Morgunblaðið - 04.10.1991, Page 4

Morgunblaðið - 04.10.1991, Page 4
4 .MOltelJNISLAÐlÐ FÖSTUlUGUR l. ÓKTÓBÉIÍ 1991 Aðlögnn að markaðsákvörðun gengis að hefjast: Stefnt að tengingu krón- unnar við ECU árið 1993 Stefnu stöðugs gengis haldið áfram RÍKISSTJORNIN hefur ákveðið í samráði við Seðlabanka íslands að hefja strax í haust undirbúning að því að tengja íslensku krón- una við evrópsku mynteininguna ECU. Er ráðgert að slík tenging fari fram á árinu 1993 enda hafi reynslan þá sýnt að hún fái stað- ist. Fyrsta skrefið verður að breyta lagaákvæðum um skilaskyldu erlends gjaldeyris þannig að forsendur skapist fyrir millibankamark- aði með erlendan gjaldeyri þar sem Seðlabankinn getur átt við- skipti til að hafa áhrif á gengi krónunnar. Þá hefur verið ákveðið að breyta gengisvoginni um næstu áramót þannig að í henni verði ECU, bandaríkjadollar og ECU samanborið við 17 gjaldmiðla í nú- gildandi gengisvog. Á blaðamannafundi í gær kom fram hjá Jóni Sigurðssyrti viðskiptaráðherra að þeirri stefnu stöðugs gengis, sem fylgt hefði verið frá árslokum 1989, yrði fylgt áfram. Jón Sigurðsson, sagði á blaða- mannafundinum að þegar í haust yrði byijað að þróa hér gjaldeyris- markað, millibankamarkað, með því að rýmka um skilaskyldu erlends gjaldeyris þannig að bankar og lánastofnanir yrðu ekki skilaskyldar á gjaldeyri. Þannig gætu viðskipti með gjaldeyri haft bein áhrif á gengi krónunnar. í öðru lagi þyrfti að breyta ákvæðunum um gengis- skráningu íslenskum krónunnar í lögunum um Seðlabanka íslands og taka upp sambærilegt gengisfyrir- komulag og gilti á öðrum Norður- löndum og reyndar í flestum löndum Vestur-Evrópu. í þriðja lagi þyrfti að efla möguleika Seðlabankans til þess að hafa áhrif á gengið með markaðsaðgerðum. Til þess þyrfti hann að ráða yfir fleiri skammtima- bréfum til þess að selja á markaði. Þar væri mikilvægast að fyrir- greiðsla Seðlabankans við ríkið yrði í sem mestum mæli í formi skuldav- iðurkenninga með markaðsvöxtum sem þankinn gæti síðan selt á mark- aði. I fjórða lagi benti viðskiptaráð- herra á að til að einfalda núgild- andi gengisvog sé æskilegt að miða gengisvogina héðan í frá eingöngu við ECU, bandaríkjadollar og jap- anskt jen. í öðrum áfanga aðlögunarinnar að tengingu við ECU sem hefst um eða eftir mitt næsta ár er ráðgert að taki gildi ný lög um Seðlabank- ann á grundvelli tillagna nefndar sem nú starfar að endurskoðun þeirra. Þá yrði breytt skipan gjald- eyrismála með nýjum lögum þar sem frelsi í gjáldeyrismálum yrði aukið ennfrekar en orðið er. Enn- fremur yrði unnið áfram að því að efla gjaldeyrismarkað og möguleika VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 4. OKTÓBER YFIRLIT: Skammt fyrir suðaustan land er 962 mb lægð sem þok- ast norðaustur og er farin að grynnast. SPÁ Norðan 7-9 vindstig. Slydda eða kalsarigning norðanlands en þurrt að mestu syðra. Hiti 0-5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG:Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og fremur kalt. HORFUR Á SUNNUDAG:Austlæg átt, fremur svalt og víða nætur- frost inn til landsins. Þurrt um vestanvert landið en annars skúrir eða slydduél. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar y Skúrir V Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * V El 4 Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka A / / / = Þokumóða 4 Hálfskýjað * / * ’ , ’ Súld / * / * Slydda ÖO Mistur 4 - \ Skýjað / * / * * * —j- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hlti vaður Akureyri 6 alskýjað Reykjavi'k 5 rigning Bergen 12 skýjað Helsinki 9 skýjað Kaupmannahöfn 12 rigning Narssarssuaq ■f4 heiðskírt Nuilk +2 hálfskýjað Osló 7 rigning Stokkhólmur 9 hálfskýjað Þórshöfn 9 alskýjað Algarve 24 heiðskirt Amsterdam 17 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Berlín 15 skýjað Chicago 16 þokumóða Feneyjar 21 heiðskírt Frankfurt 16 léttskýjað Glasgow 10 skúr Hamborg 16 skýjað London 18 skýjað Los Angeles 19 heiðskirt Lúxemborg 16 léttskýjað Madríd 21 heiðskírt IVIalaga 25 léttskýjað Mallorca 25 láttskýjað Montreal 15 skýjað NewYork 21 alskýjað Orlando vantar París 18 léttskýjað Madeira 24 skýjað Róm 24 léttskýjað Vín 15 léttskýjað Washington 19 rigning Winnipeg 1 skýjað Morgunblaðið/Sverrir Björn Friðfinnsson, Jóhannes Nordal, Jóns Sigurðsson og Þórður Friðjónsson á blaðamannafundinum i gær. Seðlabankans til að hafa þar áhrif. í þriðja áfanga sem ráðgert er að hefjist árið 1993 er síðan stefnt að því tengja krónuna við ECU. Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri, benti á að gengið hefði nú verið óbreytt frá því í desember 1989. Yfirlýsing hefði verið gefin um fast gengi í sambandi við kjara- samningana snemma á árinu 1990. „Sú yfirlýsing var þó ekki gefin nema út samningstímabilið. Ogþess vegna var nauðsynlegt að það væri nú um þetta leyti ákveðið hvert framhald skyldi vera á gengisstefn- unni vegna þess á nýju samnings- tímabili hlýtur gengi að vera ein meginforsendan sem aðilar í slíkum samningi þurfa að ganga út frá. Það sé eindregin skoðun Seðlabank- ans í þessu máli að fastgengisstefna í einu eða öðru formi sé eini grund- völlur stöðugleika í efnahagsmálum hér á landi sem raunhæft væri að nota. Þess vegna fellur þessi ákvörðun algjörlega að skoðun okk- ar í því efni.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, benti á að stefna stöðugs gengis krefðist mjög strangra efnahagslegra forsendna. „í fyrsta lagi þá felur slík stefna í sér að gjörbreyta þarf stjóm efna- hagsmála. Stefnan í ríkisfjármálum og peningamálum verður að vera mun aðhaldssamari en hún hefur verið á undanförnum árum og ára- tugum hér á landi og styðja þannig fastgengisstefnuna. í öðru lagi er nauðsynleg forsenda að breytt verði tilhögun gengisskráningar þannig að markaðurinn hafi færi á að hafa meiri möguleika á skráningum þ.e.a.s. að gengisskráningin verði með svipuðum hætti og í nálægum löndum. Seðlabankar noti óbeinar aðferðir til þess að stýra genginu innan þeirra marka sem ákveðin verða. I þriðja lagi er auðvitað nauð- synlegt að laun og kjör byggi á raunsæjum efnahagslegum for- sendum. í fjórða lagi þá felur slík stefna í sér að starfsskilyrði sjávar- útvegs munu gjörbreytast þannig að sjávarútvegur verður að hafa getu til þess að taka á sig miklar sveiflur sem óhjákvæmilega verða af og til í þessari grein. Það verður að gera sjávarútveginum þetta kleift bæði með tryggari eiginfjár- stöðu að jafnaði en jafnframt sveiflujöfnunarsjóðum.“ Skipaður starfshópur um útboð á akstri SVR MARKÚS Örn Antonsson, borg- arstjóri, hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um útboð á akstri Strætisvagna Reykjavík- ur. Starfshópinn skipa Sveinn Andri Sveinsson, stjórnarfor- maður SVR sem mun veita hópn- um forstöðu, Sveinn Björnsson, forsljóri SVR, og Eggert Jóns- son, borgarhagfræðingur. Starfshópnum er ætlað að kanna hvernig staðið sé að sambærilegum útboðum erlendis og fylgjast með framkvæmd útboða í nágranna- sveitarfélögunum. Þá á hópurinn að vinna að hönn- um nýs kerfis við mat á afkomu SVR þannig að sundurliða megi með nokkuð nákvæmum hætti rekstrarlega afkomu einstakra leiða hjá fyrirtækinu. Gert er ráð fyrir að slík sundurliðun verði látin liggja til grundvallar mati á því hvort út- boðsleiðin sé hagstæðari fyrir borg- ina en núverandi rekstrarfyrir- komulag. Einnig á hópurinn að kanna að hve miklu leyti gæti hentað SVR að bjóða út einstakar leiðir samhliða venjulegum rekstri eða hvort útboð á öllum leiðum væri hagkvæmara. Verði ákveðið að velja útboðsleiðina mun starfshópurinn vinna áfram að málinu þar til rétt verður talið að leggja málið fyrir yfirstjórn SVR til ákvarðanatöku. Sveinn Andri Sveinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að nefnd- in myndi hefja störf fljótlega en gefa sér góðan tíma til verkefnisins. Kanaríeyjar: Veröld seldi 300 sæti á 2 dögum FJÓRAR fyrstu Kanaríeyjaferðir Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar seldust upp á tveimur dögum eftir að þær höfðu verið auglýstar. Um eru að ræða 300 sæti. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Ferðamiðstöðvarinnar, sagði að búist hefði verið við svipuðum viðtökum og í fyrra er þær voru afar góðar. Viðtökurnar hefðu hins vegar farið fram úr björtustu vonum. Nærri upp- selt væri í ferðir um jólin og janúar- Terðir væru uppseldar. Einnig væri töluvert bókað í febrúar. Andri Már sagði að mikið væri um að fjölskyldufólk færi til Kanarí- eyja yfir jólahátíðina. Meira væri um hjónafólk eftir áramót. Menntamálaráöherra: Ég tók ákvörðunina og ber einnig ábyrgðina ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra, segir að skipun nýs útvarpsstjóra sé á hans ábyrgð. Honum sé ljóst hvers vegna þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi sagt sig úr ráðinu í kjölfar ráðningarinnar en fái ekki við það ráðið. „Mér þykir auðvitað heldur verra vera mín en ekki þeirra og ábyrgð- að þessir fulltrúar hafa sagt sig úr útvarpsráði," sagði Ólafur. „Mér er Ijós ástæðan en get ekkert við því gert að þeir sætti sig ekki við ákvörðun mína_ um skipan í starf útvarpsstjóra. Ákvörðunin lilaut að in því mín einnig. Hver og einn verður svo að hafa sína skoðun á hvort ráðherra hefði átt að hafa samráð við einstaka umsækjendur eða útvarpsráðsmenn í þessu máli.“ f I I I I í í i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.