Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 Landsvirkjun: Rafmagnsverð hækk- ar um mánaðamótin 180 millj. teknar að láni til virkjanaundirbúnings STJORN Landsvirkjunar hefur samþykkt að gjaldskrárverð fyrir- tækisins verði hækkað 1. október nk. um 5%. Akvörðun þess efnis var tekin á fundi stjórnar fyrirtækisins í fyrradag og hefur þegar verið tilkynnt almenningsrafveitum. Fyrir neytendur mun þetta þýða hækkun rafmagnsverðs um rúmlega 3%, sé einungis litið á hækkun Landsvirkjunar óháð öðrum hugsanlegum hækkunum rafveitnanna. Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á sama fundi að leita samþykkis ríkisstjórnarinnar fyrir því að verja erlendu lánsfé að fjárhæð 180 milljónum króna til áframhaldandi virkjanaundirbúnings í ár. Að sögn Halldórs Jónatanssonar, sonj í samtali við Morgunblaðið. A fundi stjórnar Landsvirkjunar í fyrradag var jafnframt samþykkt að sækja um heimild fyrir notkun erlends lánsfjár að upphæð 180 milljónir króna. forstjóra Landsvirkjunar, er hækk- un rafmagnsverðsins nú tilkomin þar sem rafmagnsverð fyrirtækisins hafi á undanförnum árum lækkað að raungildi meira en fjárhagur þess_ leyfi. „Arið 1986 var tekin upp sú stefna að lækka verðið að raungildi að jafnaði um 3% á ári. Hefði þeirri stefnu verið fylgt hefði rafmagns- verð lækkað um 14% frá meðal- verði árið 1986 til meðalverðs 1991. í stað þess lækkaði það hins vegar um 24% sem er meira en fjárhagur fyrirtækisins leyfir og er ein aðal- ástæðan fyrir þessari hækkunar- þörf nú,“ sagði Halldór Jónatans- Að sögn Halldórs þarf Lands- virkjun, samkvæmt nýjustu kostn- aðaráætlun fyrirtækisins, að veija alls 400 milljónum í ár til virkjana- undirbúnings ef því á að vera kleift að hefja afhendingu raforku til hins fyrirhugaða álvers á Keilisnesi í ársbyijun 1995, eins og nú er stefnt að. Þegar hefur verið varið um 220 milljónum í þessu skyni samkvæmt heimildum frá fyrra ári. Þyrlukaupanefnd: Stefnt að því að skila áliti í næsta mánuði STEFNT er að því að nefnd sem haft hefur til skoðunar flugrekst- ur Landhelgisgæslunnar skili áliti í næsta mánuði. Kaup á nýrri björgunarþyrlu hafa verið nokk- uð til umræðu en ekki er ljóst hverjar tillögur nefndin gerir þar að lútandi. Á fjárlögum þessa árs er heimild til 100 milljóna króna lántöku vegna þyrlukaupa en ekki hægt að segja til um hvernig heimildargrein fjárlaga sem nú eru í smíðum verður. Landhelgisgæslan hefur notað björgunarþyriuna TF-SIF í sex ár og oft verið rætt um að skipta um þyrlu. Gunnar Bergsteinsson for- stjóri Landhelgisgæslunnar segir að TF-SIF, sem framleidd er í frönsku Dolphin verksmiðjunum, hafi reynst vel þegar á heildina sé litið. Hann segir að vélar banda- rísku strandgæslunnar séu frá- brugðnar þeirri sem hér er, þyngri en með kraftmeiri vél. „Flugmenn Landhelgisgæslunn- ar telja að umfjöllun flugtímaritsins Flight international um erfiðleika strandgæslunnar virðist nokkuð orðum aukin og mótsagnakennd," segir Gunnar. „Það er eðlilegt að nokkrum takmörkunum sé háð hvernig hægt er að beita þyrlunum, flugeiginleikar fara meðal annars eftir því hve þungt þær eru hlaðnar og við erfiðar aðstæður reynir auð- vitað oft mjög á hæfni flugmanns- ins.