Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 36
 — svo vel sétryggt miK LMENNAR FOSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Slasaðist í eltingaleik við lögreglu SEXTÁN ára piltur slasaðist er hann ók bifhjóli sínu á sorpkassa og síðan utan í lögreglubíl, er lögreglumenn reyndu að stöðva hann á Smiðjuvegi í Kópavogi í gærkvöldi. Samkvæmf upplýsingum lög- reglu var pilturinn réttindalaus á stóru bifhjóli. Daginn áður hafði hann stungið af er lögreglumenn reyndu að ná af honum tali. í gær- kvöldi reyndu lögreglumenn aftur að stöðva hann, en ökumaðurinn tók ekki mark á stöðvunarmerkjum. Hann ók ekki mjög hratt, en braut umferðarreglur og ók m.a. á öfug- um vegarhelmingi og gegn ein- stefnu, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Pilturinn slasaðist ekki mikið að sögn lögreglu, en var fluttur á slysadeild. Stjórn Flugleiða: Heímild til útboðs hluta- fjár ekki nýtt STJÓRN Flugleiða samþykkti á fundi sínum í gær að nýta ekki heimild frá síðasta aðalfundi fé- lagsins til að bjóða út hlutafé að andvirði um 400 milljónir króna. Heimildin heldur þó gildi sínu fram að aðaifundi félagsins næsta vor. Stjórnin ákvað jafn- framt að taka ekki á Ieigu þotu næsta sumar eins og gert var í ár. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að í sumar hafi sætaframboð verið aukið til muna og meðal annars hafi verið tekin á leigu Boeing 737 vél af þeim sök- um. Þetta aukna sætaframboð hafi að hluta til skilað sér í auknum fjölda farþega en þó ekki eins og vænst hafí verið og bókanir bent til. Á stjórnarfundi Flugleiða í gær hafí verið ákveðið að leigja ekki vél með sama hætti á næsta ári, heldur verði sumaráætlúnin þá miðuð við þær vélar, sem félagið hafí sjálft yfír að ráða, sem eru fjórar Boeing 737-400 og tvær Boeing 757-200. Morgunblaðið/Ami Sæberg Hundrað tonn af grjóti á 30 árum Þessi myndarlega varða er á Bláfellshálsi, við veginn inn í Kerlingar- fjöll. Hún hefur verið kölluð Beinakerling og trúa sumir því að í henni eigi að vera urðuð bein gamallar fiökkukonu. Svo er þó ekki. Valdi- mar Ornólfsson, skíðakennari í Kerlingarfjöllum, segir að í fyrstu ferð- inni í skíðaskáiann sumarið 1961 hafí skíðagarpar kastað steinum í gamla vörðu, eina af mörgum, sem varða ieiðina yfir Bláfellsháls og inn yfír Kjöl. Þá hafí engin bein verið þar, heldur aðeins eitt gamalt stígvél. Síðan hefur það orðið siður að Kerlingarfjallafarar stanza við vörðuna og hver og einn bætir í hana steini. Valdimar segir að talið sé að á þessum þrjátíu árum hafí safnazt 100 tonn af gijóti í vörðuna. Fjárlagafrumvarp næsta árs; Ríkisútgj öldin lækka um þijá milljarða kr. RÍKISÚTGJÖLD lækka um þrjá milljarða króna að raungildi á næsta ári miðað við fjárlög þessa árs, samkvæmt fyrirliggjandi drögum að fjárlagafrumvarpi. Lánsfjárþörf ríkissjóðs verður fjórir milljarðar króna á næsta ári eða sex miHjörðum króna minni en á þessu ári. Hallinn á fjárlögunum verður innan við fjórir milljarðar. Þessar upplýsingar komu fram á fréttamannafundi, sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra héit í gær. Þar kom einnig fram, að í fjár- lagafrumvai-pinu yrðu útgjöld ríkis- ins um 15 milljörðum króna lægri en upphafleg áform ráðuneyta gerðu ráð fyrir við upphaf fjárlaga- gerðarinnar í vor. Þessi