Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991
Petrína K. Jakobs-
son - Minning
Fædd 4. febrúar 1910
Dáin 2. september 1991
Fyrir meir en sjötíu árum sat
kartinn og knár stelpuhnokki upp
í ljósastaur í Winnipeg og vinkaði
glaðlega framan í heiminn. Leikfé-
lagarnir fyrir neðan voru alveg dol-
fallnir, því þeir höfðu stórlega efast
um getu nokkurs kvenmanns til
slíkra verka og var þá ekki að sök-
um að spyija. En fyrr en varði er
vörður laganna mættur og strák-
arnir horfnir út í veður og vind.
Þeir stóru sluppu og sigurvegarinn
fyrrverandi er leiddur heim í lög-
regluvernd.
Petrína Kristín Jakobsson var
fædd á Húsavík 4. febrúar 1910,
dóttir hjónanna Valgerðar Péturs-
dóttur frá Ánanaustnum, Gíslason-
ar og Jóns Ármanns Jakobssonar,
Hálfdánarsonar. Hún var næst-
yngst í hópi sjö barna og eina dóttir-
in. Bræður hennar voru í aldursröð
þeir Sigurður, Ásgeir, Pétur Hálf-
dán, Jakob, Hallgrímur og Áki.
Foreldrar hennar fóru til Vestur-
heims 1913 með barnahópinn en
komu aftur 1920 og bjuggu lengst
af í litlu húsi á Grímsstaðaholti á
Fálkagötu 27. Faðir hennar dó 1939
og árið 1942 fluttist hún á Rauðar-
árstíg og bjó þar með móður sinni
og Asgeiri bróður sínum.
Hún tók gagnfræðapróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
eftir ársdvöl í Samvinnuskólanum
var hún í Handíða- og myndlistar-
skólanum 1939-44 og 1946-48 var
hún við nám í landmælingum,
stærðfræði og kortagerð. Árið 1951
kynnti hún sér lýsingatækni í Hol-
landi og LiOndon. Hýbýlafræði lærði
hún í bréfaskóla í Kaupmannahöfn
á árunum 1960-62. Auk þess sótti
hún námsskeið fleiri en ég hef á
tölu; seinast skar hún út stóla, mik-
il mannvirki, og var hún þá hátt á
sjötugsaldri.
Aðalstarf hennar var að teikna,
fyrst hjá Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur 1939-1944 og síðan stjórnaði
hún teiknistofu raforkumálastjóra,
síðar Orkustofnunar, allt til ársins
1977, er hún fór á eftirlaun. Hún
var bæjarfulltrúi í Reykjavík fyrir
Sameiningarflokk alþýðu, Sósíal-
istaflokkinn 1954-58 og í barna-
verndarnefnd 1936-48.
Lítil kona trónir á háum stól,
hörðum og baklausum við teikni-
borð og dregur hæðarlínur styrkri
hendi. Þykk gleraugun rétt tolla á
nefbroddinum. Síminn á borðinu
hringir og hún tekur tólið. Í fyrst-
unni segir hún já og nei eins og
við á. En svipurinn harðnar og
penninn hvín. Hér eru vandkvæði á
ferðum og þau ekki lítil. Símtalið
er langt og stígandi mikil. Konan
á stólnum segir vissi ég ekki og
gat nú skeð. Að endingu segir hún:
„Þetta eru gungur“, bætir svo við
„já og lyddur líka“. Tekur bakföll
og skellir á með tilþrifum. Nú var
illt í efni. Eg vissi sem var að nú
hafði karlpeningurinn gert eitthvað
af sér rétt eina ferðina svo ég
spurði: „Er ekki réttast að skjóta
þá strax?“ Konan á stólnum kyrrist
og hlær, svo sem ekki án áreynslu
í fyrstu en pennahljóðið mildast þó
hægt og bítandi.
Ladeyða þótti yfirleitt ekki ríkj-
andi vindátt á teiknistofunni hér á
árum áður, enda fjölmenni þar á
stundum. Pólitík, kvenréttindi og
launamál var sú þrenning sem
flestu feykti og gátu veðurhljóð
verið ærin, og blésu stríðnispúkar
stundum vel í aflinn. En öllu oftar
léku léttari vindar. Petrína var frá-
bær sögumaður og hafði af nógu
að taka. Hún skákaði góða dátanum
og söguömmum, þegar best lét.
