Morgunblaðið - 20.09.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991
29
Athugasemd frá rí kisskattstj óra
ÁRNAÐ HEILLA
Ljósmyndastofa Reykjavíkur.
HJÓNABAND. 31. ágúst sl. voru
gefin saman í hjónaband í Hall-
grímskirkju Rakel Jónsdóttir og
Sveinn Þórarinsson. Heimili þeirra
er í Geithömrum 6, Reykjavík.
Ljósm. Anna FJóla Gísladóttir
HJÓNABAND. Þann 27. júlí voru
gefin saman í hjónaband í Viðeyjar-
kirkju af séra Þóri Stephensen, þau
Inga Birna Úlfarsdóttir og Baldvin
Einarsson.
-------------------
■ Á FUNDI stjórnar og trúnað-
armannaráðs Verslunarmanna-
félags Arnessýslu sem haldinn var
á Selfossi 18. sept. var svohljóðandi
ályktún samþykkt samhljóða:
„Fundur stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs Verslunarmannafélags
Árnessýslu mótmælir harðlega
þeim auknu álögum sem felast í
breytingum á verðlagningu lyfja.
Einnig varar fundurinn við öllum
hugmyndum sem heyrst hafa um
skólagjöld og gjaldtöku fyrir heil-
brigðisþjónustu og munu ef af verð-
ur leiða til hruns velferðarþjóðfé-
lagsins. Menntun og fullkomin heil-
brigðisþjónusta öllum til handa án
tillits til efnahags eru hornsteinar
þess þjóðfélags sem við viljum
byggja. Augljóst er að sú óvissa sem
ríkir um fyrirætlanir stjórnválda
tefur og torveldar gerð kjarasamn-
inga. Því krefst fundurinn þess' að
ríkisstjórnin geri nú þegar grein
fyrir fyrirætlunum sínum.“
■ NÚ NÝLEGA tók Regnboginn
á móti gesti númer 50.000 á Osk-
arsverðlaunamyndina Dansar við
úlfa. Sú heppna var Brynhildur
Þórsdóttir og vann hún sér inn
áritað handrit frá Kevin Costner
þar sem hann þakkaði fyrir frábær-
ar móttokur myndarinnar á íslandi.
Auk handrits fékk Brynhildur gist-
ingu fyrir tvo á Hótel Örk, mat á
Hróa hetti og bíómiða fyrir sig og
fjölskyldu sína. Aðsókn á myndina
Dansað við úlfa er með því besta
sem gerist á íslandi. Nú hafa yfir
51.000 manns séð myndina og ekki
er enn lát á. Nú er búið að vinna
fjögurra tíma útgáfu af myndinni
og á að frumsýna hana í Þýska-
landi í byijun nóvember. Óvíst er
hvort sú útgáfa verður sýnd á ís-
landi.
í Morgunblaðinu sunnudaginn
15. september sl. birtist grein um
dagpeningakerfi opinberra
starfsmanna. í henni er meðal
annars fjallað um skattalega
meðferð dagpeninga með þeim
hætti að ekki verður komist hjá
að gera athugasemd við.
Ferðakostnaðarnefnd ákveður
fjárhæð almennra dagpeninga til
ríkisstarfsmanna á ferðalögum er-
lendis samkvæmt ákvæðum kjara-
samninga. Samkvæmt ákvörðun
nefndarinnar nema algengustu dag-
peningar 168 SDR á dag. Sam-
kvæmt reglum nefndarinnar ber af
dagpeningum að greiða allan venju-
eftirHelga V.
Jónsson
í tilkynningu frá tannréttingart-
annlæknum, sem birtist í Morgun-
blaðinu 17. september sl, er yfir-
völdum kennt um hvernig komið er
endurgreiðslum Tryggingastofnunar
ríkisins á tannréttingakostnaði. Hér
er eins og oft vill verða ekki litið í
eigin barm. Staðreyndin er sú að
tannréttingartannlæknar bera alia
ábyrgð á stöðu þessara mála eins
og hér skal rakið.
Á árinu 1989 voru á Alþingi sett
lög, sem ætlað var að draga úr
kostnaði ríkissjóðs við tannréttingar.
Gera lögin ráð fyrir að tannskekkja
sé flokkuð og endurgreiðslur ákvarð-
ist af eðli tannskekkjunnar. Þjónust-
an skuli veitt hjá skólatannlæknum
og í heilsugæslustöðvum, nema ann-
að sé talið hagkvæmt og um annað
samið. í framhaldi af setningu lag-
anna samdi heilbrigðisráðherra eins
og ákveðið var í lögunum reglur um
framkvæmd flokkunarinnar og end-
urgreiðsluhlutföll hvers flokks eftir
grófleika tannskekkjunnar.