upphæð skiptist þannig, að niðurskurður rekstrarútgjalda og lækkun á tilfærslufé er 7,3 milljarð- ar, sértekjur og þjónustugjöld at- vinnuvega og einstaklinga eiga að skila 2,8 milljörðum og fallið hefur verið frá áformum um 4,9 milljarða fjárfestingu eða þeim slegið á frest. A Undirbúningsnefnd ASI vegna kjarasamninga: Afram rætt um sérmál vettvangi sérsambanda Á FUNDI undirbúningsnefndar Alþýðusambands íslands vegna kjarasamninga var ákveðið að haldið yrði áfram viðræðum við vinnu- veitendur á vettvangi landssambanda og svæðasambanda um sérmál þeirra og ákvörðun um viðræður um sameiginleg mál ekki tekin fyrr en niðurstaða hefði fengist í þeim efnum. Síðastliðið vor beindi ÁSÍ þeirri áskorun til sérsambandanna að hefja viðræður um sér- mál við viðsemjendur og eru þær viðræður komnar mjög skammt á veg í flestum tilfellum. Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði að það væri ljóst að sumarið hefði ekki nýst sem skyldi til að fá skýr- ar línur varðandi sérmál samband- anna. „Það liggur beint við að halda þeim viðræðum áfram sem eru komnar í gang milli einstakra sam- banda og atvinnurekenda um sér- málin. Við verðum að muna að þess- um málum var öllum ýtt til hliðár í samningunum sem gerðir voru fyrir einu og hálfu ári og það sama má raunar segja um samningana sem gerðir voru þár á undan. Það gengur ekki til lengdar að afgreiða mál með þeim hætti. Það er auðvit- að ýmislegt alltaf að breytast í að- stæðum óllkra hópa sem kallar á breytt ákvæði kjarasamninga. Við munum árétta það gagnvart at- vinnurekendum að við ætlumst til þess að það verði efnisleg niður- staða í þessum viðræðum og það er ekki tímabært að ræða mikið hvað kynni að verða á sameiginlegu s borði fyrr en þessar viðræður eru komnar lengra,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að auk þessa væri enn mikil óvissa um aðgerðir stjórn- valda. Tillögum væri kastað fram og þær dregnar jafnskjótt til baka og það væri því erfiðara en oft áður að átta sig á því hvað þar væri á ferðinni. Morgunblaðið/Þorkell Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Grétar Þorsteinsson, for- maður Trésmíðafélags Reykja- víkur, ræðast við í húsakynnum ASÍ í gærmorgun. Á milli þeirra stendur Þráinn Hallgrímsson, starfsmaður ASÍ. Fjármálaráðherra sagðist ekki vilja staðfesta neinar tölur eða til- lögur sem fjallað hefði verið um opinberlega um fjárlagagerðina. „Það er ekki til siðs í vestrænum ríkjum að fjallað sé um fjárlaga- frumvarp með þeim hætti sem gert hefur verið undanfarið, hvorki að einstakir stjórnmálamenn, þing- menn stjórnarflokka eða ráðherrar leiki sér með tölur eða hugmyndir eins og gert hefur verið né heldur að fjölmiðlar tíni upp tölur með vafasömum hætti og birti sem stað- reyndir," sagði Friðrik. Hann sagði ekki rétt að við frá- gang á tekjuhlið frumvarpsins hefði verið ákveðið að hrófla við sjó- mannaafslætti eða öðrum frádrátt- arliðum skattkerfisins en þau mál væru öll til skoðunar í ráðuneytinu, sem hefði endanlegan frágang frumvarpsins nú á sinni könnu. Sagði hann að nægur tími gæfist til að ganga frá tekjuhliðinni en ríkissjóður þyrfti að mæta fyrirsjá- anlegu tekjutapi á næsta ári sem næmi um einum milljarði kr. Sjá frétt á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.