Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. OKTOBER 1991, Heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til írlands; Leiklist og leikbók- menntir í öndvegi Líður eins og heima í þessari borg, sagði Vigdís Finnbogadóttir Dyflinni. Frá Páli Þórhallssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. LEIKLIST og leikbókmenntir voru í öndvegi á öðrum degi heimsókn- ar Vigdisar Finnbogadóttur, forseta íslands, til írlands. Forsetinn skoðaði handrit að verkum nóbelsskáldsins Samuels Becketts í bóka- safni Trinity College, hún var viðstödd opnun sýningar á listaverkum sem tengjast Beckett í galleríi skólans og í ræðu í móttöku borgar- stjóra Dyflinnar líkti Vigdís heimsókn sinni við leikrit og væri henni hlutverk sitt kært. í gærkvöldi var hún svo viðstödd sýningu í Ab- bey Theatre á „Dancing at Lughnasa" eftir Bryan Friel. Reuter Forsetarnir Vigdis Finnbogadóttir og Mary Robinson heimsækja Trinity College i gær. Forseti íslands og Mary Robin- son, forseti írlands, heimsóttu Trin- ity College í Dyflinni í gærmorgun. Farið var í tignarlegt bókasafn skól- ans þar sem bækur þekja veggi upp undir loft þannig að nota þarf örmjóa stiga til að komast að efri hillunum. Einn helsti dýrgripur safnsins er Book of Kells, handrit sem fyrst er getið árið 1007. Segir í annálum að þá hafi því verið stol- ið úr kirkjunni í Kells en víst þykir að það sé þó nokkuð eldra. Það hefur að geyma guðspjöllin fjögur og er ritað á latínu þar sem fyrsti stafurinn á hverri blaðsíðu er listi- lega dreginn. Frú Vigdís staðnæmdist lengi við handrit írska leikskáldsins Samuels Becketts sem nú eru til sýnis á safninu. Sagði hún Mary Robinson frá því að flest leikritanna sem þar mátti sjá hefðu verið færð upp á íslandi. Robinson gat þessa í ræðu við opnun sýningar í galleríi Trinity College á verkum ýmissa lista- manna sem sóttu innblástur til ævistarfs Becketts. Háskólinn verð- ur fjögur hundruð ára á næsta ári og sagði frú Robinson að í hugum viðstaddra væri árið 1992 ekki tengt innri markaði Evrópubanda- lagsins heldur afmæli þessarar merku menntastofnunar. Þar lagði hún stund á lögfræði og varð síðar prófessor í stjórnskipunar- og refsi- rétti auk þess að flytja fyrirlestra um meginlandsrétt. Sagðist hún eiga það sameiginlegt með Beckett að hafa kennt við Trinity College og einnig vildi hún geta þess að meðan hún sat á þingi var Beckett með lögheimili í kjördæmi hennar og hefði hún áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann hefði greitt henni atkvæði sitt utan kjörfundar þar sem hann bjó í París. í ræðu sem forseti íslands hélt í móttöku borgarstjóra Dyflinnar sagði hún að sér iiði eins og heima í þessari borg sem byggst hefði á grunni sem norrænir menn lögðu líkt og íslenskt samfélag. írar og íslendingar hafa ætíð verið nánir þrátt fyrir hafið á milli þeirra, sagði forsetinn. En það hefði i raun fært þjóðirnar nær hvor annarri. En Irar og íslendingar ættu fleira sameigin- legt. Þeirynnu sagnalist og í vissum skilningi lifðu þeir á henni. Sagði hún Íslendinga vera gagntekna af fortíðinni og notuðu þeir ellefu alda sögu til að skilja samtímann. Svipað gilti um íra og báðar þjóðir ættu að geta viðurkennt að áætlanasmíð um framtíðina væri ekki þeirra sterka hlið. Vigdís sagði að henni væri Dyflinni kær vegna þess að þar væri vagga leikbókmennta enskumælandi landa á þessari öld en sjálf hefði hún haft all nokkur afskipti af leikhúsmálum. „Dagarn- ir í Dyflinni hafa verið eins og leik- rit þar sem margar persónur taka þátt með því að gæða ljóð sín'viti og visku sína ijóðlist. Hvert sem ég fer mun ég hafa í hávegum hlut- verk mitt í þessu leikriti." Kjötstöðin Glæsibæ: Greiðslustöðv- un í 2 mánuði SKIPTARÉTTUR Reykjavíkur veitti í gær Kjötstöðinni Ásgeiri í Glæsibæ greiðslustöðvun í tvo mánuði. Að sögn Kristjáns Stef- ánssonar lögmanns, sem fer með málefni fyrirtækisins á greiðslu- stöðvunartímanum, er stefnt að því að leita eftir niðurfellingu skulda að verulegu marki og að auka hlutafé félagsins. Kristján sagði skuldir miklar en vildi ekki nefna upphæðlr í því sam- bandi. Haldinn var fundur með stærstu kröfuhöfum 27. september þar sem þeim var kynnt staða félags- ins og leitað eftir afstöðu þeirra til niðurfellingar skulda. Að sögn Kristj- áns var þar eindreginn stuðningur við þessar hugmyndir og er unnið að málinu í samræmi við þær. Greiðslustöðv- un hjá Niður- suðuverk- smiðjunni Niðursuðuverksmiðjunni hf. á Isafirði hefur verið veitt greiðslu- stöðvun til tveggja mánaða. Þann tíma hyggjast forsvarsmenn fyrir- tækisins nota til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem meðal annars feli í sér öflun nýs hluta- og lánsfjár og samningaumleitan- ir við lánardrottna. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að stefnt sé að því að ljúka endurskipulagningunni fyrir áramót. Stefán Jónsson viðskiptafræðingur hefur tekið við framkvæmdastjórn fyrirtækisins en Eiríkur Böðvarsson hefur tekið við stjómarformennsku og vinnur að verkefnum er snerta endurskipulagningu og framtíðar- rekstur fyrirtækisins. f f Kl/ll f 1/1 !/• Att þú númer í sjódnum? .. ..../ ovDRÆrr/ hás^ / i * #*.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.