Það hefur verið talin skylda þegna
þessa lands að fara eftir lögum og
reglum. Sérstaklega hefur það þótt
sjálfsagt að aðilar, sem hlotið hafa
þau forréttindi að fá einkaleyfi til
starfa í ákveðnum greinum, fari eft-
ir þeim reglum sem um starf þeirra
gilda. Tannréttingartannlæknar
hafa engu að síður talið að þeim
beri ekki að fara að þessum nýju
reglum. Þá hafa þeir neitað að starfa
samkvæmt samningi, sem stéttarfé-
lag þeirra, Tannlæknafélag íslands,
legan ferðakostnað annan en far-
gjöld, svo sem kostnað vegna ferða
að og frá flugvöllum, ferðakostnað
innan þess svæðis sem dvaiið er á,
fæði, gistingu og hvers konar per-
sónuleg útgjöld. Samkvæmt tekju-
skattslögum teljast dagpeningar til
skattskyldra tekna, en á móti til
frádráttar má draga útgjöld starfs-
manna sem sannað er að séu ferða-
og dvalarkostnaður vegna vinnu-
veitanda og eru í samræmi við mats-
reglur ríkisskattstjóra. Samkvæmt
skattmati ríkisskattstjóra má þann-
ig draga frá sömu fjárhæð og nem-
ur dagpeningum samkvæmt ákvörð-
un ferðakostnaðarnefndar. Þetta
gerði fyrir þeirra hönd við Trygging-
astofnun ríkisins. Auk þess hafa
þeir neitað að senda tilskildar um-
sóknir um endurgreiðslu til Ti-ygg-
ingastofnunar ríkisins vegna sjúkl-
inga sinna. Er þeim fyllilega ljóst,
sbr. framangreind lög, að með neitun
þeirra, geta sjúklingar þeirra ekki
vænst endurgreiðslu á kostnaði við
læknisverk þeirra. Neitun þessi sam-
rýmist ekki starfsréttindum þeirra
og veldur því að stéttarfélag þeirra
getur ekki látið Tryggingastofnun
ríkisins í té þá þjónustu, sem um
hefur verið samið og sjúklingar
þeirra eiga skýlausan rétt til. Af
þessum sökum hefur Trygginga-
stofnun ríkisins neyðst til að segja
upp samningi þeim, er gerður hefur
verið við Tannlæknafélag íslands og
tekur uppsögnin gildi 1. mars 1992.
Má búast við að endurgreiðslur á
tannréttingakostnaði leggist af til
frambúðar, ef tannréttingartann-
læknar neita áfram að starfa fyrir
Tryggingastofnun ríkisins.
Þar sem atferli tannréttingart-
annlækna er sjúklingum þeirra og
þeim sjálfum til stór tjóns, leyfi ég
mér að skoða á þá að bijóta nú þeg-
ar odd af oflæti sínu og hefja störf
samkvæmt samningi Tannlæknafé-
lagsins og Tryggingastofnunar ríkis-
ins þó ekki væri nema til reynslu á
uppsagnartíma samningsins, eða að
minnsta kosti verða við óskum þeirra
sjúklinga, er óska þess að þeir sendi
Tryggingastofnun ríkisins tilskildar
umsóknir um endurgreiðslu.
Höfundur cr formaður
samninguncfndar
Tryggingastofnunar ríkisins.
þýðir það að dagpeningar, innan
þeira marka sem ferðakostnaðar-
nefnd ákveður og notaðir eru til
þess sem þeim er ætlað að greiða,
eru í raun skattfijálsir.
í nefndri blaðagrein segir orðrétt:
„Grunnupphæð dagpeninga opin-
berra starfsmanna hérlendis er um
13.900 krónur á dag, eða 11.900
kr. eftir skatt, því samkvæmt
ákvörðun ríkisskattstjóra er aðeins
greiddur tekjuskattur af helmingi
dagpeninga." Samkvæmt framan-
sögðu er fullyrðing þessi röng. Af
grunnupphæðinni greiðist enginn
skattur, að fullnægðum þeim skil-
yrðum sem rakin eru hér að framan.
Síðar í greininni orðrétt: „Sam-
kvæmt venjulegum skilningi á
skattskyldum greiðslum ættu dag-
peningar að koma til fullrar sköttun-
ar hjá þeim sem þegar fá greiddan
beinan ferða- og gistikostnað. Hér
virðist þó vera sem vissir forrétt-
indahópar njóti nokkurra skattfríð-
inda, því ríkisskattstjóri hefur
ákveðið að einungis helmingur dag-
peningagreiðslna sé skattskyldur.
