Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 Mímir norður í byrjun október Sjóvinnukennsla mun fara fram í skipinu SKÓLA- og rannsóknaskipið Mímir er væntanlegt til nýrrar heimahafnar, Akureyrar, í byrjun næsta mánaðar. Með tilkomu þess verður í fyrsta sinn unnt að sinna verklegri kennslu í sjáv- arlíffræði og fiskifræði í sjávarútvegsdeild Háskólans á Akur- eyri. Fjórir aðilar munu hafa afnot af skipinu, Háskólinn á Akureyri, Háskóli íslands, Hafrannsókna- stofnun og Fiskifélagið, sem hefur með sjóvinnuskennslu grunnskóla- nema að gera. Steingrímur Jónsson forstöðu- maðu'r Hafrannsóknastofnunar á Akureyri sagði að á vegum stofn- unarinnar yrði skipið einkum not- að til rannsókna í Eyjafirði, en nú er unnið að rannsóknaráætlun fyr- ir næsta ár. Mímir kemur til Akureyrar í byijun október og verður hér í nokkrar vikur, en leggur síðan í hringferð um landið fram í des- ember, en á þeim tíma mun skipið nýtast til kennslu grunnskóla- nema. Samskonar ferð verður far- in í febrúar og mars, en Mímir mun í framtíðinni fara eina til tvær hringferðir um iandið á ári til að sinna kennslu grunnskólanema. Þrjú ungmenni játa innbrot á fimm staði Morgunblaðið/Rúnar Þór Gúlsopi af lýsi Nýnemar Verkmenntaskólans á Akureyri fengu að bragða á lýsi á busavígslu sem haldin var í skólanum í gær. Busunum var smalað saman í samkomusal, þar sem lesið var yfir þeim og þeir merktir. Síðan var boðið í „kaffí og kökur“ í kjallara skólans, en er þangað var komið reyndist kaffiboðið nokkur blekking, því á boðstólum var gúisopi af lýsi og gamalt brauð. Ekki voru allir jafnhrifnir af hinum ágæta drykk og þurfti að aðstoða suma við að innbyrða drykkinn. ÞRJÚ ungmenni hafa játað að hafa brotist inn á fimm staði á Akureyri og á Dalvík undan- farnar nætur. í fyrrinótt var brotist inn í Svarfdæiabúð á Dalvík og stolið þaðan eitthvað af peningum og vindlingum. Þá var tilkynnt um tvö innbrot á Akureyri aðfaranótt miðvikudags, annars vegar í Vél- smiðju Steindórs við Frostagötu og hins vegar í Rúmfatalagerinn við Oseyri. Höfðu ungmennin fé og fatnað upp úr krafsinu. Nóttina áður höfðu þau farið inn í hús- næði Karlakórs Akureyrar, Geys- is, Lón, og haft á brott með sér þaðan áfengi og tóbak. Þá viður- kenndu þau einnig að hafa brotist inn í Félagsborg, sal starfsmanna- félags Álafoss á Gleráreyrum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Arnar Birgisson, eigandi herrafataverslunarinnar Toppmanna. Ný herrafataverslun opnuð Ný herrafataverslun, Toppmenn, var opnuð á Ráðhústorgi 7 á Akureyn i gærmorgun, en eigandi Verslunin er til húsa þar sem áður var húsgagnaverslunin Örkin hans Nóa, en auk Toppmanna er sport- vöruverslunin Allir sem 1 á sama stað og innangengt milli verslan- anna. Þá mun einnig verða opnað kökuhús á vegum Einarsbakarís í þessu húsnæði. Arnar Birgirsson sagði að viðtök- urnar hefðu verið afar góðar í gær og þær í raun komið sér á óvart. í versluninni verður áhersla lögð á herrafatnað fyrir unga menn á öllum hennar er Arnar Birgisson. aldri, jafnt sportlegan fatnað sem til sparibrúks. Árnar flytur vörumar inn sjálfur, en fatnaðurinn er aljur fram- leiddur í Þýskalandi og á Italíu. „Ég hef lengi velt því fyrir mér að opna svona verslun, en ávallt ver- ið að leita að hentugum stað. Þegar þetta tækifæri bauðst, að opna versl- un við Ráðhústorgið, þá skellti ég mér út í þetta. Mér hefur fundist vanta meiri samkeppni á þessu sviði hér í bænum og ég trúi því að mark- aðurinn sé nægur," sagði Arnar. Iðja, félag verksmiðjufólks; Sameinast verði undir merkjum ASI í haust FÉLAGSMENN í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, hvetja stjórnvöld til að leita ann- arra leiða við tekjuöflun en með auknum álögum á launafólk. Á almennum félagsfundi í Iðju, sem haldinn var nýlega, var sam- þykkt ályktun um kjaramál, þar sem fram kemur að fundarmenn mótmæli harðlega öllum hugmynd- um um auknar álögur á launafólk og skerðingu félagslegrar þjónustu, hvort sem um er að ræða í heilbrigð- is-, húsnæðis- eða skólamálum. 011- um slíkum tilraunum verði mætt af fullri hörku, segir í ályktuninni. Fundurinn hvetur ríkisvaldið til að leita annarra leiða við tekjuöflun sína m.a. með skatti á óhóflegar fjármagnstekjur og aukinni skatt- heimtu á þá sem meira mega sín en almennt launafólk. „Fundurinn krefst þess að stjórnvöld taki nú þegar á vaxtaokri og að bankar og fjármagnsmarkaðir verði knúðir til að koma á hóflegu vaxtastigi,“ seg- ir í ályktuninni. Þá segir ennfremur að fundurinn leggi áherslu á að í komandi samn- ingum verði fyrst og fremst hugað að auknum kaupmætti og sérstakri hækkun launa til þessa sem lægstu launin hafa. Þá er hvatt til þess að stéttarfélög og landssambönd sam- einist undir merkjum ASÍ í kom- andi samningum, „þannig að hrinda megi boðuðum andfélagslegum að- gerðum ríkisvaldsins gegn börnum, öldruðum og sjúklingum sem og harðnandi afstöðu atvinnurekenda gagnvart almennu launafólki“. XJöfðar til JL Xfólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.