Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 13. SEPTEMBER 1991 7 Austur-Húnavatnssýsla: Almenningi boðið að taka þátt í hrossasmölun ALMENNINGI stendur til boða að taka þátt í hrossasmölun á Laxárdal laugardaginn 21. sept- ember næstkomandi. Farið verður með leiðsögn á hestum um dalinn. Þeim sem áhuga hafa er bent á að hafa samband við Hótel Blöndós fyrir 15. septemb- er. Ferðamálafélag Austur-Húna- vatnssýslu, Engihlíðarhreppur, Hagsmunafélags hrossabænda og ferðaþjónustuaðilum hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að þeim sem hafi áhuga á að koma og kynna sér smölun hrossa, sé boðið upp á að koma og taka þátt í hrossasmölun á Laxárdal laugar- daginn 21. september. Smölun heldur áfram fyrrihluta sunnudags en réttarstörf í Skrapatungurétt hefjast um kl. 13. Réttin er stað- sett á mótum Laxárdals og Norð- urárdals í A-Húnavatnssýslu. Við Laxá í Refasveit, rétt norðan við Blönduós. Hrossin í réttinni koma af svæð- inu milli Húnavatnssýslu og Skag- afjarðfir. Samhliða réttinni verða hross til sölu. Embættismenn EB í heimsókn á Islandi HÓPUR embættismanna Evr- ópubandaiagsins kom til íslands í gær til viðræðna við íslenska embættismenn um framkvæmd fríverslunarsamnings íslands og bandalagsins. Viðræðufundir þessara aðila hafa verið reglu- lega frá því samningurinn var gerður árið 1972. í vetur mun Happdrætti Háskólans gangast fyrir sjóðs- happdrætti sem dregið verður í hálfsmánaðarlega á Stöð 2 í beinni, ótruflaðri útsendingu. Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskólans, sagði að verið væri að vinna að undirbún- ingi við happdrættið en stefnt væri að því að draga í fyrsta sinn um miðjan október. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og fer helmingurinn af innkomu í vinn- inga. Þar af fara 25% í fyrsta vinn- ing. Hægt verður að kaupa happ- drættismiða hjá söluaðilum happ- drættisins og á fleiri sölustöðum. Sagði Ragnar að engar breytingar væru á döfinni varðandi happ- drættið sem þegar væri í gangi. Ágóði af Happdrætti Háskólans Að sögn Gunnars Snorra Gunn- arssonar skrifstofustjóra við- skiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins hafa fundir sem þessi verið haldnir nánast árlega frá því samningurinn var gerður, þótt nú síðustu árin hefðu þeir verið stop- ulli vegna samninga Evrópubanda- lagsins og EFTA um evrópskt fer til nýbygginga við Háskólann, tækjakaupa og viðhalds á hús- næði. FLUGLEIÐIR hafa hætt flugi til Hamborgar rúmum mánuði fyrr en upphaflega var áætlað, en til stóð að fljúga þangað til 24. október. Beint flug hefur verið til Hamborgar í sumar, en svokallað framhaldsflug þangað frá Amsterdam átti að efnahagssvæði. Fundinum er ætlað að fara yfir framkvæmd fríverslun- arsamningsins og kanna frekari möguleika á viðskiptum íslendinga við Evrópubandalagið. í því sam- bandi munu embættismennirnir nú meðal annars ræða við fulltrúa iðnaðarráðuneytisins um mögu- leika á orkusölu frá íslandi til bandalagsins. í hópnum eru fulltrúar fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins, þar á meðal Robert Cohen aðalframkvæmastjóri deildarinan- ar sem sér um samskipti EB við EFTA. Auk þess verða í hópnum fulltrúar allra 12 aðildarríkja EB. Farið verður með embættismenn- ina í kynnisferðir og þeim meðal annars sýnd fiskvinnsla í Vest- mannaeyjum og hvernig íslending- ar nýta jarðvarma. taka við frá 14. september. Að sögn Einars Sigurðssonar var hætt við framhaldsflugið vegna þess að lítið var um bókan- ir í það, auk þess sem það þótti mjög óþénugt fyrir farþega á leið frá Amsterdam til Islands að þurfa að fara fyrst til Hamborgar. Happdrætti Háskólans: Dregið í sjóðshappdrætti í beinni sendingu á Stöð 2 Flugleiðir: Hætt að fljúga til Hamborgar Mörg hundruð hross koma til réttar í Skrapatungu. OSLITIÐ EFNI ALLAN SÓLARHRINGINN Fréttir, íþróttir, framhaldsþættir, fræðslumyndir, getrauna- og leikjaþættir, barnaefni, bíómyndir, heilsurækt, matreiðsla, náttúrulífsmyndir, „sápuóperur", tónlistarmyndbönd ofl. ofl. HEILDARLAUSN á móttöku gervihnattasendinga Heimilistæki hf. hefur hafið sölu á nýju kerfi sem heitir TV 2000 . til móttöku á gervihnaftasendingum, fyrir einstaklinga, fjölbýli, hótel og stofnanir. UfflNWMfö traustur búnaður fyrir íslenskar aðstæður. I#i fiNWKX leitaðu upplýsinga hjá okkur um gervihnatta- sjónvarp - við vitum allt um málið. 4J» Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00 ’iíSOMtUKgiUKj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.