Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 HANDKNATTLEIKUR HM U-21 I GRIKKLANDI FOLK ■ DANSKA liðið fjölmennti á leik íslendinga og Þjóðverja til að hvetja Islendinga, því ef Þjóð- verjar hefðu unnið hefðu Danir leikið um 9. sætið, en þeir leika um 7. sætið. Svíþjóð og Júgóslavía leika um gullið, en Sovétríkin og Spánn um bronsið. B ÍSLENSKU strákarnir lifðu í voninni eftir jafntefiið við Þjóð- verja. Ef Sovétmenn hefðu unnið með níu marka mun var ísland í leik um bronsið. En þær vonir runnu út í sandinn strax í byijun leiks — Svíar komust m.a. í 11:2 og útséð um níumarka sigur Sovétmanna. ■ HLJÓÐIÐ var þungt í íslensku strákunum eftir jafnteflið við Þjóð- veija, en brúnin lyftist heldur eftir að Svíar unnu Sovétmenn því þar með skiptu úrslitin gegn Þjóðverjum í raun engu máli. Svo var þeim hugsað til leiksins gegn Svíum og þá fraus brosið! ■ MAGNÚS Sigurðsson lék ekki með í gær. Hann er meiddur á vinstri öxl og læknir sovéska liðs- ins, sem skoðaði hann, ráðlagði landsliðsþjálfaranum að hvíla hann fram á laugardag. H DAGUR Sigurðsson lék sinn fyrsta leik í keppninni og stóð sig vel, var einn þriggja með 100% skotnýtingu. Hann og Patrekur skutu báðir einu sinni og skoruðu sitt markið hvor, en Páll Þórólfs- son skaut tvisvar á markið og skor- aði í bæði skiptin. ■ GÚSTAF Bjarnason gerði þijú mörk af línu í gær eftir glæsilegar sendingar frá Sigurði Bjarnasyni, Degi Sigurðssyni og Páli Þórólfs- syni. íslensku strákunum gekk erf- iðlega að finna leiðina í markið í byijun seinni hálfleiks og það var ekki fyrr en eftir rúmlega sex mínútna leik að Sigurður braut ísinn. ■ BAUMANN, aðstoðarþjálfari Þjóðverja, fékk að sjá rauða spjald- ið skömmu fyrir leikhlé gegn ís- lendingum. I ÞORBERGUR Aðalsteinsson landsliðsþjálfari hélt fyrirlestur á þjálfaranámskeiði í Aþenu í gær- morgun. 70 Grikkir voru á nám- skeiðinu og spurðu mikið. Einnig kom blaðamaður frá Nígeríu að máli við Þorberg og hafði hug á að fá fyrirlesturinn og meiri upplýs- ingar áður en íslenska liðið færi heim. ■ SVÍAR eru ekki á flæðiskeri staddir hvað markmenn varðar. Gonzales, annar markvörður Svía lék gegn Sovétmönnum og nær lokaði markinu. Hann varði m.a. 15 skot í fyrri hálfleik og þar af þijú vítaköst. Sovétmenn gerðu þriðja mark sitt eftir 22 minútna leik! B ÞAÐ hefur örugglega haft góð áhrif á leikmenn þýska liðsins að Bredemeier, a-landsliðsþjálfari Þjóðveija, kom til Aþenu fyrir leik þeirra gegn íslendingum. Brete- meier kom til að sjá hvort hann gæti notað leikmenn í lið sitt. ■ STRÁKARNIR í landsliðinu hafa sungið mikið jagið „Áfram strákar," sem Jason Ólafsson, leik- maður liðsins, samdi sérstaklega fyrir keppnina. Söngur þeirra hefur vakið athygli og einnig gítarleikur Jasonar. ■ ÞAÐ kom fáum á óvart, þegar Finnur Jóhannsson, baráttujaxl- inn mikli úr Val, valdi mestu slags- málamyndina sem sýnd var í Aþenu, þegar hann fékk að velja hvaða mynd strákarnir færu á eftir leikinn gegn Svíum. ■ LEIKMENN íslenska liðsins áttu frí á miðvikudag. Þeir notuðu tækifærið og skruppu til eyjarinnar Aigena, þar sem þeir fengu leyfi til að vera í sólbaði í tvo tíma. Flest- ir strákanna tókú sér skellinöðru á leigu og fóru á flakk um eyjuna. Hvað sögðu þeir? Sigurður Bjarnason hefur leikið mjög vel með íslenska liðinu, eftir að hann tók eitthvað að ráði þátt í leikjum liðsins. Vonbrigði að missa