Morgunblaðið - 20.09.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991
25
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
19. september.
FAXAMARKAÐURINN HF. í Reykjavik
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur(st) 95,00 59,00 86,26 13,333 1.150.084
Þorskursmár 78,00 78,00 78,00 0,007 546
Ýsa (sl.) 123,00 73,00 115,87 5,639 653.486
Blandað 55,00 42,00 44,76 0,720 32.220
Grálúða 88,00 88,00 88,00 0,352 30.976
Karfi 47,00 30,00 32,47 14,161 459.753
Keila 42,00 42,00 42,00 0,875 36.750
Langa 51,00 59,00 59,58 2,747 163.654
Lúða 365,00 170,00 254,83 0,535 136.335
Skata 105,00 105,00 . 105,00 0,020 2.100
Skarkoli 78,00 78,00 78,00 0,133 10.374
Steinbítur 80,00 46,00 74,35 1,398 103.936
Ufsi 78,00 45,00 55,76 25,216 1.406.213
Undirmál 60,00 60,00 60,00 0,792 47.520
Samtals 64,22 65,930 4.233.956
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 180,00 80,00 105,71 17,174 1.815.471
Ýsa 112,00 81,00 102,60 5,460 565.694
Undirmál 54,00 ' 54,00 54,00 0,071 3.834
Bleikja 155,00 155,00 155,00 0,070 10.850
Skötuselur 590,00 290,00 321,58 0,019 6.110
Langa 66,00 57,00 63,47 1,454 92.292
Keila 54,00 53,00 53,49 0,718 38,404
Karfi 63,00 39,00 45,19 7,977 360.482
Tindaskata 10,00 10,00 10,00 0,054 540
Ufsi 70,00 53,00 66,51 49,845 3.315.182
Steinbítur 63,00 63,00 63,00 0,038 2.394
Sólkoli 130,00 130,00 130,00 0,153 19.968
Blálanga 60,00 60,00 60,00 0,651 39.102
Samtals 74,93 83,686 6.270.323
FISKMARKAÐURINN í ÞORLÁKSHÖFN
Þorskur (sl.) 110,00 74,00 91,79 2,637 242.048
Þorskur smár 63,00 63,00 63,00 0,037 2.331
Ýsa (sl.) 115,00 88,00 93,75 9,340 875.642
Karfi 37,00 37,00 37,00 2,684 99.326
Keila 43,00' 43,00 43,00 0,486 20.898
Langa 60,00 60,00 60,00 0,635 38.100
Lúða 315,00 220,00 300,17 0,105 31.517
Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,312 6.240
Öfugkjafta 6,00 6,00 6,00 0,008 48
Skata 101,00 90,00 96,49 0,405 39.079
Skötuselur 255,00 255,00 255,00 0,226 57.630
Steinbítur 46,00 46,00 46,00 0,030 1.380
Ufsi 74,00 72,00 72,86 17,532 1.277.316
Undirmálsfiskur 65,00 20,00 60,46 3,663 221.491
Samtals 76,46 38,101 2.913.047
FISKMARKAÐURINN ÍSAFIRÐI
Þorskur 81,00 81,00 81,00 5,120 414,723
Grálúða 96,00 96,00 96,00 0,646 62.016
Lúða 400,00 400,00 400,00 0,008 3.200
Samtals 83,12 5,774 479.939
ALMAIMNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1. september 1991 Mánaðargreiðslur
Elli / örorkulífeyrir(grunnlífeyrir) .................. 12.123
'h hjónalífeyrir ..................................... 10.911
Fulltekjutrygging ...................................... 25.651
Heimilisuppbót .......................................... 8.719
Sérstök heimilisuppbót ................................ 5.997
Barnalífeyrirv/1 barns ................................. 7.425
Meðlag v/1 barns ........................................ 7.425
Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.653
Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna ........................ 12.191
Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fleiri ............. 21.623
Ekkjubætur/ekkilsbæturð mánaða ......................... 15.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ....................... 11.389
Fullur ekkjulífeyrir ................................... 12.123
Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................ 15.190
Fæðingarstyrkur ........................................ 24.671
Vasapeningarvistmanna ....................................10.000
Vasapeningar v/ sjúkratrygginga ....:....................10.000
Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar ............................ 1.034,00
Sjúkradagpeningareinstaklings ........................... 517,40
Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 140,40
Slysadagpeningareinstaklings ............................ 654,60
Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ............ 140,40
15% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í september, er inni
í upphæðum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimil-
isuppbótar.
Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur,
10. júlí - 18. september, dollarar hvert tonn
V estmannaeyj ar:
Ferðaskrifstofa Samvinnu-
ferða Landsýnar opnuð
Hrefna Hilmisdóttir Og Örn Ólafsson. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vestmannaeyjum.
HJÓNIN Örn Ólafsson og Hrefna
Hilmisdóttir opnuðu fyrr í sumar
ferðaskrifstofu í Eyjum. Ferða-
skrifstofan hefur söluumboð fyr-
ir Samvinnuférðir Landsýn og
geta Eyjamenn keypt sér ferðir
út í heim á nýju ferðaskrifstof-
unni.
Örn hefur rekið Vörusölu SÍS í
Eyjum og hefur jafnframt því verið
umboðsmaður Samvinnuferða
Landsýnar síðastliðin 10 ár. í sum-
ar var rekstri Vörusölu SÍS hætt í
þeirri mynd sem hún hefur verið
rekin og ákvað Örn þá að ráðast í
opnun ferðaskrifstofunnar. Hann
festi kaup á húsnæði að Vest-
mannabraut 38 og innréttaði þar
vistlega skrifstofu. Það má segja
að Örn hafí söðlað um í atvinnu
sinni því öfugt við það sem áður
var þá er ferðaskrifstofan aðalstarf-
ið en auk þess þá sér hann um
umboðssölu fyrir Goða vörur.
Öm og Hrefna segjast ánægð
með þær viðtökur sem ferðaskrif-
stofan hafi fengið. Sala hjá þeim
hafi aukist til muna og Eyjamenn
kunni vel að meta þá þjónustu sem
þau bjóða. „Við byijuðum hér með
miklu trukki strax við opnunina.
Samvinnuferðir Landsýn tóku þátt
í opnunarhátíðinni með okkur. Helgi
Jóhannsson, framkvæmdastjóri SL
og starfsfólk skrifstofunnar í
Reykjavík, kom og var með okkur
hér. Eyjamönnum var boðið upp á
að kaupa sér ferðir til Basel í Sviss
fyrir tíu þúsund krónur og veittur
var tuttugu þúsund króna afsláttur
á hverjum farmiða sem seldur var
til Majorka. Þessar ferðir ruku út
og fengu reyndar færri en vildu því
við gátum aðeins selt takmarkaðan
fjölda ferða á þessu verði. Síðan
þá hefur verið góð sala hjá okkur.
SL hafa verið duglegir að bjóða upp
á ýmiskonar tilboðsverð á ferðum
og hafa stuttar ferðir til ýmissa
borga úti í heimi orðið mjög
vinsælar."
Hann segir að fram til þessa
hafi hann þurft að framkvæma
bókanir og fá upplýsingar um ferð-
ir frá aðalskrifstofunni í gegnum
síma en nú sé að verða breyting
á, því á næstu dögum verði gengið
frá beintengingu hans við skrifstof-
ur SL í Reykjavík. Þá geti hann
sjálfur gengið beint frá öllum bók-
unum og einnig muni hann þá geta
bókað flug fyrir farþega sína til og
frá Eyjum því hann muni tengjast
inn á Alexbókunarkerfið hjá Flug-
leiðum.
