Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
207. tbl. 79. árg.
FOSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pólsk sendinefnd til Vilnius:
Vilja tryggja rétt-
indi pólska minni-
hlutans í Litháen
Eystrasaltsríkin fá aðild að SÞ
Varsjá. New York. Reuter.
PÓLSKA stjórnin sendi sveit embættismanna til Litháens í gær til
viðræðna um réttindi pólska minnihlutans í Eystrasaltslýðveldinu
og samskipti ríkjanna. Nefndinni er ætlað að ganga frá sameigin-
legri yfirlýsingu um samskipti ríkjanna sem tóku upp stjórnmála-
samband í síðustu viku.
Talsmaður pólska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær að kraf-
ist yrði sömu réttinda fyrir pólska
minnihlutann í Litháen og inn-
fæddir níyndu njóta. Pólveijar eru
7% íbúa Eystrasaltsríkisins og er
óttast að vaxandi þjóðemisspennu
gæti eftir að litháíska stjórnin
leysti upp sveitarstjórnir á tveimur
svæðum sem eru að meirihluta
byggðar Pólverjum. Voru sveitar-
stjómirnar sagðar hafa tekið af-
stöðu með harðlínumönnum sem
reyndu valdarán í Sovétríkjunum
fyrir þremur vikum. Pólveijar vilja
að sveitarstjórnimar fái aftur völd.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) samþykkti samhljóða í
gær að mæla með því að Eist-
landi, Lettlandi og Litháen yrði
veitt aðild að stofnuninni.
Eystrasaltsríkjunum þremur
verður formlega veitt aðild að SÞ
næstkomandi þriðjudag. Verður
það fyrsta mál á dagskrá setning-
arfundar allsheijarþingsins.
Eistland, Lettland og Litháen
áttu aðild að Þjóðabandalaginu,
forvera SÞ, á millistríðsárunum en
þau voru innlimuð í Sovétríkin árið
1940 með leynisamningum Adolfs
Hitlers, kanslara Þýskalands, og
Jósefs Stalíns, leiðtoga Sovétríkj-
anna. Misheppnað valdarán
harðlínumanna í Moskvu fyrir
þremur vikum flýtti fyrir að þau
fengju sjálfstæði og alþjóðlega við-
urkenningu en Moskvustjórnin við-
urkenndi sjálfstæði þeirra fyrir
viku.
Þá skýrði Juan Antonio Samar-
anch, forseti Alþjóðaólympíu-
nefndarinnar (IOC), frá því í gær,
að hann myndi leggja til á fundi
framkvæmdastjórnar IOC í næstu
viku að Eystrasaltsríkin fengju
aftur aðild að IOC. Ólympíunefnd
Islands sendi Samaranch áskorun
þess efnis í apríl sl.
Ásamt Eystrasaltsríkjunum
verða fjögur önnur ríki tekin í hóp
aðildarríkja SÞ á þriðjudag; Kór-
euríkin tvö, Sambandaríki Míkró-
nesíu og Marshalleyjar.
Reuter
Ibúar sem teljast til pólska minnihlutans í Litháen efndu til mótmæla í Vilnius, höfuðborg ríkisins, í gær
og var þá myndin tekin. Kröfðust Pólveijarnir þess að þingið í Vilnius breytti þeirri ákvörðun sinni
að leysa upp sveitarstjórnir á svæðum pólska minnihlutans í Litháen.
Inge Staldvik, þingmaður norska Verkamannaflokksins:
Ekki tilskilinn þingmeiri-
hluti fyrir EES-samningi
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
FJÖLDI áhrifamanna í Verka-
mannaflokknum norska hefur í
framhaldi af bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningunum um síðustu
helgi lagt hart að Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra að
biðjast lausnar fyrir sig og ráðu-
Major vill stækka
Evrópubandalagið
París. Daily Telegraph.
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, lagði til á fundi sam-
taka hægriflokka í París í gær, að Evrópubandalagið (EB) verði
stækkáð og það opnað fyrir lýðræðisríkjum í Austur-Evrópu og
jafnvel Rússlandi.
Major sagði að
á leiðtogafundi
EB í desember
nk. þar sem til
stæði að Ijúka
sáttmála um
pólitíska og
efnahagslega
framtíð banda-
lagsins, mætti J»hn M^or
ekki loka hurð-
inni á nýfijáls ríki í Evrópu aust-
anverðri. EB mætti ekki verða
lokaður einkaklúbbur. Menn yrðu
að víkka sjóndeildarhring sinn og
horfa til nýrrar Evrópu. Taka yrði
tillit til hinnar sögulegu þróunar
sem átt hefði sér stað og hruns
kommúnismans. Halda yrði opn-
um möguleika fyrir Ungveijaland,
Pólland, Tékkóslóvakíu, Eystra-
saltsríkin þijú ogjafnvel Rússland
og önnur sovétlýðveldi á aðild.