“ Gunnar Bergsteinsson segir vita- skuld æskilegt að fá hingað kraft- meiri þyrlu til björgunarstarfa. Til að mynda hafí ný gerð Dolphin- véla 250 kílóum meiri burðargetu en SIF. „En það verður að meta með hliðsjón af aðstæðum hvað hægt er að gera,“ segir Gunnar, „ákvörðun varðandi þyrlukaup er pólitísk. Björgunarþyrla getur kost- að frá hálfum upp í heilan milljarð og afgreiðslutíminn orðið tvö ár.“ : Morgunblaðið/Borgþór Magnússon Surtsey. Lengst til hægri á myndinni má sjá landbrot sem orðið hefur í skriðum á undan- förnum árum. Á innfelldu myndinni er Skarfakál, haug- arfi og varpasveifgras í máfa- byggð í Surtsey nú í haust. Gott sumar fyrir lífríkið í Surtsey Töluvert landbrot norðvestan á eynni VEÐURFAR í sumar hefur haft óvenjulega góð áhrif á lífríkið í Surtsey. Leiðangur líffræðinga fann þar nýlega þijár nýjar teg- undir æðri plantna og í haust er fræseta sumra tegunda mikil. Dr. Sturla Friðriksson segir, að landbrot við eyna verði á hveiju ári og að í ár hafi það verið töluvert á eynni norðvestanverðri. Þar hefur myndast þverhnýpi sem áður var skriða. Þrír líffræðingar þeir dr. Sturia fannst einn einstaklingur af hverri Friðriksson, dr. Borgþór Magnús- son og Sigurður Magnússon voru í leiðangrinum í Surtsey. Fundu þeir meðal annars þijár nýjar teg- undir æðri plantna í Máfabóli á sunnanverðri eynni, þar sem eru helstu varpstöðvar máfa. Þetta eru túnfífíll, túnsúra og blóðarfi en það eru plöntur sem hafa rækt- unarsvæði sem kjörlendi. Aðeins tegund. Á hraunbreiðunni sem þarna er verpir fjöldi máfa og bera þeir mikinn áburð á varps- væðið. Er því að verða töluverð gróska á þessum bletti eyjarinnar. Þar vex einkum varpasveifgras, fitjungur og krækill en þar má einnig finna skarfakál og baldurs- brá. Austar á eynni hefur myndast melgresishóll, sem hefur stækkað mikið á þessu ári en fjöruarfi er útbreiddasta plöntutegundin á Surtsey og er hann farinn að mynda samfelldar breiður. Þekur gróður nú alls um 2 hektara eyjar- innar. Sex tegundir fugla verpa á Surtsey, fýll, ryta, teista, silfur- máfur, sílamáfur og svartbakur. Tveir hrafnar halda sig á eynni og hafa borið saman sprek til hreiðurgerðar í Hraungígnum en ekki orpið þar enn. Þarna hafa einnig viðdvöl nokkrir smærri spörfuglar og smyrill sást þar nú sem aðkomufugl. IVlildl andstaða við hugmyndir um að breyta 4 siúkrahúsum HUGMYNDIR heilbrigðisráðu- neytisins um að breyta St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði í hjúkr- unarheimili aldraðra og að leggja niður skurðdeildir sjúkra- húsanna á Blönduósi, Patreks- firði og í Stykkishólmi, mæta anstöðu forsvarsmanna þessara stofnana. Árni Sverrisson, fram- kvæmdastjóri St. Jósefsspítala, segir að ekki hafi verið rætt við forsvarsmenn spítalans um lausn á þessu máli, heldur aðeins kom- ið tilskipun um 120 milljóna króna niðurskurð á framlögum til spítalans. Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra, segir að St. Jósefsspítali gæti átt hlut að samstarfi og hugsanlegri sameiningu sjúkra- Efnahags- og framfarastofnun Evrópu: Skattbyrði hefur stöðugt hækkað hérlendis frá 1986 Heildarskattbyrðin vel undir meðaltali OECD SKATTBYRÐI á Islandi sem hlutfall af Iandsframleiðslu, var 34% árið 1990 samkvæmt bráðabirgðatölum Efnahags-og framfarastofn- unar Evrópu, OECD og hækkaði úr 33,8% árið 1989. Skattbyrði á íslandi hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 1986 en er samt með þeim lægstu í aðildarríkjum OECD. Meðalskattbyrði í öllum OECD- ríkjum var 38,4% árið 1989, en 39,7% ef aðeins er miðað við Evrópu. I frétt sem OECD hefur sent