Kímnin var í fyrirrúmi; þó gátu
sögur af nískum kvennakúgurum
og flögurum orðið æði gráglettnar
í lokin, því að þeirra biðu að sjálf-
sögðu verðskuldaðar hremmingar.
Þó voru þeir nú góðir, svona innst
inn við beinið. Sérstaklega ef þeir
iðruðust. Hún hafði einstakan hæfi-
leika til að fabúlera og áheyrendum
fannst þeir sjá söguna gerast. „Vor-
um við í sömu ferðinni?“, spurði
raunsæismaðurinn, þegar hann
heyrði ferðasöguna úr óbyggðum.
Sannleikans Ijall er alltaf eins og
jafnhátt svo lítið er gaman að
mæla það. En hæðarhornin eru
mörg, skyggnið upp og ofan, tíbrá-
in titrar svo ekki sé nú minnst á
ólík gleraugun. Hugurinn gefur
íjöllum nöfn og draugum viðeigandi
verustað svo þeir þurfi ekki hús-
næðismálastjórnarlán í byggð. Allt-
af má segja söguna aftur og laga
ögn í leiðinni, allar teikningar má
endurbæta. Þá er strokleður sem-
enti betra og kímnin haldgott burð-
arvirki.
Petrína var hugsjónakona til
hinstu stundar, forkúr duglegur,
viljasterk og viljug og gekk sér
nærri. Snemma vildi hún breyta
heiminum og það strax. Reyndar
breyta mannskepnunni líka, fyrst
verið var að þessu á annað borð.
Brynjaður riddarinn gekk fram fyr-
ir skjöldu og vann málstaðnum allt
sem orkað gat. Þar kom að skyn-
semin skarst í leikinn og hún lagði
niður vopn, skipulag heimsins slapp
fyrir horn. En velferð kvenna og
barna var henni ævinlega hugleikin
og fengum við karlar oft til tevatns-
ins fyrir eðlislæga ótukt og búra-
hátt í þessu efni. Hún miðiaði öðrum
dijúgt og af skarpskyggni. Benti á
hæfileika, sem þeir vissi ekki af
sjálfir og var óspör á hvatningu og
úrræði og leysti vanda margra,
þegar öll sund virtust lokuð. Sá
meira að segja stórmyndarlega unn-
usta í ungmeyjarbollum ef ekki vildi
betur.
Skoðanir hafði hún margar, jafn-
vel fleiri en eina og fleiri en tvær
og skynsemi til að skipta annað
veifið. Við vorum sammála um að
vera ósammála svo sem Þingeying-
um hæfir og Vesturbæingum. Við
ofurefli var að etja og mátti ég
hafa mig allan við að mæla henni
í mót.
Sannfæring hennar var samt
óbreytt alla tíð. Kærleikurinn var
eina aflið, sem hægt var að virkja
til ljósmetis villuráfandi mönnum.
Og fer þá Orkustofnun fyrir lítið í
slíkum stórvirkjunum. Annað líf var
henni fjallgrimm vissa. Um trú var
hún frásagnarfá, artin skipti meira
máli.
Petrína var komin vel á giftingar-
aldur hinn meiri, þegar hún festi
sitt ráð. Maður hennar var Jóhann
Magnús Hallgrímsson, húsasmíða-
meistari. Þegar hann með stórum
staf kom til sögu þótti mér kven-
réttindamálum fækka stórum og
verða dauf sem Saltvíkurtýran.
Innti hana eftir, hverju sætti. Þá
sagði hún: „Veistu bara hvað, kven-
réttindi eru orðin svo móðins og svo
margar, ungar öndvegiskonur
komnar til sögu, að ég held ég segi
bara pass.“ En það er skemmst frá
að segja að sambúð þeirra hjóna
var með miklum ágætum og þau
samhent sem best má verða. Þau
reistu sér hús á Hellu og þar andað-
ist Jóhann árið 1982. Petrína bjó
þar áfram í ekkjustandi til enda-
dægurs. Á flatneskjunni eru ijöllin
fjarri og fátt sem upp úr stendur.
Þó eru þar ljósastaurar, sem
kannski kunna að freista einhvers
stelpuhnokkans.
Nú heyri ég svo alveg greinilega
gamalkunnugt hljóð og vinalegt.
