Morgunblaðið - 20.09.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991
39
BféHðll
SÍMI 78900 - ÁLFABAKKA 8 - BREIÐHOLTI
FRUMSÝNIR TOPPMYNDINA
HORKUSKYTTAN
UIGLEY
BICSCREEN
ADVENTURE,
ROMANCE
ANDCOMED
AREBACK!
DOWN UNDER
LAIJRA SAN GiACOMO ALAN RICKMAN
HER ER TOPPLEIKARINN TOM SELLECK MÆTT-
UR í PRUMU-VESTRANDM „QUIGLEY DOWN
UNDER", SEM ER FULLUR AF GRÍNIOG MIKLUM
HASAR. MYNDIN, SEM HEFUR GERT PAÐ GOTT
VÍÐA ERLENDIS UNDANFARIÐ, SEGIR FRÁ
BYSSUMANNINUM OG HARÐHAUSNUM QUIG-
LEY SEM HELDUR TIL ÁSTRALÍU OG LENDIR
ÞAR HELDUR BETUR í HÖRÐUM LEIK.
ÞRUMUMYND, SEM HITTIR BEINT í MARK!
Aðalhlutverk: Tom Selleck, Laura San Gíacomo, Alan
Rickman .
Framleiðandi: Stanley O'Toole
Leikstjóri: Simon Wincer
Sýnd kl. 4.45,6.50,9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Bönnuði. 16ára.
MÖMMUDRENGUR
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Hljómsveitin Stjórnin.
SKJALDBÖKURNAR 2
Sýnd kl. 5.
■ LOKASPRETTUR
hljómsveitarinnar Sljórnar-
innar á yfírreið hennar um
landið verður þessa helgi og
næstu. Þetta verða jafnframt
síðustu skiptin, sem Stjórnin
kemur fram að sinni, því
meðlimir sveitarinnar ætla
að taka sér frí frá störfum
fram að áramótum. í kvöld,
föstudagskvöld, leikur
Stjórnin á K-17 í Keflavík
og á morgun á Hótel Akra-
nesi. Um næstu helgi, föstu-
dagskvöldið 27. september,
leikur Stjórnin á tónleikum
í íþróttahöilinni á Akureyri,
ásamt GCD, hljómsveit
Bubba og Rúnars. Laugar-
dagskvöldið 28. september
verður lokaballið, í Sjallanum
á Akureyri. . ______________
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
UPPI HJA MADONNU
Fylgst er með Madonnu og fylgdarliði hennar á „Blond Am-
bition"-tónleikaferðalaginu. Á tónleikum, baksviðs og uppí rúmi
sýnir Madonna á sér nýjar hliðar og hlífir hvorki sjálfri sér né
öðrum.
Mynd, sem hneykslar marga,
snertir flesta, en skemmtir öllum!
Framleiðandi: Propaganda Films (Sigurjón Sighvats-
son og Steven Golin). Leikstjóri: Alek Keshishian.
Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.15.
|
ELDHUGAR
Stórmynd um slökkviliðs-
menn Chicago -borgar:
Aðalhlv.: Kurt Russcll, Will-
iam Baldwin, Robert DeNiro
o.fl.
Sýnd íB-sal
kl.4.50, 7.10 og 9.20.
Bönnuð innan 14 ára.
LEIKARALÖGGAN
Stórgóð grínmynd með Michael J. Fox og James Woods
í aðalhlutverkum.
Synd kl. 5, 7, 9 og 11.10. - Bönnuð innan 12 ára.
Afburðaskytta
í Astralíu
Kvikmyndir
Amaldurlndriðason
Hörkuskyttan („Quigley
Down Under“). Sýnd í
Bíóhöllinni. Leikstjóri:
Simon Wincer. Framleið-
andi: Stanley O’Toole.
Aðalhlutverk: Tom
Selleck, Laura San
Giacomo, Alan Rickman.
Vestrar 'hafa ekki átt
upp á pallborðið hjá kvik-
myndahúsagestum núna
um langan tíma. Það kem-
ur þó alltaf einn og einn í
bíóin til að halda við hefð-
inni. Sá vinsælasti í árarað-
ir er Dansar við úlfa eftir
Kevin Costner. Hörku-
skyttan með Tom Selleck
undir leikstjórn Simon
Wincers (,,D.A.R.Y.L.“) er
vestri sem byggður er á
gömlu hefðinni. Sagan er
ekki alveg óþekkt; ókunnur
byssumaður með óvissa
fortíð verður verndari
smælingjans og tekst á við
illmennin honum til vernd-
ar. Það kynduga við
Hörkuskyttuna er að
myndin gerist ekki í villta
vestrinu í Ameríku heldur
í Astralíu.
