Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 43* HANDKNATTLEIKUR Islandsmótið: Valsmenn höggva á hnútinn Bjóðast til að greiða starfsmanni laun til að koma mótinu af stað HANDKNATTLEIKSDEILD Vals bauð HSÍ í gær að borga laun út mánuðinn fyrir Vigfús Þorsteinsson, fyrrum starfs- mann mótanefndar, til að koma íslandsmótinu af stað, en ráðgert er að það hefjist 2. október. Bjarni Ákason, formaður handknattleiksdeildar Vals, sagðist hafa gert formanni móta- nefndar þetta tilboð í þeirri von að íslahdsmótið hæfist á tilsettum tíma. „Það hefur ekkert verið unnið í mótamálum síðan Vigfús hætti í lok síðasta mánaðar og Ijóst er að mótið byrjar ekki fyrr en að ákveðnu starfi loknu,“ sagði Bjarni. „Boltinn er hjá HSI,“ bætti hann við. Vigfús Þorsteinsson kom af fjöllum, þegar Morgunblaðið bar þetta undir hann í gærkvöldi, en hann er með U-21 landsliðinu í Grikklandi. „Ég hætti hjá HSÍ til að byrja í námi við Háskóla ís- lands og hef ekki hugleitt að byija aftur. Hins vegar er ég hér eftir sem hingað til ávallt tilbúinn að leggja mitt af mörkum fyrir hreyf- inguna, en ég veit ekkert um þetta mál. Hitt veit ég að ég prentaði út drög að mótaskrá áður en ég hætti, en það á eftir að fínpússa þau.“ ísland ífimmta sæti á HM: Lofa vercMaunum næst - sagði Patrekur Jóhannesson. ísland sigraði Rúmeníu eftirframlengdan leik SkúliUnnar Sveinsson skrifarfrá Aþenu Loksins kom að því að íslenskt landslið náði að rífa sig upp í lok leiks um sæti á stónnóti og tryggja sér sigur. Þetta gerðist í Aþenu í gærkvöldi, þegar ísland vann Rúmeníu 35:32 í framlengdum leik um 5. sætið á HM 21s árs liða í handknattleik. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 27:27 og gerðu íslendingar tvö síð'ustu mörkin, en þeir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Með þessum leik kórónuðu strák- arnir góðan árangur á mótinu, en þeir vildu meira og stefna að því næst. „Ég lofa verðlaunasæti árið 1993,“ sagði Patrekur Jóhannes- son, sem var sem fyrr klettur í vörninni go gerði eitt glæsilegt mark eftir hraðaupphlaup. íslendingar byrjuðu mjög vei og komust í 5:0, en sá munur hélst lengst af út fyrri hálfleik. Vörnin varði þá mjög vel og hraðaupp- hlaupin nýttust, en annars var sókn- in hreyfanleg og stöðugt keyrt á kerfum, en því var ekki að heilsa í fyrri leikjum. „Slæmi“ kaflinn kom í seinni hálfleiks og munaði mest um að Jason Ólafsson var tekinn út af, en hann hafði átt mjög góðan leik í vörninni, og Gunnar Andrésson, leikstjórnandi og fyrirliði, var tek- inn úr umferð. Rúmenar komust í 23:20, en þá kom Róbert Rafnsson í fyrsta sinn inná í mótinu og við það lagaðist leikur strákanna til muna. Þeir náðu að jafna, en þegar 2 mínútur og 20 sekúndur voru til leiksloka var útlitið ekki bjart, Rúm- enar leiddu 25:27. Þá fyrst var Bontas, besti maður Rúmena, tek- inn úr umferð og Björgvin Rúnars- son jafnaði þegar 13 sekúndur voru eftir. Strákarnir gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik framlengingarinn** og skoruðu þá fjögur mörk gegn engu. Allir léku vel, en þeir