Morgunblaðið - 14.09.1991, Page 14

Morgunblaðið - 14.09.1991, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARD'AGUR 14. SEPTEMBER 1991 PERLAN eftir Jóhannes Zoéga Margt misjafnt hefur verið sagt um Perluna, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur á Oskjuhlíð, síðustu vikurnar. Tilefni þess er að smíða- kostnaðurinn hefur farið langt fram úr áætlunum, einkum á þessu ári, á lokasprettinum. Eg er einn þeirra sem ábyrgur er, þar sem ég hafði umsjón með hönnun hússins og fylgdist með framkvæmdum fyrir Hitaveituna. Þess vegna vil ég reyna að gera grein fyrir nokkrum ástæðum þess, að kostnaður við smíði Perlunnar hefur farið svo mjög fram úr áætl- un. Það er reynsla manna við gerð sérkennilegra mannvirkja, sem ekki eiga sér fyrirmyndir, að erfitt er að áætla byggingarkostnað þeirra. Með hveijum áfanga kemur margt nýtt í ljós, sem ekki var séð fyrir, og kostnaðaráætlun hækkar ár frá ári. í Perlunni eru áhrif þessara þátta mest á undanförnu ári. Rót- tækar breytingar urðu á skipan veitingarekstrar í húsinu, þegar í fyrrahaust var gerður samningur við veitingamann, sem gjörbreytti þessum meginþætti hússins og margfaldaði hann. Allar voru þess- ar breytingar til stórbóta og gerðu húsið meira aðlaðandi. Nógu erfitt er að áætla kostnað við mannvirkjagerð þegar teikn- ingar og nákvæmar lýsingar liggja fyrir, eins og mismunur tilboða í útboðsverk sýnir oft og tíðum. Margfalt erfiðara er þó að áætla verk, sem ekki eru vel skilgreind, eins og hér, þar sem forsendur áætlunar voru aðeins orð á blaði. í samningi við veitingamanninn var gert ráð fyrir að veitingarekst- ur gæti hafist fyrir mitt ár 1991, svo að lítill tími var til stefnu. Jóhannes Zoéga „Perlan er fyllilega virði þess fjár, sem til hennar hefur verið var ið. Hún er fögur bygg- ing, sem er þjóðinni til sóma.“ Mjög hefur verið vandað til verka og efnisvals í Perlunni, þótt alltaf megi betur gera, og ég hygg að samræmi sé milli verks og kostnaðar. Talað er um, að þessi óvænti kostnaðarauki sé mikið áfall fyrir Hitaveituna, sem nú þurfi að fresta viðbótarplássi við skrifstofu sína. Auðvelt ætti að vera að fá skamm- tímalán til að létta á kassanum, þar sem Hitaveitan er stórt og velstætt fyrirtæki með litlar skuld- ir, þrátt fyrir miklar framkvæmdir og lágt verð á heita vatninu. Auð- vitað hefði verið æskilegra að dreifa framkvæmdum og þar með byggingarkostnaðinum á lengri tíma, en eins og hér hefur verið rakið var það ekki hægt, nema með því að fresta opnun hússins um heilt ár. Eins og áður segir er erfitt að gera sér fyrirfram rétta grein fyrir kostnaði við gerð sérkennilegra mannvirkja, svo erfitt að ég veit þess engin dæmi að það hafi tek- ist. Má nefna nýleg dæmi svo sem Listasafn ríkisins, Borgarleikhús, Leifsstöð og breytingar á Þjóðieik- húsi, og ekki skulu menn missa stjórn á sér þegar útvarpshús, ráð- hús og Þjóðarbókhlaða verða full- gerð. Því má svo bæta við, að sama lögmál virðist einnig gilda í öðrum löndum. Nýi borgarstjórinn, Markús Örn Antonsson, stöðvaði framkvæmdir við Perluna á meðan staðan var könnuð. Kostnaðartölur hafa verið birtar og engu leynt. Ég þykist þess fullviss að brátt verði aftur hafist handa og