Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 17 Kúba: Stjórnvöld gagn- rýna Gorbatsjov Havaiia. Reuter. Kommúnistastjórn Fídels Kastrós á Kúbu gagnrýndi í gær harð- lega þá yfirlýsingu Míkhaíls Gorbatsjovs frá því á miðvikudag að hefja ætti viðræður um brottflutning sovéskra hermanna frá eyjunni. Stjórnin sagði það „óviðeigandi“ af Gorbatsjov að lýsa þessu yfir án þess að ráðfæra sig við Kúbveija fyrst eða skýra þeim frá áformum sínum. „Þetta er óviðeigandi fram- koma hvort sem litið er til þeirra hefða, sem hafa skapast í samskipt- um ríkja, eða þeirra samninga sem ríkin tvö hafa gert sín á milli,“ sagði í yfirlýsingu stjómarinnar. Kúbustjórnin er sýnilega óánægð með að Gorbatsjov skyldi ekki skýra Kúbveijum frá áformum sínum heldur erlendum blaðamönnum og það í fylgd með James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, rík- is sem verið hefur erkiijandi Kúb- veija í rúma þijá áratugi. Stjórnin hafði áður hrósað Sovétforsetanum fyrir að láta ekki undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að hætta allri hemaðar- og efnahagsaðstoð við Kúbveija. Gorbatsjov sagði að 11.000 sov- éskir hermenn og hernaðarráðgjaf- ar yrðu fluttir frá Kúbu en stjórn Kastrós sagði að herafli Sovét- manna í landinu væri mun minni. „Þetta var líkara táknrænum stuðn- ingi hvað varnir Kúbu varðar,“ sagði í yfirlýsingunni. Sovétmenn hafa einnig séð kommúnistastjórninni á Kúbu fyrir vopnum frá því hún braust til valda árið 1959 og aðstoðað hana við að skapa eitt mesta herveldi í Róm- önsku Ameríku. Þannig var henni gert kleift að bjóða mesta kjam- orkuveldi heims, Bandaríkjunum, birginn og senda vel vopnum búnar sveitir til stuðnings kommúnistum í Afríkuríkjunum. Eþíópíu og An- góla. Bandaríkjastjórn fagnaði yfírlýs- ingu Gorbatsjovs og hvatti hann jafnframt til að hætta að styðja Kúbustjórnina efnahagslega. Talið er að efnahagsaðstoðin nemi fimm milljörðum dala á ári (300 milljörð- um ÍSK). Sovetmenn mensfa Barentshaf: Notað sem ruslakista fyrir kjamaúrgang Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉTRÍKIN hafa í marga áratugi notað Barentshafið sem rusla- kistu fyrir kjarnorkuúrgang sinn. Þetta kemur fram á korti sem norskir visindamenn komust yfir frá sovéskum starfssystkinum sínum. Þar sést í smáatriðum hvar stórveldið hefur losað sig við geislavirk efm. Samkvæmt þeim upplýsingum sem norsku vísindamennirnir eru nú að kanna, hafa Sovétmenn einn- ig sprengt kjarnasprengjur neðan- sjávar í tilraunaskyni á hafsvæðinu við eyjarnar Novaja Semlja á Norð- ur-íshafi, að því er kemur fram í norska dagblaðinu Nordlys, sem gefið er út í Tromso. Losun geislavirkra úrgangsefna ■ BRUSSEL - Pólsk stjórn- völd hafa aflýst fyrirhuguðum við- ræðum við Evrópubandalagið (EB) um gagnkvæman verslunar- samning, vegna þess að utanríkis- ráðherrum EB tókst ekki á föstudag að komast að samkomulagi um betri viðskiptakjör fyrir útflutning Pólveija, að sögn pólskra embættis- manna. Frakkar stóðu helst í vegi fyrir að samkomulag næðist, þar sem þeir eru uggandi um hag naut- gripabænda sinna ef Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungveijalandi verði veitt betri viðskiptakjör. á einkum að hafa farið fram á þremur stöðum í grennd við so- véska eyjaklasann. Orðrómur um þetta hefur verið á kreiki í mörg