réðu alls ekki við Bontas og Dobrescu, sem gerðu samtals 21 mark. Mörk íslands: Björgvin Rúnars- son 9, Gunnar Andrésson 8/3, Sig- urður Bjarnason 4, Jason Ólafsson 4, Einar Sigurðsson 3, Gústaf Bjarnason 3, Jóhann Ásgrímsson 2 og Patrekur Jóhannesson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 14/2, Ingvar Ragnarsson 2/1. KNATTSPYRNA / 1. DEILD „Víkingar láta ekki af hendi fafrmR það sem þeir hafa tak á“ FOLK - segir ÓlafurJóhannesson, þjálfari FH, sem spáir í lokabaráttuna „VÍKINGAR standa uppi sem sigurvegarar. Ég hef ekki trú á að þeir láti af hendi það sem þeir hafa náð taki á,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-liðsins, þegar Morgunblaðið bað hann að spá í spilin í sambandi við hina æsispennandi lokabaráttu, sem Víkingar og Framarar ganga í gegnum í dag. Það þarf mikið að gerast til að Framarar nái að hrifsa titilinn af Víkingum. Leikur Fram og Eyja- manna í Laugardal á litlu máli að skipta. Þó svo að Framarar vinni tvö til þijú núll mun það ekki duga. Víðismenn verða auðveld bráð fyrir Víkinga, sem vinna þetta þrjú til fjögur núll. Ég stjórnaði FH-liðinu gegn Víðismönnum um- síðastliðna helgi, þar sem við unnum stórt (4:0). Leikmenn Víðis veittu ekki mikla mótspyrnu og voru áhuga- lausir, sem fylgir þeim sem eru fallnir og hafa að engu að keppa. Víkingar koma til með að leika sinn bolta; það er að segja að bakka í vörn og beita siðan skyndisóknum. Þeir eru með mjög fljóta framheija. Það sem getur spilað inní, er að völlurinn verði blautur og þungur. Við það dempast hraðinn niður og knötturinn þeysist hraðar á blautu grasinu. Það á.ekki að skipta svo miklu máli um úrslit. Auðvita verð- ur meira um mistök á blautum og þungum velli og fleiri mörk eru skoruð við þannig aðstæður. Sálræni þátturinn skiptir miklu máli í svona baráttu. Framarar hafa farið í gegnum þannig spennu oftar en einu sinni og vita hvernig þeir eiga að haga sér á þannig stundu. Það hefur mikið að segja fyrir Víkinga að það eru Framarar í herbúðum þeirra, sem hafa einnig farið í gegnum þessa spennu. Guð- mundur Steinsson hefur yfir mikilli reynslu að ráða. Hann er ekki að- eins góður knattspyrnumaður, held- ur er hann einnig mjög sterkur sálrænt fyrir þá sem leika með honum. Það vegur þungt fyrir Víkinga að hafa þannig mann í herbúðum sínum,“ sagði Ólafur. Sjónvarpað beint Já, spennan verður mikil í dag - bæði inn á völlunum í Laugardal og Garði, á áhorfendabekkjum og fyrir þá sem sitja fyrir framan sjón- varpstæki sín. Stöð 2 sýnir beint frá Garðinum og Sjónvarpið (RÚV) verður þar einnig, en RÚV er einn- ig tilbúið að sjónvarpa glefsum frá gangi mála í Laugardalnum, eða jafnvel að sína beint þaðan ef það á við. „Þetta er draumastaða knatt- spyrnuáhugamannsins. Ég vildi fá að fylgjast með þessari baráttu í sjónvarpi. Það verður að bíða,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, sem stjórnar sínum mönn- um í leik gegn Valsmönnum á sama tíma og baráttan fer fram í Garðin- um og Laugardal. Guðmundur Steinsson er markahæstur í 1. deild. KNATTSPYRNA / 