verkinu lokið hið fyrsta. Ekki má láta hjá líða að geta hinnar hjörtu hliðar, viðbrögðum almennings við framtaki borgar- innar á Óskjuhlíð. Perlan nýtur mikilla vinsælda. Gestir hafa orðið miklu fleiri en menn þorðu að bú- ast við, og jákvæðar umsagnir koma víða fram. Þær eru ekki eins háværar og gagnrýnin, sem ég hef hér gert að umtalsefni, en allar á einn veg. Ég læt nægja að vitna í smá- kafla úr ágætu viðtali við Vilborgu Dagbjartsdóttur rithöfund í Morg- unblaðinu á sunnudaginn var: „ ... Og svo varð ég hrifin af Perlunni — ég hafði óskaplega gaman af að koma í þetta fallega hús. Öll þessi ávölu form, allt þetta mikla rými. Það sem hrífur mig hvað mest er að mér finnst Perlan minna mig á nýja öld .. .á geim- inn. Það er eitthvað hnattrænt við hana. Maður á að þakka fyrir það sem vel er gert. Karlskömmin hann Davíð er búinn að ergja okkur nóg. En þetta hefur hann vel gert. Og hugsaðu þér, útsýnispallurinn er eini staðurinn í Reykjavík þar sem Hallgrímskirkja er ekki skökk. Ef maður er andófsmaður á manni ekki að finnast svona . . .“ Perlan er fýllilega virði þess fjár, sem til hennar hefur verið varið. Hún er fögur bygging, sem er þjóð- inni til sóma, og hún mun verða Reykvíkingum og gestum í borg- inni til ánægju og yndisauka um ókomin ár. Höfundur er fyrrverandi hitaveitustjóri. — Nú hefur þú gert töluvert af því að kenna börnum sem eru á einhvern hátt fötluð, auk þess sem þú ert kennari í Bústaða- skóla. Hvernig er búið að fötluð- um listamönnum? „í raun og veru engan veginn. Ég vann að sýningu fatlaðra, „Úr hugarheimi," í fyrra. Sú vinna var mjög lærdómsrík og gefandi — því meðal fatlaðra era margir úrvals listamenn. Eftir það velti ég því oft fyrir mér að hér þyrfti að vera til staður fyrir fatlað fólk sem hefur þessa sérstæðu og miklu hæfni til að tjá sig með myndmálinu. Bæði staður þar sem hægt er að þjálfa þessa lista- menn, gefa þeim svigrúm til vinnu og til að sýna verk þeirra." Alda hefur haldið einkasýning- ar víða um land og í Reykjavík, og eina sýningu í Koblenz í Þýskalandi, auk þess sem hún hefur tekið þátt í farandsýningu sem fór um öll Norðurlönd. Hún hefur haldið áfram að sækja tíma í Myndlistarskólanum í Reykja- vík, sem hún talar um sem ein- staklega skemmtilegan skóla, þar sem traust og virðing ríki. En kennslan virðist eiga huga henn- ar í jafn ríkum mæli og myndlist- in. „Já,“ segir Alda, „ég hef oft velt því fyrir mér að hætta að kenna — allavega þeim sem eru fatlaðir eða eiga við vandamál að stríða. En ég get það ekki, ekki ennþá. Það er oft erfitt, en það er gefandi og í staðinn fyrir þreytu fæ ég mikla orku í kennsl- unni. Hver vottur af framför hjá þessum krökkum, sem hafa sætt meðferð sem ekkert barn á skil- ið, er svo mikill sigur að allur lúi rýkur út í veður og vind. Ég er bara heppin að geta haft hvort tveggja, kennsluna og myndlist- ina.“ ssv Konan, vitundin o g orkan Rætt við Oldu Ármönnu Sveinsdóttur sem opnar sýningu í Hafnarborg í dag KONUR hafa löngum verið viðfangsefni listamanna. Aðallega karllistamanna. Á seinni árum hefur það færst í vöxt að konur máli konur. Sumir vilja meina að það standi í nánum tengslum við vitundarvakningu konunnar. Kvenlistamenn séu með þessu að kanna sjálfar sig og vitund sína, spyija spurninga á borð við, „hver er ég?