ár, án þess að norsk stjómvöld hafi fengið hann staðfestan hjá sovéskum heimildum. „Þetta eru gífurlega athyglisverðar upplýs- ingar. Sjálfir höfum við oftsinnis gengið eftir þvi hvar Sovétmenn losi sig við allan úrganginn án þess að fá svar,“ segir Knut Guss- gaard, forstjóri Kjarnorkueftirlits- stofnunar norska ríkisins. Norsku vísindamennirnir kom- ust yfir þessi uggvænlegu kort þegar þeir voru að vinna að því að kanna og kortleggja umhverfis- ástandið í Barentshafi. Þeir eru nú að reyna að afla sér frekari upplýsinga um hversu umfangs- mikil losun úrgangsefnanna hefur verið. Sovéskir starfsbræður þeirra hafa sagt að hernaðarúrgangi hafi verið fleygt í hafið við Kólaskag- ann frá því í heimsstyrjöldinni síð- ari. , SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR • ■|| SERVANT PLÖTUR 11 6 I SALERNISHÓLF 1 J BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR Á LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA Þ.MBGBlMSSOM&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 NIÐURHENGD LOFT Armstrong EtöJ CMC kerli fyrir niöurhengd loft, er úr galvaniseru&um málml og eldþolið. CMC korfl er auðvelt i uppsetnlngu og mjög sterkt. CMC kerfl er feet með stillanlogum upphengjum sem þola allt að 50 kg þunga. CMC kertl fæst I mörgum gerðum bæði synilegt og tallð og verðlð er ótrúlega lágt. CMC kerfi er serstaklegá hannad Hringið eftir fyrir loflplótur frá Armetrong Irekari upplysmgum Elnkaumboa á lalnndi. E5 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO _______Ármúla 29 - Reykavik - simi 38640 INNIMARKAÐUR Fatnaúur, skár tmsaliöld o.fl. Sérstakt ••• Kostaboð iúð JíUmm Laugav. 116, s. 629030 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! ' Lars Werner, formaður gamla kommúnistaflokksins, sem nú heitir Vinstriflokkurinn, reynir að ná til kjósenda í Bollmora skammt frá Stokkhólmi. Ekki er að sjá að árangurinn sé mikill. Kosningabaráttan í Svíþjóð: Smáflokkar vekj’a upp ótta um „danskt ástand“ Stokkhólmi. Frá Stemgrími Sigurgeirssym, blaðamanm Morgunblaðsms. KOSNINGARNAR í Svíþjóð á sunnudag eru á margan hátt frábrugðn- ar fyrri kosningum í landinu. Má það ekki síst rekja til þeirrar stað- reyndar að fleiri flokkar en nokkurn tíma áður bjóða fram lista sem eiga raunhæfa möguleika á að ná mönnum inn á sænska þingið. Um áratugaskeið tókust einungis fimm flokkar á um völdin í Svíþjóð og skiptust þeir í tvær frekar skýrt afmarkaðar blokkir. Vinstra megin voru jafnaðarmenn og kommúnistar og hægra megin Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og Hægriflokkurinn. Þetta breyttist allt í kosningun- um 1988 er Umhverfisflokkurinn náði nægilegu fylgi til að komast inn á þing. Kosningasigur Umhverfisflokks- ins varð til þess að bijóta niður þann sálfræðilega þröskuld sem fram til þessa hafði staðið smáflokkum fyrir þrifum. Á sunnudag er talið að tveir aðrir smáflokkar muni komast inn á þing,'annars vegar hægriflokkurinn Nýtt lýðræði, sem sakaður er um lýðskrum, og hins vegar Kristilegi demókrataflokkurinn. Ekki eru allir jafn hrifnir af þess- ari þróun og óttast margir að „danskt" ástand kunni að myndast í Svíþjóð eftir kosningar, þ.e. að ekki takist að mynda starfhæfan meirihluta. Það er aftur á móti frek- ar ólíklegt að allir þessir smáflokkar nái inn á þing. Þannig bendir