Morgunblaðið - 13.09.1991, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991
Granastaðafólk
kom frá Norður-
Noregi fyrir 900
NÚ ER lokið uppgreftri í bæjarrústunum að Granastöðum í Eyjafirði.
Bjarni Einarsson fornleifafræðingur telur að rústirnar séu af 9. og
10. aldar bæ og íbúar á Granastöðum hafi átt rætur að rekja til
Norður-Noregs.
----------------------------------------------------------------------------------------------
. . ... ....
Bjarni býr í Svíþjóð en hefur und-
anfarin sumur komið til að kanna
rústir Granastaða. I sumar var hann
að verki ásamt Magnúsi Á. Sigur-
geirssyni jarðfræðingi, sem sérhæft
hefur sig í rannsókn á öskulögum.
Bjami sagði að ekki yrði frekar
grafið að Granastöðum að sinni,
meðal annars vegna þess að Vísinda-
sjóður styrkti rannsóknirnar ekki
frekar, en hann myndi vinna úrgögn-
um í Svíþjóð. Ýmis sýni úr uppgreftr-
inum væru ti! rannsóknar við stofn-
anir í Ameríku, Þýskalandi, Frakk-
landi, á Englandi og í Svíþjóð auk
þess sem gjóskulögin væru til rann-
sóknar hjá Magnúsi Sigurgeirssyni.
Á þessu stigi rannsóknarinnar tel-
ur Bjarni að fullyrða megi að bærinn
að Granastöðum hafi farið í eyði
skömmu fyrir árið 1000 og iíkur
bendi til þess að hann hafi verið
byggður skömmu fyrir 900. Hann
hafi því verið í byggð í a.m.k þrjá
mannsaldra. Fundist hafi leifar sem
bendi til þess að þarna hafi verið
búið með nautgripi, hesta, svín og
sauðfé eða geitur. Fólk hafi einnig
búið við fiskveiði í ánni og fugla-
veiði. Auk þess hefðu þeir aflað fanga
frá sjávarsíðunni, en meðal annars
hafi fundist kúskeljar og hryggjarlið-
ur úr hámeri.
Ýmislegt telur Bjarni að bendi til
þess að Granastaðafólk hafi komið
frá Norður-Noregi, bæði byggingar-
efni og sýnileg verkkunnátta fólks-
ins, sérstaklega meðferð hrafntinnu
og lag á að nýta sér hana sem egg-
tól. Trautt sé hins vegar að ráða í
það hvers vegna byggð lagðist af á
Granastöðum eins snemma og ljóst
sé af uppgreftrinum. Það geti ekki
stafað af eldgosum, slæmu veðurfari
eða drepsóttum. Ekkert slíkt sé þekkt
á þessum tíma. Þarna hljóti að liggja
að baki félagslegar orsakir.
Bjarni telur ljóst að á Granastöð-
um hafi verið sjálfsþurftabúskapur á
háu stigi og sennilegur íbúafjöldi
hafi verið á bilinu 10-15 manns.
Þarna hafi verið þrískipaður skáli,
þrískipað gripahús og auk þess með-
al, annars eldhús og einnig hafi fund-
ist smiðja, sem ekki hafi unnist tími
til að kanna nánar. Fyrstu íbúarnir
hafi búið í jarðhýsi, en annað tveggja
slíkra hafi verið kannað. Öll hús séu
gerð úr torfi en gijót hafi ekki fund-
ist í vegghleðslum ef frá er talinn
einn veggur þar sem gijót fannst sem
eins konar undirlag.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Bjarni Einarsson situr við eldhúsdyrnar á Granastöðum, Magnús Sigurgeirsson stendur hjá. Á milli
þeirra sjást rústir eldhússins, eldstæðið hægra megin í því. Við hlið eldstæðisins hefur verið innangengt
í skálann, sem sést í að baki Magnúsar ásamt reykhúsinu (ofar á myndinni).
Þrotabú Fjöreggs á Svalbarðsströnd:
Heildarkröfur 320 milljónir
KE A lýsir áhuga á að kaupa þrotabúið
HEILDARKROFUR í þrotabú alifuglabúsins Fjöreggs í Sveinbjarnar-
gerði á Svalbarðsströnd eru um 320 milljónir króna. Kaupfélag Eyfirð-
inga á Akureyri hefur framlengt samning um leigu á Fjöreggi til októb-
erloka, en KEA hefur jafnframt lýst áhuga á að kaupa þrotabúið.
Skiptaráðandinn í þrotabúinu,
Arnar Sigfússon, sagði að saman
hefði verið tekin kröfulýsingaskrá
fyrir búið og í Ijós hefði komið að
kröfurnar í heild væru á bilinu
300-320 milljónir króna. Þar af væru
veðkröfur, sem lýst hefði verið, um
197 milljónir. Af þeim eru stærstar;
krafa KEA um 95 milljónir og Is-
landsbanka, 40-45 milljónir króna.