Eg set upp gleraugun og opna
gluggann. Blár fjallabíllinn er kom-
inn nýbónaður að sækja sína nöfnu.
Þarna fetar hann himinbogann í
framdrifi og fyrsta gír og ber ótt
undan. Er þá ekki annað eftir en
að vinka bless og þakka kynnin.
Afturhaldssöm framúrstefnukona
er á braut. Vonandi eru félagsmálin
með sæmilegum skikk á leiðarenda
í efri byggð. Þá er ekki frekari
átaka þörf.
Einar Þorláksson
Hinn 2. september kvaddi þetta
jarðneska líf kær heimilisvinur okk-
ar, frú Petrína Kristín Jakobsson,
ekkja Jóhanns Magnúsar Hall-
grímssonar, húsasmíðameistara frá
Ytri-Sólheimum í Mýrdal; á áttug-
asta og öðru aldursári. Sambúð
þeirra hjóna var svo ástúðleg, sem
frekast varð á kosið, enda halla'ðist
hvergi á um mannkosti með þeim
hjónum. Þau áttu yndislegt og
menningarlegt heimili. Þar var
löngum fullt hús af gestum, því að
gestrisni þeirra og höfðingsskapur
átti sér engin takmörk.
Þegar ég hugsa um vinsældir frú
Petrínu átti hún þær ekki eingöngu
að þakka ljúfmannlegri og alúðlegri
framkomu sinni við hvern sem var,
heldur og drenglund sinni og hjálp-
fýsi, manúð og'hlýju.
Petrína var notalega kíminn og
fundvís á gamanyrði, en ávallt voru
þau valin þannig, að þau gátu eng-
an sært. Ég, eins og svo fjölda
margir ættingjar og vinir, mun
sakna hennar sem eins hins bezta
drengs og göfugmennis, sem við
höfðum komist í kynni við í önn
dagsins. Þá er vel lifað ef einlægir
vinarhugir fylgja þeim úr garði, sem
lokið hafa þjónustunni og kveðja
þessa jörð. Þau fararefni munu líka
vera bezt, sá gjaldmiðill er tryggir
mesta hartúngju á etersviðinu, þar
sem einungis drengilegar athafnir
og kærleiksverk loga eins og vitar
við veginn.
Vinir frú Petrínu þakka frú Þor-
björgu Hansdóttur og manni hennar
Ægi Þorgilssyni kaupmanni á
Ægissíðu fyrir frábæra umhyggju
og ástúð við hina framliðnu vin-
konu. Blessuð sé minning Petrínu
Jakobsson.
Helgi Falur
Nú er hún látin hún Petrína
Kristín, áttræð að aldri. Hún vildi
lifa miklu lengur því að enn var
ýmsu ólokið. Lífsviljinn var óbugað-
ur og andinn í'fullu fjöri. í fyrra-
sumar tók ég mér far með rútu
austur að Hellu að heimsækja Petr-
ínu. Það var léttstíg kona með ljör-
legan svip og geisla í augum sem
tók á móti mér. Það var sólskin og
bjart og Petrína benti mér á ljöll
og önnur kennileiti þegar við geng-
um heim að húsinu hennar. Þarna
bjó móðurfólk hennar á ýmsum
bæjum og það tengdi hana sveitinni
nánari böndum. Hún sýndi mér
húsið sem þau maðurinn hennar
höfðu byggt en var ólokið þegar
hann féll frá. Nú vonaði hún að hún
lifði það að ljúka því að fullu og
rækta garð. Hún vann einnig að
málverkum, teikningum og kopar-
stungu og vildi koma miklu í verk,
ennþá að festa á blað bæi, hús og
umhverfi frá slóðum foreldra sinna
og forfeðra og hafði ferðast norður
til Mývatnssveitar og Húsavíkur til
að afla sér heimilda.
Það var mín gæfa að kynnast
Petrínu þegar ég 14 ára gekk í
málningarklúbb en það var einn af
tómstundaklúbbum Ungheija ASV
(Alþjóðasambands verkalýðsins).
Ég gekk nokkru seinna í félagið
en það var ekki skylda. Þama
kenndi Petrína okkur að mála á tau
og hvatti okkur óspart til að búa
sjálf til myndirnar. Fyrir strákana
vom smíðaklúbbar, sjóvinnuklúbbar
og eitthvað fleira.
