Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 208. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Svíþjóð; Spáð naum- um meiri- hluta borg- araflokka Stokkhólmi. Frá Steingrími Sigurgeirs- syni, bladamanni Morgunblaðsins. SPENNAN jókst aöeins í Svíþjóð í gær eftir aö þrjár kannanir birt- ust um fylgi flokkanna. Þó að í ölluni þremur könnununum séu borgaralegu flokkarnir fjórir, Hægriflokkurinn, Þjóðarflokkur- inn, Miðflokkurinn og Kristilegi demókrataflokkurinn, með meiri- hluta virðist geta orðið mjótt á mununum. Þetta eru síðustu kann- anir sem birtar eru fyrir kosning- arnar á morgun. í könnun SIFO-stofnunarinnar fyrir Svenska Dagbladet eru borg- araflokkarnir með 48% fylgi en Jafn- aðarmenn og Vinstriflokkurinn 42,6% samanlagt. í síðustu könnun SIFO voru hlutföllin 49,4% gegn 41,1%. í könnun sem TEMO gerði fyrir Dagens Nyheter eru hlutföllin 50% á móti 39,5% og í könnun IMU fyrir Aftonbladet 49,3% gegn 39,5%. Hvað fylgi einstakra flokka varðar þá fær Hægriflokkurinn 21,5% í könnun SIFO, Þjóðarflokkurinn 10,9%, Miðflokkurinn 8,4%, Kristi- legir demókratar 7,2%, Umhverfis- flokkurinn 3,6%, Jafnaðarmanna- flokkurinn 37,7%, Vinstri flokkurinn 4,9% og Nýtt lýðræði 5,3%. Könnun TEMO er ekki venjuleg skoðana- könnun heldur spá um kosninga- úrslit sem byggir á 1.800 viðtölum og tekur tillit til ýmissa óvissuþátta. Allar benda kannanirnar til þess að borgaraflokkarnir fjórir nái mjög naumum þingmeirihluta án stuðn- ings Nýs lýðræðis en einnig bendir flest til að sá flokkur muni ná lág- marksfylginu 4% sem er forsenda þess að hann fái menn kjörna. Það gerir hins vegar Umhverfisflokkur- inn ekki í neinni af könnununum. Sjá ennfremur frétt á bls. 20. Reuter Stórveldin hætta vopnasendingum til Afganistan James Baker (t.h.), utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og sovéskur starfsbróðir hans, Borís Pankín, lýstu yfir því á sameiginlegum blaðamannafundi eftir viðræður í Moskvu að stórveldin tvö hefðu ákveðið að hætta öllum vopnastuðningi við stríðandi aðila í Afganistan frá næstu áramótum. Viðbrögð í Afganistan voru jákvæð, a.m.k. á yfirborðinu, og Pankín sagði að framtíð Najibullahs forseta myndi ráðast í frjálsum kosningum. Samkomulag náðist einnig um að hefja viðræður um fækkun skamm- drægra kjarnorkuvopna. Á fáum dögum hefur verið eytt ágreiningi ríkjanna vegna þriggja viðkvæmra deilumála; Afganistanstríðsins, sjálfstæðis Eystra- saltsríkjanna og herliðs Sovétmanna á Kúbu. ísrael: Shamir virðir hótun Bush að vettuffi Tel Aviv. Reuter. *—7 YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra Israels, leiddi í gær hjá sér hótun George Bush Bandaríkja- forseta um að beita neitunarvaldi sínu ef bandaríska þingið sam- þykkti að veita ríkisábyrgð á láni til Israela að upphæð 10 milljarða Bandarikjadala (600 mílljarða ÍSK). Bush vill að málinu verði frestað til að vekja ekki óánægju andstæðinga Israela. „Á þessu stigi málsins er um inn- anríkisdeilu að ræða, á milli [banda- rískra] þingmanna, sem styðja þarfir ísraelsku þjóðarinnar og sýna þeim skilning, og stjórnvalda," sagði Shamir við fréttamenn í Tel Aviv. „Við sjáum enga ástæðu til að breyta afstöðu okkar.“ Bush er andvígur áformum ísra- elsstjórnar um frekari búsetu gyð- inga á hernumdu svæðunum sem vakið hafa mikla bræði araba. Sham- ir neitaði að ræða hótun Bandaríkja- forseta nánar en sagði að banda- rískir gyðingar myndu beita þrýst- ingi til að fá- lánstrygginguna sam- þykkta. Sókn Serba í Króatíu: Forseti Júgóslavíu hvetur SÞ til að stöðva blóðbaðið Zagreb, Osyek, Haag, Belgrad, París. Reuter, The Daily Telegraph. STIPE Mesic, forseti Júgóslavíu, hvatti í gær Sameinuðu þjóðirnar til að binda enda á blóðsúthelling- arnar í Króatíu. Króatar misstu í gær mikilvæga borg, Kostajnica, í hendur Serba en leiðtogar lýð- veldisins sögðust staðráðnir í að ná aftur svæðum sem serbneskir skæruliðar hafa á sínu valdi. Þau eru samanlagt um þriðjungur landsins. Að minnsta kosti ellefu Króatar Meðferð áfengissjúklinga í Bandaríkjunum: Arangursríkast að sjúkrahús- vist komi á undan AA-fundum Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Afengissjúklingar eiga samkvæmt könnun, sem birt var í New England Journal of Medicin á fimmtudag, meiri möguleika á að ná bata ef þeir liggja á sjúkrahúsi í þrjár vikur í upphafi meðferð- ar, en ef þeir leita beint á náðir AA-samtakanna. Þetta kom fram í bandaríska