Auk þess lægju fyrir veðkröfur Bún-
aðarbanka, Svalbarðsstrandarhrepps
og ríkisins, 10-20 milljónir hver. Við
þetta bættust svo aðrar veðkröfur
sem ekki krefðust lýsinga, en þar
vægi mest krafa frá Stofnlánadeild
landbúnaðarins að upphæð um 25
milljónir króna. Almennar lausa-
skuldir og viðskiptakröfur í búið
væru svo um það bil 90 milljónir og
Fasteign til sölu
Byggðastofnun auglýsir til sölu fasteignina Hafnar-
stræti 88, neðri hæð að norðan, Akureyri.
Nánari upplýsingar veittar á Byggðastofnun Akureyri í
síma 96-21210.
forgangskröfur vegna launa og
launatengdra gjalda næmu 4,1 millj-
ón króna.
Amar sagði að bókfærðar eignir
búsins hefðu um síðastliðin mánaða-
mót verið um 163 milljónir króna,
en þar eru taldar fasteignir, tæki og
bústofn. Óvíst væri hvert raunvirði
þessara eigna teldist, hvað fengist
fyrir búið ef það yrði selt, það-gæti
orðið minna fremur en meira en þessi
tala segði til um, en það væri allt
undir því komið hvernig tækist að
selja. Ljóst væri þó að ef búið væri
í rekstri mætti vænta þess að það
seldist á hærra verði en ef bústofninn
yrði skorinn niður og búið selt í hlut-
um. Hann sagði að þrotabúið hefði
fyrir nokkru verið auglýst til sölu.
Állnokkrir hefðu lýst áhuga á að
kaupa einhveija smáhluta úr því,
fáeinir hefðu spurst fyrir um búið í
heild en Kaupfélag Eyfírðinga á
Akureyri væri eini aðilinn sem hefði
óskað eftir viðræðum til að kanna
hvort grundvöllur sé fyrir hendi til
þess að kaupa búið. Umræður um
það færu fram næstu daga eða vik-
ur, en fyrsti skiptafundur í þrotabú-
inu yrði á miðvikudag í næstu viku.
Að sögn Arnars verður gjaldþrot
fjöreggs að teljast verulega stórt.
Þetta hafí verið eitt af stærstu aii-
fuglabúum á landinu og það lang-
stærsta á Norðurlandi. Þarna hafi
verið um 10.000 varphænur og 20-
30.000 kjúklingar í eldi á hveijum
tíma. Starfsmenn hafí verið á bilinu
15-20.
Arnar Sigfússon sagði að vandi
fyrirtæk‘isins, sem hefði verið illa
stat.t í nokkur ár, hefði verið fjölþætt-
ur. Meðal annars mætti nefna áföll
vegna sjúkdóma, sem upp hefðu
komið í búinu, óvægna samkeppni
með offramboði og undirboðum á
markaðinum, kostnaðarsamar fjár-
festingar og fleira.
Slippstöðin á Akureyri:
Samið um smíði tveggja
skipa fyrir Malaví
NÚ STANDA yfir samningar um að í vetur verði smíðuð í Slippstöð-
inni hf. á Akureyri tvö skip, en þau eiga að fara til veiða í Afríku-
ríkinu Malaví. Næg verkefni eru í stöðinni sem stendur en lítur út
fyrir að úr þeim dragi þegar kemur fram í nóvember.
Að sögn Sigurðar Ringsted, for-
stjóra Slippstöðvarinnar, er hér um
að ræða að Slippstöðin taki að sér
að smíða tvö skip fyrir Malavímenn.
Þetta sé samnorrænt þróunarverk-
efni þar sem norrænn sjóður muni
lána Malavímönnum fé til smíðanna.
Skipin sem um ræðir eru ekki stór,
17,5 metrar að lengd. Þau verða
smíðuð í vetur og afhent í apríl eða
maí í vor og fara til veiða á Malaví-
vatni.
Um umfang verksins sagði Sig-
urður að það væri svipað og viðgerð
og breytingar á Kaldbak, sem voru
eitt af verkefnum stöðvarinnar í þijá
mánuði í sumar. Þetta smíðaverkefni
væri vissulega góð búbót en bjargaði
þó engan veginn verkefnastöðu fyrir-
tækisins.
Sigurður sagði að enn hefði ekki
tekist að selja skipin sem Slippstöðin
hefur til sölu, nýsmíðaskipið og
gömlu Þórunni Sveinsdóttur. Stöðugt
væri unnið að þeim málum og annað
slagið kæmu upp einhveijir mögu-
leikar á sölu, en skipin væru óseld
enn.
auglýsingar
KENNSLA
Vélritunarkennsla
Morgunnámskeið er að hefjast.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
FÉLAGSLÍF
Vakningar- og
kristniboðssamkoma
i Kristniboðssalnum, Háaleitis-
braut 58 í kvöld kl. 20.30.
