Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 Ást er. .. að sofa í þröngu rúmi. TM Reg. U.S. Pat Otf.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndica te Með morgunkaffínu Lentir þú annars í nokkru ævin- týralegu i frumskóginum? Þó hann geti ekki kyngt pillu, hvarf 10 kr. peningurinn oní hann á stundinni og það tveir! HÖGNI HREKKVlSI „ FÓRSTO ÓT AAEÐ RUSLlP/ PLSKAN ?" Fallin falleg hugsjón Hlýir vindar berast nú yfir haf- ið, alla leið frá Eystrasalti. Hrun kommúnismans er staðreynd. Sjö- tíu ára harðstjórn er lokið í þriðja ijölmennasta ríki veraldar. Milljón- ir manna geta fagnað frelsi. Óttinn hefur vikið fyrir von um betra líf, og bjartari framtíð. Tugmilljónir saklausra manna, sem fórnað var fyrir dauðadæmda hugsjón, verða þó ekki aftur vaktar til lífsins. En hvað var það sem gerðist, og hvers vegna hið skyndilega hrun? Marxisminn er hugsjón „ideo- logia“, falleg hugsjón sem byggist á bræðralagi og jafnrétti borgar- anna. Hinu stéttlausa þjóðfélagi. Karl Marx var „idealisti“ sem vildi frelsa mannkynið frá ánauð, fá- visku, kúgun og þrældómi hins borgaralega þjóðskipulags. „Ör- eigar allra landa sameinist," gegn kúgun og kapítalisma. Hugsunin var fróm og orðin fögur. í okkar stéttlausa þjóðfélagi í dag hljómar þetta þó eins og háð, talað úr grárri forneskju. En Engels (sam- starfsmaður Marx) líkir verkalýðs- • hreifingunni við frumkristindóm. Hinir fátæku, hrjáðu og þjáðu þrælar RómVeija leituðu lausnar í frumkristindómnum. Hann gaf fyrirheit um betra líf á himnum Sá eða sú, sem ritaði undir heit- inu „Víkverji skrifar'1 hér Morgun- blaðinu föstudaginn 6. september, var að amast við því að lögreglan væri hugsanlega við radarmælingar með slökkt á ljósum lögreglubifreið- arinnar. Þetta þótti Víkverja hið versta máþ enda frnnst honum að lögregl- an megi alls ekki fela sig þegar hún er við hraðamælingar. Hann bendir á að í útlandinu þar sem allt er svo siðfágað, flott og fínt, þar séu skilti sem vari við radarmælingum og „hefur þetta yfírleitt þau áhrif að þeir, sem eru yfir löglegum hraða hægja á sér, og tilganginum er náð“. Nú má vel vera að Víkverji þessi sé vel kunnugur umferðarmálum erlendis en afar er hann lítt fróður um þau mál hér á landi. Skilti með aðvörun um radarmælingar er víða að finna við vegi hér, bæði í þétt- býli og utan. M.a. á Reykjavíkur- svæðinu og rétt við borgarmörkin. A Bæjarhálsi og við Leifsstöð eru auk þess skilti með ljósabúnaði sem blikkar ef ökumaður nálgast á of miklum hraða. Þá má bæta við að að þessu jarðneska lífi liðnu. Sós- íalisminn vildi leysa fólkið úr jarð- neskri ánauð, með breyttu þjóð- skipulagi, og réttlátari skiptum auðæfanna. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi hve margir „frelsarar mannkyns“ hafa lagt stund á guð- fræði. Marx, Stalín og félagi Felix Dsersjinski, yfirmaður hinnar ill- ræmdu KGB leynilögreglu, eru hreint ekki þeir einu. En gleymum því ekki að þetta voru hugsjóna- menn, „frelsarar mannkýns“, þar sem tilgangurinn helgar meðalið og einstaklingurinn er aðeins áhrifalaust peð í hinni miskunar- lausu baráttu. Marx sjálfur var þó ekki trúaður, a.m.k. ekki í venj- ulegum skilningi, enda var við- kvæði hans að „trúin væri ópíum fólksins". Gallinn á þessum klæðskera- saumuðu „ismum“ er sá að þeir eru ekki sniðir fyrir fólkið, heldur á að þröngva fólkinu inn í fötin (kerfið). En þar sem alls ekki allir eru eins í laginu sprengir fólkið að lokum „fötin“ utan af sér. Það er þetta sem gerðist og er að ger- ast í Rússlandi. Hugsjónamenn hafa alltaf verið til, og munu alltaf verða til. Marg- hver ökumaður á að fylgjast með skiltum með vegum og götum sem gefa upp hámarkshraða og í öllum bílum, trúlega einnig þeim sem Vík- veiji ekur, er stór mælir sem sýnir hraða bílsins. Ef Víkveiji hugar að öllu þessu ætti honum að vera al- gerlega sama hvar og hvernig lög- reglan ber sig við löggæslu. Þeim sem aka of hratt og tillitslaust í umferðinni er reyndar að öllu jöfnu afar illa við að lögreglan, lítt sýni- leg, sé við eftirlitsstörf og þeir fá sér gjarnan radarvara. Ekur þessi tiltekni Víkveiji með radarvara? Það