af verðlaunasæti ÍSLENSKU strákarnir gerðu jafntefli, 19:19, við Þjóðverja í æsispennandi leik, þar sem íslendingar höfðu forystu lengst af. Þjóðverjar jöfnuðu, þegar 38 sekúndur voru eftir og leiktíminn rann út án þess að íslensku strákunum tækist að skapa sérfæri. íslenska lið- ið leikur því gegn Rúmenum f kvöld um fimmta sætið á mót- inu. Leikmenn íslenska liðsins voru óánægðir með að ljúka dæminu ekki sjálfir, það hefði verið miklu auðveldara en að sitja uppi í áhorf- endabekkjum og vonast til að Sov- étríkin sigruðu Svía með níu marka mun. „Við áttum að klára þetta og vorum ferlegir klaufar að gera það ekki. Þjóðveijarnir eru ekki með það sterkt lið og við áttum að sigra,“ sagði Gunnar Andrésson, fyrirliði, eftir leikinn. íslendingar voru fyrr í gang en þýsku piltarnir og eftir nokkurra mínútna leik höfðu þeir náð tveggja marka forystu, 3:1, og sá munur hélst allt þar til Þjóðveijar jöfnuðu 6:6 og komust síðan yfir 6:7. íslend- ingar náðu aftur tveggja marka SkúliUnnar Sveinsson skrifarfrá Aþenu forystu, 9:7 og 10:8, en Þjóðveijar minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé og gerðu síðan tvö fyrstu mörk- in í síðari hálfleik, en þeir voru tveimur mönnum fleiri þá stundina. Þjóðveijar náðu tveggja marka forskoti, 11:13, en íslensku strák- arnir gáfust ekki upp og komust yfir á nýjan leik, 14:13, og síðan 17:15, þegar sjö mínútur voru eftir. Þá breittu Þjóðveijar vörninni, tóku Sigurð Bjarnason og Gunnar Andr- ésson úr umferð og við það riðlað- ist leikur okkar pilta nokkuð. Þjóð- veijar jöfnuðu 18:18, þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka. Jason Ólafsson fiskaði vítakast, þegar tæpar þijár mín. voru eftir, en Sigurður þrumaði knettinum í slá. Islensku strákarnir náðu þó frákastinu, en hvorki gekk né rak hjá þeim og að lokum fengu þeir dæmda töf á sig. Þjóðveijar voru svo sem lítið betri á tauginni því þeir glötuðu knettinum í næstu sókn. Sigurður skoraði þegar 74 sek. voru eftir, en Þjóðverjar gengu síðan í rólegheitum í gegnum íslensku vörnina, þegar 38 sekúnd- ur voru eftir og jöfnuðu. Klaufa- legt, því enginn Islendingur fór á móti Þjóðveijanum, sem jafnaði. Þegar 15 sek. voru eftir fengu íslendingar aukakast og boltinn var fyrir aftan mark Þjóðveija, en ann- ars ágætir norskir dómarar sáu ekki ástæðu til að stöðva klukkuna og leiktíminn fjaraði út. Leikurinn var ekki vel leikinn. Þó íslendingar hefðu undirtökin í fyrri hálfleik var það alls ekki fyrir góðan leik. Sóknin var oft hálf vandræðaleg og lítil hreyfing á mönnum. Vörnin var þokkaleg, en samt sem áður vantaði þann fídons- kraft, sem verið hefur, nema síðustu 15 mínúturnar. Þá náðu þeir upp góðri baráttu í vörninni. Sigurður Bjarnason lék allan leikinn og stóð sig vel. Það sama má segja um Gunnar Andrésson fyrirliða. Dagur og Jason áttu góðan leik og í vörn- inni var Patrekur sterkur að vanda. Hallgrímur varði ágætlega í fyrri hálfeik, en lítið í þeim síðari. Islend- ingar voru útaf í 12 mínútur en Þjóðverjar í 10 og það var dálítið einkennandi hversu illa strákarnir nýttu sér að vera fleiri, en Þjóðveij- ar gengu hins vegar á lagið. Mörk Islands: Sigurður Bjarnason 6/2, Einar Sigurðsson 3, Gunnar Andrésson 3, Gústaf Bjarnason 3, Páll Þórólfsson 2, Dagur Sigurðsson 1, Patrekur Jóhannesson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 11 (þar af átta í