“ Þeir sem aðhyllast dulspekigreinar halda því fram að á okkar tímum sé að bijótast fram mikil kvenleg orka og því sé óhjákvæmilegt að hið kvenlega sé ríkjandi í listum. Alda Ármanna Sveinsdóttir opnar í dag sýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði, olíumálverk og vatnslitamyndir, og myndefnið er nánast undantekningarlaust konur. Litríkar konur, ungar kon- ur, fullorðnar konur, mæður. — En hvers vegna heil sýning af konum? „Það vildi svo til,“ segir Alda, „að fyrir ekki alls löngu slasaðist sonur minn alvarlega. Það var allt mjög erfitt í kringum það, vegna þess að hann rekur fyrir- tæki — sem auðvitað þurfti að halda áfram að reka. Konan hans varð mjög hrædd um að ég ætl- aði að fara að stjórna því og heimilinu. Hún varð mjög hrædd um sína stöðu og vildi mig hvergi nálægt. En ég hafði pantað mér ferð til Þýskalands og þangað fór ég. Þetta var kannski ekki besti tíminn til að fara, en ég ákvað að sýna þeim að ég vildi gefa þeim frið og hafði ekki hugsað mér að stjórna. Það var nóg af fólki til að sinna þeim. í Þýskalandi skoðaði ég mikið af kirkjum og þar vora það Ma- ríumyndirnar sem fönguðu mig. Ég varð alveg heilluð af þeim. Þegar ég kom heim höfðu önn- ur tengdadóttir mín og dóttir báðar eignast börn. Ég var í sum- arfríi frá kennslu og hafði hugsað mér að mála. Ég byijaði að mála þær og það var mjög skemmti- legt. Og ég hélt áfram að mála konur. Mér fannst gott að hitta aðra manneskju á meðan ég vann og spjalla um heima og geima, um konur — baráttu þeirra og stöðu — um sjálfsrækt og dulræn málefni og um heimilið, fjölskyld- una og öll þessi hversdagslegu mál. Þetta er leið sem ég fann óvart og hún hefur gefið mér mikið.“ Þú fórst seint í Myndlista- og handíðaskólann, ekki satt? „Jú, ég hóf námið þar árið 1983, - eftir að hafa þvælst í Hamrahlíð, þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. En ég var með seinni skipunum þar, því ég var áram saman húsmóðir á Norð- firði. Eftir að ég flutti til Reykja- víkur hafði ég unnið lengi með fötluðum og á barnageðdeildinni við Dalbraut. Þegar ég svo fór í Hamrahlíð ætlaði ég að gerast félagsráðgjafí — en hugsaði einn daginn, „nei, það er komið nóg af vandamálum, ég ætla að gera eitthvað sem mig langar til að gera — eitthvað fyrir sjálfa mig.“ Ég innritaðist því í Myndlistar- skólann. En ég var hikandi og fór í kennaradeild í staðinn fyrir Alda við eitt verka sinna. málaradeild, sem mig þó langaði mest til að gera. Ég var með ein- hverfan son minn á heimilinu og ákvað að reyna þó að skapa mér atvinnuöryggi, þótt ég væri að gera það sem mig langaði mest til. Þegar ég byijaði í Hamrahlíð kom mér á óvart hversu mikla aðstoð ég gat fengið. Þeirri að- stoð hafði ég ekki átt kost á þeg- ar ég var heimavinnandi, en það var stutt við bakið á okkur, mæðrum fatlaðra, þegar við vild- um læra. Þessi staða er nokkuð mikið breytt í dag, en þó held ég að betur þyrfti að huga að þeim sem eru heima með fötluð börn. Þetta er' svo mikið álag. En ég er þakklát fyrir alla þá aðstoð sem ég fékk.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.