er heldur enginn vafi að inn- brotsþjófum þætti fengur í ef lög- regla og gæslumenn færu ávallt um með áberandi hávaða. Ætli Vík- veija fyndist það ósanngjörn krafa? Þeir sem eru sama sinnis og marg- nefndur Víkveiji ættu einfaldlega að stilla ökuhraða sínum í það hóf að vera nálægt réttum mörkum, spara sér kaup á radarvara og hætta að hafa áhyggjur af því hvernig lögreglan stendur að hraða- mælingum. Kristinn Snæland leigubílstjóri ir andans menn hafa verið kommúnistar (sjá frönsku aka- demíuna), göfugir menn, góðir menn, greindir menn. Við skulum ekki kasta skít í þá núna. „Hæðist ekki að mér,“ sagði Gorbatsjov, „eins og mér líði ekki nógu illa fyrir.“ Nú er „sósíalisti“ orðið að hálf- gerðu skammaiyrði, og víða í Evr- ópu keppast menn við að skifta um flokksheiti, í samræmi við hinn nýja tíma. En við skulum ekki miklast af fengnum sigri né niður- lægja andstæðinga okkar. Það er enginn glæpur að vera „öðru vísi þenkjandi", og gildir það jafnt uin stjómmál, trúmál sem önnur mál. Enginn einn getur gert tilkall til hins algilda sannleika. Lýðræðið eitt rúmar þó allar hinar mismun- andi skoðanir. Við skulum heldur ekki reka kommúnista út á gaddinn, heldur bjóða þeim inn í ylinn. Inn í hið nýja framtíðarfélagsheimili allra lýðræðissinnaðra Evrópubúa. Inn í hús okkar allra, „Evrópuhúsið“. Riehardt Ryel Hefurðu séð Snúllu? Lýst er eftir fimm og hálfs árs gamalli læðu, Snúllu. Snúlla er stórvaxin, blágrá og hvít á feldinn. Snúlla var með rauða hálsól. í 61- inni voru tvær bjöllur en merki- spjald var farið í sundur. Snúlla hvarf frá heimili sínu, Þúfuseli 4 í Breiðholti, um kl. 9, sunnudags- kvöldið 8. september. Þeir sem hafa séð til Snúllu eru vinsamlega beðnir um að hringja í síma 77644. Fólk vestast í Seljahverfi og í Kópavoginum við Reykjanesbraut er sérstaklega beðið um að leita á neðri hæðum og í bílskúrum. Með radarvara? Víkveiji skrífar Víkveiji hafði af því spurnir í vikunni að feðgar í Reykjavík, prestur og háskólanemi, hefðu sest niður fyrir framan sjónvarpið um síðustu helgi með það í huga að reyna að horfa á beina útsendingu af eins og einum fótboltaleik. Til margra ára hafa þeir feðgar undr- ast þann óskaplega áhuga fólks á öllum aldri, sem eyðir ómældum tíma í gláp á íþróttaviðburði, eins og annar þeirra orðaði það. Nokkuð sem þeir hafa aldrei getað skilið og finnst satt að segja sóun á dýr- mætum tíma. Feðgarnir reyndu hvað þeir gátu til að vera jákvæðir gagnvart íþrótt- amönnunum á skjánum og fylgdust af athygli með lýsingu og útskýr- ingum þess sem lýsti. Þrátt fyrir góðan vilja og einlægan ásetning gáfust þeir feðgar fljótlega upp og eru jafn nær um hvað það er sem V 1 dregur fólk að skjánum til að glápa á „svona hopp og skopp“. xxx Hefðu sómamennirnir sem getið er hér að framan orðið vitni að viðbrögðum víkingsins sem ók Reykjanesbrautina á þriðjudags- kvöldið er úrslit í leik Fram og KR lágu fyrir hefðu þeir eflaust talið viðkomandi sjúkan og stórhættu- legan umhverfi sínu, og sjálfsagt hefur hann á þeirri stundu verið hvort tveggja. Er KR-ingarnir jöfn- uðu í leiknum og dómarinn flautaði af skömmu síðar hægði maðurinn á bílnum, lagðist á flautuna, öskraði og æpti og baðaði út öllum öngum. Er hann áttaði sig á því hvar hann var staddur og við umferðaröng- þveiti lá á fjölfarinni götunni kom hann sér hið snarasta í burtu. Fyrir nokkrum árum var sú breyting gerð á stigagjöf í knattspyrnu hérlendis að í stað tveggja stiga fyrir sigur var ákveð- ið að þijú stig fengjust fyrir vinn- ing. Þessi breyting mun ekki hafa skipt miklu hingað til um endanlega röð liða í 1. deildarkeppninni hvað varðar topp og botn. Fyrir síðustu umferðina í keppninni er hins vegar staðan sú að þessu sinni að Fram hefði eitt stig umfram Víking ef gömlu reglunni væri beitt, en sam- kvæmt núgildandi reglum eru liðin jöfn að stigum. Markatala Víkings er hins vegar hagstæðari sem nem- ur tveimur mörkum. Margt getur þó 'gerst ennþá í deildinni og er með ólíkindum hversu spennandi og sviptingasöm keppnin hefur ver- ið á því fallega sumri sem nú er að líða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.