Petrína Kristín veitti félaginu
leiðsögn en fljótlega kom til liðs við
hana Dagný Ellingsen sem kom
eins og sólargeisli inn í félagið og
smitaði frá sér góðvild og bjartsýni
en dó allt of snemma. Við grétum
hana og hörmuðum sárt, fátæk
vérkamannabörn, skjólstæðingar
hennar en sjálf var hún af efnuðu
fólki.
Þetta var á dögum heimskrepp-
unnar miklu. Atvinnuleysi var gíf-
urlegt og fátækt og jafnvel örbirgð
á mörgum heimilum. Þá var algeng
sjón að sjá börn á götunni svöng
pg klæðlítil með horinn ofan í munn.
í ungheijafélaginu unnu Petrína og
Dagný mjög vel saman. Allt var
þetta ólaunað hugsjónastarf. Ég
fullyrði að þær björguðu mörgu
barninu og unglingnum frá götunni
með því að vekja áhuga þeirra á
félagsstarfi.
Fyrir utan það tómstundastarf
sem ég áður nefndi stunduðum við
í félaginu leiklist, söng, dans, hljóð-
færaleik og upplestur kvæða og
sagna og héldum skemmtanir. Auk
þess gáfum við út blaðið Ungherj-
ann. Þar birtust sögur, ljóð, teikn-
ingar og hvers konar frásagnir eft-
ir krakkana sjálfa. Öllu þessu
stjórnuðu og kostuðu að öllu leyti
Petrína og Dagný meðan hennar
naut við því enginn átti pening en
Petrína var farin að vinna hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Þær tóku
einnig á leigu húsnæði og komu
upp lesstofu þar sem elstu k'rakk-
arnir skiptust á um að hafa gæslu,
en foreldrar og annað áhugafólk
gaf eða lánaði bækur, töfl og spil
en þær sáu um að hafa nóg af
pappír, litlum og föndurvinnu.
Petrína og Dagný auk fleiri
kvenna ráku einnig í sjálfboðavinnu
sumardvalarheimili fyrir fátæk
verkamannabörn. Vegna áhuga á
börnum og unglingum var Petrína
Kristín sjálfkjörin í barnaverndar-
nefnd fyrir sósíalista og starfaði þar
í 12 ár. Þetta var áhugavert en
krefjandi starf. Síðast í fyrra þegar
ég heimsótti hana minntist hún
þessa starfs og þeirra skjólstæðinga
sinna sem hún gat ekki alltaf gert
eins mikið fyrir og hún hefði viljað.
Áhugi hennar á velferð barna og
unglinga hélst fram í andlátið.
Börnin í kringum hana á Hellu
heimsóttu hana, henni til ánægju.
Það er sjaldgæft en ánægjulegt að
böm sækist eftir að heimsækja og
vera samvistum við áttræða konu.
En þannig var Petrína. Hún sat í
bæjarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn
í 4 ár en sagði skilið við þann flokk
og dró sig þá út úr pólitík. Hennar
lengsti starfsvettvangur var við
teiknistofu raforkumálastjóra og
síðar Orkustofnun þar sem hún
stjórnaði teiknistofunni 1944-77.
Hún teiknaði einnig raflagnir í
mörg hús, t.d. alþýðuskólana og
síðast í eigið hús austur á Hellu.
Hún hannaði og teiknaði ljósin í
Þjóðleikhúsinu og minntist þess
með gleði síðast er ég heimsótti
hana. Petrína eignaðist ekki börn
en giftist á fullorðinsaldri Jóhanni
Magnúsi Hallgrímssyni en missti
hann 1982.
Þar til hún giftist bjó hún með
eða í nábýli við foreldra sína og
seinna móður sína og bróður.