dagblaðinu Boston Globe. í könnuninni kemur fram að af þeim sem hófu meðferð á sjúkra- húsum og sættu síðan skilyrðis- lausri skyldumætingu hjá AA-sam- tökunum að sjúkrahúsvist lokinni áttu helmingi færri við drykkju- vanda að stríða tveimur árum síðar en þeir sem hófu strax meðferð hjá AA-samtökunum. Einnig að þriðjungi færri þurftu að leggjast á sjúkrahús vegna drykkju eftir að meðferð hófst. í könnuninni er einnig bent á það að þótt kostnaður hafi verið mikill hjá þeim, sem voru lagðir inn á sjúkrahús í upphafi - 600 þúsund ÍSK á tveimur árum - hafi kostn- aðurinn aðeins verið tíu prósentum meiri en hjá AA-hópnum vegna þess að þeir sjúklingar byijuðu oft- ar að drekka á ný og líklegra var að þeir þyrftu að leggjast inn á sjúkrahús síðar meir. Könnun þessi var gerð í sam- vinnu Boston-háskóla og Harvard- háskóla. Vísindamennirnir sem stóðu að henni hugðust sýna fram á að því fé, sem færi í sjúkrahús- vist í upphafi áfengismeðferðar, væri illa varið. Niðurstöður þeirra benda hins vegar til hins gagn- stæða. Þetta er fyrsta vísindalega rann- sóknin, þar sem fylgst er með meðferð áfengissjúklinga og niður- stöður skráðar. Búist er við að hún geti haft umtalsverð áhrif á það hvernig atvinnurekendur taki á áfengisvandanum. Um þessar mundir eru atvinnurekendur að draga úr því fé, sem þeir greiða til sjúkralegu áfengissjúkra starfs- manna sinna á þeirri forsendu að önnur meðferð gefi jafn góða raun. Talið er að þetta vandamál kosti Bandaríkjamenn um 44 milljarða dollara á ári í vinnutapi og kostn- aði við meðferð. Hluti þeirra, sem féllust á að taka þátt í könnuninni, fékk að ráða því hvort meðferðin yrði fólg- in í sjúkrahúslegu í upphafi eða aðeins þátttöku í starfsemi AA- samtakanna. Það sem kom lækn- unum einna mest á óvart var hve mörgum sjúklinganna tókst að vinna bug á áfengissýkinni. 44 prósent þeirra sjúklinga, sem lagð- ir voru á sjúkrahús í upphafi, áttu ekki við drykkjuvanda að stríða þegar könnuninni lauk eftir að hún hafði staðið í tvö ár. Aðeins 23 prósent þeirra, sem aðeins fóru í meðferð hjá AA-samtökunum, höfðu sömu sögu að segja. biðu bana í átökum í gær en alls hafa bardagarnir í lýðveldinu kostað nær fimm hundruð manns lífið. Stipe Mesic er Króati og bað hann Samein- uðu þjóðirnar um að skerast í leikinn eftir að júgóslavneska varnarmála- ráðuneytið virti að vettugi fyrirskip- un hans um að kalla herinn frá átaka- svæðunum. „Júgóslavía er að mínu áliti ekki lengur við lýði því að með valdaráni hersins er ekki lengur hægt að framfylgja ákvörðunum sambandsyfirvalda," sagði Mesic. Borgin sem féll, Kostajnica, er um 100 km suður af Zagreb, höfuðborg Króatíu. „Kostajnica er auðvitað mikilvæg borg fyrir okkur,“ sagði Ivan Vekic, innanríkisráðherra Kró- atíu, á blaðamannafundi. „En Kró- atíu bíða ekki sömu örlög og Kostaj- nica,“ bætti hann vígreifur við. Vekic sagði að tólf króatískir þjóðvarðliðar hið minnsta hefðu fallið í nokkurra daga bardögum um bæinn. Að sögn fréttaritara Reuters gáfust um 300 vopnaðir króatískir lögreglumenn upp fyrir serbneskum skæruliðum ogjúgóslavneskum hermönnum, sem náðu borginni á sitt vald. „Fólk er skelfingu lostið,“ sagði kona í Zagreb. „Þetta er harmleikur." Júgóslavíuher, sem að mestu er stjórnað af Serbum, er sakaður um að hafa flutt fjölda serbneskra skæru liða til herstöðva við strönd Adría- hafs og munu króatísku borgirnar Sibenik og Zadar vera á valdi skæru liðanna. Þá hafa hermenn og serbn- eskir skæruliðar gert harðar árásir á bæinn Osijek í þijá daga og tals- maður óvopnaðrar friðargæslusveit- ar Evrópubandalagsins viðurkenndi í gær að henni hefði ekki tekist ætl- Reuter Óbreyttir borgarar á leið yfir brú sem Króatar sprengdu til að hindra ferðir skriðdreka sam- bandshersins. unarverk sitt. Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hollands og for- maður ráðherraráðs bandalagsins, sagði að friðargæslusveit kynni einn- ig að verða send til nágrannalýðveld- isins Bosníu-Herzegovínu. Króatar segja að serbneskir skæruliðar haldi uppi árásum á Króatíu þaðan. Leiðtogar 29 flokka íhaldsmanna og kristilegra demókrata, sem eiga aðild að Evrópska lýðræðissamband- inu (EDU), sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu í gær að þeir myndu íhuga viðurkenningu á sjálfstæði Króatíu og Slóveníu ef vopnahlés- samningur júgóslavnesku lýðveld- anna sex yrði ekki virtur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.