Það kemur reyndar í ljós
að óbyggðirnar í Ástralíu
eru kjörinn vettvangur fyr-
ir yestra. Selleck, hin
trausta ímynd karlmenns-
kunnar sem fyrr, er hörku-
skyttan sem titillinn vísar
til en hann siglir frá
Ameríku niður til Ástralíu
að vinna hjá búgarðseig-
anda (Alan Rickman) langt
inni í óbyggðunum. Hann
veit ekki hvert verkefnið
er en þegar hann mætir á
staðinn kemst hann að því
að búgarðseigandinn, sem
hefur mikinn ótrosalýð' í
kringum sig og er einstakt
illfygli sjálfur, vantar stór-
skyttu til að drepa frum-
byggja á landareigninni
hans af löngu færi. Við-
brögð Sellecks eru þau að
henda búgarðseigandanum
út um gluggann. Hann er
þar með orðinn óvinur
númer eitt og fluttur tals-
vert laskaður inní eyði-
mörkina til að deyja ásamt
hálfbiluðum vandræða-
kvenmanni (Laura San
Giacomo).
En hann á eftir að snúa
aftur og gera út um sín
mál. Hörkuskyttan býður
uppá blöndu af ævintýri,
spennu, rómans og gaman-
semi en það vantar nokkuð
samræmi í frásögnina.
Hinn gamansami tónn er
ráðandi bæði í lýsingu á
persónu Giacomo og bú-
garðseigandans, er Rick-
man lýsir sem skoplegu ill-
fygli með barnslegan
áhuga á villta vestrinu, en
þess á milli horfir maður
upp á ill örlög frumbyggj-
anna, sem í einu atriði eru
t.d. hraktir fram af klett-
um, konur, börn og gamal-
menni, til að deyja. Svona
nokkuð kemur mjög á óvart
í hinu létta yfirbragði sem
myndin stílar á og jaðrar
við smekkleysi.
Selleck hefur alla burði
til að leika hina tryggu
vestrahetju og Giacomo er
í essinu sínu sem hin
skrítna Kora frá Ameríku.
Sagan á bak við veru henn-
ar í Ástralíu er reyndar
full langsótt og tilfinninga-
semin í kringum hana full
melódramatísk. En senu-
þjófurinn er breski leikar-
inn Alan Rickman sem ger-
ir ennþá út á illingjahlut-
verkið í „Die Hard“ með
góðum árangri en verður
skoplegri í hvert skipti.
Hann fór reyndar létt með
að stela senunni frá Hróa
hetti fyrr í sumar með svip-
uðum grínleik og hér. Þetta
er gott leikaralið í mynd
sem vestraunnendur geta
verið sæmilega sáttir við.
REGNBOGÚNN.3.0
FRUMSÝNIR:
NÆTURVAKTIN
Hrikalega hrollvekjandi spennumynd, byggð á sögu
STEPHENS KING.
Æsilegur tryllir frá upphafi til enda. Ef þú ert við-
kvæm sál, farðu þá á 5-sýningu, því þér kemur ekki
dúr á auga næstu klukkutímana á eftir.
Aðalhlutverk: David Andrews (Blind Faith, Burning Bed)
Bred Dourif (Missisippi Burning, Blue Velvet, Childs Play).
Leikstjóri: Ralph S. Singelton (Another 48 hrs., Cagney and
Lacey).
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.
Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára.
HRÓIHÖTTUR PRINS ÞJÓFANNA
Hvað á að segja. Tæp-
lega 40 þúsundá-
horfendur á íslandi.
U.þ.b. 12.500.000.000
kr. í kassann víðs-
vegar í lieiminum. -
SKELLTU ÞÉR -
NÚNAI!!!
Aðalhlv: Kevin
Costner (Dansar við.
Úlfa), Morgan Free-
man (Glory), Christ-
ian Seater, Alan
Rickman, Elisabeth
Mastrantonio.
Leikstj.:
Kevin Rcynolds.
Bönnuð börnum
innan 10 ára.
Sýnd kl. 5,7,
9 og 11.
ÓSKARSVERÐLADNAMYNDIN:
1)AH5M Vtf)
★ ★ ★ ★
SV MBL.
★ ★ ★ ★
AK. Tíminn
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN
DEBERGERAC
★ ★ ★ SV Mbl.
★ ★ ★ PÁ DV.
★ ★★★ Sif, Þjóðviljinn.
Sýnd kl. 5.
ÞÝSK KVIKMYNDAHATIÐ
Föstudagur 20. september
3D
3D
- Þýðingartæki -
Sýnd kl. 9
LEIPZIGIM
HERBST
LEIPZIG
ADHAUSTI
(Þt.) Leikstjóri verður
viðstaddur.
Sýnd kl. 9
EINSCHÖNER
ABEND
YNDISLEGTKVÖLD
- Þýðingartæki -
Sýnd kl. 11.
LETZTES JAHR TITANIC
SÍÐASTAÁRIÐ
UMBORÐÍTITANIC
(Þt.) Leikstjóri verður viðstaddur.
Sýnd kl. 11.
■ Á PÚLSINUM sunnu-
daginn 22. september leikur
hljómsveitin Blautir drop-
ar. Hljómsveitin er rokksveit
og hefur spilað víða í sumar.
Blauta dropa skipa: Jóhann
Þór Kærnested, söngvari,
Gunnar Þór Eggertsson,
gítarleikari, Stefán H.
Henrýsson, hljómborðsleik-
ari, Brynjar Reynisson,
bassaleikari, og Haraldur
Ó. Leonhardsson, trommu-
leikari.