í blaðaviðtölum eftir ræðuna á
Parísarfundinum neitaði Major að
tillögur hans væru settar fram til
þess að freista þess að skemma
fyrir samningum um pólitíska og
efnahagslega framtíð EB og þar
með afstýra alvarlegum klofningi
í íhaldsflokknum sem hann mætti
ekki við þar sem stutt væri í kosn-
ingar.
Morgunblaðsins.
neyti sitt. Reynist réttar fullyrð-
ingar eins þingmanns flokksins
um fjölda þingmanna sem andvíg-
ir eru samkomulagi um Evrópska
efnahagssvæðið (EES) verður það
fellt þegar það kemur til af-
greiðslu í Stórþinginu.
Vegna ákvæða norsku stjórnar-
skrárinnar þurfa þrír fjórðu hlutar
þingmanna, eða 124 af 165, að sam-
þykkja samninginn til að hann öðlist
gildi í Noregi. Hingað til hefur verið
talið að Verkmannaflokkurinn og
Hægriflokkurinn, sem samtals hafa
100 þingmenn, stæðu heilshugar á
bak við slíkan samning. Kristilegi
þjóðarflokkurinn með 14 þingmenn
hefur gert að skilyrði fyrir samþykki
að einkaleyfi norsku áfengisverslun-
arinnar til innflutnings og sölu
áfengis verði ekki raskað með EES-
samningi. Einnig hefur verið talið
að a.m.k. tíu af 22 þingmönnum
Framfaraflokksins myndu styðja
EES-samning. Miðflokkurinn og
Sósíalíski vinstriflokkurinn hafa lýst
því yfir að þeir muni greiða atkvæði
gegn samkomulaginu en þingmenn
flokkanna eru 28.
Inge Staldvik, sem er í forystu
þeirra sem beijast gegn EES-samn-
ingum innan Verkamannaflokksins,
segir í samtali við blaðið Nationen
í gær, að hann viti um a.m.k. 14'
þingmenn Verkamannaflokksins og
Kristilega þjóðarflokksins sem muni
greiða atkvæði gegn samningnum.
Reynist fullyrðingar Staldviks um
fjölda andstæðinga EES-samninga
eru þeir orðnir a.m.k. 42, en það er
nægilegur fjöldi til þess að þeir nái
ekki fram að ganga.
Andstæðingar hugsanlegrar að-
ildar Norðmanna að Evrópubanda-
laginu (EB) eru ívið fleiri en stuðn-
ingsmenn hennar, að því er fram
kemur í skoðanakönnun sem norska
blaðið Dagbladet birti í gær.
Könnunin gefur til kynna að 36%
Norðmanna séu á móti aðild að Evr-
ópubandalaginu en 32% með. 32%
eru óákveðin. Stuðningsmenn aðild-
ar hafa oftast verið fleiri samkvæmt
könnunum fyrr á árinu. „EB-málið
er að skapa aígjöran klofning á
meðal þjóðarinnar," sagði Dagblad-
et.
Mest er andstaðan við aðild á
meðal þeirra sem eru undir 24 ára
aldri og fólks sem býr í mið- og
norðurhluta landsins. Þeir sem leggj-
ast gegn aðild segja að hún skerði
fullveldi Noregs.
Þrýstingur eykst dag frá degi á
Gro Harlem Brundtland að efna til
þjóðaratkvæðis um EES-samning-
ana en því hefur hún tekið fálega.
Jeltsín tekur við yfir-
stjórn orkumála Rússa
Moskvu. Kcuter.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, skerti mjög tök sovéskra stjórnvalda
á efnahagsinálunum er hann tók í sínar hendur yfirstjórn allra orku-
mála í Rússlandi. Rússar framleiða 90% allrar olíu sambandsríkisins
og um 75% af jarðgasinu.
Jeltsín hyggst selja öðrum lýðveld-
um olíuna á heimsmarkaðsverði sem
er þrisvar sinnum hærra en niður-
greitt verð sem þau greiða nú.
Olíusala hefur síðustu árin verið
helsta gjaldeyrislind Sovétstjórnar-
innar en talin er veruleg hætta á að
orkuskortur geri vart við sig í land-
inu í vetur. Tæknibúnaður olíu-
vinnslustöðva er víða úreltur, vara-
hlutir eru af skornum skammti og
leiðslur oft ónothæfar. Olíufram-
leiðsla minnkaði um sex af hundraði
á síðasta ári.
Sovétmenn hafa beðið um gríðar-
lega matvælaaðstoð frá Vesturlönd-
um. Talsmenn Evrópubandalagsins
segja að Bandaríkin og Japan verði
að hlaupa undir bagga, bandalagið
ráði ekki eitt við verkefnið. Einnig
er bent á að matarskortur sé ekki
raunverulegi vandinn heldur ónýtt
flutningakerfi í Sovétríkjunum og
óvissa um hvaða yfirvöld eigi að
ræða við.