Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 fólk í fréttum Morgunblaðið/Bjarni Fernanda Raas markaðsstjóri frá Isabelle Lancray, Christel Johansen snyrtisérfræðingur hjá Nýju út- liti sf. ogf Viken Samúel Samúelsson forstjóri Nýs útlits. ÚTLIT Þekktar franskar snyrtivörur kynntar Nýtt útlit sf. kynnti þekktar franskar snyrtivörur í fyrsta skipti á íslandi á dögunum. Fyrir- tækið er með umboð fyrir snyrtivör- umar Isabelle Lancray, Arcancil og Playboy frá Valdor Labratory í Frakklandi. Kynningin var í Hótel Holiday Inn við Sigtún og tókst vel að sögn Christel Johansen hjá Nýju útliti. Þar mætti fjöldi fólks úr snyrtivöru- verslunum og fleiri fyrirtækjum sem vinna með snyrtivörur. Christel sagði að nafn Madame Isabelle Lancray væri mjög þekkt í franska snyrtivöruheiminum. „Hún hóf að framleiða snyrtivörur fyrir 40 árum. Útgangspunktur hennar er að allar konur séu aðlað- Honda 91 Civic Sedan 16 ventla Verð frá kr. 1.090 þús. GLr-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. UHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 andi og hlutverk fegurðarvara sé að laða fram og undirstrika, þokka þeirra.“ Undir Isabelle Lancray merkinu er selt krem fyrir allar húðgerðir og litalína. í Arcancil eru allar lita- vörur fyrir förðun. Playboy er herrailmur. Hljómsveitin Upplyfting. SKEMMTANIR Upplyfting leikur á Hótel íslandi í vetur Hljómsveitin Upplyfting mun leika fyrir dansi á Hótel ís- landi föstudags- og laugardags- kvöld í vetur. Sveitina skipa 7 tón- listarmenn en meðal þeirra eru tvær söngkonur þær Sigrún Eva Ármannsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við hljómsveitina. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Haraldur Þorsteinsson, bassaieik- ari, Birgir Birgisson, hljómborðs- CEEŒMHH Lausnin er: EnzjunoJ Nýtt í Evrópu EUQO-HAIR á Islandi | JB aEngin hárígræðsla * -*■ J<* ■Engingerfihár Jtf ■Enginlyfjameðferð ■Einungistímabundinnotkun Elgið hár rneð hjálp lifefnti-oriiu ESK!l!,«n- 091 -676331e.ki.i6.oo leikari, Már Elíson, trommuleikari, Sigurður Dagbjartsson, gítarleik- ari, og Kristján Snorrason sem leikur á harmónikku og hljómborð. í samtali við Kristján kom fram að leikin yrði vinsæl lög, ný og gömul, en einnig kæmi til greina að textar yrðu samdir á staðnum. Hann sagði að reynt yrði að leika óskalög fyrir alla og von væri á alls kyns uppákomum, meðal þein-a mætti nefna ítalskan hetj- utenór. Sérstök skémmtiatriði verða fyrir þá sem koma á Hótel ísland fyrir miðnætti en hljóm- sveitin byrjar að leika uppúr 11 á kvöldin. Um 1.30 verður valið dan- spar kvöldsins. Verður það verð- launað af húsinu. Hljómsveitin kemur fyrst fram í kvöld, föstudag. ÓÚTREIKNANLEIKI Tilstand og fífla- skapur fellur í mis- jafnanjarðveg Sagt er, að leikarinn Alec Baldwin gangi stöðugt nánast fram af sér í uppátækjum sem eiga að sanna fyrir leikkonunni Kim Basinger, að hann el- skar hana út af lífinu. Hún hlýtur að vera fyrir nokkru sannfærð, því brúðkaups- klukkumar fara senn að klingja, en málin hafa ekki gengið gauragangslaust, enda leikkonan þekkt fyrir bráðlæti og skapofsa. Baldvin fékk að fmna fyr- ir því að lífið er ekki bara dans á rósum er hann ætl- aði að tjá Basinger ást sína á dögunum. Þau voru að vinna saman að kvikmynd og Baldwin datt alit í einu í hug að leigja sér flugvéi sem átti að fljúga yfir kvikmynda- verið á tilsettum tíma. Ætlunin var að flugvélin dragi á eftir sér borða með áletruninni „Ég elska þig Kim“. Svo óheppilega vildi til, að Basinger var stödd innan dyra er rellan fór að suða yfir höfðum manna þannig að flestir sáu borð- ann nema sú sem leikurinn var gerður til. Skjótt hlupu nokkrar skríkjandi stelpur inn til Basingers og sögðu henni að hún yrði að sjá hvað hinn guðdómlegi Alec hefði verið að bralla að þessu sinni! Þær sögðu upp og ofan hvað um var að vera, en Basinger stífnaði upp og neit- aði að fara út fýrir hússins dyr. Eftir miklar fortölur og marga hringi rellunnar yfir svæðinu skyldist henni að annað hvort liti hún á dýrðina eða að rellan yrði eldsneytislaus. Hún gægðist út og lax, „Ég elska þig Kim“. Þá sprakk hún gersámlega. Öskraði, „fjandinn hirði hann, hann-veit að ég þoli ekki tilstand og fíflaskap!" Kim Basinger. Og með það var hún rokin aftur inn með hurðaskellum, en Baldwin var þarna á höttunum og í stað þess að meðtaka heitan koss fyrir rómantíkina, fóru næstu dagar í að útskýra og biðjast velviringar á frumhlaupinu! Þessi viðbrögð ungfrúarinn þykja skjóta nokkuð skökku við, því að hermt er, að þegar Baldwin bað um hönd hennar, gerði hann það mjög svo óvænt er þau voru stödd á útinmarkaði í New York. Er Basinger andaði út úr sér þungu jái, hljóp Baldwin inn í búðar- skrifli og keypti páfagauk í búri og færði elskunni sinni í trúlofun- argjöf. „Tilstandið og fíflaskapur- inn“ féll í góðan jarðveg í það skiptið... SLYS Hollands- drottning fótbrotin Beatrix Holiandsdrottning kom fyrir skömmu fram opinberlega í fyrsta skiptið eftir að hún varð fyrir því óhappi að fótbijóta sig. Drottningin staulaðist áfram á hækjum og reytti af sér brand- ara um eigin klaufaskap, en slys henn- ar var með þeim hætti að hún datt um mublu í sumarhúsi sínu á Ítalíu 12. ágúst síðast liðinn. Læknar segja meiðslin ekki alvarleg og skjótt verði hún laus við gifsið. Beatrix drottning á hækjum sínum. COSPER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.