flest til þess að Umhverfisflokkurinn, sem var helsta stjarna síðustu kosninga, fékk þá 5,5% atkvæða, mun vart ná þeim 4% sem nauðsynleg eru til að flokkurinn detti ekki út af þingi. Ástæðurnar eru honum erfiðari nú en 1988. Fyrir kosningarnar 1988 voru umhverfismál mjög í brenni- depli, fjölda dauðra sela rak á land við strendur Eystrasalts, og athygli fjölmiðla beindist í kjölfarið í mjög ríkum mæli að talsmönnum Um- hverfisflokksins. Gamli kommúnistaflokkurinn, sem fyrir um ári tók út kommúnista- viðbótina úr nafni sínu og kallar sig nú einungis Vinstriflokkinn, er einn- ig í sárum þó að af öðrum ástæðum sé. Gudrun Schyman, varaformaður flokksins, kinkar kolli kunnuglega þegar hún er spurð um tilgang flokksins eftir atburðina í Austur- Evrópu og fyrrum Sovétríkjunum. Þetta er spuming sem allir blaða- menn spyija, segir hún, „og hægri- menn“ bætir hún við. „Hinn venju- legi Svíi“ geri það hins vegar ekki. „Margir líta á okkur sem rótgróinn sænskan flokk sem styður við bakið á lýðræðinu," segir Schyman. „Það væri gaman ef svona spumingum yrði líka beint til hægrimanna stund-' um. Þeir hafa margoft á síðustu áram greitt atkvæði gegn lýðræðis- legum umbótum." Spurð um dæmi hikar hún fyrst, dæmin séu „svo mörg“, en nefnir svo loks að borg- aralegu flokkarnir hafi greitt at- kvæði gegn fmmvarpi um aukinn rétt verkamanna til að vera með í ákvarðanatöku í fyrirtækjum. „Saga er saga og ég tel að við ættum að skipta byrðum hennar jafnt,“ segir Schyman. Kristilegir á sigurbraut Það virðist hins vegar með öllu ömggt að Kristilegi demókrata- flokkurinn komist inn á þing í fyrsta sinn. Flokknum er spáð um 8% fylgi, jafnvel meira, og kristilegir hafa þegar lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í borgaralegri samsteypustjórn. Fiokkurinn hefur fengið jákvæða umfi'öllun í íjölmiðlum og hann er lítið gagnrýndur af öðrum flokkum. Kristilegir demókratar ieggja áherslu á gömul íhaldssöm gildi, fjöl- skyldu og hjónaband, og hafa raunar gert það alla tíð síðan 1964 þegar flokkurinn var stofnaður. Gömlu baráttumálin hans eru allt í einu komin í tísku og fyrrnefndur sál- fræðilegur þröskuldur gegn „nýjum“ flokkum er horfinn. Sá flokkur sem langmest athygli hefur beinst að er samt sem áður Nýtt iýðræði. Flokkurinn var stofn- aður í lítilli alvöm af Bert Karlsson, sem rekur skemmtigarð, og Ian Wachtmeister, aðalsmanni sem m.a. hefur verið stjómandi Electrolux- stórfyrirtækisins og skrifað met- sölubækur. Kosningafundir þeirra draga til sín mikinn fjölda fólks enda eru þeir meira skemmtun en alvara. Þegar Carl Bildt, formaður Hægri- flokksins, og Ian Wachtmeister héldu kosningafundi í Uppsölum sama dag nú í vikunni komu 500 til að hlýða á Bildt en 2.000 hlust- uðu á Wachtmeister. Enginn hinna hefðbundnu flokka segist vilja hafa nokkuð með Nýtt lýðræði að gera en stefna flokksins. Undir niðri glittir í andstöðu við inn- flytjendur í stefnu flokksins, hvatt er til óhlýðni við yfirvöld og eitt helsta vandamál sænsku þjóðarinnar í dag er sagt vera einmanaleiki. Ráðið við því segja þeir Karlsson og Wachtmeister vera að lækka verð á áfengi svo að fólk geti farið út að borða eða á krár og hitt annað fólk. MArtlmé VIÐ LEIK OG STÖRF Á BOU - DÚKA ■ GLUGGATJÖLD OG FL. FL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.