Örn sagði að eflaust hefði sumum
þótt það bjartsýni hjá sér að ætla
að fara að starfrækja ferðaskrif-
stofu í Eyjum sem sérhæfði sig í
að selja Eyjamönnum ferðir til út-
landa en reynslan í sumar hefSi
sýnt að það hefði verið full þörf á
þessari þjónustu. „Ég taldi mig vita
nokkuð vel hvað ég væri að fara út
í eftir að hafa sinnt umboðssölu
fyrir SL í hjáverkum síðastliðin 10
ár en viðtökurnar sem við höfum
fengið í sumar eru framar mínum
björtustu vonum.“
Grímur
-----*-*-*--
Arnarfjörður;
Einn lax en
ekki þrjátíu
Hljómsveitin GCD.
■ GCD heldur tónleika á veitinga-
staðnum Firðinum, Hafnarfirði, í
kvöld, föstudaginn 20. september.
Laugardaginn 21. september verða
þeir síðan á Blómaballinu á Hótel
Örk, Hveragerði. Hljómsveitina
skipa Rúnar Júlíusson, Bubbi
Morthens, Gunnlaugur Briem og
Bergþór Morthens.
1 FRÉTT um veiðiþjófa í Trost-
ansfirði, sem birtist í Morgun-
blaðinu 17. september s.l. er sagt
að um 30 laxar hafi fundist dauð-
ir við ána. I ljós hefur komið að
aðeins einn lax fannst dauður.
Villan er vegna misskilnings í
samtali fréttaritara og Matthías-
ar Bjarnasonar og biðst Morgun-
blaðið velvirðingar á því.
Lögreglan á Patreksfírði var á
Bíldudal á þriðjudag og miðviííu-
dag. Hún vinnur enn að rannsókn
málsins. Að sögn Matthíasar lét
hann fjarlægja nokkra stóra steina,
á föstudaginn fyrir síðustu helgi,
fyrir ofan hylinn sem er undir
brúnni, í þeim tilgangi að opna fyr-
ir ána svo að laxarnir kæmust upp.
Ekki er hægt að fullyrða hvort lax-
inn hafi drepist af völdum jarðvegs
sem kynni að hafa farið í ána við
þær framkvæmdir, eða hvort net
eða dínamít hefði verið notað, fyrr
en að rannsókn lokinni.
„Poka Pési“
seldur í dag
Hljómsveitin Tussull.
ÁRLEG haustfjáröflun Lions-
klúbbsins Eirar í Reykjavík fer
nú af stað sjötta sinni undir heit-
inu „Poka Pési“. Söfnunin fer
fram föstudag og laugardag.
Plastpokapakkningin „Poka Pési“
er orðin nokkuð þekkt hér á Reykja-
víkursvæðinu, enda aufúsugestur á
mörgum heimilum.
„Poka Pési“ hefur undanfarin ár
stutt astmaveik börn, blindrabóka-
safn, Kvennaathvarfið, hjarta- og
lungnastöð, Heilsuvemdarstöð - öld-
runardeild, Seljahlíð - vistheimili
fyrir aldraða, Krabbameinsfélagið -
heimahlynningu.
Lionsklúbburinn Eir í Reykjavík
var stofnaður 12. janúar 1988, hét
áður Lionessuklúbburinn Eir.
Stjórn klúbbsins skipa nú í ár:
Stella M. Vilbergs formaður, Margr-
ét Nielsen ritari og Eyrún Kjartans-
dóttir gjaldkeri.
■ HLJÓMSVEITIN Tussull leik-
ur á veitingastaðnum Tunglinu
(kjallara) í kvöld, föstudaginn 20.
september. Hljómsveitina skipa hin-
ir þróttmiklu Stefán Már Magnús-
son, Amar Knútsson, Stephan
Stephenson og Jóhann Ófeigsson
ásamt gestasöngvurum. Tussuíl
spilar rokk með blúsívafi. Tónleik-
arnir hefjast á miðnætti.