Gildir þetta einnig um þá sem fá
gistingu, leigubíla, risnu og símtöl
greidd að fullu framhjá dagpeninga-
kerfinu. Því virðist sem persónuleg-
ar tekjur af þessu tagi séu aðeins
skattlagðar til hálfs fyrir ákveðinn
hóp fólks.“
Ekki er alveg ljóst hvað greinar-
höfundur er að fara með þessum
fullyrðingum og ályktunum sem
virðast byggðar á áðurgeindum mis-
skilningi hans um skattalega með-
ferð dagpeninga. Reglan er sú að
ef starfsmaður fær útlagðan kostn-
að vegna gistingar, fæðis og annars
kostnaðar vegna hans sjálfs endur-
geiddan frá vinnuveitanda sam-
kvæmt reikningi, auk dagpeninga,
þá fær hann engan frádrátt á móti
fengnum dagpeningum. Þetta stafar
einfaldlega af því að þá hefur hann
sjálfur ekki haft nein útgjöld af ferð-
inni í þágu vinnuveitanda sem er
samkvæmt tekjuskattslögum nauð-
synlegt skilyrði þess að njóta frá-
dráttar á móti dagpeningum.
Ef gistingin ein er greidd af
vinnuveitanda samkvæmt reikningi
og fullir dagpeningar greiddir að
auki nýtur starfsmaður helmings
frádráttar vegna fæðis og annars
kostnaðar samkvæmt skattmati rík-
isskattstjóra.
Rétt er að taka það fram, vegna
þess hvernig margrædd grein er
fram sett, að reglur um skattalega
meðferð dagpeninga eru nákvæm-
lega þær sömu hjá opinberum
starfsmönnum og starfsmönnum
einkafyrirtækja.
Reglur um skattalega meðferð
dagpeninga er að finna í tekju-
skattslögum, skattmötum ríkis-
skattstjóra og leiðbeiningum um
útfyllingu skattframtals. Þá láta
starfsmenn embættisins fúslega í
té viðbótarupplýsingar og skýringar
eftir því sem föng eru á. Upplýsing-
ar um jafn viðkvæm og vandmeðfar-
in mál og skattamál þurfa að vera
sem réttastar, ekki síst þegar menn
draga af þeim stórar ályktanir. Það
er því þýðingarmikið að menn stað-
reyni vel upplýsingar sínar og heim-
ildir áður en þeim er komið á fram-
færi við almenning.
Rcykjavík, 18. september,
Garðar Valdimarsson, ríkis-
skattstjóri.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, skiptarétt-
ar Reykjavíkur, Gjaldheimtunnar í Reykjavík,
ýmissa lögmanna, banka og stofnana, fer
fram opinbert uppboð í uppboðssal tollstjóra
í Tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnarmegin)
laugardaginn 21. september 1991 og hefst
það kl. 13.3CT.
Seldar verða ýmsar ótollaðar og upptækar
vörur og bifreiðar, fjárnumdir og lögteknir
munir, ýmsir munir úr dánar- og þrotabúum.
Eftir kröfu tollstjóra: Notaður Trailer, Volvo
vörubíll, Subaru 4WD GL VAN, Renault 1984,
Skodi 1985, hjólhýsi, Saab 1976, sendibif-
reið Ford Transit 1983, hjólbarðar, togvíra-
mælar, pappír, eldavélar, ofn, ábreiður, hús-
gögn, hurðir, barnanærföt, rúmbotnar, aug-
lýsingar, innréttingar, hreinsiefni, loðdýra-
vörur, vírþráður, arabía kaffi, bragðefni,
barnaskór, vefnaðarvara, límmiðar, raf-
magnsofn, bakaraplötur, spónaplötur, prent-
blek, bréfaþurrkur, prufur, mótorvarahlutir,
vélaþétti, síur, kerti, loftsíur, kveikiþúnaður,
rafmagnsræsi, hjólbarðar, varahlutir, við-
nám, rofar, ferðaútvarpsviðtæki, hljóðnemar,
hljóðfæri, umslög, hreinlætistæki, dráttarvél-
arsæti, tenglar, loftnet í sjónvarp, pípur til
smíða, flúrskinslampi, kaplar, skóáburður,
skólitur, vatnsvarnarúði, eldisker, vefnaður,
litur, timbur, listmunir, bæklingar, stálhillur,
versl.innréttingar, verkfæri og skurð blöð,
barnaföt, bækur, klukka, fatnaður, skyrtur,
listaverk (gallað), flísaprufur, pappaglös,
myndbandstæki, hljómplöturog margtfleira.
Eftir kröfu skiptaréttar: Leysergeislatæki,
skrifstofuáhöld, húsbúnaður, hljómplötur úr
þb. Geisla hf.
Lögteknir og fjárnumdir munir svo sem sjón-
varpstæki, hljómflutningstæki, allskonar
húsbúnaður og skrifstofuáhöld, Holz kantlím-
ingarvél, bifr. MC-532 Mercury Cugare árg.
1984 og margt fleira.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla
nema með samþykki uppboðshaldara eða
gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík.
Ofugmæli tannrétt-
ingartannlækna
(Fréttatilkynning)