fyrri hálfleik). Gunnar Andrésson, fyrirliði, var svekktur eftir leikina í gær. „Það var grátlegt að missa af því að spila um bronsið. Það munaði svo sorglega litlu, en mér finnst að við hefðum átt það skilið. Við höfum leikið ágætlega en það hefur vantað einhvern herslumun. Áður en við fórum í þessa keppni stefndum við að því að gera betur en liðið í síðasta móti, en það náði 5. sæti. Nú verðum við að sig^r- Rúmena til að gera jafnvel. Annars held ég að fímmta eða sjötta sætið sé alveg ágætis árangur. Varðandi leikinn gegn Þjóðveij- um þá veit ég ekki almennilega hvað var að okkur. Við náðum ekki upp alveg nógu góðri stemmningu fyrir leikinn. Hugsanlega hefur ver- ið einhver hræðsla í okkur þó mér finnist það ólíkleg skýring vegna þes að við höfum enga ástæðu til að óttast þetta lið Þjóðveija. Við vorum ferlegir klaufar að klára ekki þennan leik, þegar stemmning- in kom í lokin.“ Gunnar Einarsson, þjálfarí: „Það voru fyrst og fremst þyngsli og stemmningsleysi í mannskapn- um. Það var ekki nema síðasta stundarfjórðunginn, sem strákarnir náðu að leika á fullu. Þetta var frek- ar slakur leikur hjá okkur og mikið um vitleysur. En fyrstu sex þjóðirn- ar eru allar mjög svipaðar að styrk- leika. Þegar við lögðum af stað hingað var markmiðið að komast á HM 93 og því höfum við náð og erum ánægðir með það, en auðvitað er maður sársvekktur með að vera ekki að leika um bronsið eða jafn- vel gullið. Það vantaði svo sáralítið uppá.“ FRJALSIÞROTTIR Missir Andersen silfrið? IMorski kúluvarparinn, sem var annar í Tókýó, féll á lyfjaprófi Norski kúluvarparinn Georg Andersen, sem fékk silfur- verðlaunin í kúluvarpi á HM í Tókíó á dögunum, féll á lyfjaprófí sem hann gekkst undir í júlí. Reynist það á rökum reist verð- ur silfrið tekið frá honum og hann dæmdur f tveggja ára keppnis- bann. Úrskurður verður kveðinn upp 19. október og verður hann í banni þangað til. Norski lögregluþjónninn neitar að hafa tekið ólögleg lyf og seg- ist ekki hafa neina skýringu á prófinu. Hann hafí hins vegar fengið pillur vegna magaveiki og er verið að rannsaka innihald þeirra. Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Noregi, en í upphafi átti ekki að ekki að gera nafn Anders- en opinbert - á meðan sekt hans væri ekki sönnuð. Það voru ljós- myndarar norsku blaðanna sem tóku myndir af gögnum um málið með aðdráttarlinsu og eftir að þeir höfðu stækkað upp myndir sfnar, sást nafn Andersens svart á hvítu. Þess má geta að á undanförn- um árum hefur Andersen barist harðast gegn lyfjanotkun íþrótta- manna og sagt sínar skoðanir um lyfjanotkun umbúðalausar. Marg- ir vilja nú halda fram að íþrótta- menn, sem hafa viljað hefna sín á Andersen, hafi látið ólögleg lyf í drykki, sem Andersen drakk. Þá hefur verið deilt hart á norska fijálsíþróttasambandið um að hafa þaggað málið niður og spurningin er; Hvers vegna var ekki látið vita um að Andersen féll á lyíjaprófíð áður en hann keppti í Tókýó, en prófið var tek- ið í byijun júlí, nær tveimur mán- uðum áður en HM í Tókýó fór fram. Ef Andersen verður dæmdur sekur og missir silfurverðlaun sín, yrði það kaldhæðni örlaganna, að það kæmi í hlut Norðmannsins Lars Arvie Nilsen, sem var í keppnisbanni vegna lyfjanotkunar 1987-1989, að taka við silfurverð- launm Andersens, en Nilsen varð í þriðja sæti í Tókýó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.