2. DEILD IA gerír tveggja ára samn- ing við Luka Kostic Luka Kostic SKAGAMENN gengu í gær frá tveggja ára samningi við Júgó- slavann Luka Kostic, en hann gekk til iiðs við félagið fyrir tímabilið og hefur átt stóran þátt í að ÍA endurheimti sætið M.deild. Gunar Sigurðsson, formaður ÍA, sagði að Skagamenn hefðu verið mjög ánægðir með Kostic í sumar og væntingarnar fyrir næsta keppnistímabil væru jafnvel enn meiri. „Hann hefur fallið mjög vel inn í hópinn og reynst góður félagi og vonandi verður hann okkur enn meiri styrkur í 1. deild næsta ár. Gunnar sagði að allir leikmenn- irnir væru samningsbundnir til tveggja ára og væri gert ráð fyrir að allir héldu áfram.' Þó væri öf snemmt að segja til um hvað Karl Þórðarson gerði. „Skagamenn vona auðvitað að hann haldi áfram enn eitt árið, þó hann hafi þegar lagt sitt af mörkum og vel það, en skilja hann vel, þegar og ef hann dregur sig í hlé.“ Skagamenn taka á móti Selfyss- ingum í dag og verða verðlaunaðir í leikslok fyrir sigur í 2. deild. ■ ÞYRLA verður tii taks til að fara með Islandsbikarinn á þann stað sem hann vinnst á - í Garðinn eða Laugardal. Eggert Magni^s- son, formaður KSI, Snorri Finn- laugsson, formaður mótanefndar KSI og fulltrúi frá Samskipum verða á skrifstofu KSÍ í Laugardal þegar fyrri hálfleikur leikjanna í dag fer fram. Þeir halda síðan út á Reykjavíkurflugvöll og verða þar tilbúnir við þyrluna, til að fara á loft með bikarinn og afhenta hann meisturunum. ■ STUÐNINGSMENN Víkings hafa ákveðið að vera með sætaferð- ir á leikinn í Garði. Þeir eru örugg- ir með að bikarinn verður afhentur í Garðinum, eða eins og einn Víkingurinn sagði: „Það er kominn tími til að bikarinn verði afhentur þar — og Garðsbúar fá þá að sjá"’ hvernig hann lítur út.“ ■ SPENNAN er svo mikil hjá sumum Vikingum, að þá er farið að dreyma um leikinn. Einn Víking- ur varð fyrir óskemmtilegri reynslu á fimmtudagsmorgun. Þá vaknaði hann upp við að Víkingar væru búnir að vinna Víði, 2:0, en leik Fram og ÍBV var þá ekki lokið - tíu mín. voru eftir og staðan, 4:1, fyrir Fram. Víkingurinn reyndi að sofna aftur, til að fá að vita loka- tölur úr leiknum í Laugardal. Ekki tókst honum það, þannig að hann lifír enn i óvissunni. ■ MARGIR Framarar hafa trú á að sínir menn verji titilinn. „Állt* er þegar þrennt er,“ sagði einn Framarinn, sem vitnaði í að Fram hefði.unnið á betri markatölu 1986 og 1990. ■ EYJAMENN koma til Reykjavíkur fjórum tímum fyrir leik þeirra gegn Fram. Leifur Geir Hafsteinsson, markaskorar- inn mikli, leikur ekki með þeim - er í leikbanni og þá er Élías Frið- riksson meiddur og leikur ekki með. ■ ÓLAFUR Jóhannesson stjóm- ar FH-liðinu í síðasta' sinn se«^r þjálfari að sinni, þegar FH mætir Val. Ólafur verður ekki þjálfari liðsins næsta keppnistímabil. ■ SIGURÐUR Einarsson var ekki á meðal átta efstu í spjótkasti á stigamótinu í Briissel í gær- kvöldi. Finninn Juha Laukkanen sigraði, kastaði 87,06 m. en Sovét- maðurinn Viktor Jevsynkóv vdP^" í áttunda sæti, kastaði 78,52 m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.