Foreldrar hennar vom Jón Ár-
mann Jakobsson Hálfdánarsonar,
stofnanda og fyrsca kaupfélags-
stjóra Kaupfélags Þingeyingaj og
Valgerður Pétursdóttir frá Ána-
naustum. Þetta var sámhent ijöl-
skylda og hjá þeim var félags-
hyggja og samhjálp í fyrirrúmi og
þótti sjálfsögð. Þegar ég sem ungl-
ingur kom á heimilið fannst mér
það sálarnærandi og hvetjandi og
sem mjög góð kennslustund í bók-
menntum og þjóðfélagsfræði. Um-
hyggjan sem öll Ijölskyldan sýndi
mér var einstök og var þeim eðlis-
læg. Petrína Kristín var eina systir-
in og hét eftir föðurömmu sinni og
kölluð Stína heima en við kölluðum
hana Pettý. Bræðurnir vom 6 og
hétu Ásgeir, Sigurður, Jakob, Hall-
grímur, Pétur og Áki. Allir voru
þeir bræður mikilhæfir menn sem
gott var að kynnast en mest kynnt-
ist ég Pétri sem góðum lækni og
Hallgrími og hans fjölskyldu sem
varð ævilöng vinátta.
Þegar ég, unglingur í skóla, átti
ekki peninga til að kaupa ritföng
(því að í þá daga var kannski ekki
peningur til að kaupa blýant og
strokleður) fann Petrína það á sér
og stansar hjá mér þar sem hún
mætir mér niðri í bæ og segir: „Nú
er ég í reikningi í Pennanum. Láttu
skrifa hjá mér það sem þig vantar.
Þú getur borgað mér það seinna."
Ég fékk aldrei að borga það en
þetta var ómetanleg hjálp sem ég
reyndi að ofnota ekki. Þegar ég
fyrsta sinn lagðist inn á spítala kom
Petrína með nýjustu Ijóðabók Tóm-
asar Guðmundssonar og hvatti mig
og uppörvaði.
Þótt samfundum fækkaði var
alltaf jafn gleðjandi og hvetjandi
að hitta Petrínu. Ég er mjög þakk-
lát fyrir að hafa kynnst henni og
hennar fjölskyldu. Megi áhugi og
umhyggja Petrínu Kristínar fyrir
börnum og unglingum geymast í
minningunni um hana.
Fjölskyldunni votta ég samúð.
Kristín S. Björnsdóttir
Ver oss huggun, vöm og hlíf,
lif í oss, svo ávallt eygjum:
æðra lífið, þó að deyjum.
Hvað er allt, þá endar kíf?
Eilíft líf.
(Matth. Joch.)
Þetta vers Matthíasar kom mér
í hug, þegar ég, óviðbúinn frétti lát
velgjörðarkonu minnar, Petrínu
Kristínar Jakobsson, húsmóður á
Hellu, er var kölluð til starfa á
hærri sviðum.
Enginn ræður sínum næturstað.
Guð ræður. Að kynnast Petrínu var
stórkostlegt ævintýri, því í för með
henni var alltaf stormur nýrra hug-
sjóna; Hún var mögnuð þrótti,
þrungin lífsorku til síðustu stundar.
Hún var svo fáguð í framgöngu,
að enginn kunni henni betur að
vera með tignu fólki, höfðingjadjörf
og hóglát í senn, raungóð og réttlát.
Ég sem þessar línur rita, hef
þekkt Petrínu aðeins fáein ár. Það
var gott að koma á heimili Petrínu.
Hún kunni vel að taka á móti gest-
um, hún veitti af rausn og svo mik-
illi innri gleði, að ég er viss um,
að það hefur verið henni mikil lífs-
nautn að veita öðrum og liðsinna.
Ég tel mig eiga frú Petrínu meira
upp að unna, en flestu öðru vanda-
lausu fólki, tel hana eina af mínum
mestu velgjörðarmanneskjum, og
mun ævinlega vera henni þakklát
fyrir hennar uppfræðslu.
Mín fátæklegu orð eru aðeins ein
rödd úr fjöldanum, en mig grunar
að ég mæli fyrir munn fleiri þegar
ég þakka þessari góðu konu fyrir
allt hennar starf og óhvikula vin-
áttu. Ég kveð aldna vinkonu með
alúðarþökkum fyrir öll okkar kynni,
vonandi á hún eftir að taka á móti
mér, jafnbroshýr og ævinlega fyrr
þegar ég kem á eftir. Veri hún
ævinlega blessuð, í Guðs friði.
Petrína Kristjana Ólafsson,
Uxahrygg.
Músíkleikfimin
hefst fimmtudaginn 26. september
Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á
öllum aldri.
Byrjenda- og framhaldstímar.
Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla.
Kennari Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í sfma 13022 um
helgar og virka daga í sama síma eftir kl. 17.