Aðalræöumaður: Séra Helgi
Hróbjartsson, kristniboði.
Þú ert velkominn.
Kristniboðssambandið,
KFUM, KFUK.
Miðillinn
Jean Lambert kemur á vegum
félagsins frá og með fimmtud.
12. sept.
Bókanir i s. 688704, Elisabet.
NY-UNG
KFUM & KFUi
Samvera fyrir fólk á öllum aldri
í kvöld í Suðurhólum 35. Bæna-
stund kl. 20.05. Samveran hefst
kl. 20.30. Samfélag Jesú Krists.
Doktor Jónas Gíslason talar.
Ungt fólk á öllum aldri velkomið.
H ÚTIVIST
GRÓFINNII • IFVKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVUI14604
Laugard. 14. sept.
Kl. 9.30 Fimmvörðuháls
Tveggja daga ferð. Gist í nýjum
skála Útivistar á Fimmvörðu-
hálsi.
Sunnud. 15. sept.
Kl. 08: Dagsferð í Bása
Kl. 10.30: Gjár og hrauntraðir
Reykjavíkurgangan, 9. áfangi.
Kl. 13: Rólegheitarölt um
Höskuldarvelli.
Við erum að flytja!
ATH. Skrifstofa Útivistar verður
lokuð mánudaginn 16. sept.
vegna flutninga. Opnum aftur í
Iðnaðarmannahúsinu við Hall-
veigarstíg 1 þriðjudaginn 17.
sept. kl. 12. Óbreytt símanúmer:
14606 og 23732.
Sjáumst!
Útivlst.
Skíðadeild Fram
Haustæfingar eru að byrja.
Skráning nýrra félaga fer fram
laugardaginn 14. sept. ’91 kl.
10.30 á æfingasvæði I Laugardal
mllli Laugardalsvallar og Sund-
laugar. Æfingar fara fyrst um
sinn fram á sama stað.
10 ára og yngri:
Þriðjudaga kl. 17.30.
Laugardaga kl. 10.30.
11-12 ára:
Þriðjudaga kl. 17.30.
Fimmtudaga kl. 17.30.
12-14 ára:
Þriðjudaga kl. 18.30.
Fimmutudaga kl. 18.30.
Laugardaga kl. 10.30.
Skíðadeild Fram.
Skíðadeild
Haustæfingar fyrir 16 ára og
yngri hefjast laugard. 14. sept.
kl. 10.30. Mæting verður í and-
dyri Laugardagssundlaugarinn-
ar, en æfingar verða á túninu
sunnan við Laugarnar. Þjálfarar
eru Pétur Pétursson og Gunnar
Grímsson. Fundur í Gerðubergi
fyrir sömu aldurshópa þriðjud.
17. sept. kl. 20.30. Þar fer fram
innritun og vetrarstarfið rætt.
Forráðamenn krakkanna eru
hvattir til að mæta ásamt þeim
á fundinn.
Fundur með fullorðinsflokkum í
kaffiteríu íþróttamiðstöðvarinn-
ar i Laugardal mánudagskvöldið
16. sept. kl. 20.30.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
FERÐAFELAG
ÍSIANDS
ÖLDOQÖTU3 S 11798 19533
I
Helgarferðir F.í.
13.-15. september
1. Landmannalaugar - Hrafn-
tinnusker - Krakatindsleið -
Álftavatn
Spennandi ferð um þekktar og
lítt þekktar slóðir. M.a. verða
íshellarnir við Hrafntinnusker
skoðaðir og fleiri forvitnilegir
staðir. Ekiðverðurfrá Reykjadöl-
um vestan Laufafells til Álfta-
vatns. Gist í sæluhúsum F.l. í
Laugum og við Álftavatn. Farar-
stjóri: Leifur Þorsteinsson.
2. Landmannaiaugar -
Hrafntinnusker
Gist báðar nætur í Laugum. Ekið
frá Dómadal hjá Sátubarni um
Pokahrygg að Hrafntinnuskeri.
Möguleiki að ganga til baka frá
Hrafntinnuskeri til Landmanna-
lauga (einn áfangi í „Laugavegs-
göngu"), eða fara með rútunni.
3. Þórsmörk - Langidalur.
í september er það kyrrðin og
fegurðin sem mætir ferðamann-
inum í Þórsmörk. Komiö með
og njótið helgarinnar með
Ferðafélaginu. Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal. Gönguferöir
með fararstjóra um Mörkina.
Uppl. og farm. á skrifst., Öldu-
götu 3.
Ferðirnar eru ódýrari fyrir
félagsmenn - gangið í Ferða-
félagið.
Ferðafélag íslands.
FERÐAFEIAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Dagsferðirsunnu-
daginn 15. sept.
Gosbeltagöngur kl. 10.00 og kl.
13.00 11. áfangi a og b. Komið
með í skemmtilegar gönguferðir
með Ferðafélaginu.
Ferðafélag íslands.