svæðisstjórn
máiefna fatlaðra í Reykjavík,
Nóatúni 17, 105 Reykjavík.