frá Japan eða um 30% af landsfram- sér kemur fram að skattbyrði var hæst á hinum Norðurlöndunum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgða- tölum, 57,7% í Svíþjóð, 48,1% í Danmörku, og 46,2% í Noregi. Árið 1989 var skattbyrðin lægst í Tyrk- landi, Bandaríkjunum, Ástralíu og leiðslu. Island var í 18. sæti af 24 aðildarríkjum OECD, árið 1989. í frétt OECD kemur fram, að neysluskattar voru 55,3% af heild- arsköttum á íslandi árið 1989 og er það Ianghæsta_ hlutfall þessara skatta í OECD. Á móti eru á ís- landi innheimtir lægri tekjuskattar og mun lægri sjúkratryggingagjöld en í öðrum aðildariöndum OECD. Fram kemur að heildarskattbyrði hefur farið lækkandi frá árinu 1985 í Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, írlandi, Lúxemborg, Noregi, Sviss og Bretlandi, en hækkandi á ís- landi, i Ástralíu, Kanada, Finn- landi, á Italíu, í Japan, Hollandi, Nýja Sjáiandi, Portúgal, á Spáni, í Svíþjóð, Tyrklandi og Bandaríkjun- um. húsa í Reykjavík og tillögur sjúkrahússins þar að lútandi yrðu teknar til athugunar. Yfirlæknar sjúkrahúsanna á Blönduósi og í Stykkishólmi telja að lítill sparn- aður náist með því að leggja skurðdeildir þar niður og kostn- aður við flutning sjúklinga til aðgerða yrði mun meiri. Læknaráð St. Jósefsspítala kom saman til fundar í gær og sam- þykkti ályktun. Þar segir m.a. að hugmynd um að leggja núverandi starfsemi spítalans niður lýsi van- þekkingu á mikilvægu hlutverki stofnunarinnar í heilbrigðisþjónustu bæjarins. Önnur sjúkrahús muni sýnilega ekki geta sinnt þeim verk- efnum, sem spítalinn hafi innt af hendi. Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði að þegar leiðir til hagræðingar væru kannað- ar væri litið til aukins samstarfs og hugsanlegrar sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík. „Það er til dæmis athugandi hvort ekki er ástæðulaust að reka sams konar deildir á fleiri en einu sjúkrahúsi. St. Jósefsspítali gæti átt hlut að því starfi og við munum að sjálf- sögðu hlusta á tillögur stjórnar sjúkrahússins þar að lútandi," sagði Þorkell. Árni Sverrisson sagði að for- svarsmenn St. Jósefsspítala væru tilbúnir til að ræða slíkt samstarf. „Við viljum reyna að færa umræðu um spítalann á faglegan grundvöll. Ef það tekst stöndum við vel að vígi.“ Jósef Blöndal, yfirlæknir St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi, kvaðst efast um að annað sjúkrahús hér á landi væri rekið af meiri hag- kvæmni. „Það væri rothögg fyrir sjúkrahúsið ef skurðstofunni yrði lokað. Mér skilst að hugmyndir manna byggist á’því að með þessu móti sparist íjórar milljónir á ári. Mér fínnst afar vandséð hvernig það má verða, enda hlýtur mikill kostnaður vegna flutnings sjúklinga til aðgerða að koma þar á móti. Sá kostnaður er oft 50-80 þúsund í hvert sinn.“ Sigursteinn Guðmundsson, yfir- læknir á sjúkrahúsinu á Blönduósi, sagði að hann hefði heyrt að þeim væri ætlað að spara fjórar milljónir á ári. „Ég skil ekki hvernig sá sparnaður á að nást með því að leggja skurðstofuna niður. Kostn- aður við hana nær alls ekki þessari upphæð,“ sagði hann. „Kostnaður við að flytja alla sjúklinga héðan til aðgerða hlýtur að fara fljótt yfir fjórar milljónir." Morgunblaðið náði ekki tali af Sighvati Björgvinssyni, heilbrigðis- ráðherra, í gær. Hann er í útlönd- um, en kemur til landsins á mánu- dag. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.