Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.09.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 13. SEPTEMBER 1991 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu ... skila. En henni hafði aftur á móti verið fengið umslagið í hendur af manni sem það hafði fundið nálægt Menntaskólanum í Reykjavík. Þar sem hann var að fara í aðra átt hafði orðið að ráði að hún færi með bréfíð. Sem sagt hér hefði maður gengið undir manns hönd til að koma umslaginu til rétts eiganda. „Segið svo að skilvísi og heiðar- leiki séu horfnar dyggðir.“ Barnagleraugu í Akraborginni Fimm ára snáði gleymdi gler- augunum sínum um borð í Akra- borginni. Þetta ólán henti í fimm- ferðinni frá Akranesi sunnudag- inn 8. september sl. Gleraugun eru sterk nærsýnisgleraugu með blárri umgjörð. Ef einhver hefur fundið gleraugun er hann beðinn um að hringa í Auði eftir kl. 17 í síma 79703. Skilvíst fólk D.Á. í Reykjavík hringdi., Hann vill þakka meðborgurum sínum fyrir skilvísi og heiðar- leika. Hann varð fyrir því að tapa umslagi með 8 þús. krónum. í umslaginu var einnig kvittun þar sem fram kom nafn hans og heimilisfang. D.Á. var nýkominn heim þegar nágrannakonan bankaði uppá með umslagið. Það hafði kona komið og beðið hana um að koma þessari sendingu til Af mönnum og dýrum Húsmóðir hringdi vegna kvartana „ömmu“ yfír hundaskít í almenningsgörðum í Reykjavík. Húsmóðirin taldi skótaui vegfar- enda ekki síður hætta búin af saurindum manna heldur en hunda. Reyndar væri því miður bannað að ganga með hunda í almenningsgörðum í Reykjavík og væri það trúlega einsdæmi meðal höfuðborga. Týndir skartgripir Aðfaranótt sunnudagsins 25. ágústs tapaðast gullarmband, 2 cm breitt. Einnig tapaðist hand- smíðaður eymalokkur úr silfri, bronsi og kopar. Þessir munir hafa hugsanlega skilið við eig- anda sinn á Hótel íslandi en aðrir staðir koma einnig til greina. Þeir sem geta gefíð upp- lýsingar vinsamlegast hafí sam- band í síma 675932. Bók er best vina Yndis- 1 eg ferð Það skal segja frá því sem vel er gert. Á undanfömum árum hefur verið boðið upp á hópferðir fyrir eldri borgara um fegurstu hémð Evrópu. Einni slíkri ferð lauk nú sunnudaginn 8. september síðastliðinn, þar sem 40-50 íslend- ingar viðsvegar af landinu höfðu notið sextán dýrðardaga í Frakk- landi, Sviss, Þýskalandi og Luxem- borg, í 20-32 stiga hita og sól- skini. Þetta var hamingjusamur hópur, sem samlagaðist vel, glaður í hjarta á svona ferðalagi. Skapað- ist ótrúlega fljótt hlýr fjölskyldu- bragur. Allir vora orðnir kunningj- ar fyrr en varði. Og rígur milli borgar og landsbyggðar var fjar- lægur. Fararstjóri í þessari ferð var Lilja Hilmarsdóttir. í stuttu máli sagt, rækti hún starf sitt af kunn- áttusemi og snilld. Hópurinn fann sig öraggan, lýsingar á löndum og byggðalögum skýrar og skemmtilegar, tillitssemi og fyrir- hyggja á þann veg að allt var klappað og klárt á hverjum ein- asta viðkomustað. Hafi hún og ferðaskrifstofan Úrval/Útsýn hjartans þökk fyrir eftirminnilega ferð. Rangæingur í fréttum Bylgjunnar var þess getið, að til mála gæti komið að leggja að nýju virðisaukaskatt á bækur og blöð. Þetta má aldrei verða. Bókaútgefendur og bóksal- ar eiga við nægilega mikla erfið- leika að etja, margir hveijir, að ekki er á það bætandi og færu margir þeirra á höfuðið, eða yrðu að Ieggja upp laupana, ef þessi skattur næði fram að ganga. Bók- sala myndi stórlega dragast sam- an, og hlutur rithöfunda yrði skertur veralega, frá því sem nú er, þar sem færri titlar yrðu á boðstólum og mun minni sala. Ef skatturinn yrði lagður á að nýju myndi hann skerða allt tján- ingarfrelsi í rituðu máli, sem mörgum reynist erfítt að notfæra sér, vegna kostnaðar. Hingað til höfum við íslendingar talið okkur meðal mestu bókmenntaþjóða heims, en með virðisaukaskattin- um, yrði þessi titill í hættu. Það má aldrei verða. Ég vil því skora á ríkisstjómina, að hlúa heldur að bókmenntum og listum í landinu í stað þess að særa þessar greinar holundarsári, sem erfítt, eða ómögulegt verður að græða. Eggert E. Laxdal Nýöld opinberunar Ég fæ ekki orða bundist vegna greinar sem Einar Ingvi Magnús- son ritaði í Morgunblaðið 21. ág- úst sl. Speki og lífssýn nýaldarinnar byggir á Opinberanarbókinni. Því sem þar er frá greint og fyrirspáð er vor samtími. Tíminn í dag. Þótt Opinberanarbókina sé að finna í Biblíunni, heilagri ritningu krist- inna manna, þá nær boðskapur hennar til allra kynþátta og allra trúarbragða. Ég mæli með því að þeir sem fordæma félagskap ný- aldarmanna lesi sjöunda kafla Mattheusarguðspjalls. „Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir.“ „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini.“ (Jh. 8.7.) M.H. Willcocks JA NU SKIL EG Kennarabraut • Macintosh Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. © Sórsniöin námskelö fyrir kennara! tSfo Tölvu- og verkfrœöiþjónustan Grensásvegl 16 - flmm ár í forystu Mikið úrval af veggskápum í öllum stærðum. BlLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVlK - SfMI 91-681199 - FAX 91-673511 Teg, Sole n 272 cm 'fæst eínníg svört og í Ijósum víðarlít Fyrir fundinn, ráðstefnuna eða kaffistofufyrirtœkisins. Sparaðu tíma og fyrirhöfn, notaðu Duni- kaffíbarinn. Handhœgur og þœgUegur; ekkert umstang, -enginn uppþvottur. KAFFIBARINN MáUiw*an<lur Hölilur (W stk) KaffimáH20«0i V«k. 24,5%--- Samtais Fannir hf. — Krókhálsi 3 Sími 67 25 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.