Morgunblaðið - 04.10.1991, Side 1

Morgunblaðið - 04.10.1991, Side 1
72 SIÐUR B/C/D 225. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkjaþing: Fresta á- byrgðum álánum Israela Washington. Reuter. LEIÐTOGAR demókrata í báð- um deildum Bandaríkjaþings féllust í gær á beiðni George Bush Bandaríkjaforseta um að fresta umræðum um lánaábyrgð- ir til handa Israelum um fjóra mánuði. Beiðni forsetans hafði valdið mikilli spennu milli hans og stuðningsmanna ísraela í Bandaríkjunum og er ákvörðun þingsins áfall fyrir Israela sem frá stofnun ríkisins hafa átt vísan stuðning á Bandarikjaþingi. Bush hótaði í síðasta mánuði að beita neitunarvaldi sínu til að tefja fyrir umræðunum þar til eftir ára- mót. Málalyktirnar eru mikið áfall fyrir þrýstihópa ísraela í Banda- ríkjunum og ísraelsstjórn, sem hugðist nota ábyrgðirnar til að taka 10 milljarða dala (um 600 milljarða ÍSK] lán til að reisa hús fyrir so- véska gyðinga er hafa flutt til ísra- els. Stjórnin hefur áformað að reisa húsin á hernumdu svæðunum en Bush taldi að slíkt kynni að koma í veg fyrir að ráðstefna um frið í Miðausturlöndum gæti farið fram. Bandarísk stjórnvöld hafa í ára- raðir verið treg til að gagnrýna ísra- elsk stjórnvöld, en háttsettur emb- ættismaður í Washington sagði í gær að Bush hefði nú „rofið bann- helgina". Hann sagði að samkomu- lagið við demókrata tryggði að skil- yrði yrðu sett fyrir bankaábyrgðun- um þegar þingið myndi greiða at- kvæði um þær á næsta ári. Hann vildi þó ekki tjá sig um hver skilyrð- in kynnu að verða. Margaret Tutwiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, áréttaði að Bandaríkjastjórn hygð- ist styðja Iánaábyrgðir til handa ísraelum en lagði áherslu á að það væri háð því að sett yrðu skilyrði sem stjórnin gæti sætt sig við. Mótmæli á ársafmæli sameiningar Reuter Eitt ár var í gær liðið frá því að þýska þjóðin sam- einaðist í eitt ríki. Árásir á innflytjendur og hús þar sem pólitískir flóttamenn hafast við skyggðu á hátíðahöldin vegna sameiningarinnar og vora þær fordæmdar harðlega af stjórnmálamönnum. í Berlín gengu um tíu þúsund vinstrisinnar í mótmæla- göngu, sem sjá má á myndinni, og báru margir þátttakendur skilti sem á stóðu slagorð á borð við „Sameining þýðir kynþáttahatur" eða „Aldrei aftur Þýskaland". I borginni Gera, í austurhluta Þýska- lands, gengu hins vegar um fimm hundruð hægri öfgasinnar um götur og hrópuðu „Þýskaland fyrir Þjóðveija". Sjá nánar bls. 20. Bókmenntaverð- laun Nóbels Baráttukona í ANC fær verðlaunin Stokkhólmi. Reuter. SUÐUR-afríski rithöfundurinn Nadine Gordimer hlaut í gær bókmenntaverðlaun Nóbels. Gordimer, sem er 67 ára að aldri, er fyrsta konan sem hlýtur verð- Iaunin siðan 1966, en verðlauna- hafi það ár var Nelly Sachs. Nadine Gordimer er félagi í Afríska þjóðarráðinu (ANC) og hef- ur hún í verkum sínum, skáldsögum jafnt sem smásögum, undanfarna áratugi m.a. barist gegn aðskilnað- arstefnu suður-afrískra stjórnvalda. Vora þijár bóka hennar bannaðar í Suður-Áfríku á sjöunda og áttunda áratugnum. Meðal þeirra verka sem sænska bókmenntaakademían vekur sér- staka athygli á í greinargerð sinni eru bækurnar „Heiðursgestur“ frá 1970 og „Júlífólkið" sem kom út 1981. Sjá nánar bls. 20. Hluti forsætisnefndar Júgóslavíu tekur ráðin í sínar hendur: Forsetinn segir Serba og her- inn hafa gert hallarbyltingu Zagreb, Belgrad. Reuter. FULLTRÚAR Serbíu og þeirra þriggja héraða sem fylgja Serb- um að málum í forsætisnefnd Júgóslavíu, Kosovo, Vojvodina og Montenegro, ákváðu í gær að nefndin myndi fá aukin völd í sinar hendur og m.a. taka yfir hluta af verkefnum þingsins. Var þetta ákveðið þrátt fyrir að full- trúar Króatíu, Slóveníu, Bosníu- Herzegóvínu og Makedóníu sátu ekki fundinn. Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, sagði fundinn ólög- legan og þessa ákvörðun jafn- gilda því að Serbar, bandamenn þeirra og herinn hefðu gert hall- arbyltingu. Sambandsherinn hélt í gær uppi hörðum árásum á borgina Dubrovnik við Adríahaf þriðja daginn í röð og flotinn setti hafnbann á sjö helstu hafn- arborgir Króatíu. Fregnir bárust Bildt kynnir ráðherralista nýrrar ríkisstjórnar í dag: Ihaldsmaður forsætisráðherra Svíþjóðar í fyrsta sinn 161 ár Stokkhólmi. Reuter, frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA þingið kaus í gær Carl Bildt, formann Hægriflokksins, til að veita fjögurra flokka borgara- legri ríkisstjórn forstöðu með 163 atkvæðum gegn 147. Þingmenn flokksins Nýs lýðræðis, 23 talsins, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Bildt er fyrsti ihaldsmaðurinn sem gegnir embætti forsætisráðherra í Svíþjóð í 61 ár. Aðfaranótt fimmtudagsins óttuð- ust menn að svo kynni að fara að stjórnarmyndunarviðræður Hægri- flokksins, Þjóðarflokksins, Mið- flokksins og Kristilega demókrata- flokksins færu út um þúfur, þar sem Miðflokkurinn var ekki sáttur við alla þætti stjórn- arstefnunnar. Samstaða náðist hins vegar milli flokkanna á síðustu stundu og sagði Bildt í. gær að hver einasta komma stjórnar- sáttmálans lægi Bildt nú fyrir. Ekki verður tilkynnt fyrr en í dag hverjir munu skipa ráðherra- embætti í nýju ríkisstjórninni. Á fimmtudag var birt skýrsla sænsku þjóðhagsstofnunarinnar um efnahagshorfur á næsta ári. Ein- kennist skýrslan af svartsýni ogþrátt fyrir að spáð sé takmörkuðum hag- vexti er gengið út frá því að atvinnu- leysi eigi eftir að fara vaxandi. Gæti atvinnuleysi í Svíþjóð næsta vetur orðið það mesta síðan eftir stríð. Talið er líklegt að næsti fjármála- ráðherra Svíþjóðar verði Anne Wibble frá Þjóðarflokknum og bíða hennar erfið verkefni. Til að það markmið borgaralegu ríkisstjórnar- innar að lækka skattbyrði nái fram að ganga þarf að draga saman rík- isútgjöld á næsta ári um 15 milljarða sænskra króna eða sem samsvarar tæplega 150 milljörðum ísienskra króna. Sjá nánar bls. 20. einnig af bardögum víðsvegar um Króatíu og er talið að um þrjátíu manns hafi fallið. Fulltrúar fjögurra lýðvelda neit- uðu að sitja fund forsætisnefndar- innar þar sem til hans var ekki boðað af Mesic, sem er Króati, held- ur af fulltrúa Montenegro í nefnd- inni, varaforsetanum Branko Kðstic. Fundinn sátu hins vegar yfirmen'n sambandshersins. í til- kynningu sem Kostic las upp í gær að loknum fundi forsætisnefndar- innar kom ekki skýrt fram til ná- kvæmlega hvaða aðgerða ákveðið hefði verið að grípa en að ætlunin væri að taka yfir völd þingsins að hluta. Þá hefði forsætisnefndin ákveðið að héðan í frá þyrfti einung- is meirihluta meðal þeirra fulltrúa sem mættir væru á fund tii að ákvörðun tæki gildi. Fram til þessa hefur þurft atkvæði fulltrúa fimm lýðvelda af níu. Sagði hann stjórn- arskrá landsins leyfa þetta ef bráð stríðshætta væri yfirvofandi. Forseti Júgóslavíu sagði viðkom- andi ákvæði stjórnarskrárinnar ekki eiga við þar sgm engin stríðsyfirlýs- ing hefði verið gefin út. Þetta væri „síðasti hvellurinn áður en Júgó- slavía liðaðist í sundur“ og hvatti hann umheiminn til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu. Stjórnvöid í Bosníu-Herzegóvínu fordæmdu einnig ákvörðun forsæt- isnefndarfundarins í yfirlýsingu sem þau gáfu út. Sambandsherinn hélt uppi harðri skothríð á Dubrovnik í allan gærdag af landi, sjó og lofti. Borgin er nú símasambandslaus við umheiminn og fær ekki iengur rafmagn eða vatn. „Allar hersveitir staðsettar í Dubrovnik verða annað hvort að hörfa eða gefast upp,“ sagði hers- höfðinginn Andrija Raseta, yfir- maður þess hluta herafla sam- bandshersins sem staðsettur er í Króatíu við blaðamenn. Hann sagði að enn hefði ekki verið farið form- lega fram á það við króatísk stjórn- völd að sveitir þeirra í Dubrovnik gæfust upp en leiðtogum lýðveldis- ins ætti að vera ljóst hvaða afleið- ingar það mundi hafa fyrir borgina sem stundum er kölluð „Perla Adríahafsins“, ef harðir bardagar héldu áfram. . Flotinn skýrði í gær frá því að hann hefði sett hafnbann á borgirn- ar Pula, Sibenik, Split, Ploce, Zad- ar, Rijeka og Dubrovnik. Var ástæðan sögð sú að Króatar hefðu ekki virt vopnahléssamkomulag sem gert var 22. september sl. og héldu enn búðum sambandshersins í Króatíu í herkví. Yrði. öll umferð til og frá þessum höfnum stöðvuð með vopnavaldi. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, sem nú er staddur í Róm sagði í viðtali við ítalska útvarpið í gær að Króatar myndu halda áfram að beijast til hins síðasta. Tudjman átti í gær fund með Jóhannesi Páli páfa þar sem hann bað um aðstoð við að koma á friði í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.